Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 47
GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 47 KRAMNIK vann heimsmeistara- titilinn óvænt af Kasparov í London á síðasta ári. Einvígið var skipulagt af Kasparov ásamt fyrirtækinu Braingames. Skipulagningin náði þó ekki lengra en svo, að enginn hafði hugsað til enda hvernig fram- haldið yrði. Hvernig gætu aðrir skákmenn skorað á og barist við Kramnik um heimsmeistaratitilinn? Þessari spurningu var loksins svar- að á blaðamannafundi sem haldinn var í Dortmund sl. sunnudag undir stjórn enska athafnamannsins og forsvarsmanns Braingames, Ray- monds Keenes. Þar var tilkynnt að áskorandi Kramniks yrði valinn með áskorendamóti sem haldið verður í Dortmund 6.–21. júlí á næsta ári. Það er því ljóst, að Brain- games liggur ekki jafnmikið á og FIDE, sem heldur árlega heims- meistarakeppni. Átta keppendur taka þátt í áskor- endamótinu og tefld verður tvöföld umferð í tveimur riðlum. Tveir efstu menn úr hvorum riðli komast síðan áfram í undanúrslit (tveggja skáka einvígi) og sigurvegararnir tveir úr þeim slag tefla síðan um réttinn til að skora á Kramnik (fjögurra skáka einvígi). Gary Kasparov og Vis- wanathan Anand eiga báðir þátt- tökurétt, en auk þeirra verða fjórir skákmenn valdir eftir skákstigum. Tveir síðustu þátttakendurnir verða síðan valdir á netskákmóti Brain- games þar sem öllum verður heimil þátttaka. Verðlaunafé á áskorenda- mótinu verður $200.000, auk þess sem allir þátt- takendur fá ríflega komuþóknun. Kramnik tjáði sig stuttlega um þetta fyrir- komulag og fagnaði þar samkomulagi Brain- games og Dortmunder Sparkassen, styrktarað- ila mótsins. Hann sagð- ist telja að þetta skref í átt til hefðbundinnar heimsmeistarakeppni ætti eftir að reynast skákinni farsælt. Þegar Kramnik var spurður um möguleika á öðru einvígi gegn Kasparov eða samein- ingareinvígi við Anand og þar með FIDE svaraði hann: „Ég vona, og ég trúi, að Gary Kasparov muni taka þátt [í áskorendamótinu].“ Netskákmótið, sem verður með 20 mínútna umhugsunartíma, hefst í ágúst á þessu ári. Eins og áður seg- ir verður það opið öllum skákmönn- um. Vonandi verður fjöldi Íslend- inga þar á meðal þátttakenda. Átta efstu skákmenn á mótinu munu síð- an taka þátt í öðru netskákmóti ásamt átta skákmönnum sem verð- ur boðið sérstaklega. Þar verður keppt um tvö sæti á áskorenda- mótinu. Það vekur nokkra athygli að Braingames segjast ætla að þróa enn eitt skákstigakerfið til að styðj- ast við í vali á keppendum á áskor- endamótið. Um þessar mundir eru tvö kerfi í notkun, kerfi FIDE (Elo- kerfið) og kerfi Kasparovs (Thom- son-kerfið). Heimsmeistaraeinvígið sjálft verður að öllum líkindum haldið í Bahrain í október 2002. Einvígið verður 16 skákir og verðlaunasjóð- urinn a.m.k. tvær milljónir Banda- ríkjadollara. Hið árlega ofur- skákmót í Dortmund stendur nú yfir og athyglin beinist að heimsmeisturunum Kramnik og Anand. Kramnik leiðir mótið þegar það er hálfnað, en Anand varð fyrir alvarlegu áfalli þeg- ar hann tapaði fyrir Topalov í þriðju um- ferð. Staðan á mótinu er þessi: 1. Vladimir Kram- nik 3½ v. af 5 2.–3. Peter Leko, Veselin Topalov 3 v. 4.–5. Viswanathan Anand, Alex- ander Morozevich 2 v. 6. Michael Adams 1½ v. Helgi Áss á Spáni Helgi Áss Grétarsson teflir um þessar mundir á Spáni. Fyrra mótið sem hann tekur þátt í fór fram í Be- nasque. Hann hlaut 7 vinninga í 10 umferðum og lenti í 23. sæti, en þetta var fyrsta kappskákmót hans í langan tíma. Lenka Ptacnikova tók einnig þátt í mótinu og fékk 5½ vinning. Hún afrekaði m.a. að sigra spænska stórmeistarann Zenon Franco Ocampos (2.515). Þetta var sterkt mót og fjöldi stórmeistara meðal þátttakenda. Georgíski stór- meistarinn Elizbar Ubilava (2524) sigraði á mótinu, hlaut 9 vinninga. Eftir mótið var haldið mjög sterkt hraðmót með 15 mínútna um- hugsunartíma. Tefldar voru 9 um- ferðir. Helgi sýndi þar að hann er að komast í æfingu og lenti í 4.–9. sæti með 7 vinninga. Azer Mirzoev (2516) frá Azerbadjan sigraði á mótinu, en eins og lesendur skák- þáttarins muna lenti hann í 1.–2. sæti á skákmótinu í Tanta í Egypta- landi fyrr á þessu ári ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni. Tveimur um- ferðum er nú lokið á síðara kapp- skákmótinu sem Helgi tekur þátt í á Spáni. Hann er stigahæstur kepp- enda, en þeir eru alls 135. Níu stór- meistarar tefla á mótinu. Tveimur umferðum er lokið og Helgi sigraði í þeim báðum. Sigurður Daði missti naumlega af áfanga Sigurður Daði Sigfússon þurfti að sigra í síðustu umferð á First Sat- urday-skákmóti í Búdapest til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Þrátt fyrir góðan ásetning náði hann hins vegar ekki að leggja alþjóðlega meistarann Jozsef Dobos (2309) og varð að sætta sig við jafn- tefli. Sigurður Daði hefur nú teflt á þremur alþjóðlegum skákmótum í röð og náð afar góðum árangri þótt enn láti áfanginn á sér standa. Hann lenti í 1.–2. sæti á tveimur mótum í Kecskemet og í öðru sæti í Búda- pest. Hann tefldi alls 31 skák, sigr- aði í 10, tapaði 4 og gerði 17 jafntefli. Þessi frammistaða skilar Sigurði Daða líklega 70 stiga hækkun, sem þýðir að öðru óbreyttu að hann get- ur átt von á að vera kominn með 2.360 stig á næsta stigalista FIDE. Sigurbjörn Björnsson gerði einn- ig atlögu að alþjóðlegum titli í Ung- verjalandi, en gekk ekki eins vel og Sigurði Daða að þessu sinni. Þetta framtak þeirra félaga verð- ur að teljast lofsvert, enda hafa ís- lenskir skákmenn almennt verið allt of ragir við að taka þátt í erlendum skákmótum á undanförnum árum. Þeir sem ætla sér að ná alþjóðlegum áföngum verða að tefla mikið er- lendis og vera tilbúnir til að taka því að nokkur skákmót þurfi áður en áfanginn skilar sér. Þótt hvorki Sig- urður Daði né Sigurbjörn hafi náð markmiði sínu á þessum skákmót- um segja þeir ferðina hafa verið mjög lærdómsríka. Ekki er að efa að það er rétt og eftir þessi mót er áfanginn örugglega skemmra und- an en áður. Heimsmeistaramót í netskák FIDE hefur nú hafið skráningu skákmanna sem vilja taka þátt í fyrstu heimsmeistarakeppninni í netskák. Þeir átta skákmenn sem ná bestum árangri í þeirri keppni öðlast réttindi til að taka þátt í sjálfri heimsmeistarakeppninni í skák sem fyrirhuguð er í nóvember- desember á þessu ári. Þar verða þeir í góðum félagsskap 120 sterk- ustu skákmanna heims. Heimsmeistarakeppnin fer fram í tveimur áföngum. Hinn 20. septem- ber hefjast undanúrslit með 512 sterkustu netskákmönnunum. Þeir 64 skákmenn sem þar ná bestum ár- angri tefla síðan í úrslitum sem hefj- ast 10. október. Átta efstu skák- menn í þeirri keppni öðlast rétt til að tefla á heimsmeistaramótinu og sigurvegarinn verður fyrsti heims- meistarinn í netskák. Íslenskir skákmenn eru hvattir til að kynna sér reglur FIDE um þessa keppni, en þær er að finna á heimasíðu FIDE, www.fide.com. ICC selt? Fregnir hafa borist af því að bandarískt fyrirtæki, World Class Games, hafi gert eigendum ICC, Internet Chess Club, kauptilboð sem hljóðar upp á 470 milljónir króna. Óvíst er hvort eigendur ICC ganga að þessu tilboði, en menn virðast vongóðir um að samningar takist. Verði af sölunni vekur það spurningar hjá skákmönnum um hvort vænta megi einhverra breyt- inga á rekstri ICC. Tugþúsundir skákmanna tefla á ICC og ekki er óalgengt að þar séu 1–2000 skák- menn hvaðanæva úr heiminum að tefla samtímis. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 29.7. Hellir. Bikarmót Striksins 18.8. Hellir & TR. Borgarskák- mótið Fyrirkomulag heimsmeistara- keppni Braingames ákveðið SKÁK D o r t m u n d BRAINGAMES-ÁSKOR- ENDAMÓTIÐ 6.–21.7. 2002 SKÁK Kramnik. Daði Örn Jónsson Í FJÖLMIÐLUM undanfarnar vikur hafa Gunnar Þór Jónsson og talsmaður hans farið mikinn um að- draganda þess að Háskóli Íslands ákvað nýverið að leggja niður tvö störf háskólakennara. Meginstef þessa málflutnings er á þá lund, að ákvörð- unin standist ekki lög og að meðferð málsins fram að ákvarðanatöku hafi verið afbrigðileg og ámælisverð. Ekki þarf að fjölyrða um þá stað- reynd að Gunnar var annar tveggja sem umrædd störf höfðu með hönd- um. Því er ekki nema eðlilegt að hann gæti réttar síns og veiti mönnum að- hald þegar kemur að slíkri ákvarðana- töku. Gallinn við málatilbúnað Gunnars er á hinn bóginn sá, að hann hallar víða réttu máli. Ég mun í þessari grein leitast við að skýra í hverju rangfærslur hans eru fólgnar. „Málið var ekki rætt í deildarráði?“ Í fyrsta lagi heldur Gunnar því fram, að hann hafi ekki átt þess kost að fylgjast með umræðum um þær skipulagsbreytingar sem leiddu til þess að störfin tvö voru lögð niður. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er, að endurskoðun á fyrirkomulagi lækna- námsins og breyttar áherslur á sviði slysa- og bráðalækninga hafa verið til umræðu um árabil. Á síðustu misser- um hefur umræðan farið í þann farveg að gera nýja námskrá fyrir lækna- deild. Á fundi deildarráðs læknadeild- ar 23. ágúst 2000 var undir liðnum „Ný námskrá læknadeildar“ rætt um nýjar leiðir við skipulag kennslu. Í fundargerð er sérstaklega vísað til þess að umfangsmiklar breytingar séu að verða á námskrá deildarinnar og að sérstaklega hafi verið rætt um að hefja nám í bráðalækningum og að sú kennsla verði felld inn í aðrar kennslugreinar í stað sérstaks fræða- sviðs slysalækninga. Síðan segir í fundargerðinni að málinu hafi verið vísað til kennsluráðs. Aftur er fjallað um þetta málefni á næsta fundi deildarráðs sem haldinn var 6. september 2000. Þar er í fund- argerð tekið fram að vinnu við nýja námskrá læknadeildar miði vel. Á þessum fundi var enn rætt um að hefja nám í bráðalækningum og að sú kennsla verði felld inn í aðrar kennslu- greinar í stað sérstaks fræðasviðs slysalækninga. Samkvæmt gerðabók forseta læknadeildar var haldinn fundur 5. október 2000 þar sem til umræðu var undirbúningur að tillögum um bráða- lækningar sem nýja kennslu- og fræðigrein við læknadeild. Þar var ákveðið að fjórir kennarar við deildina tækju saman greinargerð og tillögur um það efni. Sú greinargerð, sem lögð er fram á fundi kennsluráðs í maí 2001, er síðan grundvöllurinn að ákvörðunum í málinu. Eins og allir aðrir prófessorar við læknadeild fékk Gunnar Þór Jónsson sendar ofangreindar fundargerðir deildarráðs læknadeildar, þar sem ítrekað og greinilega kom fram hvaða stefna hefði verið mótuð í málefnum slysalækninga og í hvern farveg málið hefði farið. Hafi Gunnar hvorki lesið fundargerðirnar né verið í sambandi við þá sem um málið fjölluðu á hverj- um tíma, sýnir það einungis fram á skeytingarleysi hans sjálfs um mál- efni þeirrar fræðigreinar sem honum hafði verið treyst til þess að hafa for- ystu um innan læknadeildar. „Ekkert kom fram í samtölum?“ Í öðru lagi ber Gunnar sig upp und- an því í yfirlýsingu sem birtist í Mbl. 14. júlí s.l. að rektor hafi ekki sagt sér í samtölum á liðnu hausti og síðan aftur í vor að til umræðu væri að leggja nið- ur slysalækningar sem sjálfstæða fræðigrein. Þessi orð Gunnars lýsa enn og aftur best þeirri staðreynd, að hann hefur sjálfur varla tekið nokkurn þátt í störfum læknadeildar á síðustu misserum. Skipulagsbreyting af þessu tagi er alfarið faglegt mál læknadeild- ar sem háskólarektor undirbýr ekki. Breytingin hafði aftur á móti þá afleið- ingu að leggja varð niður störf og kom sá þáttur til kasta háskólarektors í krafti stöðu hans sem forstöðumanns fyrir ríkisstofnun. Ákvörðun rektors var því sjálfstæð en byggðist efnislega á þeim forsendum sem læknadeild hafði mótað. Talsmaður Gunnars hefur ýjað að því að háskólarektor hafi í miklum fljótheitum tekið ákvörðun sína strax daginn eftir að læknadeild fjallaði um málið. Hið sanna er hins vegar, að rektor fékk þegar í byrjun júnímán- aðar upplýsingar um að komin væri fram í kennsluráði læknadeildar til- laga sem hugsanlega kallaði á að störf háskólakennara væru lögð niður. Bar það þannig til að undirritaður var kallaður inn á fund kennsluráðsins í maí þar sem tillagan var til umræðu. Málið hafði því verið til skoðunar á skrifstofu rektors í nokkrar vikur áð- ur en tillagan kom inn á borð hans að afloknum fundi deildarráðs 21. júní sl. „Óeðlileg tímasetning?“ Í þriðja lagi heldur Gunnar því fram að tímasetning ákvörðunar hafi verið óeðlileg og helst til þess fallin að gera honum erfitt fyrir um viðbrögð. Þetta er úr lausu lofti gripið. Hið rétta er að tímasetningin miðast fyrst og fremst við upphaf nýs háskólaárs sem er 1. júlí. Af augljósum ástæðum er skynsamlegt fyrir læknadeild að haga starfseminni þannig að ráðið sé í ný störf og endurbætur skipulagðar frá og með byrjun háskólaárs og með góðum fyrirvara. Þess vegna var talið eðlilegt að leggja störfin niður frá og með 1. júlí enda gæfist viðkomandi starfsmönnum þá allt að eins árs frestur til þess að finna sér nýtt starf. Skal sérstaklega tekið fram í því sambandi að ekkert stendur í vegi fyr- ir því að Gunnar Þór Jónsson sæki um ný störf sem skilgreind verða nú á næstunni og auglýst af hálfu lækna- deildar. „Óeðlilega skammur frestur?“ Í fjórða lagi finna Gunnar og tals- maður hans að því að ákvörðun um að leggja niður störfin tvö hafi verið tekin með óeðlilega skömmum fyrirvara. Til þess er hins vegar að líta, að ákvörðun um að leggja niður störf rík- isstarfsmanna kemur fyrst að fullu til framkvæmda hálfu til einu ári eftir að hún er tekin. Þetta leiðir af laga- ákvæðum um biðlaun en þær reglur eru einmitt settar með tilliti til hags- muna starfsmanna og til þess að tryggja þeim rétt sem svari „ríflegum uppsagnarfresti“. Í tilviki Gunnars verður biðlaunarétturinn til þess að sá frestur sem hann fær, er í raun réttri tólf mánuðir en ekki fáeinir dagar eins og hann hefur látið í veðri vaka. „Deildarfundur og háskólaráð hafa ekki fjallað um málið?“ Í fimmta lagi segir Gunnar að deild- arfundur í læknadeild og háskólaráð hafi borið að fjalla um málið. Það er hins vegar alls ekki svo, því sam- kvæmt lögum og venjubundinni fram- kvæmd innan læknadeildar eru það deildarráð og rektor sem fara með mál af þessu tagi – deildarráð með þær faglegu ákvarðanir sem snúa að skipulagi læknanámsins og rektor með starfsmannamál. Læknadeild hefur í ítarlegu máli lýst hinum efnislegu forsendum skipu- lagsbreytinganna. Engu er við það að bæta, en vert er að árétta að ákvörðun háskólarektors um að leggja niður störfin tvö byggðist efnislega á nið- urstöðu deildarinnar. Eins og ævin- lega þegar um afdrifaríkar ákvarðanir er að ræða var sérstaklega kannað hvort rétt hefði verið staðið að und- irbúningi málsins. Svo sem ég tel hafa komið skýrt fram í þessari greinar- gerð var niðurstaðan sú að eðlilega hefði verið að málinu staðið af hálfu læknadeildar og að ákvörðunin byggðist í öllum atriðum á lögum og reglum. Á Háskóla Íslands hvíla þær skyld- ur að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun sem veitir nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálf- stætt vísindalegum verkefnum og gegna ýmsum störfum í þjóðfélaginu. Til þess að Háskólinn geti rækt þessar skyldur sínar verður hann að endurskoða reglubundið starfsemi sína, hagræða og aðlaga hana að breyttumaðstæðum í vísindum. Það er ekkert nýtt að leggja geti þurft niður störf í tilefni af slíkri endurskipulagn- ingu. Vonbrigði þeirra sem missa störf við endurskipulagningu hjá hinu op- inbera eru auðskiljanleg. Á hinn bóg- inn er ríkisstarfsmönnum búinn bið- launaréttur við þessar aðstæður sem almennir launþegar njóta ekki. Þótt viðbrögð Gunnars Þórs Jóns- sonar séu þannig skiljanleg verður að harma að hann skuli hafa séð sig knú- inn til að hafa uppi rangfærslur í fjöl- miðlum um mál þetta. Reykjavík, 18. júlí 2001 Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur Háskóla Íslands Rangfærslum svarað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.