Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ ár hefur sjókvíaeldi á norskum laxi verið mikið rætt hér á landi. Hagsmunaaðilar og aðrir unnendur ís- lensku laxveiðiánna hafa varað við þeirri hættu sem laxinum okkar er búin ef stór- felldu sjókvíaeldi verð- ur hleypt af stokkun- um með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Íslendingar hafa nú einir þjóða þá sérstöðu hér við Norður-Atl- antshaf að hafa lax- veiðiár sínar óskemmdar af mannavöldum að langmestu leyti. Aðrar þjóðir s.s. Noregur, Stóra-Bretland, Bandarík- in og Kanada hafa umgengist þessa auðlind sína með þeim hætti að nátt- úrulegir laxastofnar þar eru ýmist í útrýmingarhættu eða á undanhaldi. Stíflugerð, mengun og laxeldi í sjókvíum er að útrýma Norður-Atl- antshafslaxinum. Milljörðum hefur verið varið til að endurvekja lax- agöngur í ár þar sem laxinum hefur verið útrýmt, en án árangurs. Er- lendir vísindamenn og blaðamenn sem hingað sækja til að fjalla um ástand laxastofna ljúka lofsorði á Ís- lendinga vegna stöðu þessara mála hér og brýna okkur á að gæta var- úðar í umgengni við þessa viðkvæmu auðlind. Landssamband veiðifélaga hefur margoft mótmælt því opinber- lega að heimilað verði að ala norskan lax í sjókvíum við Ísland. Ástæðan er einföld. Erlendis má sjá samhengi milli hnignunar laxastofna og vax- andi laxeldis. Ástæða er til að ætla að slíkt verði einnig raunin hér við land. Laxeldisiðnaðurinn hefur ætíð neitað að viðurkenna þessa stað- reynd. Sníkjudýr, sjúkdómar í eld- inu og erfðamengun vegna stroku- laxa úr fiskeldinu er ógnun við náttúrulega villta laxastofna sem víða blasir við. Skemmst er að minn- ast frétta frá Noregi nú nýverið þar sem jafnvel er talið nauðsynlegt að banna veiðar í nokkr- um helstu laxveiðiám þar nú í sumar vegna þess að laxinn er í út- rýmingarhættu. Ástæðan er hið um- fangsmikla sjókvíaeldi í norskum fjörðum sem er að ganga af laxa- stofnunum útdauðum í norskum ám. Þessi frétt vakti nokkra undrun því sl. sumar var því haldið mjög á lofti af talsmönnum laxeldisiðnaðarins hér, að lax mokveiddist í norskum ám og því væri engin ástæða til að hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum lax- eldis hér við land á íslensku laxa- stofnana. Sannleiksgildi þeirra full- yrðinga liggur nú fyrir. Um það þarf ekki að fjölyrða meir. Það má ljóst vera að ábyrgð þeirra sem ráða fyrir íslensku þjóðinni í þessum efnum er mikil. Landssam- band veiðifélaga hefur ítrekað bent á að mikið skortir á að nægar upplýs- ingar liggi fyrir hérlendis til að hægt sé að leggja raunhæft mat á áhættu sem fylgir sjókvíaeldi hér við land. Umhverfisráðherra sem fer með skipulagsmál lögum samkvæmt hef- ur nú úrskurðað að tvær risalaxeld- isstöðvar í Austfjörðum skuli und- anþegnar umhverfismati. Taldi ráðherrann að kærendur, sem kröfð- ust þess að framkvæmdin yrði mats- skyld, hefðu ekki með óyggjandi hætti sýnt fram á að laxeldið myndi valda umhverfisáhrifum. Þessi ákvörðun ráðherrans hefur verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA. Túlkun umhverfisráðherra á lögun- um um umhverfismat stangast veru- lega á við tilskipun Evrópusam- bandsins, 97/11 EC en þar segir að séu líkur á að framkvæmd hafi um- hverfisáhrif í för með sér skuli um- hverfismat fara fram. Umhverfis- ráðherra hefur því í úrskurðum sínum snúið sönnunarbyrðinni við og þannig gengið gegn alþjóðlegum skuldbindingum okkar sem lögin þó hvíla á. Framganga umhverfisráð- herra hefur valdið vonbrigðum. Verndarar íslenskra laxastofna eiga ekki í henni þann bandamann sem vonir stóðu til. Það ber að harma. Hagsmunir í fiskeldinu eru agn- arsmáir miðað við þau verðmæti sem fólgin eru í laxastofnunum okkar. Samkeppnisstaða íslenskra laxeldis- fyrirtækja er afar erfið vegna veð- urskilyrða og sjávarkulda. Vafi leik- ur á hvort rekstrargrundvöllur er fyrir slík fyrirtæki hér við land eftir að heimsmarkaðsverð á laxi fór nið- ur í sögulegt lágmark sl. haust og virðist lítið ætla að rétta við. Það er rétt að hafa í huga að þeir sem leggja fjármagn í þessa starfsemi eru að taka mikla áhættu með eignir sínar. Í endurskoðaðri þjóðhagsspá Færeyja er t.d. varað við fyrirsjáan- legum efnahagslegum áföllum af völdum sjúkdóma í laxeldinu en lax- eldi er stór þáttur í efnahagslífi eyjanna. ISA-veikin sem er óumflýj- anlegur fylgifiskur laxeldis í sjó hef- ur nú á rúmu ári valdið milljarða- tjóni hjá laxeldisfyrirtækjum í Færeyjum. Sjókvíaeldisfyrirtækin hér við land munu þurfa að mæta sama vanda og frændur okkar Fær- eyingar að þessu leytinu. Í ofanálag er við óblíð náttúruöflin að etja. Því virðist tortryggni á framtíð laxeld- isins fara vaxandi. Þannig tókst t.d. ekki að fá erlenda fjárfesta til að fjármagna fyrirhugað laxeldi sem hefja átti í Berufirði nú í sumar. Fyrirtækið Samherji virðist hins- vegar vera aflögufært um áhættu- fjármagn til að leggja undir í laxeld- inu, en dótturfyrirtæki þess eru að hefja umfangsmikið laxeldi í Mjóa- firði og Vestmannaeyjum um þessar mundir. Framganga Samherja í sjókvíaeldi á norskum laxi verður að skoðast sem hluti af umhverfis- stefnu fyrirtækisins. Sú stefna felur ekki í sér verndun íslensku laxa- stofnanna. Veiðiréttareigendur og aðrir unnendur íslenska laxins hljóta því að líta á fyrirtækið Samherja sem andstæðing. Það hafa margir haft á orði við mig að sorglegt hafi verið að horfa á forseta lýðveldisins leggja fyrirtækinu lið í fjölmiðlum nú nýverið, þegar hann eigin hendi gangsetti dælubúnað austur í Mjóa- firði til að dæla norskum laxi í ís- lenska náttúru. Þetta innlegg virðu- legasta embættis þjóðarinnar í átökin um framtíð íslenskra laxa- stofna, í Mjóafirði á dögunum, er táknrænt dæmi um andvaraleysið og skammtímahugsunina í umhverfis- málum hér á landi. Þar hjó sá er hlífa skildi. Við sem eigum hagsmuni í nýtingu íslensku laxveiðiánna höfum þungar áhyggjur af laxeldisáform- um Samherja. Verði tjón í íslenskum laxveiðiám vegna starfsemi fyrir- tækisins á þessu sviði er eðlilegt að samstæðan, þ.e. Samherji ásamt dótturfyrirtækjum, axli af því fjár- hagslega ábyrgð. Það er óhugsandi að einstaklingar eða fyrirtæki hversu öflugir sem þeir eru í þjóð- félaginu geti spillt eignum annarra og skotið sér undan ábyrgð á verk- um sínum. Landssamband veiði- félaga mun gera kröfu til að fjár- hagslegir bakhjarlar laxeldisfyr- irtækjanna ábyrgist það tjón sem starfsemi þeirra kann að valda eig- endum veiðiréttar á Íslandi. Opinber heimsókn í Mjóafjörð Óðinn Sigþórsson Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga. Lax Veiðiréttareigendur, segir Óðinn Sigþórsson, hljóta því að líta á Sam- herja sem andstæðing. UM fátt er meira rætt þessa dagana en málefni Árna Johnsen og má kannski segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar einhverju við. Ég get samt eigi orða bundist þar sem málefnið liggur svo vel við höggi! Þess ber að geta strax í upphafi til að fyrirbyggja allan mis- skilning að sá sem þetta ritar hefur aldr- ei verið talinn til aðdáendahóps Árna Johnsen nema síður sé og er skemmst að minnast skrifa minna á þessum vettvangi í kjölfar síðustu kosninga til Alþing- is því til staðfestingar. Ég get samt ekki orða bundist yfir þeirri heiftúðugu umræðu sem orðið hefur í kjölfar „uppljóstrana“ starfsmanns BYKO. Sú umræða hefur verið ákaflega óvægin svo ekki sé kveðið fastar að orði. Þar hafa menn, hver um annan þveran, verið tilbúnir að hengja þingmann- inn úr Vestmannaeyjum án dóms og laga og það án nokkurrar rann- sóknar, heldur bara á grundvelli óljósra sögusagna í mörgum til- fellum. Minnt skal á að við búum sem betur fer í réttarríki þar sem við verðum að treysta því að menn séu saklausir þar til annað sann- ast. Að því beinist meðal annars sú rannsókn sem Ríkis- endurskoðandi hefur hafið að beiðni Hall- dórs forseta Blöndal, eftir hvatningu þar um, sem leiðir okkur að Gísla saga Einarssonar „BYKO maðurinn“ hafði vart lokið við sögu sína er Halldór forseti var búinn að fá beiðni Gísla Einars- sonar þingmanns um rannsókn Ríkisendur- skoðunar. Í Kastljóss- þætti varð umræddur Gísli fyrir svörum um málefnið og lýsti öllum þeim fjölda símhring- inga þar sem kjósendur sögðu honum sögur um meint misferli Árna Johnsen, að sögn Gísla mistrúverðugar þó. Með vipru um munn gat þingmaðurinn lýst því hvernig hann hvatti kjósendurna til dáða að leita með sögur sínar til fjölmiðla! Sé sannleiksgildi þeirra eitthvert þá ættu slíkar sögur frekar heima hjá þar til bæru yf- irvaldi sem tæki að sér rannsókn sbr. beiðni Gísla til Halldórs for- seta og hefði þingmaðurinn því átt að leiðbeina símhringjendum betur þar um. Hvatvís dugnaðarforkur Það er ekki víst að það sé al- kunna en ég held að það sé ekki á aðra hallað ef fullyrt er að fáir þingmenn séu ötulli við að sinna kjósendum sínum en einmitt sá Árni sem hér um ræðir. Menn geta ekki átt merkisafmæli allt frá Skíðaskálanum í vestri að Horna- firði í austri öðruvísi en að Árni sé mættur með gítarinn sinn í boðið svo dæmi sé tekið. Árni er einnig „fyrirgreiðsluþingmaður“ af gamla skólanum. Þannig gengur hann er- inda umbjóðenda sinna af miklum krafti leiti þeir til hans með vand- ræði sín og varðar hann þá lítt um það hvort hann „valti“ yfir mann og annan í þeirri viðleitni sinni að leysa úr vanda viðkomandi. Þannig hefur hann einnig skapað sér óvildarmenn sem kannski sitja nú eins og púkinn forðum á fjósbit- anum og nærast á öllu gjamminu sem fylgir þessu upphlaupi öllu saman og ausa vafalaust olíu á þann eld sem „BYKO-maðurinn“ virðist hafa kveikt. Eins og for- sætisráðherrann orðaði eitthvað á þá leið að hér færi um margt mjög óvenjulegur og óhefðbundinn mað- ur . Held ég að vandi Árna sé kannski frekast hversu hvatvís hann er, oft óheppinn í orðavali af þeim sökum og í hvaða átt hann sveiflar útlimum sínum í skaphit- anum sem honum er í blóð borinn. Þess vegna má vel vera að hann hafi gleymt að telja upp að tíu áð- ur en hann svaraði til um hvar óð- alssteinarnir víðfrægu væru niður komnir. Viðskiptasiðferði Ekki skil ég hvað forsvarsmönn- um fyrirtækja gengur til að upp- lýsa um viðskipti einstakra við- skiptamanna sinna eins og virðist vera orðið algengt í þessu um- rædda máli. Eitt er að viðskipta- maðurinn sjálfur upplýsi alþjóð um þau eða að í þessu tilfelli krefjist fjölmiðlar upplýsinga af viðkom- andi ríkisstofnunum í krafti upp- lýsinga- og stjórnsýslulaga. En að söluaðilinn geri það sjálfur og sennilega án samráðs við viðkom- andi... ja sé ekki til um það laga- bókstafur þá hlýtur það að minnsta kosti að teljast siðlaust eins og Vilmundur heitinn Gylfa- son hefði orðað það . Ungir jafnaðarmenn o.fl. Fullir heilagri reiði krefjast ungir jafnaðarmenn þess í ályktun að Árni Johnsen segi tafarlaust af sér sem og Gísli „sögumaður“ Ein- arsson. Það gera og fleiri og vísa menn í meint sukk, svínarí og lyg- ar. Þessir menn njóta þess í hita leiksins að hafa kannski einungis skammtímaminni sem kallað er. Almenningur sér þó í gegnum svona upphrópanir. Menn hafa ekkert gleymt afmælisveislum sem forsvarsmenn jafnaðarmanna efndu til vegna einstaklinga úr röðum þeirra á kostnað skattgreið- enda hér um árið, nú eða bréfa- sendingar Samfylkingar eigi alls fyrir löngu á kostnað sömu skatt- greiðenda. Þó svo að bréfasending- arnar hafi nú kannski ekki kostað einhver ósköp, þá er það gjörðin en ekki upphæðirnar sem skiptir máli í þessu sambandi, eins og for- sætisráðherrann komst að orði á blaðamannafundi um málefni Árna Johnsen. Við segjum okkur vera sann- kristna þjóð þegar það hentar okk- ur á tyllidögum. En í skoðana- könnunum segjumst við kristin en trúum jafnframt ekki á Jesús, upprisu hans og boðskap. Það er þó einhver sterkasti grunnur þess að teljast kristinn auk þess að þar skilur á milli okkar og gyðingdóms í meginatriðum. Menn ættu kannski að minnast orða frelsar- ans þar sem átti að fara að grýta konugarm nokkurn fyrir hórdóm að hann bað þann sem syndlaus væri að kasta fyrsta steininum. Það varð lítið um steinkast í það skiptið. Þá er kannski þarft að minna almennt á kærleiksboðskap frelsarans í heild sinni og mælast til þess að menn fari nú að nota hann ekki bara í orði heldur einnig á borði. Nei, við skulum varast að kasta fyrsta steininum, en það virðist mönnum vera óskaplega tamt nú á dögum eins og dæmin sanna. Bíðum þess heldur að öll kurl verði komin til grafar áður en við jörðum Árna Johnsen og mannorð hans með vísan í Gróu- sögur og annan söguburð óstað- festan. Náungakærleikur – mannorðsmorð? Þorsteinn Halldórsson Höfundur er formaður Baldurs, eins af félögum sjálfstæðismanna í Kópavogi. Siðferði Menn hafa verið tilbúnir að hengja þingmanninn úr Vestmannaeyjum án dóms og laga, segir Þorsteinn Halldórsson, á grundvelli óljósra sögusagna í mörgum tilfellum. Höfðabakka 1, sími: 567 2190 Nýjar myndir 300 kr. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433                                 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.