Vísir - 31.08.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 31.08.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Föstudagur 31. ágúst 1979. Umsjón: Katrin Páls- Kolbrún meö postulinsskálar á mismunandi vinnsiustigi. Sú til hægri er aöeins mótuð nokkurn veginn I rétt form. Sú til vinstri er fuiimótuð, en hana er Kolbrún búin að slipa til og þynna kanta henn- ar og við það notar hún sandpappir. Visisniynd JA. Postulin ekki bara mávastell og kóngaolatlar ,,Ég er eingöngu með postulinshluti á þessari sýningu bæði handmótaða og rennda”, sagði Kol- brún Björgólfsdóttir leirkerasmiður i spjalli við Visi, en hún opnar sýningu á munum sinum i Galleri Langbrók á laugardag. Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 13 til 18. Kolbrún stundaði nám i Myndlistar- og handlðaskólanum en hélt siðan til framhaldsnáms til Kaupmannahafnar og var þar I tvö ár við Listiðnaðarskól- ann. Hún er nú umsjónarkenn- ari við keramikdeildina I Mynd- listar- og handiðaskólanum. Hugmyndir um form sóttar i náttúruna Kolbrún sækir hugmyndir sín- ar um form i náttúruna. „Ég reyni að ná fram þeim ótrúlega fjölbreyttu formum sem skeljar hafa. En það er mikil ná- kvæmnisvinna og oft þarf mikla þolinmæöi þegar postulinið er unnið mjög þunnt”, sagði Kol- brún. „Postulinið er unnið á sama hátt og annar leir,” sagði Kol- brún þegar við báöum hana að lýsa vinnuaðferðinni. „Ég tek leirinn og flet hann út með köku- kefli, eins og deig. Siðan er hann mótaður nokkurn veginn eins og maður vill hafa hlutinn og látinn þorna, þannig að hann missi ekki form. Þá er mesta vinnan eftir,en þaðer að slipa t.d. skál- ina með sandpappir og ná fram endanlegu formi. Þá tekur hrá- brennslan við. Siðan er settur glerungur og hluturinn skreytt- ur og loks er hann settur i loka- brennsluna i ofninum”, sagöi Kolbrún. Töluvert eyðileggst i siðustu brennsiu „Það er alltaf töluverð óvissa um útkomuna eftir siðustu brennsluna. Þegar um er að ræða handmótaða hluti verður flöturinn aldrei nákvæmlega jafn, þannig að sprungur geta myndast við hitann. Það eyði- leggst þvi töluvert i slðustu brennslunni og þá er öll vinnan til einskis, þvi ekkert er hægt að gera við gallaðan hlut”, sagði Kolbrún. Þegar Kolbrún gerir t.d. vin- sett, flösku með sex glösum, þá hefur hún ætið eitt glas auka ef eitthvað kæmi fyrir I ofn- inum. „Ég hef orðiö vör viö þaö að I augum margra er postulin að- eins mávastell eða kóngaplatt- ar. En það er kannski skiljan- legt þvi það hefur ekki verið unniö mikið úr postulini hér á landi. Mér finnst skemmtilegt að fást við þennan leir, þvi hann er ljós og léttur og skreytingar njóta sin vel”, sagöi Kolbrún. —KP. á hvíta tjaldmu SJóræningjaball Tónabió Þeir kölluðu manninn Hest. Leikstjóri: Irvin Kershner. Agætlega gert framhald af myndinni Maður kallaöur Hestur sem sýnd var hérna fyrir nokír- um árum siðan. Myndin fjallar um enska lávarðinn Morgan sem áður hafði kynnst all náið siðum og venjum indjána. Honum leiöist lifiö I Eng- landi og ákveður að halda aftur vestur um haf til vina sinna. Þar er allt oröið breytt. Hviti maöur- inn, hér sem skinnakaupmenn, hefur niöst á indjánunum og er Morgan kemur ákveða hann og vinir hans að ná aftur sinu úr höndum skinnasalanna. Myndin er mjög skemmtileg fyrir þá sök að hún sýnir indjána á annan hátt en bara grimmdar- lega villimenn. Hollywood hefur þvi miður gertalltof litið af þvi aö reyna aö sýna þessa frumbyggja Bandarikjanna I réttu ljósi en þeir eru nú á siðustu árum að vakna betur til meðvitundar um rétt sinn og hafa hafið baráttu fyrir þvl sem þeir telja réttilega vera sitt. Ýmsir framámenn og þekktir persónuleikar svo sem Marlon Brando hafa stutt dyggilega viö bakiö á indjánunum i þessari baráttu þeirra. Laugarásbíó Stefnt á brattann Leikstjóri: Michael Schults Myndin sem byggir á kvikmynd Linu Wertmuller, The Seduction of Mimi, fjallar um dug- og dáð- lausan náunga Leroy Jones að nafni. Hann flækist út I verka- lýösbaráttu fyrir slysni og er rek- inn úr heimabæ sinum fyrir vikiö. Fyrirtækiö, sem rak hann, sér þó fljótt að það geti vel notað slikan já-mann sem hann er og ræöur það hann aftur til vinnu. Inn I þetta er svo fléttað ástarmálum kappans, sem vægast sagt eru mjög brösótt. Ærslabelgurinn Richard Pryor leikur þrjú hlutverk I myndinni og kemur hann vel út þegar á heild- ina er litið enda bráðskemmti- legur leikari. Myndin er hálfmisheppnuð endurgerð á T.S.O.M. þar sem þema þeirrar myndar, hinn mót- sagnakenndi og litilssigldi maður, er látiö vlkja of mikiö fyrir grlninu. En myndin er mjög fyndin á köflum og sérstaklega samskipti Jones viö konu sína. Hafnarbió Sweeney 2 Leikstjóri: Tom Clegg Myndin fjallar um sérsveit hjá Scotland Yard sem fær það verk- efni að útrýma bófaflokki nokkr- um sem rænir banka af mikl um móö I London. Berst leikurinn frá London til Möltu og London aftur þar sem verulega fer að hitna I kolunum. Hnökralaus leikstjórn, bráð- skemmtilegt handrit og góður leikur gera þessa mynd aö ágætri afþreyingu. Auk þess er gaman að sjá breska útgáfu af þessu efni en bandarlskar myndir af svip- uðu tagi hafa veriö alls ráðandi hérlendis. Þrátt fyrir mikiö blóð og ofbeldi I myndinni eru sumar senurnar mjög fyndnar og má nefna sem dæmi tilraunir lögreglustjóra til þesc »* kvenmenn meö sér I y a Stjörnubíó Varnirnar rofna Leikstjóri: Andrew Mclagen Myndin greinir frá hluta af inn- rás bandamanna i Normandy 1944. Þar er Steiner liðþjálfi (Burton) kominn og berst hetjulegri baráttu viö slæma yfir- menn þýska hersins en hann er liöþjálfi i þeim her. Bæði efnið og nafn aðalsögupersónunnar minna mikiö á aðra strlðsmynd „Járn- krossinn”, leikstj. Sam Peckin- pah. Myndin er hvalreki á fjörur unnenda strlðsmynda en hún er fagmannlega unnin og skartar mörgum stórstjörnum. Steiner fær það hlutverk að bera skilaboð á milli þýskra hers- höföingja og bandamanna um skilyröislausa uppgjöf þeirra fyrrnefndu eftir það þeir hafa kálað Hitler sem mistekst og strlðið heldur áfram. Leikur I myndinni er til fyrir- myndar enda allir sem með aöal- hlutverk fara þrautreyndir leik- arar. Regnboginn Hjartarbaninn Leikstjóri: Michael Cimino Mjög myndræn og áhrifamikil frásögn af kynnum þriggja vinnu- félaga af striðinu I Vietnam. Myndin skiptist I þrjá hluta. I þeim fyrsta er greint frá llfi þeirra og starfi I stáliönaðarbæ i Pennsilvanlu. Næsti hluti fjallar um kynni þeirra af strlðinu I Viet- nam en þaðan koma þeir allir meira og minna andlega og llkamlega skertir. Siðasti hlutinn fjallar siöan um heimkomuna og eftirköstin. 5 Óskarsverðlaun segja slna sögu en myndin er mjög vel gerð á allan hátt. Cimino hefur gott auga fyrir sjónrænni spennu og kemur þaö vel fram þegar þeir félagar eru neyddir til aö spila rússneska rúllettu. Cimino er ekki algjörlega óþekktur hérlend- is þvi Tónabió hefur sýnt mynd eftir hann sem hét Thunderbolt and Lightfoot. F.I. Sjóræningjaball verður um borö I Akraborginni á laugar- dagskvöld. Skipið leggur frá bryggju klukkan 23, en dans- leikurinn stendur til klukkan 3. Það er Cöal sem hefur veg og vanda af þessari óvenjulegu skemmtun. Einn er sá flokkur sem lætur pólitik lönd ogleið en sinnir dans- lögum þess meira. Það er B.G. flokkurinn frá Isafirði, sem B.G. sjálfur, Baldur Geirmundsson hefur stjórnaö af sinni alkunnu lipurö og smekkvlsi i fjöldamörg ár. Það segir sina sögu, að hann hefúr náð þvi aö halda I sama hópinn I nærfellt tiu ár utan þess að Ingibjörger nú hætt að syngja með þeim, en I hennar staö er komin Svanfrlður Arnórsdóttir. B.G. flokkurinn hefur I sumar sem endranær skemmt fólki sem mest hann hefur mátt á heima- miöum, þ.e. Vestfjarðamiðum. Nú er hinsvegar afráðið að flokk- urinn komi suöur og skemmti á Suður- og Vesturlandi um næstu helgi. Lengri verður nú stansinn ekki. Ranghermt hefur verið i auglýsingum að B.G. flokkurinn ætli að halda uppi fjörinu I Stapa áföstudaginn, —ekki þaöað hann sé ekki fær um það, —heldur hitt að hljómsveitin mun leika á Akranesi það kvöld og harla ó- sennilegt að þeim takist aö f jörga Sundlaug hefur veriö komiö fyrir aftur á skipinu. Ýmislegt veröur gert til aö skemmta gest- um m.a. veröurfalinn fjársjóöur I kistli i skipinu, og sá sem fund- vlsastur er fær úttektarseðil I Óöali. Miðar verða seldir I Cöali. mannskapinná Suðurnesjum rétt á meðan. A laugardagskvöldið verður flokkurinn svo á Flúðum og á sunnudagskvöld skemmtir hann I Borgamesi. Er ekki nokkur vafi að aðdá- endur B.G. flokksins hér sunnan- og vestanlands mæti i gleðskap- inn en hljómsveitin er núna skipuð þeim Baldri Geirmundssyni, bróður hans Karli, Ólafi Guð- mundssyni, Rúnari Vilbergssyni, Samúel Einarssyni og Svanfrlði Arnórsdóttur. —Gsal LESÐRÉTTING 1 samtali við Orn Bjarnason sem birtist I VIsi I gær uröu llnu- brengl. Setningin er rétt þannig: Sigurjón varð mér mjög hjáíp- legur og fylgdist vel méö þvl sem ég var að gera og á ég honum mikiö að þakka. Einnig Guðrúnu Asmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni en þau fór endan- lega yfir verkið með mér. B.G. flokkurlnn stormar suður i—i.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.