Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 64

Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FLUGFÉLAG Íslands (FÍ) tilkynnti í gær um mikinn niðurskurð í rekstri félagsins frá og með 1. október nk. Frá þeim tíma hættir félagið að fljúga á tvo áfangastaði, Vestmannaeyjar og Höfn í Hornafirði, og af þeim sökum verður stöðugildum fækkað um 60. Það þýðir að segja þarf upp um 40 starfsmönnum á öllum rekstrarsviðum, allt frá hlaðmönnum til flugstjóra, en í dag starfa hjá félaginu um 230 manns. „Þetta eru hörmuleg tíðindi og staðan sem upp er komin er skelfileg fyrir okkur þar sem við erum svo háð flugsamgöngum,“ segir Sigrún Inga Sig- urgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmanna- eyja, um ákvörðun félagsins. Hún sagði að Flug- félag Vestmannaeyja héldi uppi flugi til Bakkavallar og Selfoss en sagðist ekki vita hvort félagið væri þess megnugt að fljúga til Reykjavík- ur líka. Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hafnar, segir að leiða hafi þegar verið leitað til að halda uppi flugsamgöngum til Hafnar. Hann segist hafa trú á að áfram verði flogið til Hafnar þótt ekki sé útséð um hvaða flugfélag mun sjá um það og hve reglu- legar ferðir verða. „Við munum leita allra leiða og hafa samráð og samband við alla aðila sem geta komið að þessum málum,“ segir hann. Reiknað með að farþegum fækki um 80 þúsund Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍ boð- aði starfsmenn sína til fundar í gær þar sem kynntar voru umfangsmiklar breytingar á rekstri félagsins. Félagið flutti ríflega 400 þúsund farþega innanlands í fyrra en eftir breytingarnar er reikn- að með að þeim fækki um 80 þúsund. Í viðtali við Morgunblaðið segir Jón Karl að að- gerðirnar séu vissulega sársaukafullar fyrir alla aðila en þær hafi verið nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að illa færi í rekstrinum. FÍ hættir flugi til Hafnar og Eyja og segir upp 40 manns Þetta eru hörmuleg tíð- indi og staðan skelfileg  Sársaukafullar/32 – segir forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja ÍSLENSK erfðagreining hefur gert samning við bandaríska fyr- irtækið Applied Biosystems (ABI) um sölu á hugbúnaði og samteng- ingu á hugbúnaði Íslenskrar erfð- greiningar og tækjabúnaði ABI á sviði arfgerðargreiningar og grein- ingar erfðaefnis mannsins. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, telur að ekki hafi verið gerður stærri hug- búnaðarsamningur af íslensku fyr- irtæki. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að samningurinn sé afar mikilvægur þar sem hann færi Íslenskri erfðagreiningu töluverð- ar tekjur og veiti fyrirtækinu að- gang að stórum markaði. Verðmæti samningsins er hins vegar ekki gefið upp en með samn- ingnum er fram haldið þeirri þróun að fyrirtækið tekur meiri þátt í þeirri áhættu sem felst í að búa til vöru og markaðssetja hana. Sú greiðsla sem Íslensk erfða- greining fær í upphafi er því hlut- fallslega lægri, en hlutfall af vænt- anlegum söluhagnaði hærra. Upphaflegi samningur Íslenskrar erfðagreiningar við Hoffman-La Roche árið 1998 hljóðaði upp á 15 milljarða króna og samningur frá byrjun þessa mánaðar við Roche Diagnostics er metinn á um 30 milljarða króna. Vonast eftir stærri erfðarannsóknum Robert C. Jones, framkvæmda- stjóri hjá ABI, vonast til að sam- starf ABI og Íslenskrar erfða- greiningar geri mögulegar stærri erfðarannsóknir en áður hafa tíð- kast. ABI er sjálfstæð eining innan Applera samstæðunnar en líf- tæknifyrirtækið Celera Genomics er það einnig. Sala ABI á síðasta ári nam um 1,4 milljörðum Banda- ríkjadala eða um 150 milljörðum króna. Aðspurður segist Kári búast við að tap af rekstri Íslenskrar erfða- greiningar snúist í hagnað á næstu 2-3 árum þar sem ýmislegt bendi til þess að markaðssetning á vörum fyrirtækisins verði auðveld- ari í framtíðinni. Lokagengi hlutabréfa deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, sem skráð eru á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum, var í gær 8 dalir og hafði lækkað um 4,91% frá fyrra degi. Ekki gerður stærri hugbúnaðarsamningur  Töluverðar tekjur/33 Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, um nýjan samning MIKIL áhersla er lögð á þéttingu byggðar, í tillögum að svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins, sem samvinnunefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu kynnti í gær. Gert er ráð fyrir að árið 2024 verði samfellt þéttbýli milli Mosfellsbæjar í norðri og Hafnarfjarðar í suðri. Talið er að íbúum svæðisins muni fjölga um 60 þúsund á skipulags- tímabilinu og að byggja þurfi 32 þús- und nýjar íbúðir. Reiknað er með að þétta megi núverandi byggð með sjö þúsund íbúðum og að tæplega 16 hundruð hektara landsvæði þurfi undir nýbyggingar á tímabilinu. Helmingur flugvallarsvæðisins í Vatnsmýrinni verður lagður undir íbúðir og atvinnuhúsnæði á tíma- bilinu. Þar er gert ráð fyrir að 2.500 íbúðir verði byggðar til ársins 2024. Verði samþykkt að flugvöllurinn fari burt úr Vatnsmýrinni verður þar rúm fyrir 3.500 íbúðir til viðbótar. Búist er við að bílaumferð aukist um 40% á tímabilinu sem kallar á að ráðist verði í umfangsmiklar fram- kvæmdir á umferðarmannvirkjum. Meðal annars er gert ráð fyrir að grafa tvenn jarðgöng, önnur undir Öskjuhlíð og hin undir austurbæ Kópavogs. Áætlað er að milli 60 og 70 milljarða króna þurfi að leggja í gatnaframkvæmdir, en heildar- kostnaður vegna nauðsynlegra framkvæmda á skipulagstímanum er áætlaður 183 milljarðar. Skipulag höfuðborg- arsvæðis til 2024 Íbúum fjölgar um þriðjung  Áhersla lögð/6 Morgunblaðið/Ásdís REGNHLÍFIN er hálfgert þarfa- þing fyrir gangandi vegfarendur þessa dagana í höfuðborginni sök- um vætusamrar tíðar. Þá er regn- stakkurinn ekki síður mikilvægur fyrir hjólreiðafólk. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hóp fólks í höfuðborginni í gær sem lét grenj- andi rigningu ekkert á sig fá enda vel útbúið til útiverunnar. Regnhlífin að vopni SAMKVÆMT greinargerð sem byggingarnefnd Þjóðleikhússins skilaði til menntamálaráðherra í apr- íl 1999 er kostnaður við uppbyggingu og nauðsynlegar endurbætur á Þjóð- leikhúsinu áætlaður um 1.240 millj- ónir króna. Gerð er tillaga um sex ára framkvæmdatíma og að veitt verði á fjárlögum í fjögur ár til að standa straum af kostnaðinum. Í framkvæmdaáætlun greinar- gerðarinnar er gert ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í sex ár og að þær verði unnar í einni lotu. Er gert ráð fyrir fjórum raunverulegum framkvæmdaárum og að þörf fyrir árlega fjárveitingu á þeim tíma verði um 300 milljónir króna að meðaltali. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin af stjórnvöldum um endurbæt- ur á Þjóðleikhúsinu, enda þótt ríf- lega tvö ár séu frá því að greinargerð byggingarnefndar Þjóðleikhússins barst menntamálaráðherra í hendur. Áætlanir nefndarinnar um kostnað við endurbætur upp á 1.200 milljónir króna hafa heldur ekki verið kynntar með formlegum hætti í ríkisstjórn eða í fjölmiðlum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að tilgangur greinar- gerðarinnar hafi verið sá að fá fram á einum stað yfirlit yfir það sem óunn- ið er talið við Þjóðleikhúsið og því megi segja að hún sé eins konar óskalisti sem ætlaður er til skoðunar í ráðuneytinu og Endurbótasjóði menningarbygginga, en eins og mál- um sé háttað sé gengið að því sem vísu að hann verði látinn standa und- ir kostnaði við þessar framkvæmdir. „Ég taldi nauðsynlegt að gerð yrði slík heildaráætlun til að þeir aðilar, sem kæmu að því að ákveða fram- haldið, hefðu hana undir höndum. Þetta er að sjálfsögðu ekki verk- eða framkvæmdaáætlun,“ segir Björn. Kostnaður talinn nema 1.240 milljónum  Viðhald og endurnýjun /11 Greinargerð bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.