Vísir - 20.07.1979, Side 2
2
VÍSIR
Föstudagur
20. júli 1979.
— i Landsbankanum.
Hvað ertu að gera i
bankanum?
Baldur Guömundsson, innflytj-
andi: Ætli maður sé ekki að leita
að peningum einsog flestir. Mað-
ur finnur alltaf eitthvað.
Jónatan Garðarsson sölumaður
Ég er að leysa út gjaldeyri til
hljómplötukaupa. Gaman i bank-
anum? Ekki sérlega, en ég kem
hingað cirka 4 sinnum i viku.
KristjánEinarsson, bóndi: Sækja
um gjaldeyri. Ég er að fara til Ut-
landa, fer stystu leið, til Færeyja.
Ég fer nú ekki oft i banka hér i
Reykjavik, en hér er viökunnan-
legt fólk.
tsleifur Jónsson, verslunarmað-
ur: Það er nú svo margt leggja
inn, greiða kröfur etc. Ég fer i
bankann á hverjum einasta degi
vegna verslunarinnar en ekki get
ég sagt að mér finnist gaman i
bankanum.
Katrin Sveinsdóttir, hjá Land-
sima:Éger að taka út peninga, ég
geri mikið af þvi. Það er ekkert
gaman að fara i bankann en þau
verk veröur að gera sem önnur.
skak-
Skuggahiioar
llslarinnar
Baráttan um frægð og frama
á skákbrautinni er oft hörð og
óvægin. Alls konar titlabrask
hefur viðgengist, og stundum
ekkert verið til sparað, hvorki
peningar né fyrirhöfn. Pening-
ar? Já, þvi miður er alls konar
mútustarfsemi i gangi, og vinn-
ingar ganga kaupum og sölum.
Svo rammt hefur að þessu kveð-
ið, að enski stórmeistarinn
Keene hefur lagt til aö komið
veröi á fót nokkurskonar stóra-
dómi valinkunnra skákmanna,
sem taki fyrir mútuákærur.
Efstir á blaði yfir skák-skálk-
ana munu vera rúmenski stór-
meistarinn Gheorgieu og kollegi
hans Matulovic frá Júgóslaviu.
Báöir þessir meistarar hafa
lengi verslað með vinninga, og
skoski skákmeistarinn D. Legvy
stakk upp á þvi, að tvimenn-
ingarnir yrðu fyrsta viðfangs-
efniskákdómstólsins. Levy vildi
láta dæma Gheorgieu I ævilangt
bann frá alþjóðlegum mótum,
en Matulovic i 50 ára bann!
Nýlega ritaði Levy itarlega
grein um vinningasölu og
klækjabrögð ýmissa skák-
manna. M.a. skýrði hann frá
viðskiptum Gheorgieu og búl-
garska stórmeistarans Tring-
ovs, en þar segir frá „gentle-
menls agreement” þeirra fé-
laga, og hvernig það siðan gekk
fyrir sig.
1 Evrópusveitakeppninni
teflduTringovog Gheorgieu á 1.
borði fyrir lönd sin, og skyldu
tefla tvær skákir innbyrðis. Að-
ur en keppnin hófst kom Ghe-
orgieu að máli við Tringov,
kvaðst vera þreyttur eftir erfitt
mót i Moskvu, og spurði Tringov
hvort hann hefði nokkuð á móti
þvi aðþeir gerðu jafntefli i báð-
um skákunum. Tringov ku vera
ljúfmenni, og féllst á jafnteflis-
tilboðin. Eftir nokkra leiki I
fyrri skákinni, var Gheorgieu
kominn með betra tafl. Hann
hallaði sér yfir borðið, og sagði
að ýmsum myndi finnast grun-
samlegt ef þeir semdu um jafn-
tefli I stöðu sem þessari. Betra
væri þvi að breyta samkomu-
laginu þannig, aö Gheorgieu
fengi vinninginn i fyrri skák-
5kók
inni, en slðan ynni Tringov þá
seinni. Tringov féllst á þetta, og
eftir nokkra leiki gaf hann skák-
ina. Nú var komið að „vinnings-
skák” Tringovs. Hann fékk
strax gott tafl, og sifellt seig á
ógæfuhliðina hjá Gheorgieu. En
i stað þess að gefast upp, eins og
samkomulagið og staðan gáfu
tilefni til, barðist Gheorgieu um
á hæl og hnakka. Svo mikið
varð aumingja Tringov um allt
bramboltið iandstæðingnum, að
hann lék sig skyndilega i mát.
2:0 fyrir Gheorgieu, samningur-
innsvikinnog Rúmenia komin i
úrslit i stað Búlgariu. Tringov
var hvitur af bræði, en úr þvi
sem komið var gat hann aö
sjálfsögðu ekkert gert.
Skák þáttarins i dag er algjör
andstæða skuggahliða skák-
listarinnar. Hérer vinningurinn
fenginn eftir lögmálum mann-
taflsins, enda var þessi skák tal-
in ein sú besta frá stórmótinu á
Lone Pine.
Hvitur: Hort, Tékkóslóvakia
Svartur: Seirawan, Bandarikin
Frönsk vörn.
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rd2 Rc6
(Algengariogbetrileikireru3. .
. c5 og 3. . . Rf6.)
4. Rg-f3 Rf6
5. e5 Rd7
6. Be2
(Best er talið 6. Rb3, og þær
hættur sem I stöðunni leynast,
komu berlega i ljós i skákinni
Tal: Baganian, Dubna 1973: 6. .
. f6 7. Bb5 fxe5 8. dxe5 Rc5 9. Rg5
Bd7? 10. Bxc6 bxc6 11. Dh5+ g6
12. Df3 og svartur gafst upp.)
6... . Rc-b8
(Svartur hefur i huga þyngsla-
lega áætlun og timafreka. Ann-
að framhald sem honum stóð til
boða var 6. . . f6 7. exf6 Dxf6 8.
Rfle5 9. Re3 e4 10. Rxd5 Dd6 11.
Bf4 með betra tafh fyrir hvitan.
Dolmatov: Sisniega, Graz 1978.)
7. h4 b6
8. h5 c5
9. c3 cxd4
10. cxd4 Ba6?
(Nauðsynlegt var 10. . . h6, og
stöðva framgöngu h-peðs hvits.
Eftir hinn gerða leik verður
framhaldið nánast kennslu-
stund i' þvi hvernig nýta skuli
veikleika andstæðingsins á
svörtu reitunum kóngsmegin.)
11. h6 g6
12. Rfl Be7
13. Bd2 Bxe2
14. Dxe2 Rc6
15. Hcl Hc8
16. Rl-h2 Dc7
17.0-0 0-0
18. Rg4 Db7
(Svartur hefur enga áætlun,
enda ekki upp á mikið að tefla i
slikum stöðum. Hann kýs þvi að
dóla með mennina fram og aft-
ur, biðandi þess sem koma
skal.)
19. Hc3 Rc-b8
(í þriöja sinn er riddarinn kom-
inn á þennan reit.)
20. Bg5 Bxg5
21. Rxg5 Hxc3
22. bxc3 Dc8
23. Hcl Rc6
24. Db5!
(Nú strandar 24. . . Rxd4 á 25.
Dxd7 Dxd7 26. Rf6+ Kh8 27.
Rxd7 Re2+ 28. Kfl Rxcl 29.
Rxf8 og hvitur hefur unnið
mann.)
24. . .. Kh8
25. Da4 Ra5
26. Da3 Dd8
27. f4 Kg8
28. Dd6
(EnnerhótuninDxd7 og Rf6+.)
28. . .. Kh8
1 a I
± 4 ± 1 7 1
i #i 1 t 1
4 tt 5 1
t A 1
t 3 1
t t í
5 í
A B C □ E 29. RÍ6! 30. Rxf7+! F g h ' Rxf6
(Einfalt og elskulegt.)
30. .. . Hxf7
31. Dxd8+ Rg8
32. De8 He7
33. DÍ8 Rc4
34. Kf2 Rd2
35. Ke3 Rc4+
36. Ke2 b5
37. Hbl a6
38. a4 Hd7
39. axb5 axb5
40. Hxb5 Ha7
41. Hb8 Ha2 +
42. Kel Gefið.
Jóhann öm Sigur jónsson
Umsjón:
Anna Heiður
Oddsdóttir og
Gunnar E.
Kvaran.
Mlsjafnt verö á laxl
- munurlnn verður mestur 2500 krónur á reyktum laxl
Hvað ætli þessi mundi kosta niðursneiddur?
Nokkrir lesendur hafa haft
samband við Heimilið til þess að
vekja athygli á þvi, hve verð á
laxisé mismunandi hátt f hinum
ýmsubúðum IReykjavik. Kom I
ljós við nánari athugun, að þeir
höfðu rétt fyrir sér, verðmis-
munurinn á laxi i einstökum
búðum er furðanlega mikill.
Upplýsingar um verð voru
fengnar í tiu búðum, bæði fisk-
og kjötverslunum. Lægsta verð-
ið fundum við i Kjötbúð Vestur-
bæjar á Bræöraborgarstignum,
en hún er rekin af Sláturfélagi
Suöurlands. Laxinn, sem þar er
áboðstólum, erfenginnúr Hvitá
i Biskupstungum, oger seldur á
2.400 krónur kg. i' heilu, og 2.700
krónur i sneiðum. 1 Sláturfélagi
Suðurlands i Austurveri er lax-
inn hins vegar seldur öllu dýr-
ara, á 3000 krónur kg i heilu, og
3.500 krónur I sneiöum.
Sama verð er á laxi I Kjötbúð
Suðurvers I Stigahlið og Jóns-
vali I Blönduhliö, en laxinn i
þessum verslunum kemur úr
Hvitá IBorgarfirði. Kannskieru
borgfirskir laxar eitthvaö betri
kostum búnir en bræður þeirra i
Biskupstungunum.
Mestur verðmunur á
reyktum laxi
í Kjötmiöstöðinni i Laugalæk
er heill lax 500 krónum ódýrari,
en I sneiðum er hann á sama
verði. Verslunin Asgeir i Grims-
bæ selur sneiðarnar sömuleiðis
á 3.500, en heilan lax á 2.700.
Kjötverslun Tómasar á Lauga-
vegi og Fiskbúð Hafliða á
Hverfisgötu erusama sinnis um
‘ gildi laxins, og meta hann til
2.700 króna á kg I heilu og 3.200
króna I sneiðum. Fiskbúðin
Sæver á Hofsvallagötu selur lax
einungis heilan og hálfan, og
kostar kilóið 2.700 krónur.
Verðmismunurinn á reyktum
laxi er enn meiri en á graflaxi. 1
Kjötverslun Tómasar er til
dæmis hasgt að fá kiló af reykt-
um laxi fyrir 6.500 krónur, en
bregði maður sér i Sláturfélag
Suðurlands i Austurveri, hleyp-
ur verðið upp i 9.000 krónur.
Þá eru laxahausar misjafn-
lega hátt skipaðir i' verslunum.
Ódýrastir eru hausarnir i Fisk-
búð Hafliða, 500 krónur kilóið,
en dýrastir i' Kjötverslun
Tómasar, 1.200 krónur kilóið.
Frjáls verðmyndun
Vegna verðmismunarins á
laxi i einstökum búöum i
Reykjavik hafði blaðið sam-
band við Gisla ísleifsson á
skrifstofu verðlagsstjóra og
spurðist fyrir um hvernig
eftirKtimeðverðiá þessari vöru
væri háttað.
Sagði Gisli að hvað varðaði
laxinn þá væri ekki haldið uppi
neinu verðlagseftirliti, enda
væri lax ekki bundinn ákvæðum
um hámarksverð.Sagði hann að
það gilti jafnt hvort laxinn væri
seldur I sneiðum eða heilu lagi,
reyktur eða grafinn. Verðið
réðist algjörlega af hinni frjálsu
samkeppni.
Varðandi gjaldið sem kaup-
menn taka fyrir að sneiða fisk-
inn niður sagðist Gisli reikna
með að það ætti að nokkru að
bæta upp það tap sem yrði,
vegna þeirra hluta fisksins sem
af gengju ogenginn vildi kaupa.
AHD/GEK