Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 11. ágllst 1979. VÍSIR Lýst er eftir konunni I hringnum hér aö ofan. Þaðbfha hennar tiu þúsund krónur á ritstjórn Vfsis. Ert þú í hringnum? — ef svo er ert þú 10.000 krónum ríkari Að þessu sinni lýsum við eftir konunni í hringn- um á myndinni hér að of- an. Hún var að skoða í búðarglugga í Lækjar- götu klukkan 14:30 á föstudaginn, þegar Jens Ijósmyndari tók myndina af henni Konan í hringnum er beðin um að gefa sig fram á ritstjórnarskrif- stofum Vísis að Síðumúla 14 í Reykjavik, innan viku frá því að myndin birtist. Þar bíða hennar tíu þús- und krónur. Ef þú kannast við kon- una í hringnum þá ættirðu að hafa samband við hana og segja henni frá þessu uppátæki okkar. Hugsanlegter að hún hafi ekki enn lesið blaðið og þá gætir þú orðið til þess að hún yrði tíu þúsund krón- um ríkari. ,,Eins og ad vinna í happ- drætti” — sagði Svanhildur Pálsdóttir, en hún var konan í hringnum í síðustu viku „Við vorum á leiðinni á Þjóðhátíð í Eyjum þegar myndin var tekin svo þetta var alger tilviljun", sagði Svanhildur Páls- dóttir sem var konan í hringnum í síðustu viku, en hún hringdi til okkar frá Ólafsvík þar sem hún býr. ,,Ég var mjög undrandi þegar ég sá myndina af mér. Mér finnst þetta eins og að vinna í happ- drætti og þetta er þá í fyrsta skipti sem ég vinn í happdrætti. Mér finnst þetta virkilega sniðugt uppátæki"# Svanhildur var ekki sjálf búin að lesa blaðið þegar fyrsta símhring- ingin kom á laugardaginn og svo stoppaði síminn varla. ,,Ég hélt fyrst að verið væri að gera at i mér en svo sá ég myndina. Hún var að vísu ekki góð af mér en ég þekkist þó", sagði Svanhildur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.