Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 39 HVERS vegna á að færa Tilkynningar- skyldu íslenskra skipa til landhelgisgæslunn- ar.Þessari spurningu hefur verið varpað fram á opinberum vettvangi. Því vill Landhelgis- gæslan leitast við að svara henni. Þegar Slysavarna- félagi Íslands var falin Tilkynningarskylda ís- lenskra skipa árið 1968 kom sterklega til greina að Landhelgisgæslunni yrði falinn reksturinn. Slysavarnafélagið hélt því fram að hugsanlega myndu fiskiskip veigra sér við að til- kynna sig til Landhelgisæslunnar, þar sem þau gætu verið á þeim stað, sem þeim væri ekki heimill. Slysa- varnafélagi Íslands var falinn rekstur tilkynningarskyldunnar og á síðasta ári flutti skyldan í húsakynni Lands- símans. Samvinna Landhelgisgæsl- unnar og Tilkynningarskyldunnar hefur verið góð. Samkvæmt lögum um Landhelgis- gæslu Íslands nr.25/1967 1. gr. b liðar er markmið Landhelgisgæslunnar: „Að veita hjálp við björgun manna úr sjávarháska ....“ og í c lið „Að aðstoða eða bjarga bátum og skipum, sem kunna að vera strönduð eða eiga í erf- iðleikum á sjó við Ísland, ef þess er óskað“. Það er skylda Landhelgisælunnar að vinna að settum markmiðum. Skiptir þá ekki máli undir hvern mál- ið heyrir og hefur stofnunin gert nokkra samninga þar sem stofnanir sameina krafta sína. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur fjórþætt hlutverk: björgunarstjórnstöð, fjar- skiptamiðstöð fyrir gæslueiningar, fiskveiðieftirlitsstöð og móttökuaðili á farþega- og áhafnalistum skipa vegna Schengen-samningsins. Í björgun er mikilvægt að bregðast sem fljótast við og getur þar skilið á milli feigs og ófeigs. Stjórnstöð Land- helgisgæslunnar tekur á móti neyð- arköllum frá skipum í gegnum fjar- kiptastöðvar, eins og strandstöðvar Landssímans, frá neyðarbaujum, þar sem tilkynningar eru sendar sjálf- virkt til Landhelgisgæslunnar og frá erlendum björgunarstjórnstöðvum, þegar um er að ræða erlend skip á út- hafinu. Í fjareftirliti berast Landhelgis- gæslunni upplýsingar um staðsetn- ingar varðskipa og gæsluloftfara og þeirra fiskiskipa, sem eru í fjareft- irliti fiskveiðistjórnunarinnar, þar með talin erlend fiskiskip. Fylgst er með þeim skipum sem tilkynna um komu sína vegna Schengen og í fram- tíðinni er gert ráð fyrir að skip með hættulegan farm sendi tilkynningar til Landhelgisgæslunnar. Verði Tilkynningar- skylda íslenskra skipa færð til Landhelgis- gæslunnar eru allar til- tækar upplýsingar um skipaferðir við Ísland á þeim stað, sem stjórnar leit og björgun á hafinu. Engir milliliðir tefja framgang mála og þeg- ar vafi er um öryggi skipa er unnt að senda einingar Landhelgis- gælunnar og skip sem Landhelgisgæslan hef- ur upplýsingar um á vettvang til öryggis og grípa til björgunarað- gerða mun fyrr en ella. Í björgunarstjórnstöð Landhelgis- gæslunnar er gert ráð fyrir að Slysa- varnafélagið Landsbjörg komi til að- stoðar þegar mikið liggur við. Þannig er unnt að nýta þann mikla fjölda félagsmanna þeirra ágætu samtaka til að vinna með Landhelgisgæslunni að settu markmiði. Kostnaður því samfara að Land- helgisgæslan tæki við tilkynningar- skyldunni er óverulegur. Unnt væri að hafa tvo menn á vakt allan sólar- hringinn og skapar það mikið öryggi. Einnig þyrfti aðeins að greiða rekst- ur á einni sjóbjörgunarstjórnstöð í stað tveggja. Ríkisendurskoðun segir í stjórnsýsluúttekt sinni á Landhelg- isgæslunni fyrr á þessu ári: „Skoða ætti möguleika á að stjórnstöð Land- helgisgæslunnar annaðist rekstur sjálfvirku tilkynningarskyldunnar.“ Landhelgisgæslan er reiðubúin að taka að sér rekstur sjálfvirku tilkynn- ingarskyldunnar og telur að með því aukist verulega öryggi sjófarenda við Ísland. Rökin sem upphaflega voru færð fyrir því, að Landhelgisgæslan ætti ekki að sjá um tilkynningarskylduna eru úr gildi fallin. Það er liðin tíð að íslenskir sjómenn séu í einhverjum feluleik við þessa stofnun. Þvert á móti ætlast þeir til að Landhelgis- gæslan stundi virkt eftirlit á miðun- um við landið og hafa þráfaldlega ítrekað þá skoðun. Nútímatækni hef- ur líka gert það að verkum að erfitt er fyrir þá sem kynnu að ætlast sér að dyljast að gera það. Því hníga öll rök að því, að tilkynningarskylda ís- lenskra skipa sé best komin hjá Landhelgisgæslunni. Tilkynningarskyldan fari til Landhelgisgæslunnar Hafsteinn Hafsteinsson Sjófarendur Rökin sem upphaflega voru færð fyrir því, segir Hafsteinn Hafsteinsson, að Landhelgisgæslan ætti ekki að sjá um tilkynningarskylduna eru úr gildi fallin. Höfundur er forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.