Vísir - 11.08.1979, Síða 4
4
Laugardagur 11. ágúst 1979.
Hinn huídi heimur
HOWARD HUGHES
Morguninn var hinn ákjósanlegasti til að fljúga.
Hvergi sást ský á himni og hægur andvari lék um
pálmatrén á veröndinni fyrir framan Acapulco
Princess Hotel í Mexico. Það var einmitt á svona
morgni sem gamli maðurinn, sem nú lá i rúmi sínu
á hótelsvítunni, hafði á sinum yngri árum notið lífs-
orku og ríkidæmis síns hvað mest, — að öllu
óbreyttu væri hann nú í loftinu gagntekinn kappi
ofurhugans.
Hann hafði eitt sinn verið flugmaður, maður sem
flaug bæði hraðar og lengra en sjálfur Lindberg.
Líkami hans hafði líka eitt sinn verið stæltur og
þróttmikiII. Nú var lítið orðið eftir, andlit hans var
grátt og magurt, dökk augun sokkin og með gráar
hártjásurnar líktist hann einna helst draugi. Líf-
læknir hans gerði sfnar ráðstafanir og Howard
Robard Hughes hélt í sína hinstu flugferð og um
leiðá vitörlaga sinna. Þetta var íaprílárið 1976.
Billjónamæringur
í tennisskóm
Þessi ferö varö jafn drama-
tisk og allt annaö i hinu leyndar-
dómsfulla iifshlaupi Howard
Hughes. A fimmtiu ára ferli sin-
um i viðskiptum, haföi hann
framleitt kvikmyndir og upp-
götvaö kvikmyndastjörnur.
Hann haföi búiö til hrlöskota-
byssur og hannaö nýjar flug-
vélategundir, þ.á m. orustuflug-
vélar. Hann haföi komiö fram
sem talsmaöur leyniþjónustu
Bandarikjanna CIA og veriö
velgjöröarmaöur og verndari
a.m.k. tveggja Bandarikjafor-
seta.
Hann var sérvitringur þjóöar
sinnar númer eitt, ljósmynd
haföi ekki birst af honum siöan
1957. Hann var billjónamæring-
ur i tennisskóm, sem trúöi þvi
aö hver væri sinnar gæfu smiö-
ur, en fáir þess veröugir aö
njóta hennar.
Hann var myndarlegur eins
og Gable, óáþreifanlegur eins
og Garbo, — hugrakkur eins og
reynsluflugmaður en um leiö
haldinn þeim sjúklega ótta, aö
sýklar myndu aö lokum koma
honum fyrir kattarnef.
Hann eyddi milljónum i aö
einangra sig frá „saurugu” um-
hverfi og tók aö stjórna fyrir-
tækjum sinum bak við luktar
dyr. Hvar sem hann bjó i gisti-
húsum eða eigin húsum, alls
staöar var það um búiö eins og
hjá best sótthreinsuöu sjúkra-
húsum. Engum var hleypt á
hans fund, án þess aö undir-
gangast rannsókn á þvi, hvort
þar væri á ferö hugsanlegur
sýklaberi. Sótthræðslan ágerö-
ist meö árunum og undir þaö
siöasta þoröi hann varla að
neyta matar. Leikslokin voru
enda skammt undan og aö lok-
um gáfu nýrun sig og eitrun i
þvagi dró hann til dauða, — en
þá var u.þ.b. fimmtán minútna
flug eftir til Houston i Texas.
Hann var þá um sjötugt og virö-
ist allt benda til aö hann hafi þá
verið oröinn forfallinn eitur-
lyfjaneytandi.
Kvikmyndir
og kvennafar
Howard Hughes fæddist á
jólakvöld i Houston áriö 1905.
Faöir hans var vel stæöur kaup-
sýslumaður og sendi hann son
sinn i bestu skóla sem völ var á
og miðaöist námiö viö góöan
undirbúning til aö taka viö fyr-
irtæki fjölskyldunnar. Atján ára
gamall tók hann svo viö fyrir-
tæki fööur sins, Hughes Toool
Company. A næstu árum þandi
hann út fyrirtækiö, frá þvi aö
selja áhöld til oliuborana uns
þaö var oröið risasamsteypa
fjölda fyrirtækja. Hinn ungi
Howard haföi þó meiri áhuga á
flugi og kvikmyndagerð en
þurrum viðskiptum. Hann
steypti sér út i eigin kvik-
myndaframleiöslu um leiö og
efnahagurinn leyföi.
Sem kvikmyndaframleiöandi
kynntist hann fjölda þeirra feg-
uröardisa, sem prýddu hvita
tjaldiö i þá daga. Sást hann oft I
fylgd þeirra á skemmtistööum
og fékk á sig orö fyrir aö vera
kvennamaöur. Meö sumum
reyndi hann hjónabönd, sem
ekki blessuðust.
Fyrir siöari heimsstyrjöldina
haföi honum tekist aö framleiöa
nokkrar myndir sem fengu met-
aösókn. Má þar nefna myndir
eins og „Hell’s Angels (1930),
Scarface” (1932, „Front Page”
(1931) og „Outlaw” (1944).
1 fyrstu mynd sinni „Hell’s
Angels” kom hann fram meö
fyrstu stjörnuuppgötvun sína,
ljóshærðu kynbombuna Jean
Harlow. önnur stórstjörnuupp-
götvun hans var Jane Russel i
A hnefaleikakeppni með kvikmyndaleikkonunni Ava Gardner áriö
1946.