Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Mána- foss, Víðir EA og Detti- foss sem fer aftur út ásamt Helgafelli. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór Brúarfoss frá Straumsvík og í dag eru væntanleg Barbara og vs. Vedderen. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laugardaga og sunnu- daga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukkustundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laugardaga.: til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Við- ey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyrir hópa eftir samkomulagi. Við- eyjarferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. sími 892 0099. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan og bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Aflagrandi 40. Gestir þjóðdansafélags Reykjavíkur, börn frá þjóðdansafélögum Norðurlanda munu sýna dans í kaffitím- anum á morgun, föstu- dag. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl.9.30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9.fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerðir mán. og fimmt. Uppl. í síma 565-6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli á morgun, föstudag, kl. 14–16. Or- lofið að Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.–31. ágúst nk. Skráning og allar upplýsingar í sím- um ferðanefndar 555- 0416, 565-0941, 565-0005 og 555-1703. Panta þarf fyrir 1. ágúst. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00–13:00. Matur í hádeginu. Þeir sem eru búnir að staðfesta ferð um Eyjafjörð- Þingeyjarsýslur og Skagafjörð 26.–31. júlí nk. eru vinsamlegast beðnir að fullgreiða ferðina fyrir 20. júlí. Dagsferð 7. ágúst, Hítardalur -Straum- fjörður. Leiðsögn Þór- unn Lárusdóttir. Skrán- ing hafin. Ákveðið hefur verið að fara aðra 8 daga hringferð um Norðausturland 20. ágúst nk.vegna mikillar eftirspurnar, ef næg þátttaka verður. Þeir sem hafa skráð sig á biðlista eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við skrifstofu FEB. Silfurlínan er op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10.00 til 16.00 í síma 588- 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–11 morgunkaffi, kl. 9–16 sjúkraböðun, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 11.30–13 hádegisverður, kl. 15–16 eftirmiðdagskaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opin virka daga kl. 9–18, Kylfur og boltar í afgreiðslu sund- laugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veit- ingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí–14. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16. Þjóð- dansasýning verður á morgun, föstudag, kl. 15. Norræn ungmenni sýna þjóðdansa frá sín- um löndum. Aðgangur er öllum opinn og án endurgjalds. Vöfflukaffi selt í Gjábakka. Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Á morgun föstudag kl. 14 er spilað bingó, kl. 14.30 kemur Þjóðdansa- félag Reykjavíkur og gestir frá þjóðdansa- félögum Norðurlanda og sýna dansa frá ýms- um löndum. Veislukaffi og allir hjartanlega vel- komnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Ath. Engin félagsvist verður í ágúst. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar í júlí vegna sumarleyfa. Föstudaginn 20. júlí kl. 14.30 kemur Þjóðdansa- félag Reykjavíkur og gestir frá þjóðdansa- félögum Norðurlanda og sýna dansa frá ýms- um löndum. Kaffiveit- ingar, allir velkomnir. Uppl. í síma 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 10 boccia, kl.11.45 matur, kl. 13–14 leikfimi, kl. 14.30 kaffi. Þjóðdansa- félag Reykjavíkur ásamt gestum frá þjóð- dansafélögum Norð- urlanda koma og sýna dansa frá ýmsum lönd- um. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund og almenn handmennt, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjálst spil, kl.14 létt leikfimi, kl.14.30 kaffi. Púttklúbbur Suður- nesja. Púttmót verður í Keflavík í dag og hefst kl. 13.30 á Mánaflöt. Ef rignir fer mótið fram í Röst. Félagar frá Pútt- klúbbi Hrafnistu í Hafnarfirði eru gestir í þessu móti. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessum skemmtileg leik og hitta vini okkar. Ga-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu. Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 7. ágúst. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag kl. 10 við Malarás og kl. 14 við Hlaðhamra og á morgun kl. 10 við Rauðalæk og kl. 14 við Ljósheima. Minningarkort Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmunds- sonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Hrafnkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Í dag er fimmtudagur 19. júlí 200. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13.34.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 ný, 4 líta, 7 poka, 8 tal- an, 9 dvelst, 11 fífls, 13 konur, 14 raki, 15 sjávar- dýr, 17 bjartur, 20 mann, 22 Evrópubúi, 23 snúin, 24 hreysið, 25 vota. LÓÐRÉTT: 1 þrautseigja, 2 auðugan, 3 skilyrði, 4 ástand, 5 fiskúrgangur, 6 hinn, 10 reika stefnulítið, 12 ílát, 13 ögn, 15 heilbrigð, 16 kelta, 18 svæfill, 19 rás, 20 konungssveit, 21 geð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 reimleiki, 8 fæddi, 9 topps, 10 níu, 11 síðla, 13 rengi, 15 stans, 18 sleif, 21 tóm, 22 kættu, 23 áttin, 24 kardínáli. Lóðrétt: 2 eldið, 3 meina, 4 ertur, 5 kæpan, 6 ófús, 7 æski, 12 lán, 14 ell, 15 sókn, 16 aftra, 17 stund, 18 smáan, 19 eitil, 20 fund. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... KARL Th. Birgisson stjórnmála-fræðingur hefur síðustu sunnudagsmorgna verið með út- varpsþætti á Rás eitt sem hann nefnir „Í dag er tilvalið að deyja. Indjánahöfðingjar Norður-Amer- íku“. Þættirnir fjalla um samskipti indjána og Evrópumanna á fyrstu öldum byggðar hvítra manna í Norður-Ameríku. Þetta eru einstak- lega skemmtilegir þættir. Karli er lagið að setja efnið fram á þann hátt að það vekur áhuga og spennu hjá hlustandanum. Hann segir í þætt- inum frá menningu indjána sem er ekki mörgum vel kunn og lýsir því hvernig þeir háðu blóðuga en von- litla baráttu gegn útþenslustefnu hvíta mannsins á svæðum sem höfðu tilheyrt indjánum um aldir. Í síðasta þætti sagði Karl frá sam- skiptum skipverja á May Flower, fyrstu ensku landnemanna í N-Ameríku, við indjánahöfðingja á austurströndinni og baráttu Filipus- ar, sonar hans við Englendinga, en honum tókst næstum því að hrekja Englendinga úr álfunni. Víkverji hvetur útvarpshlustend- ur til að hlýða á þætti Karls, en þeir eru á Rás eitt á milli 10 og 11 á sunnudagsmorgnum. x x x RÁS eitt hefur lengi verið meðþætti á morgnana sem nefnast Laufskálinn. Í þáttunum er spjallað við fólk um líf þess og starf. Eins og gengur og gerist eru þessi viðtöl misáhugaverð. Um daginn hlustaði Víkverji á viðtal Kolbrúnar Berg- þórsdóttur við Ingu Bjarnason leik- stjóra. Kolbrún hefur sýnt það sem blaðamaður að henni er lagið að tala við fólk og laða fram skemmtileg og áhugaverð viðtöl. Viðtalið við Ingu var mjög skemmtilegt. Víkverja finnst viðtöl við listamenn bera stundum keim af því að þeir séu dá- lítið eins og yfir aðra hafnir eða lifi ekki alveg í sama heimi og við hin. Viðtalið við Ingu var laust við þetta. Þar birtist listamaður sem er fyrst og fremst manneskja sem hefur frá mörgu að segja. Inga var ekki spurð spurninga eins og „Getur þú sagt frá einhverj- um skemmtilegum atvikum frá veru þinni í París?“ Eða „Kynntist þú einhverju skemmtilegu fólki á Ísa- firði?“, en slíkar spurningar heyrast stundum í Laufskálanum. Vonandi fær Kolbrún Bergþórsdóttir fleiri tækifæri til að starfa við Ríkisút- varpið. Hún á þar fullt erindi. x x x VÍKVERJI er nýkominn fráSpáni og er aftur farinn að gera innkaup sín í íslenskum mat- vöruverslunum. Það fer ekki hjá því að Víkverja bregði þegar hann áttar sig á þeim mikla mun sem er á mat- vöruverði hér og á Spáni. Það er ekki bara að landbúnaðarvörur séu dýrari hér heldur virðast almennar neysluvörur vera almennt mun ódýrari á Spáni. Hvergi er þó mun- urinn meiri en á grænmeti. En drykkjarvörur eins og safar og kók eru líka mun ódýrari á Spáni. Reyndar virðist munur á verði mjólkur þar og hér ekki vera svo mikill. Það er kannski ekki undarlegt að það gerist æ algengara að Íslend- ingar sem komnir eru á efri ár verji ævikvöldinu á Spáni. Án efa er auð- veldara að lifa á ellilífeyrinum á Spáni en hér á landi. AÐALEFNI fréttatíma fjölmiðlanna um síðustu helgi var Árni Johnsen og mistök hans í opinberu starfi. Þar komu fram stað- reyndir og margir mætir menn og konur skýrðu út ýmsar hliðar þessa sér- kennilega máls. Forsætisráðherra og menntamálaráðherra hafa faglega fjallað um málið, svo og margir fróðir menn um stjórnsýslu og verklag hins opinbera. En auðvitað á Árni sjálfur síðasta leik- inn í þessu dapra máli hans. Það var því sérlega ónærgætið og mikill skort- ur á háttvísi að á RÁS 2 þætti það við hæfi að „opna símalínu“ fyrir hlustendur í byrjun vikunnar til að tjá sig um málið og Árna John- sen og hans persónu. Um- sjónarfólk síðdegisþáttar- ins hvatti fólk til að hringja eftir umfjöllun um málið og meira að segja í tónlistar- þættinum „Brot úr degi“ var sami háttur hafður á. Innhringingarnar voru allnokkrar og þeim öllum útvarpað „beint“ án rit- skoðunar. Ekkert kom fram hjá hlustendum, vit- rænt eða skynsamlegt, sem innlegg í þessa umræðu sem m.a. fjallar um stjórn- sýslu og siðferði. Símtölin einkenndust af andúð og æsingi. Stjórn- endur endurtóku marg- sinnis að nú væri tækifærið til að tjá sig um þetta mál. Hvað finnst þér ? (...látiði nú Árna Johnsen heyr- aða...) Ég held að mörgum hlustendum hafi verið stór- lega misboðið með þessu atferli Rásar 2 og starfs- manna hennar. Á Bylgj- unni var sami háttur hafður á (að auglýsa eftir viðhorf- um hlustenda) en Bylgjan er í eigu einkafyrirtækis og lýtur öðrum lögmálum en Ríkisútvarpið. Ég hef aflað mér upplýs- inga hjá tæknimanni hjá Ríkisútvarpinu sem segir mér að ekki sé hægt að „sía“ út símtöl, enginn viti hver sé raunverulega á lín- unni og ekki sjáist hjá út- sendingarmanninum úr hvaða síma er hringt. Þetta finnst mér vera umshugs- unarefni. Þú getur sagst heita hvað sem er og villt á þér heimildir og sagt svo allt sem þér býr í brjósti, óritskoðað. Nú velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið með samþykki út- varpsstjóra og dagskrár- stjóra á RÁS 2 að opna skotleyfi á Árna Johnsen í beinni útsendingu í Ríkis- útvarpinu. Eru það góðir mannasiðir að auglýsa eftir skoðunum hlustenda á at- ferli einhvers, hver sem það svo er? Nú hefur komið fram að skemmdarverk hafa verið unnin á heimili Árna og fjölskyldu hans. Hvatti Rás 2 til þessa með óbeinum hætti? Áhyggjufullur hlustandi. Þórðargleði fjölmiðla MÉR ofbýður þórðargleði fjölmiðla yfir óförum Árna Johnsen. Það virðist aug- ljóst að maðurinn fór illa að ráði sínu, hann er búinn að viðurkenna það, og rann- sókn er hafin. Þar með er hlutverki fjölmiðla í raun- inni lokið í þessu máli þang- að til niðurstaða er fengin. En láta fjölmiðlar sér þetta skiljast? Ó, nei. Heldur þeytast þeir út um holt og móa og taka viðtöl við yfirmenn sem keppast við að þvo hendur sínar og leggja sérstakar lykkjur á leið sína til að lepja upp kjaftasögur dag eftir dag. Afleiðingin er múgæsing sem beinist gegn heimili Árna en sjálfur er hann flú- inn út í Eyjar undan að- kastinu. Sem betur fer á hann afdrep þar. Til eru dæmi um stjórnmálamenn sem hafa svipt sig lífi eftir að hafa orðið fyrir þvílíkum gjörningum. Varla viljum við það. Hættum núna. Það er nóg komið. Við skulum hvorki vera þjófar né böðl- ar. Þeir sem ekki geta náð Árna Johnsen út úr höfðinu á sér gætu svo reynt að rifja upp mannkosti hans. Baldur Gunnarsson rithöfundur. Árni, ert þú með ör- orkubætur í laun? ÉG get ekki orða bundist yfir hegðun Árna Johnsen alþingismanns. Svona menn eiga alls ekki að vera á alþingi okkar Íslendinga. Hann tekur okkar peninga og neitar svo að segja af sér. Mér finnst að það ætti hreinlega að reka hann. Starfsmaður Byko, sem rak augun í reikninginn, á lof skilið fyrir að hafa komið upp um hann. Mig langar að spyrja þig, Árni, ert þú með örorkubætur í laun? Er það þess vegna sem þú þarft að taka peninga frá ís- lensku þjóðinni? Björg Gunnarsdóttir, Fjarðarseli 36, 109 Rvík. Tapað/fundið Silfurkross í óskilum SILFURKROSS með nafni og dagsetningu fannst í námunda við Borg- arspítalann sunnudaginn 15. júlí sl. Upplýsingar í síma 588 8656. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Opin síma- lína á RÁS 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.