Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 53
Kringlunni 8–12 sími 568 6211
Skóhöllin Bæjarhrauni 16 Hf. sími 555 4420
SUMAR
ÚTSALAN
Enn í fullum gangi!
20—50%
afsláttur
mörg góð tilboð!
Útsala
aldarinnar
500 - 1990
Allir skór á
krónur
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ er furðulegt mjög að heyra
Evrópusinna halda því stöðugt fram
að íslenska þjóðin muni alls ekki
glata fullveldi sínu ef til aðildar
hennar að Evrópusambandinu kem-
ur. Byggja þeir þessa fullyrðingu
sína víst á því að með aðild að sam-
bandinu munum við hafa svo mikil
áhrif á allan þann mikla reglu-
gerðahafsjó sem við munum fá yfir
okkur að við getum engan veginn tal-
ist ófullvalda. Hins vegar séum við
það frekar í dag þar sem við fáum
hluta af reglugerðafargani ESB yfir
okkur í gegn um samninginn um
EES án þess að hafa áhrif á mótun
þeirra.
Skyldu þeir Evrópusinnar hafa
leitt hugann að því að vægi Íslend-
inga á Evrópuþinginu mun verða
nánast ekkert ef af aðild Íslands
verður? Við munum að öllum líkind-
um fá í hæsta máta þrjá fulltrúa á
þingið af rúmlega 450 og er þar um
að ræða mikla bjartsýnisspá. Það
þýðir einfaldlega að hin miklu áhrif
Íslendinga á mótun reglugerða ESB,
sem þeir Evrópusinnar hampa svo
mjög, mun verða meira en sexfalt
minni en áhrif þingmanna Frjáls-
lynda flokksins eru á lagasetningar
Alþingis í dag. Með öðrum orðum ná-
kvæmlega engin!
Ákvarðanir þær sem teknar verða
á Evrópuþinginu verða ekki miðaðar
út frá hagsmunum Íslands og ís-
lensku þjóðarinnar heldur munu
þær miðast fyrst og fremst og jafn-
vel engöngu að því að tryggja hag
stóru þjóðanna innan ESB sem hafa
þar langmest vægi; Breta, Frakka
og ekki síst Þjóðverja. Ísland mun
alltaf verða með langminnstu þjóð-
um sambandsins ef ekki sú minnsta.
Það þýðir einfaldlega að tillit stóru
þjóðanna til okkar hagsmuna mun
verða eftir því. Hagsmunum íslensku
þjóðarinnar mun því ljóslega verða
margfalt betur borgið utan ESB en
nokkurn tímann innan þess.
Fyrir rúmum tíu árum síðan var
það mikið baráttumál Evrópusinna
að Íslendingar lögtækju samninginn
um EES og var þá þvertekið fyrir
það að lögtaka hans þýddi fullveld-
isafsal þjóðarinnar. Nú er annað
hljóð í strokknum. Nú eru það orðin
aðalrök Evrópusinna að við séum svo
ófullvalda vegna EES-samningsins
að nú sé ekkert annað hægt að gera
en ganga enn lengra inn í gildruna
og sækja um aðild að ESB. Hversu
tvöfaldir geta menn eiginlega verið?
Það sem gerir umræðuna um Evr-
ópumálin síðan enn alvarlegri er sú
staðreynd að þó það yrði tæknilega
séð möguleiki fyrir okkur að segja
okkur úr ESB þá yrði það engu síður
nær útilokað þegar við værum einu
sinni komin þar inn. Ef við gerðumst
aðilar að sambandinu yrði það fyrst
að vera samþykkt hér heima í þjóð-
aratkvæðagreiðslu eða á Alþingi og
síðan fá samþykki á Evrópuþinginu.
Ef við síðan ákvæðum að segja okk-
ur úr sambandinu yrði það að fara
sömu leið. Samþykkja yrði ráðahag-
inn hér heima og síðan á Evrópu-
þinginu. Hvers vegna í ósköpunum
ætti Evrópuþingið að sleppa af okk-
ur hendinni?
Að öllum líkindum mun staða Ís-
lands lagalega séð verða sú sama
innan ESB og hún var innan danska
konungsríkisins frá 1904 og þar til
við fengum fullveldið 1918. Við verð-
um einfaldlega gleypt! Við verðum
að hjáríki.
Eru þetta hugmyndir Evrópu-
sinna um óskert fullveldi íslensku
þjóðarinnar innan ESB?
HJÖRTUR JÓNAS
GUÐMUNDSSON,
sagnfræðinemi og meðlimur í
Flokki framfarasinna, Bogabraut 21,
Skagaströnd.
Fullveldinu yrði fórnað!
Frá Hirti Jónasi Guðmundssyni:
ÞÁ hefur Milosevic verið framseldur
og Djindic og hans menn væntanlega
fengið loforð fyrir því að það verð
sem var sett upp fyrir framsalið verði
greitt. Kostunica hefur verið gerður
ómerkur eins og búast mátti við og
orð hans að engu höfð. Hin hefð-
bundna pólitík hefur þannig tekið við
með sínum venjulegu hrossakaupum.
Jafnskjótt og Milosevic var fram-
seldur birtu fjölmiðlar fréttir um að
nýjar fjöldagrafir hefðu fundist með
líkum Kosovo Albana. Þær virðast
hafa verið uppgötvaðar á mjög svo
heppilegum tíma !
En dettur nokkrum heilvita manni
í hug að þessar fjöldagrafir hafi verið
að finnast núna fyrir hreina tilviljun?
Auðvitað hefur staðsetning þeirra
verið á vitorði margra, en nú hefur
vissum aðilum þótt vera kominn hinn
hárrétti tími til að „uppgötva“ þær til
að fylgja betur eftir áróðrinum fyrir
framsali Milosevics. Sú persónu-
gerða mynd sem sýnd er af hörm-
ungunum í Júgóslavíu minnir í öllu á
Íraksmálið þar sem fjölmiðla-áróð-
ursvél Vesturlanda tengdi allt illt við
persónu Saddams Husseins. Samt
var hann skilgreindur sem vinur og
vopnabróðir á Vesturlöndum meðan
hann stóð í stríðinu við Írani. Þessar
sviðsetningar eru í meira lagi ógeðs-
legar og langt frá öllu réttlæti og
sannleika.
Það er vissulega nauðsynlegt að
menn eins og Milosevic séu leiddir
fyrir rétt, en að leiða slíka menn fyrir
dómstólinn í Haag verður aldrei
ásættanleg lausn. Sá dómstóll nýtur
engan veginn þess trúverðugleika í
augum allra málsaðila sem hann
þyrfti að gera og réttarhald á vegum
hans verður því skilgreint meira eða
minna sem pólitískt sjónarspil. Eðli-
legast hefði verið að rétta yfir Milo-
sevic fyrir opnum tjöldum í hans eig-
in landi eins og Kostunica vildi að
gert yrði. En hið bandarísk-rekna al-
þjóðasamfélag hafði uppi kröfur um
annað og heimsauðvaldið gekk þar
með í málið.
Í fjölmiðlum er talað um að mikil
kaflaskil hafi orðið með þessu fram-
sali. Milosevic sé fyrsti þjóðhöfðing-
inn sem fái þessa meðferð og aðrir
muni fylgja í kjölfarið ef þeir gerist
sekir um viðlíka glæpi og Milosevic
er ákærður fyrir. En það er því miður
talsvert af slíkum mönnum við völd í
dag eins og endranær, en þeir munu
sumir hverjir aldrei verða dregnir
fyrir dóm vegna þess að þeir eru
óþokkar sem halda sig innan náðar-
sviðs hinna almáttugu Vesturlanda.
Hvernig fór með Pinochet-málið í
Bretlandi ? Alræmdum einræðis-
herranum var sleppt heim til Chile,
vegna þess að hann var óþokki sem
tilheyrði „réttum herbúðum“!
Hvað hefur verið gert í málum
Noriegas eftir að Kanar rændu hon-
um og sögðust ætla að rétta yfir hon-
um í sínu eigin réttlætislandi ? Mega
alríkisstofnanir einnar þjóðar taka
þjóðhöfðingja annarra ríkja fasta og
flytja þá til síns lands og rétta yfir
þeim þar ? Átti Noriega ekki rétt á að
svara ákærum sem á hann voru born-
ar, í sínu heimalandi, samkvæmt lög-
um Panama og fyrir dómstólum þar ?
Kom einhverntíma til tals vegna
fjöldamorðanna í My Lai að krefjast
framsals á þáverandi Bandaríkjafor-
seta?
Það virðist liggja fyrir, að glæpur
er glæpur ef ákveðnir pólitískir að-
ilar fremja hann, en aðrir pólitískir
aðilar geta gert nákvæmlega sama
hlut án þess að það heiti glæpur. Ef
alþjóðasamfélagsvænir aðilar fremja
glæpinn heitir verknaðurinn öðrum
og mildari nöfnum sem nánast fela í
sér að um eðlilega hagsmunagæslu
hafi verið að ræða. Hið raunverulega
réttlæti er hvergi í sjónmáli og virðist
ekki koma málinu við. Pólitískir fing-
ur þreifa hinsvegar vítt og breitt!
Dómstóll sem á að taka á málum af
þessu tagi verður að njóta almennrar
viðurkenningar um heim allan og
vera laus við að vera stimplaður
erindreki tiltekins valds. Það er allt
eins líklegt að þessi réttarhöld yfir
Milosevic leiði til þess að hann verði
álitinn píslarvottur af milljónum
manna, leiðtogi sem hafi orðið fyrir
ofsóknum vegna þess að hann hirti
ekki um að halda sig innan náðar-
sviðs hinna almáttugu Vesturlanda.
Ef sú verður raunin, verður enn
erfiðara eftir það að koma lögum yfir
valdsherra sem sekir eru um glæpi.
Ábyrgðin á slíkum mistökum mun þá
liggja hjá þeim sem héldu að þeir
gætu þjónað réttvísinni jafnhliða því
pólitíska valdi sem í raun rekur þá til
verka.
RÚNAR KRISTJÁNSSON
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Stríðsglæpa-pólitíkin
Frá Rúnari Kristjánssyni:
ÁRNI Johnsen er góður drengur
og dugnaðarforkur enda hafa þing-
menn og ráð-
herrar notað
hann óspart til
að koma málum
áfram og hafa í
raun þrælað
Árna út því
hann er fram-
kvæmdamaður.
Andstæða
margra sem
aldrei koma
neinu í verk
þrátt fyrir góðan vilja. Nú þegar
Árni þarf að njóta sannmælis þá
bókstaflega skelfir það mig að sjá
og heyra þessa sömu menn hlaupa
frá í stað þess að ræða málin af
sanngirni. Árni hefur reynst
heimabyggð og þjóðinni vel. Staf-
kirkjuna í Vestmannaeyjum sótti
Árni bókstaflega til Noregs eða
fékk Norðmenn til að gefa okkur.
Stóru glæsilegu söfnin á Suður-
landi hafa ekki komið af sjálfu sér.
Þar hefur Árni komið að. Nú koma
engir til Grænlands án þess að vita
að þar bjuggu Íslendingar. Það
gera húsin sem þar risu og þar var
Árni að verki. Árni hefur líka um
langan aldur ræktað frændsemi
við okkar mestu frændur og ná-
granna, Færeyinga. Ég nefni bara
þessi atriði sem lítið brot af verk-
um Árna Johnsens. Ég skora á
fólk að sýna umburðarlyndi og
drengskap. Sá kasti fyrsta stein-
inum sem syndlaus er.
GRÍMUR KARLSSON,
skipstjóri í Njarðvík.
Góður drengur og
dugnaðarforkur
Frá Grími Karlssyni:
Grímur
Karlsson