Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 32

Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMKVÆMDASTJÓRIFlugfélags Íslands, JónKarl Ólafsson, boðaðistarfsmenn sína til fundar í gær þar sem kynntar voru um- fangsmiklar breytingar á rekstri félagsins til að laga það að breyttu rekstrarumhverfi og skapa því nýj- an rekstrargrundvöll. Markmiðið er að flugfélagið skili hagnaði á næsta ári en að óbreyttu hefði stefnt í ríf- lega 300 milljóna króna tap á þessu ári. Frá og með 1. október nk. hættir félagið að fljúga á tvo áfangastaði, Vestmannaeyjar og Höfn í Horna- firði, og af þeim sökum verður stöð- ugildum fækkað um 60. Það þýðir að segja þarf upp um 40 starfsmönnum á öllum rekstrarsviðum, allt frá hlað- mönnum til flugstjóra, en í dag starfa hjá félaginu um 230 manns. Þá verður ATR-vél skilað frá 1. okt. sem hefur verið í leigu frá Íslands- flugi. Flugfélag Íslands flutti ríflega 400 þúsund farþega innanlands í fyrra en eftir breytingarnar er reiknað með að þeim fækki um 80 þúsund og verði þá um 320 þúsund á ári. Erum alls ekki að hætta Í viðtali við Morgunblaðið segir Jón Karl að aðgerðirnar séu vissu- lega sársaukafullar fyrir alla aðila en þær hafi verið nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að illa færi í rekstr- inum. Ýmsar leiðir hafi komið til greina, m.a. að hætta fluginu alfarið og selja félagið, en ákveðið hafi verið að fara í niðurskurð upp á fjórðung. „Við ákváðum að halda áfram og erum alls ekki að hætta. Við sjáum framtíð í flugi en hún þarf þá að vera byggð á rekstrargrunni þar sem menn geta fengið arðsemi af þeim peningum sem lagðir eru til. Harka markaðarins segir að við verðum að einbeita okkur að arðbærari leið- um,“ segir Jón Karl, sem verður áfram framkvæmdastjóri félagsins. Tap hefur verið á innanlandsflug- inu síðustu ár og sem dæmi tapaði Flugfélag Íslands 380 milljónum króna í fyrra. Að sögn Jóns Karls stefndi í að tap þessa árs yrði rúmar 300 milljónir og því hafi verið ljóst að grípa þurfti til einhverra aðgerða. Starfsstöðvum félagsins í Eyjum og á Höfn verður lokað frá 1. októ- ber, en þar hafa verið alls 10 stöðu- gildi, og flugferðum verður fækkað á aðra staði. Opnunartími afgreiðsl- unnar á Reykjavíkurflugvelli verður styttur og miðað við að flogið verði milli klukkan átta á morgnana og níu á kvöldin. Ætlunin er að halda áfram áætl- unarflugi til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar, Færeyja og Grænlands. Þá verður staðið við gerða samninga við ríkið um sjúkraflug og flug frá Akureyri til nokkurra minni staða á Norðausturlandi, þ.e. Grímseyjar, Vopna- fjarðar og Þórshafnar. Einnig verður aukin áhersla lögð á sölu ferða í gegnum Netið en sú leið hefur skilað um 15% af tekjum félagsins. Eins og áður segir verður ATR- vél Íslandsflugs skilað og að sögn Jóns Karls mun flugflotinn saman- standa af þremur Fokker-vélum, tveimur TwinOtter-vélum, sem stað- settar eru á Akureyri, og einni Metro-vél, sem einnig er fyrir norð- an vegna sjúkraflugsins. Aðspurður um ástæður rekstrar- vandans nefnir Jón Karl þar einkum kostnaðarhækkanir. Þeim megi líkja við náttúruhamfarir á síðustu miss- erum. Á einu ári nemi hækkanirnar allt að 40% sem aðallega megi rekja til gengisþróunar, eldsneytisverð- hækkana, aukins launakostnaðar og annarra innlendra hækkana. Einnig hafi eftirspurn eftir flugi félagsins dregist saman að undanförnu um 20%. Sem dæmi um aukinn kostnað nefnir Jón Karl að félagið eyði 10 milljónum dollara á ári í leigu flug- véla og viðhald þeirra. Fyrir ári hafi þessi upphæð jafngilt 780 milljónum króna en nú sé þessi kostnaður kom- inn í rúman 1 milljarð króna. Þarna sé aukinn kostnaður upp á tæpar 300 milljónir og þá sé eftir að taka fjármagnskostnað með í reikning- inn. Þá hafi eldsneytiskostnaður aukist um 200 milljónir á tveimur ár- um. „Þetta eru aðstæður sem komnar eru til að vera, við getum ekki litið á þetta sem tímabundið vandamál. Innanlandsflugið hefur lengi átt í erfiðleikum og við sjáum ekki fram á að það breytist á næst- unni. Ljóst er að hlut- hafar Flugleiða, aðal- eiganda okkar, eru ekki tilbúnir að greiða niður meiri taprekstur. Einn- ig er ljóst að farþegar eru ekki reiðu- búnir að greiða hærri fargjöld.“ Köllum ekki eftir ríkisstyrkjum Varðandi flug til Vestmannaeyja segir Jón Karl að þar hafi ríkt hörð samkeppni við ríkisstyrktar ferju- siglingar með Herjólfi og flug lítilla véla á Bakkaflugvöll í A-Landeyjum. Flug til Hafnar hafi verið í mikilli samkeppni við einkabíla og rútur. „Við höfum kallað eftir umræðu um samkeppnisstöðu innanlands- flugsins. Menn hafa talað sem óp eftir ríkisstyrkjum e er það alls ekki. Málið sný flug er eitt af samgöng landsins en staða þess hefu versna. Við höfum ekki h öðru en að velta kostnaðar um út í gjaldskrá okkar. Á verðlagi haldið stöðugu í ingum, sem eru ríkisstyr spyrjum hvort þetta sé eðl keppnisstaða. Ef svarið er þá er afleiðingin sú sem við gera núna. Eyjamenn hafa ar valið að fljúga á Bakka með Herjólfi. Þar hefur ve ing á báðum vígstöðvum hrun hefur verið hjá okkur síðustu 2-3 mánuði. Miðað v forsendur getum við ekki markaðnum. Kostir flug hraði og þægindi og ef fól tilbúið til að greiða fyrir þ við enga aðra kosti en að dr an í rekstri eða breyta o sendum,“ segir Jón Karl. Hann segir að flugleið 100 þúsund farþega á ári t sig sæmilega. Því muni Flugfélag Íslands ein- beita sér að Akureyri, þangað sem um 140-150 þúsund manns fljúga á ári, og Egilsstöðum, sem tekur við 80 þúsund fa áætlunarflugi á ári. Jón K aukningu sjáanlega fyrir au á 20-30 þúsund farþega á fyrirhugaðra stóriðjuframk „Þetta eru þau svæði sem við teljum markaðshæ inu. Til Ísafjarðar fara um und manns á ári og Vestfir ágætlega inn í þá rekstra sem við ætlum nú að byg Aðrir staðir eins og Höfn með 20 þúsund farþega á ár ar eru markaðir sem ei Flugfélag Íslands hættir flugi til Vestmannaeyja o „Sársaukafu en nauðsy legar aðger Morgunblaði Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, seg allar leiðir út úr rekstrarvandanum hafi verið skoðaðar, m.a. hætta fluginu og selja félagið. Ákveðið hafi verið að halda áfra einbeita sér að hagkvæmum flugleiðum. Tímamót urðu í innanlandsfluginu í gær þ Flugfélag Íslands tilkynnti mikinn niðursk rekstri frá 1. október nk. en frá þeim tíma farþegum fækkað um 80 þúsund á ári. Jón Ólafsson framkvæmdastjóri fræddi Bjö Jóhann Björnsson um af hverju gripið va þessara aðgerða og hvernig horfir í innanlandsfluginu í framtíðinni. Við erum í sam- keppni við allt sem hreyfist EGGJAÐ TIL AÐHALDS KYNNING ÍSLENSKRAR MYNDLISTAR ERLENDIS Mikil umræða hefur farið fram aðundanförnu um þátttöku Ís-lendinga í Feneyjatvíæringn- um. Upphaf umræðunnar var grein eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur blaðamann Morgunblaðsins sem birtist hér í blaðinu en hún var við opnun tvíærings- ins í byrjun júní síðastliðinn sem af flest- um er talinn mikilvægasti vettvangur samtímalistar í heiminum. Í grein Fríðu Bjarkar var gagnrýnt hvernig staðið var að þátttöku Finnboga Péturssonar listamanns í tvíæringnum að þessu sinni. Bent var á að boð ríkisins til þátttöku í tvíæringnum felst í því að vera fulltrúi Íslands en engin starfslaun tengist valinu. Einnig sagði að þrátt fyr- ir að verkefni Finnboga hafi verið sam- þykkt af hálfu menntamálaráðuneytis- ins hafi ekki verið til fjármagn til þess að standa straum af smíði þess og uppsetn- ingu í Feneyjum. Í greininni sagði: „Listamaðurinn þurfti tvo menn í tíu daga sér til aðstoðar við smíðina á sýn- ingarsvæðinu og fékk annar þeirra ferð sína greidda, en hinn stóð sjálfur straum af ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi auk þess sem báðir unnu launalaust alla þessa daga.“ Ennfremur var gagnrýnt hvernig staðið var að opnun sýningar Finnboga, boðskort höfðu til að mynda ekki verið send út heldur var þeim dreift af handahófi á sýningarsvæðinu, dreif- ingu á kynningarefni var sömuleiðis ábótavant og umgjörð opnunarathafnar- innar sjálfrar var bæði óformleg og fá- tækleg, eins og sagði í greininni. Í kjölfar þessarar greinar hafði Morg- unblaðið tal af nokkrum myndlistar- mönnum um kynningu á íslenskri mynd- list erlendis og sömuleiðis hafa birst í blaðinu aðsendar greinar listamanna um málið. Viðbrögð flestra þessara aðila voru á þann veg, að betur mætti standa að kynningu á íslenskri myndlist erlend- is og framkvæmd þátttöku Finnboga í tvíæringnum að þessu sinni sé dæmi um það. Einkum hefur verið talað um skort á fjármagni til kynningarstarfsins. Í grein Þorvaldar Þorsteinssonar mynd- listarmanns og rithöfundar sagði: „Þetta óútskýranlega sinnuleysi stjórn- valda hefur óbeint orðið til að útiloka þátttöku íslenskra myndlistarmanna í fjölda lykilsýninga á síðustu árum, sýn- inga sem hver um sig hefði getað opnað þátttakendum nýjar dyr og rutt braut- ina fyrir aðra listamenn.“ Björn Bjarnason menntamálaráð- herra svaraði gagnrýninni á heimasíðu sinni og birtist grein hans hér í Morg- unblaðinu. Þar kemur fram að ráðuneyt- ið hafi aldrei tekið að sér að standa undir öllum kostnaði vegna Feneyjatvíærings- ins eða greiða þeim laun sem þar leggja hönd á plóginn. „Menntamálaráðuneytið hefur litið á það sem hlutverk sitt að skapa aðstæður til þátttöku í tvíæringn- um með því að leigja húsnæði og veita fé vegna framkvæmdarinnar. Á hinn bóg- inn hefur ráðuneytið ekki tekið að sér að sinna sérstöku kynningarstarfi vegna listamannsins,“ segir í grein ráðherra. Ljóst má vera að ráðuneytið og lista- menn greinir á um það hvert og hversu stórt hlutverk þess eigi að vera í þátt- töku Íslendinga í Feneyjatvíæringnum og kynningu á íslenskri list almennt. Af því sem fram kom í grein Fríðu Bjarkar og í máli listamanna, sem þekkja gjörla til þátttöku Íslendinga í tvíæringnum, má jafn ljóst vera að fjárframlag ráðu- neytisins er ekki nægilega hátt auk þess sem framkvæmdin er að ýmsu leyti óvið- unandi. Leita verður leiða til þess að bæta hér úr því eins og fram hefur komið skiptir það íslenska list miklu að vel sé staðið að þátttöku í þessari mikilvægustu list- kaupstefnu heims og annarri kynningu hennar erlendis. Í þeirri vinnu er brýnt að nýta reynslu og þekkingu sem skap- ast hefur af þátttöku listamanna á er- lendum vettvangi hingað til. Félag eggjaframleiðenda hefurhækkað „leiðbeinandi viðmiðunar- verð“ á eggjum til verzlana um 12%. Það er út af fyrir sig tímaskekkja að samtök framleiðenda skuli taka sig saman um að gefa út leiðbeiningar um verð til félagsmanna sinna og gengur gegn öllum sjónarmiðum um frjálsa samkeppni í þágu neytenda. Félag eggjaframleiðenda tilgreinir sem ástæður hækkunarinnar að aðföng og annar framleiðslukostnaður eggjabúa hafi hækkað að undanförnu. Það er frá- leitt að gera ráð fyrir að slíkt velti beint út í verðlagið og ekki síður að verðið þurfi að hækka um sama hlutfall hjá öll- um. Ef frjáls samkeppni ríkti í sölu eggja, myndu eggjabúin auðvitað leita leiða til hagræðingar í rekstri sínum til þess að þurfa ekki að velta kostnaðar- hækkunum út í verðlagið. Félag eggjaframleiðenda fékk á sín- um tíma, árið 1996, undanþágu frá banni samkeppnislaga við verðsamráði. Sú undanþága var veitt gegn því að op- inberri verðlagningu á eggjum væri um leið hætt. Samkeppnisráð taldi þetta á sínum tíma lið í því að hverfa frá op- inberri verðstýringu til frjálsrar sam- keppni í viðskiptum; eins konar aðlög- unarástand fyrir eggjaframleiðendur. Nú er kominn tími til að afnema þessa undanþágu, skera upp herör gegn verð- samráði eggjaframleiðenda og leyfa frjálsri samkeppni að njóta sín í þessum geira, sem að mörgu leyti líkist iðnaði meira en hefðbundnum landbúnaði. Hitt mega eggjaframleiðendur eiga, að heildsöluverð á eggjum til verzlana hefur í raun lækkað á undanförnum ár- um, um 10-15% á fimm árum. Munur á eggjaverði hér og í nágrannalöndunum hefur minnkað en egg eru þó enn of dýr á Íslandi. Í skýrslu Samkeppnisstofn- unar um matvörumarkaðinn á Íslandi, sem út kom í maí, kemur fram að egg eru 24% dýrari á Íslandi en að meðaltali á Norðurlöndum. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar vek- ur hins vegar athygli að þrátt fyrir að verð til verzlana hafi lækkað, hefur eggjaverð til neytenda verið hér um bil óbreytt undanfarin fimm ár. Það þýðir að smásöluálagning á egg hefur hækkað talsvert. Könnun Samkeppnisstofnunar leiddi í ljós að hún væri á bilinu 50 til 70%. Þetta þýðir auðvitað að neytendur eiga ekki að sætta sig við að matvöru- verzlanir láti hækkun á heildsöluverði eggja ganga til neytenda. Neytendur eiga þvert á móti að fylgjast með eggja- verðinu og mótmæla, sjái þeir fram á að það fari hækkandi. Liður í því að berj- ast gegn verðbólgunni, sem nú ógnar lífskjörum okkar, er að almenningur sýni þannig virkt aðhald að verðlagi og andmæli „sjálfvirkum“ verðhækkunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.