Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 48
FRÉTTIR 48 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA kom út skýrslan Um- hverfisvísbendingar 2001, á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu, um stöðu og þróun um- hverfismála í Evrópu og kemur þar meðal annars fram að þróun í átt að mikilli fjölgun heimila umfram fólksfjölgun er áberandi í álfunni. Þykir þessi þróun neikvæð út frá umhverfissjónarmiðum enda sé neysla á íbúa mun meiri í litlu heimilishaldi og er orkunotkun og úrgangsmyndum frá heimilum vax- andi vandamál. Ólafur Pétursson, forstöðumaður hjá Hollustuvernd ríkisins, sem er tengiliður Umhverfisstofnunar Evrópu á Íslandi, segir að mark- miðið með skýrslu þessari sé meðal annars að gefa vísbendingar um hvernig gangi að framfylgja stefnumörkun í umhverfismálum, samþætta umhverfismálefni og stefnumörkun á öðrum sviðum og áhrif þess og um stöðu sjálfbærrar þróunar í umhverfismálum. Um er að ræða aðra skýrslu í ritröð Um- hverfisstofnunarinnar sem helguð er umræddu efni, en stefnt er að því að gefa slíkar skýrslur út ár- lega í framtíðinni. Notkun umhverfisspillandi vöru fer minnkandi Þeir þættir sem eru skoðaðir í skýrslunni eru; heimilishald og neysla, ferðamennska, samgöngur, orkuvinnsla og orkunotkun, land- búnaður og iðnaður og áhrif þeirra á land-, vatns- og orkunotkun, notkun umhverfisspillandi vara, úr- gangsmyndun, gróðurhúsaáhrif, myndun ósons í jarðnánd, eyðing ósonlagsins, súrnun regns, gæði lofts í þéttbýli, gæði ferskvatns og sjávar og lífræðilegur fjölbreyti- leiki. Ólafur segir að af öllum ofan- greindum efnahagsþáttum hafi heimilishald og neysla mest áhrif á gæði ferskvatns og sjávar. Þróunin stefni þó í rétta átt og áhrifin fara minnkandi, einkum vegna aukinnar hreinsunar fráveituvatns. Sömu- leiðis fari vatnsnotkun og losun lofttegunda sem valda súru regni, og rekja má til heimilishalds, minnkandi. Þetta má meðal annars rekja til gjalds á vatn og aukinnar notkunar „hreinni“ orkugjafa. „Notkun umhverfisspillandi vara fer einnig fremur minnkandi, vegna aukinnar markaðshlutdeild- ar umhverfismerktra vara, en þró- unin er þó hægari í þessu tilfelli, en að var stefnt,“ segir Ólafur. Fjöldi ferðamanna í Evrópu hefur tvöfaldast frá árinu 1980 Í skýrslunni kemur fram að ferðamennska er mjög vaxandi at- vinnugrein og fjöldi ferðamanna í Evrópu sem heild hefur um það bil tvöfaldast frá árinu 1980. Segir Ólafur að þetta hafi í för með sér nokkurn þrýsting á tiltekna um- hverfisþætti. Áhrif ferðamennsk- unnar á þá umhverfisþætti, sem skoðaðir eru í skýrslunni, eru þó enn taldir vel undir 20% af heild- inni miðað við aðra umhverfis- þætti, en fara í nokkrum tilfellum vaxandi, til dæmis að því er varðar landnotkun, vatnsnotkun og úr- gangsmyndun. Einnig kemur fram að samgöng- ur hafa gríðarleg og í heild vaxandi áhrif á gæði umhverfisins. „Þróunin er óhagstæð að því leyti að mestur er vöxturinn í vega- og flugsamgöngum, sem hafa hvað mest umhverfisáhrif. Þá er sú þróun einnig áberandi að fólk virð- ist þurfa stöðugt að sækja þjón- ustu, svo sem verslanir og skóla, lengra og er afleiðingin meðal ann- ars sú að bílar eru að meðaltali stöðugt keyrðir lengri vegalengdir á ári,“ segir Ólafur. Tíu hektarar lands á dag undir umferðarmannvirki Segir Ólafur að aukin orkunýt- ing og sparneytnari vélar í öllum tegundum farartækja nái ekki að vinna gegn fjölgun samgöngutækja og er afleiðingin meðal annars auk- in losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangsmyndun við úreldingu. Hins vegar megi búast við því að sú þróun snúist við á næstu árum, vegna nýrra krafna innan Evrópu- sambandsins. Auknar kröfur til eldsneytis hafa einnig haft mikil áhrif til hins betra, að því er varð- ar losun lofttegunda sem valda súru regni, myndun ósons í jarð- nánd og loftgæða í þéttbýli. Á hinn bóginn stefni í ranga átt hvað varðar áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, meðal annars vegna mikillar útþenslu vegakerfisins, en á síðasta áratug fóru í Evrópu sem heild um tíu hektarar lands undir umferðarmannvirki, á hverjum ein- asta degi. Losun lofttegunda sem valda súru regni hefur minnkað ört Hvað orkuvinnslu varðar, kemur fram í skýrslunni að losun loftteg- unda sem valda súru regni hafi minnkað ört vegna þess að raf- orkuver hafa verið búin hreinsi- búnaði. Losun gróðurhúsaloftteg- unda á orkueiningu við rafmagnsframleiðslu hefur einnig minnkað, aðallega vegna breytinga á eldsneyti. Ólafur segir að nokkuð hafi áunnist í því að auka þátt end- urnýjanlegra orkugjafa. „Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að þáttur end- urnýjanlegra orkugjafa í raforku- framleiðslu verði 22% árið 2010, en 12% í heildarorkunotkun. Talsvert vantar upp á að þessi markmið ná- ist. Meðalaukning á notkun end- urnýjanlegra orkugjafa undanfarin ár hefur verið nálægt 3% á ári, en þyrfti að vera um 5% til að mark- miðin náist. Þáttur einstakra ríkja er þó mjög mismunandi,“ segir Ólafur. Fjöldi búa með lífræna ræktun hefur tvöfaldast á fimm árum Landbúnaður hefur einnig áhrif á marga umhverfisþætti og hefur þróun í landbúnaði haldið áfram í átt að stærri einingum, þar sem búum fækkar í heild og er þetta talið hafa bæði jákvæð og neikvæð umhverfisáhrif. „Jákvætt er til dæmis að stærri einingar geta fremur tekið upp og viðhaldið umhverfisstjórnkerfi til að takmarka umhverfisáhrifin. Reiknað er með að um eitt af hverjum sex búum í Evrópu hafi slíkt kerfi í dag. Neikvætt er hins vegar að einhæfni verður meiri og tilhneiging til að kreista út of mikla framleiðni á einingu og ganga þannig of nærri auðlindun- um,“ segir Ólafur. Einnig kemur fram að lífrænn landbúnaður hefur vaxið ört á und- anförnum árum, en á síðastliðnum 5 árum hefur fjöldi slíkra búa ríf- lega tvöfaldast. Á árinu 1999 var stundaður lífrænn búskapur á 2,5% af landbúnaðarlandi. Ólafur segir að umhverfisáhrif frá iðnaði séu mikil og til dæmis sé losun efna sem eyða ósonlaginu að- allega af völdum iðnaðargeirans. Þróun í iðnaði er hins vegar talin öll í rétta átt, hvað áhrif á um- hverfisþætti varðar. Neikvæð áhrif iðnaðarins á umhverfið fer minnk- andi í öllum tilfellum. Umhverfisstofnun Evrópu, er ein af ellefu sérhæfðum stofnunum Evrópusambandsins. Ólafur segir að stofnunin sé hins vegar ekki takmörkuð við svæði Evrópusam- bandsríkjanna, en flest EFTA-rík- in, þar á meðal Ísland, eigi þegar aðild að stofnuninni og er búist við að á þessu ári fái einnig tíu Aust- ur-Evrópuríki auk Möltu, Kýpur og Tyrklands aðild. Nýútkomin skýrsla á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu – Umhverfisvísbendingar 2001 Mikil fjölgun heimila umfram fólksfjölgun Umhverfisáhrif heimilishalds og neyslu, ferðamennsku, samgangna, orkuvinnslu og orkunotkunar, landbúnaðar og iðnaðar er umfjöllunarefni skýrslunnar Umhverfis- vísbendingar 2001, sem nýlega kom út á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu. 8. SKÓGARGANGA sumarsins, í röð gangna á vegum skógrækt- arfélaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudaginn 19. júlí kl. 20.30. „Skógargöngurnar eru skipu- lagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Þessi skógarganga er í umsjá Skógræktarfélags Kjalar- ness. Gengið verður frá Rannsóknar- stöð Skógræktar ríkisins á Mó- gilsá, á svokölluðum Skógarstíg í hlíðinni fyrir ofan stöðina. Þetta er falleg leið og fagurt útsýni af henni ef rétt viðrar. Gangan tekur um eina klukku- stund og er við allra hæfi. Þó er rétt að búa sig vel, vera á góðum gönguskóm og í fatnaði er hæfir veðri. Í lok göngunnar verður boð- ið upp á léttar veitingar. Með í för verða staðkunnugir, þ.á m. for- stöðumaður rannsóknarstöðvarinn- ar á Mógilsá, dr. Aðalsteinn Sig- urgeirsson. Göngustjóri verður Auður Ottesen. Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á upphafsstað göngunnar. Ekið er á Vesturlandsvegi (þjóð- vegur nr. 1) í gegnum land Mos- fellsbæjar, áleiðis á Kjalarnes. Beygt er til hægri inn á afleggjara sem merktur er Mógilsá. Þar verða skilti og merkingar, í tilefni göngunnar, sem eiga að auðvelda þátttakendum að finna bifreiða- stæði og upphafsstað göngunnar,“ segir í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi Íslands. Skógarganga í kvöld GÖNGUFERÐ verður farin á veg- um þjóðgarðsins á Þingvöllum í kvöld klukkan 20. Að því er segir í fréttatilkynningu mun Helga K. Einarsdóttir bóka- safnsfræðingur rifja upp ýmis ljóð er tengjast sögu og náttúru Þing- valla. „Þingvellir hafa orðið mörgu skáldinu að yrkisefni. Eftir að þing- ið var lagt af árið 1798 voru Þing- vellir hljóður staður. Það var ekki fyrr en við upphaf sjálfstæðisbarátt- unnar að saga og náttúra Þingvalla var vakin til lífsins á nýjan leik og Þingvellir fengu aftur hlutverk í þjóðlífinu. Ljóð og kvæði voru ort sem vísuðu beint í sögu og náttúru staðarins. Þingvellir sköpuðu sér nýja ímynd sem tákn um sjálfstæði. Þar voru fornhetjurnar vaktar til lífsins í kvæðum og ljóðum sem ætl- að var að efla andann meðal ís- lensku þjóðarinnar,“ segir þar orð- rétt. Að sögn Helgu er íslensk náttúra svo samrunnin íslenskum skáld- skap, sögu og þjóðtrú að ekki má á milli skilja. „Ljóð og kvæði eru mjög heppilegur miðill í náttúrutúlkun og nýta margir landverðir og leiðsögu- menn sér það er þeir fjalla um nátt- úru og sögu í starfi sínu.“ Safnast verður saman við útsýn- isskífuna á Hakinu kl. 20. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Þátt- takan er ókeypis og öllum frjálst að koma. Gönguferð á Þing- völlum í kvöld HUNDRAÐASTA viðureign Vík- ings og Þróttar frá upphafi, í meistaraflokki karla, fer fram á nýjum grasvelli Víkinga í Foss- voginum í kvöld fimmtudag kl. 20 þegar liðin mætast í 1. deild Íslandsmótsins. Það verður fyrsti leikur Víkinga á nýjum velli og um leið fyrsti leikur meist- araflokks í Víkinni í sumar, sem eflaust er hverfisbúum kærkom- ið, segir í fréttatilkynningu. Af þessu tilefni efna Víkingar til veislu fyrir unga sem aldna. Boðið verður í leiktæki og í hálf- leik verða yngstu flokkar pilta og stúlkna í sviðsljósinu. Einnig verður boðið uppá grillaðar SS- pylsur ásamt svaladrykk og eftir leik kaffi og veitingar. Stúkubygging í Víkinni geng- ur vel og verður hún vígð í sum- ar. Víkingar vilja smala saman gömlum og síungum leikmönnum með því að efna til ljósmyndasýn- ingar á gömlum liðsmyndum, leikmönnum eða Víkingum að leik og í starfi. Því eru Víkingar vítt og breytt beðnir að koma með í Víkina myndir sem þeir eiga í fórum sínum. Tekið verður ljósrit af myndum og þeim skilað aftur til eigenda en ætlunin er að safna saman myndum af liðinni tíð til að sýna Víkingum nú- tímans að félagið á sér langa og merka sögu og jafnframt til þess að rifja upp góðar minningar frá liðinni tíð, segir í fréttinni. Morgunblaðið/Jim Smart Kátir krakkar í knattspyrnuskóla Víkings ásamt leiðbeinendum sínum. Víkingar taka nýjan gras- völl í Víkinni í notkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.