Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ U m götur höfuðborg- arsvæðisins geys- ast með tals- verðum fyrirgangi risastórir heiðgulir bílar, svo kallaðir strætisvagnar. Þessir heiðgulu bílar eru, ef frá eru taldir tveir stuttir annatímar á hverjum degi, svo til tómir á ferðum sínum frá morgni til kvölds. Nýting þeirra er svo léleg að nær undantekningarlaust er hægt að telja farþega þeirra á fingrum annarrar handar. Þegar verst lætur er aðeins vagnstjór- inn sjálfur í vagninum, og varla það. Sumum finnst til vinnandi að halda úti þessum farartækjum á þeim forsendum að þau séu svo umhverfisvæn og mengi minna en önn- ur. Með sæmilegri nýtingu myndu vagn- ar af þessu tagi blása frá sér tiltölulega minni reyk á hvern haus en aðrir bílar og þá gæti þessi skoðun hugsanlega átt rétt á sér. Stað- reyndin er þó sú að vegna lélegr- ar nýtingar er mengun vagnanna á haus meiri en venjulegs fjöl- skyldubíls miðað við nýtingu hvors um sig. Við þetta bætist að sá útblástur sem kemur frá strætisvögnunum er óþægilegri bæði fyrir gangandi menn og ak- andi en útblástur frá venjulegum bílum og oft er það þannig að menn eru skildir eftir í reykskýi þegar strætisvagn leggur af stað á ljósum eða frá biðstöð. Við þessi óþægindi sem vagnarnir valda með útblæstri sínum bætist að þeir eru á svo knappri tíma- áætlun að bílstjórarnir láta sig oft hafa það að aka yfir leyfileg- um hámarkshraða til að halda áætlun. Og þar sem vagnarnir eru fyrirferðarmiklir og rúmast ekki nema mátulega vel víða þar sem leið þeirra liggur, gustar stundum býsna mikið af þeim þar sem þeir aka í kappi við klukk- una. Vagnarnir eru sum sé illa nýtt- ir og til óþæginda á götum höf- uðborgarsvæðisins, en þeir eru líka borgurunum dýrir. Þá er ekki átt við gjaldskrá vagnanna heldur niðurgreiðslu til þeirra sem stafar af lélegri nýtingu, lágri gjaldskrá eða blöndu af hvoru tveggja. Nú hefur rekstrarfyrirkomu- lagi strætisvagnanna verið breytt þannig að sveitarfélög á Stór- Reykjavíkursvæðinu hafa tekið sig saman um reksturinn og stofnað nýtt fyrirtæki undir hinu myndarlega nafni Strætó bs. Uppistaðan í þessu nýja fyrir- tæki er borgarfyrirtækið Stræt- isvagnar Reykjavíkur, en rekstur þess fyrirtækis fékk yfir 600 milljóna króna styrk frá skatt- greiðendum í fyrra, eða sem nemur meira en hálfri annarri milljón króna á dag, hvern dag ársins. Ef þetta er skoðað út frá farþegum, þá nam niðurgreiðslan yfir 80 krónum á hverja ferð hvers farþega allt árið um kring. Ætla mætti að umræður um al- menningssamgöngur á því svæði sem um ræðir tækju mið af hinni lélegu nýtingu þeirra almanna- samgangna sem fyrir eru. Þá mætti jafnframt ætla að þeir sem ræddu þessi mál hefðu í huga þann kostnað sem samgöngunum fylgir og sýndu jafnvel áhuga á að draga úr honum frekar en hitt. Þetta ætti að minnsta kosti að eiga við um þá sem kjörnir eru til að fara með skattfé borgaranna og bera ábyrgð á að það sé nýtt með skynsamlegum hætti. En, nei, staðreyndir um almennings- samgöngur í dag virðast litlu hafa skipt þegar rætt hefur verið um hvernig þessum samgöngum skuli hagað í framtíðinni. Þegar um það er rætt skiptir mestu að vera sem „framsæknastur“ og „nútímalegastur“ og bjóða upp á sem djarfastar lausnir. Af þessum ástæðum heyrast sjaldan hugmyndir um að miða stærð strætisvagnanna við far- þegafjölda til að ná upp nýtingu og draga úr akstri risabíla á göt- um í þéttbýlinu. Þá heyrist varla nefnt að láta vagnana aka á þeim tímum þegar fólk sækist helst eftir að taka sér far með þeim en hvíla þá að mestu eða öllu leyti þess á milli. Hvað þá að rætt sé um að vagnarnir miði ferðir sínar mest við að flytja ungmenni í skóla en geri ráð fyrir að hinir fullorðnu verði að ferðast um á eigin kostnað án niðurgreiðslu henti þær leiðir þeim ekki. Líklega þætti hin mesta goðgá að stjórnmálamenn vörpuðu fram slíkum hugmyndum eða jafnvel tækju undir þær. En þeir geta óátalið viðrað hugmyndir um mikla aukningu útgjalda til al- menningssamgangna séu þær nægilega „nútímalegar“. Þannig hefur nú komið upp sú furðulega hugmynd að leggja neðanjarð- arlest undir Reykjavík sem komi að hluta til í stað strætisvagna. Þessi lest, sem kosta myndi að minnsta kosti marga milljarða króna, líklega tugi milljarða króna, þykir óskaplega spenn- andi og sumir virðast ekki geta beðið eftir að láta gera dýrar kostnaðaráætlanir um fram- kvæmdina og láta reikna út hversu hagkvæm þessi óhag- kvæma framkvæmd muni verða. Ef af þessari framkvæmd verð- ur, en eins og títt er um vitlausar framkvæmdir er raunveruleg hætta á að stórhuga stjórn- málamenn ráðist í þessa, munu nokkrir borgarbúar verða svo heppnir að búa nálægt opi niður í lestargöngin og geta þá, ef þeir eru líka svo heppnir að lest- argöngin opnist við vinnustað þeirra, tekið lestina í vinnuna. Þeir munu víst ekki þurfa að hafa áhyggjur af öngþveiti á lest- arpallinum, því engar líkur eru til að nýting yrði mikil í því dreifbýli sem þéttbýlið hér er í raun. Annars er nú dálítið sérstakt, svo ekki sé meira sagt, að þegar ekkert gengur að fjölga farþeg- um í almenningsfarartækjum sem ganga ofan jarðar skuli menn ætla að færa þau ofan í jörðina. Það þarf líklega nokkra hugmyndaauðgi til að láta sér detta þá „lausn“ í hug, en hver veit, ef til vill er þar að finna mik- inn fjölda væntanlegra farþega. Enginn með strætó En, nei, staðreyndir um almennings- samgöngur í dag virðast litlu hafa skipt þegar rætt hefur verið um hvernig þessum samgöngum skuli hagað í framtíðinni. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj- @mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi ritar grein í Morgunblaðið 12. júlí sl. þar sem hann fjallar um endurskoðun aðalskipulags Reykja- víkur sem nú er unnið að. Drög að nýju aðal- skipulagi voru kynnt á almennum borgara- fundi í Ráðhúsinu 28. júní sl. og var fundurinn fjölsóttur. Ýmislegt í málflutn- ingi Vilhjálms kallar á viðbrögð og verður hér vikið að nokkrum þátt- um. Almennur áhugi Fyrst ber þó að geta þess að það er ánægjulegt hve skipulagsmál vekja orðið mikinn áhuga almennings. Kemur það m.a. fram í almennum umræðum í fjölmiðlum, í athuga- semdum og ábendingum sem borg- inni berast reglulega um ýmis skipu- lagsmál, þátttöku í fundum o.fl. Fullvíst má telja að atkvæðagreiðslan um framtíð Vatnsmýrarinnar hafi vakið fólk mjög til vitundar um mik- ilvægi skipulagsmála og fært því heim sanninn um að það er hægt að hafa áhrif á þróun umhverfis síns með virkri þátttöku. Miðborgin Í grein Vilhjálms kemur fram það sjónarmið að R-listanum hafi verið mislagðar hendur í málefnum mið- borgarinnar og ekki tekist að efla hana sem skyldi. Það er gömul saga og ný að styrkur og aðdráttarafl mið- borgarinnar eru misjöfn frá einum tíma til annars. Þegar Reykjavíkur- listinn tók við stjórnartaumunum í borginni árið 1994 ríkti stöðnun í mið- borginni. Á síðasta kjör- tímabili var hafin vinna við að treysta og efla miðborgina með sér- stakri þróunaráætlun. Almenn pólitísk sam- staða var um þá áætlun þótt sjálfstæðismenn noti hvert tækifæri til að lýsa efasemdum um hana og því miður detta þeir oft í þann pyttinn að gera lítið úr miðborg Reykjavíkur og mögu- leikum hennar. Þróun- aráætlunin er stýritæki í skipulagsmálum sem fjallar um landnotkun, samgöngur, húsvernd og uppbyggingu, útivist og margt fleira. Auk þróunaráætlunarinnar hefur um nokkurt skeið starfað mið- borgarstjórn með fulltrúum atvinnu- lífs og íbúa sem hefur tök á að fylgjast með miðborginni nánast frá degi til dags og koma með ábendingar og til- lögur um hvaðeina sem getur eflt mið- borgina. Þá er hin almenna stefnu- mörkun í drögum að aðalskipulagi til þess fallin að styrkja miðborgina en þar er lögð rík áhersla á þéttingu byggðar, styrkari almenningssam- göngur og sjálfbæra þróun. Samgöngumálin Vilhjálmur telur Reykjavíkurlist- ann hafa snúið við blaðinu í sam- göngumálum og sé nú á bandi Sjálf- stæðisflokksins og nefnir því til stuðnings Hlíðarfót, Fossvogsgöng og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þegar gildandi aðalskipulag var samþykkt var ákveðið að fella brott stofnbraut undir Öskjuhlíðinni, svo- kallaðan Hlíðarfót og voru meginrök- in fyrir því umhverfisleg. Fossvogs- bakkarnir eru verndaðir og Reykjavíkurlistinn hefur ekki áhuga á að fórna þeim fyrir þau umferðar- mannvirki sem D-listinn hafði áður verið með á prjónunum. Í yfirstand- andi vinnu við svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins til ársins 2024 hefur komið fram að brýnt sé að leita leiða til að greiða fyrir umferð til miðborg- arinnar, enda er þar líka lögð áhersla á þéttingu byggðar og eflingu mið- borgarinnar. Því var valin sú leið að leggja til stofnbraut í göngum frá Kringlumýrarbraut að Hringbraut en ekki kemur til álita að leggja Hlíð- arfótinn meðfram Fossvogsbökkum eins og áður hafði verið lagt til. Göng frá Suður-Mjódd að Kringlu- mýrarbraut gegna þessu sama hlut- verki, að tengja suður- og austurhluta höfuðborgarsvæðisins betur við mið- borgina. Hvað varðar gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar þá hefur lengi legið fyrir að úrbóta væri þörf þar. Það skiptir hins vegar miklu máli hvernig gatnamót af þessum toga og á þessum stað eru leyst. Það þjónar litlum tilgangi að leysa um- ferðarhnútinn þar ef hann flyst aðeins til á næstu gatnamót. Og ekki viljum við eyðileggja umhverfið með tröll- auknum mannvirkjum sem fara illa. Reynslan frá gatnamótum Breið- holtsbrautar og Reykjanesbrautar ætti að vera víti til varnaðar. Þess Nýjar áherslur í aðalskipulagi Árni Þór Sigurðsson Skipulag Ánægjulegt er, segir Árni Þór Sigurðsson, hve skipulagsmál vekja orðið mikinn áhuga almennings. ÁRUM saman hefur mikið verið rætt og ritað um málefni Reykjanesbrautar. Þegar hún var tekin í notkun árið 1965 má segja að hún hafi verið hrein samgöngubylt- ing hér á landi, enda leysti hún af hólmi gamlan úreltan veg sem allir voru ánægðir með að losna við. Veggjald á veginum varð mörgum penna- vininum ástæða til gagnrýni, en langflest- ir greiddu veggjaldið með bros á vör, hæst- ánægðir með að aka á nútímavegi. Fyrstu árin stóðu ökumenn sig nokkuð vel, slys urðu að vísu en banaslys varð ekki í brautinni fyrr en 1. nóvember 1967. Aftur kom til- tölulega hagstætt tímabil, en næsta banaslys varð 7. október 1969. Síð- an má segja að óheillaþróun hafi byrjað og í árslok 2000 höfðu 52 látist í 43 slysum á Reykjanes- braut. Þetta er öllum hugsandi mönnum mikið áhyggjuefni og eðli- legt að við sé brugðist. Mér finnst því ástæða til fara nokkrum orðum um allt það sem vel hefur verið gert á undanförnum mánuðum, vegfarendum Reykja- nesbrautar til aukins öryggis. Áhugahópur um málefni brautar- innar hefur staðið sig vel, þrátt fyr- ir hæpnar baráttuaðferðir í byrjun, en hefur síðan með málefnalegri umfjöllun og vel heppnuðum borg- arafundi tvímælalaust þokað mál- um til betri vegar. Ráðherrar dóms- og samgöngu- mála hafa lagt þung lóð á vogarskálar svo og alþingismenn og fólk úr sveitarstjórn- um. Lögregluembætt- in í Keflavík, á Kefla- víkurflugvelli, í Hafnarfirði og í Kópa- vogi hafa haldið uppi markvissu eftirliti á brautinni, m.a. með þátttöku umferðar- deildar ríkislögreglu- stjórans, og síðast en ekki síst hafa öku- menn tekið sig á og hreinlega ekið betur og hægar en fyrr. Allt þetta ber að þakka og fleirum mætti sannarlega þakka þótt þeirra sé ekki sérstaklega getið hér. Mikilvægt er að menn haldi ótrauðir áfram góðum verkum í þágu allra þeirra sem aka um Reykjanesbraut. Við megum ekki sætta okkur við óhóflegan öku- hraða þar né annars staðar. Vegaxlir Vegagerðin hefur bætt mjög að- stæður á brautinni, m.a. með því að leggja bundið slitlag á vegaxlir. Fram til þessa hefur ökumönnum ekki á markvissan hátt verið ráð- lagt að færa sig út á vegöxl kjósi þeir að aka hægar en aðrir. Skýr- ingin á þessu er sú að talsverð lausamöl hefur verið í köntunum, en nú er það vandamál að mestu úr sögunni. Hvetjum við því alla til þess að færa sig út á vegöxl ef þeir t.d. eru með eftirvagn í togi eða einfaldlega ef þeir finna fyrir óþægindum af bílum fyrir aftan sig. Á þann hátt má draga úr streitu, sem er einn versti fylgifiskur um- ferðarinnar. Brýnt er að vegaxl- irnar séu ekki notaðar sem bíla- stæði, svo sem ef menn ætla að njóta útsýnis eða fara í gönguferð og skilja bílinn eftir. Slíkt veldur stórhættu fyrir aðra vegfarendur. Notum vegaxlir rétt, það er í þágu okkar allra. Tímasparnaður með ólöglegum hraða Ökumenn, hvort sem þeir aka um Reykjanesbraut eða um aðra vegi, eru hvattir til að hugleiða hve lítinn tíma þeir spara með því að aka á ólöglegum hraða. Ef Reykja- nesbrautin er tekin sem dæmi, þá eru 29,3 kílómetrar á milli þétt- býlismarka Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Hámarkshraði við bestu aðstæður er 90 km/klst á þessum vegarkafla (70 km við vegamót að Vogum og að Grinda- vík). Að aka 29,3 kílómetra á 90 kíló- metra hraða tekur 19 mínútur og 32 sekúndur. Á 100 kílómetra hraða, sem er ólöglegur, tekur Reiknum rétt á Reykjanesbraut Óli H. Þórðarson Umferðaröryggi Ástæða er til að fara nokkrum orðum um allt það, segir Óli H. Þórðarson, sem vel hefur verið gert á undanförnum mán- uðum, vegfarendum Reykjanesbrautar til aukins öryggis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.