Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ. MORGUNBLAÐIÐ átti mjög at- hyglisvert viðtal við Kristin Geirs- son, framkvæmdastjóra Goða hf., á dögunum. Þegar ég segi athygl- isvert þá er það vegna þess að ég er sannfærður um að allir sem lásu það og hafa einhver tengsl inn í málefni afurðastöðva og sauðfjár- bænda, hafi sett hljóða, en svo orð- ið býsna reiðir yfir einhliða viðtali sem er fullt af rangfærslum. Í upphafi viðtalsins talar fram- kvæmdastjórinn um lög, sem sett voru á fyrir fimmtán árum, sem skikkuðu sláturleyfishafa til að greiða innlegg sauðfjárbænda fyrir áramót. Þessi lög voru afnumin ár- ið 1998. Það hefði líka mátt koma fram í upphafi í þessu viðtali en ekki undir lokin. Benda má á að allir sláturleyfishafar með vel rekin hús hafa samt treyst sér til að borga sauðfjárbændum fyrir fram- leiðslu sína fyrir áramót ár hvert. Kristinn segir enn fremur að vegna þessa verklags, að borga bændum út fyrir áramót, sitji af- urðastöðvar uppi með mikið magn af kjöti í birgðum, án þess að fá nokkra umbun fyrir. Kristinn veit að þetta er rangt og honum er full- kunnugt um að í sauðfjársamningi er gert ráð fyrir greiðslum vegna vaxta og geymslukostnaðar, sem afurðastöðvar fá vegna þessa birgðahalds, og þar er verið að tala um umtalsverðar fjárhæðir. Einnig má benda Kristni á að fyrir síðustu sláturtíð voru birgðir í landinu af kindakjöti það litlar að afurðastöðvar fóru að ganga á svokallað útflutningskjöt til að selja innanlands og mæta þar með skorti. Samkvæmt því hefur birgðahald á kinda- kjöti ekki plagað Goða þegar fyrirtæk- ið var í burðarliðnum fyrir ári. Kristinn segir að sláturleyfishafar séu eins og milli steins og sleggju vegna þessar- ar áhættu. Hann minnist ekki á að bændur verða að setja ákveðið magn af framleiðslu sinni í útflutning og er það magn ákveðið í upphafi hverr- ar sláturtíðar. Sl. ár hefur það ver- ið í kringum 20-25 % af heildar- framleiðslu kindakjöts. Allt það kjöt taka sláturleyfishafar í um- boðssölu. Þrátt fyrir það gaf Goði út fast verð fyrir útflutningskjötið sem boðað var að greitt yrði með þrem jöfnum greiðslum síðast í lok maí. Goði á enn þá eftir að greiða bændum 1/3 af þessu kjöti frá síð- ustu sláturtíð. Nauðsynlegt er að hafa augun opin fyrir hagræðingu og er ég sammála Kristni um að þar sé enn mikið hægt að gera. Ekki má horfa fram hjá því, eins og Kristinn virð- ist gera, að mikið er búið að hag- ræða í þessari grein á skömmum tíma. Oftar en ekki hefur þar ver- ið um sársaukafullar aðgerðir að ræða fyrir sveitarfélög og bænd- ur en segja má í mörgum tilvikum nauðsynlegar. Benda má á að árið 1984 var slátrað um 727 þús- und dilkum í 47 slát- urhúsum, eða að með- altali 15.500 dilkum í hverju húsi. Árið 2000 var slátrað rúmlega 592 þúsund dilkum í 19 sláturhúsum eða í kringum 31 þúsundi í hverju húsi. Því er augljóst að hagræðing hefur átt sér stað og búið er að fækka slát- urhúsum um 28 á 17 árum svo nýt- ing þeirra húsa sem enn eru í rekstri hefur tvöfaldast. Kristinn segir bændur búa við þann „lúxus að framleiða einfald- lega“. Hvað á hann við? Hefur hann komið upp í sveit? Ég held að orðin „lúxus“ og einfaldlega“ eigi alls ekki við heldur þvert á móti. Hann talar um að sauðfjárbænd- ur fái borgað í áskrift og hækkun ár eftir ár. Ég vil benda Kristni á þá ómótmælanlegu staðreynd að afurðastöðvaverð til bænda árið 1995 á verðlagi ársins 1999 var kr. 226,17 á kg. Árið 1999 var verðið kr. 220,15 á kg. Þetta er áskrift á lækkun en ekki hækkun, eins og Kristinn vill meina. Á sama tíma- bili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11, 3% og launavísitala hækkað um tæp 30%. Það er nú allur „lúxusinn“. Kristinn víkur að stöðu naut- gripa- og svínabænda og segir þá búa við önnur skilyrði en sauð- fjárbændur. Kristinn veit að naut- gripa- og svínabændur eru með birgðir á fæti allt árið um kring og þegar þeir slátra fá þeir að fullu greitt innan tveggja mánaða fyrir innlegg sitt. Kristinn segist mæta þverúð og andstöðu bændaforystunnar þegar hann býður henni að borðinu til ráðagerða. Kristinn veit sjálfur að þetta er rangt. Forsvarsmenn Goða komu á aðalfund Landssam- taka sauðfjárbænda 28. júní sl. og skýrðu frá stöðu mála og hvaða leið þeir vildu fara út úr þeim ógöngum sem búið var að setja fyr- irtækið í. Benda má á að sauð- fjárbændum hefur aldrei verið boð- ið að neinu borði fyrr til þess að ræða málin og skiptast á skoðunum um það hvernig best sé að haga málum varðandi slátrun eða sölu á afurðum. Það hefur alltaf verið gert einhliða innan veggja Goða. En þegar allt er komið í þrot er einfalt að segja að bændum hafi verið boðið til ráðagerða en þeir séu bara með „þverúð“. Að sjálf- sögðu leita bændur allra leiða til að fá greitt fyrir framleiðslu sína. Hvaða framleiðandi gerir það ekki? Goði er búinn að segja að hann komi ekki til með að kaupa kjöt af bændum eins og aðrar afurðastöðv- ar ætla að gera. Ég fæ ekki séð að hótun felist í því við Goða að bænd- ur leiti annarra leiða en að leggja inn hjá honum í þessari stöðu. Kristni finnst undarlegt að bændur segi að Goði sé rúinn öllu trausti. Þekkjandi forsögu málsins er það kannski ekki svo einkennilegt. Afurðaseðlar og afreikningar til bænda í síðustu sláturtíð voru ill- skiljanlegir og í sumum tilvikum rangir og stóðust ekki skattalög. Enn hafa sumir bændur ekki feng- ið greitt fyrir allt sitt innlegg. Öll útflutningsskylda var tekju- færð á bændur með virðisauka fyr- ir áramót þótt aðeins 2/3 innleggs- ins væru greiddir til bænda og þurftu bændur að greiða virðis- auka af allri upphæðinni 1. mars sl. þrátt fyrir að þriðjungur væri enn ógreiddur. Goði tók á móti gripum til slátr- unar löngu eftir að fyrirtækið var komið í greiðsluþrot. Og svo mætti lengi telja. Varðandi forsögu Goða og hvern- ig til þess fyrirtækis var stofnað má segja að í upphafi skyldi endinn skoða. Svo virðist sem það hafi al- veg gleymst og önnur öfl ráðið ferðinni – því er staðan eins og hún er nú. Á það má benda að núver- andi framkvæmdastjóri Goða, sem áður hefur verið vitnað til, kom ekki að framkvæmdastjórn Goða fyrr en um áramótin 2000/2001. Fróðlegt væri ef Morgunblaðið færi ofan í saumana á öllu þessu máli; á hvaða forsendum Goði varð til og með hvaða hætti hann hefur verið rekinn frá stofnun. Athugasemdir vegna viðtals við fram- kvæmdastjóra Goða hf. Özur Lárusson Afurðir Ég er sannfærður um, segir Özur Lárusson, að alla, sem lásu þetta viðtal og hafa einhver tengsl inn í málefni afurðastöðva og sauðfjárbænda, hafi sett hljóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. ÞAÐ þarf að snúa vörn í sókn í bæjar- málum í Hafnarfirði. Ég hef áhyggjur af stöðu mála í mínum heimabæ, Hafnarfirði. Það hef ég þrátt fyrir það að Hafnarfjörður sé af náttúrunnar hendi fallegasti bær á landinu og framtíðar- möguleikar hans al- mennt miklir og góð- ir, ef vel er staðið að verki. Og ég hef áhyggjur, jafnvel þótt í Hafnarfirði búi kraftmikið og gott fólk sem almennt læt- ur sig velferð bæjarfélagsins varða og finnur til samkenndar með sveitungum sínum. En því miður fer þessi jákvæða umgjörð og ímynd fyrir lítið þegar stjórnendur bæjarmála í Hafnarfirði fara þann- ig með vald sitt að í óefni stefnir. Þannig er það því miður hjá þeim sem nú standa við stýrið í málefnum Hafnarfjarðar – meiri- hluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins með núverandi bæjarstjóra í broddi fylkingar. Tillögur og ábendingar okkar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar til að beina ýmsum verkefnum í farsælan farveg eru undantekning- arlítið felldar eða ýtt út af borðinu af fulltrúum meirihlutans. Lausatök og ábyrgðarleysi Lausatök, þröngsýni, þrjóska og þvergirðingsháttur og ekki síst sambandsleysi við fólkið í bænum eru meðal þeirra atriða sem upp í hugann koma þegar stjórn og starfshættir þessara hægrimanna í Hafnarfirði ber á góma. Ábyrgðarleysi, nán- ast kæruleysi í fjár- málastjórn sem birtist í því að milljörðum og aftur milljörðum króna er ávísað á komandi kynslóðir. Það er gert með því að skuldbinda bæjar- félagið til næstu ára- tuga með samningum við einkaaðila um svo- kallaða einkafram- kvæmd og rekstrar- leigu sem birtist í því að bæjarfélagið og bæjarbúar eiga ekki lengur mannvirkin sem m.a. hýsa skóla- starf, leikskólastarf og fleira, held- ur verða leigjendur hjá einkaað- ilum næstu áratugi og eignast aldrei mannvirkin. Og ofan í kaup- ið eru þessar skuldbindingar upp á milljarða króna ekki birtar í árs- reikningum bæjarfélagsins sem er skýlaust brot á lögum um árs- reikninga sveitarfélaga. Það er hins vegar gert til að fela mjög versnandi fjárhagsstöðu bæjarins undir stjórn hægri manna. Skortur er á yfirsýn og heildar- hugsun gagnvart ólíkum þörfum og hagsmunum bæjarbúa sem birtist í tilviljanakenndum og lítt hugsuðum aðgerðum, en aftur er til staðar þvermóðska og stífni þegar keyra skal sérmál og gælu- verkefni einstakra bæjarfulltrúa meirihlutans í gegn á mettíma. Troðið er niður skóla á lóð hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða, grafa á djúpa gjá millum íbúðarhverfa í bænum til að liðka fyrir hraðaum- ferð þeirra sem leið eiga millum Suðurnesja og Reykjavíkursvæð- isins og bæjaryfirvöld hafa gefist upp á því að reka skóla fyrir grunnskólabörn og leita á náðir einkaaðila utan bæjar til verksins. Sambandsleysi við bæjarbúa Síðan er algert sambandsleysi við almenning í bænum, jafnt við fjölmörg samtök og félög bæjar- búasem og einstaklinga sem leita eftir þjónustu og liðsinni hjá bæj- aryfirvöldum. Þar er að finna tóm- læti, áhugaleysi og erindum er sinnt seint og illa. Ekki er hlustað einu orði á ábendingar bæjarbúa þegar skipulagsmál eru annars vegar, svo dæmi sé nefnt. Og það virðist algjört bannorð að hlýða á tillögur okkar Samfylkingarfólks í nefndum og ráðum bæjarins. Má til taka tillögur okkar við af- greiðslu nýs miðbæjarskipulags þar sem við lögðum til að svonefnt Dvergshús verði rifið, en þetta hús er stórt og kassalaga, úr stíl í mið- bænum, lítið notað og að miklu leyti í eigu bæjarsjóðs. Þótt vel flestir bæjarbúar séu því sammála að þetta hús sé ekki og verði aldr- ei bæjarprýði mátti ekki hrófla við því að mati meirihlutans. Nokkr- um gömlum húsum með sál og sögu hikuðu þeir meirihlutamenn þó ekki við að samþykkja niðurrif á í þessu sama skipulagi. Til Hafnarfjarðar var á sínum tíma litið sem fyrirmyndarsveit- arfélags á þeim árum sem jafn- aðarmenn fóru með stjórn mála. Hafnarfjörður var á toppnum. Þá var félagsleg þjónusta í góðu lagi, mikil uppbygging átti sér stað, fjármálin tekin föstum tökum og sóknarhugur og bjartsýni réðu ríkjum. Hafnfirðingar voru stoltir af gangi mála í bænum sínum. Nú glotta hins vegar sumir utanbæj- armenn því miður gjarnan út í annað þegar málefni Hafnarfjarð- ar ber á góma. „Er það ekki bæjarfélagið þar sem bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur lagt niður slökkviliðið í bæn- um, rafveitu bæjarins, vill láta aðra eiga og reka grunnskóla bæj- arins og vísar yfirleitt ábyrgð á verkunum frá sér?“ spyrja utan- bæjarmenn gjarnan. Við Hafnfirðinga viljum gjarnan vera án svona umræðu. Snúum vörn í sókn Nei, það er nóg komið! Ég hef verið bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar umliðin þrjú ár og hef ásamt félögum mínum í minnihlutanum viljað stuðla að vexti og viðgangi bæjarins. Við höfum stutt meiri- hlutann til góðra verka en staðið fast gegn lítt ígrunduðum áform- um. Við fimm bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar viljum Hafnarfirði allt hið besta og leitum eftir sam- starfi og samvinnu við allan þann stóra hóp bæjarbúa sem eru okkur sammála. Hægrimenn í Hafnar- firði, sjálfstæðis- og framsóknar- menn, eru hins vegar fastir í eigin fílabeinsturni. Það er rúmt ár í næstu bæj- arstjórnarkosningar. Þá er nauð- syn á því að það tækifæri verði notað í Hafnarfirði til að breyta og bæta ímynd bæjarins og hvíla nú- verandi valdhafa. Þótt ég hafi dregið upp dökka mynd af stöðu bæjarins undir stjórn núverandi íhaldsmeirihluta er ég jafnframt þeirrar skoðunar að ekki sé of seint að snúa vörn í sókn, hefja endurreisnina. En tíminn líður og ekki seinna en í næstu kosningum, eftir rúmt ár, verða Hafnfirðingar að standa saman og stöðva hið frjálsa fall og blása til nýrrar sóknar. Það verður ekki gert öðru- vísi en kalla okkur fulltrúa Sam- fylkingarinnar til verka. Við erum reiðubúin til nýrrar sóknar með öllum góðum Hafnfirðingum. Framtíð Hafnarfjarðar er í húfi. Framtíð Hafn- arfjarðar í húfi Jóna Dóra Karlsdóttir Sveitarstjórnarmál Hafnfirðingar verða að standa saman, segir Jóna Dóra Karlsdóttir, stöðva hið frjálsa fall og blása til nýrrar sóknar. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.