Vísir - 31.08.1979, Side 24
Föstudagur 31. ágúst 1979
símiimerdóóll
Spásvæði Veöurstofu tslands
eru þessi:
1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð-
ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður-
land, 5. Norðausturland, 6.
Austfirðir, 7. Suðausturland,
8. Suðvesturland.
veðurspá
dagsins
Klukkan 6 var vaxandi 1000
mblægð llOOkmSaflandinuá
hreyfingu NNA, en 1027 mb
hæð yfir N-Grænlandi.
Norðanlands verður enn
kalt i veðri.
SV land og SV miö: A 2-4 og
srðan 4-5, dálitil rigning.
Faxaf lói og Faxaflóamið: A
l-2ogsfðanNA 3-5. dálítil rign-
ing sunnan til siðdegis.
Breiöafjörður til N lands og
Breiöafjarðarmið til N miöa:
A 2-3 og siðar NA 4-5, skýjað,
þurrt að mestu.
NA land og NA mið: A 1-2 og
siðar 3-4, dálitil rigning eða
súld.
Austfiröir og SA land, Aust-
fjarðamið og SA mið: A 2-3 og
siðar 4-6, rigning eða súld öðru
hvoru.
Veðrlð hér
09 har
Veðrið kl. 6 i morgun:
Akureyri skýjað 4, Bergen
þokumóða 8, Helsinki skýjað
16, Kaupmannahöfn þoka 11,
ósló léttskýjaö 7, Reykjavík
skýjað 7, Stokkhólmur þoku-
móða 13, Þórshöfn skýjað 4.
Veöriö kl. 18 i gær:
Aþena léttskýjað 24, Berlin
hálfskýjað 22, Chicago al-
skýjaö 29, Feneyjarléttskýjað
22, Frankfurt heiðskirt 23,
Nuuk skýjað 8, London létt-
skýjaö 24, Luxemburg létt-
skýjað 20, Las Palmas létt-
skýjað 23, Mallorka heiðskirt
26, Montreal léttskýjaö 26
Paris skýjað 24, Róm skýjað
22, Malaga alskýjað 25, Vin
léttskýjaö 27, Winnipeg létt-
skýjað 18.
LOki
segir
Mikili taugatitringur hefur
verið á siðum Moggans und-
anfarið vegoa Svarthöfða-
greinar um framboðsmál
Sjálfstæðlsflokksins á Vestur- .
iandi. Það er svo sem auðséð
að margir •'stta sér að komast
þar ofariega á lista.
Harka f deiiu Craflska sveinaiélagslns og prenlsmi ðlueigenda:
VERKFALLI VÆNTANLEGA
SVARAD MEÐ VERKRANNI
Félag isienska prentiðnaðarins hefur farið þess á leit við sam-
bandsstjórn Vinnuveitendasambandsins að hún boði tafarlaust
verkbann á Grafiska sveinafélagið. Þetta skuli gert til að knýja á
um skjóta lausn i yfirstandandi kjaradeilu.
„Prentsmiðjueigendur sætta
sig ekki viö að starfsemin verði
lömuð að hálfu leiti með yfir- og
vaktavinnuverkfalli. Jafnframt
með alsherjar verkfall yfirvof-
andi. Viö þvi verður að
bregðast”, sagöi Þorsteinn
Pálsson framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands ts-
lands i samtali við VIsi i morg-
un.
Fundur hófst i morgun,
skömmu áður en blaðið fór i
prentun, hjá sambandsstjórn
vinnuveitenda þar sem fjallaö
er um verkbannið og var talið
sennilegt, aö ákveðiö yrði að
boða slíkt bann.
„Þaö er alveg Ijóst að það eru
engar efnahags- eöa siðferöileg-
ar forsendur fyrir þvi að hækka
kaup þessara starfsmanna i
prentsmiöjunum, umfram þaö
sem samið hefur verið um með
bindandi samningum til ára-
móta, gagnvart þeim sem vinna
við hlið þeirra i prentsmiöjun-
um”, sagöi Þorsteinn.
Félagar i Grafiska sveina-
félaginu fara fram á um 20 pró-
sent kauphækkun fram til 1. júli
á næsta ári. Einnig fara þeir
fram á það að yfirborganir sem
þeir telja að séu almennar 35
prósent komi inn i kauptaxta.
Ef vinnudeilan dregst á lang-
inn hefur Félag islenska prent-
iðnaöarins farið fram á heimild
til þess aö ákveða samúðar-
verkbann gagnvart öðrum þeim
sem starfa hjá fyrirtækjum i
félaginu. Þetta næði t.d. til
félaga I Verslunarmannafélag-
inu og blaöamanna.
—KP
vansklla-
vextir 54%
á ári
Samkvæmt lögum um stjórn
efnahagsmála frá þvi I vetur skal
stefnt að verötryggingu verði
komið á fyrir árslok 1979,i áföng-
um.
Fyrsti áfanginn I verðtryggingu
sparifjár var 1. s.l. og nú 1.
september er komið að öðrum
hluta þess, en áætlaö var að verð-
tryggingin kæmist á I sjö áföng-
um. Vextir af almennu sparifé
hækka um 5%, úr 22% I 27%, for-
vextir vfxillána hækka úr 25,5% I
28,5% og vaxtaaukalánsvextir
hækka úr 35,5% i 40%.
Mestu virðist muna um drátta-
vaxtahækkunina, en dráttavextir
eru núna 4% en hækka I 4,5% og
verða þvl á ársgrundvelli 54%,
hvorki meira né minna.
—SS—
DÖMI FRESTftB
Dómi I máli Islendinganna sjö
sem ákærðir eru I Gautaborg
fyrir fikniefnasmygl, hefur nú
verið frestað til 10. september.
Að sögn eins af dómurunum I
málinu á enn eftir að ganga frá
ýmsum þáttum málsins og enn-
fremur að komast aö niðurstööu
um einstaka dóma, en eins og
skýrt var frá i VIsi nýlega hefur
veriö krafist 1—3 ára dóms yfir
Islendingum allt eftir þvl hversu
brot þeirra voru alvarleg.
—HR
„Ég býst við að ef þessi tlöindi
eru ánægjuieg fyrir einhvern þá
séu þau ánægjuleg fyrir
byggingaraðila á höfuðborgar-
svæðinu, þvi það eru ekki nema
örfáir dagar siðan allir alþingis-
menn fengu bréf frá Landsam-
bandi isienskra iönaöarmanna,
þarsem iýster geysilega þungum
áhyggum” yfir atvinnuhorfum I
byggingariðnaði á þessu svæði
sagði Sighvatur Björgvinsson,
alþingismaður, þegar Visir bar
undir hann frétt þess efnis, að
rlkisstjórnin hafi samþykkt að
gefa Framkvæmdastofnuninni
leyfi til að halda áram að byggja
stórhýsi það, sem stöövaöar voru
framkvæmdir á sfðastliðinn
vetur.
Sighvatur sagði, að rangur
skilningur heföi veriö á málinu
hjá forsætisráöherra og rikis-
stjórn þegar óskað var eftir að
byggingarframkvæmdir væru
stöövaöar.
Þarna hefði gætt þess
misskilnings, að bygginguna ætti
aö fjármagna með þvi fé, sem
ætlaö er til lána.
„En hjá Framkvæmdastofnun
er til fé i húsbyggingasjóöi, sem
búið er aö leggja I i 25-30 ár. Hann
var stofnaður af Framkvæmda-
bankanum, sem er fyrirrennari
Framkvæmdastofnunar.
Mér og Sverri Hermannsyni
var faliö að fara á fund forsætis-
ráöherra I vetur og útskýra fyrir
honum, hvernig i málinu iægi.
Það var um áramótin, og ég hef
ekkert frétt að þessu máli fyrr en
núna að þú segir mér þessar
fréttir”, sagöi Sighvatur.
-JM.
Framkvæmdir við húsgrunn Framkvæmdastofnunnar
áfram. Vlsismynd: JA
Framkvæmdir
voru stöðvaðar f vetur. Nú má
heflasl ð
halda þeim
ný
Greioslustöðvun Slgurmðta á sfðustu stundu:
UPPB0B ftTTI AB FARA FRAM
VEGNA 10 MILLJÚNA KRÖFU
//Það var komiö að uppboði á bygaingarkrana, sem
Sigurmót eiga vegna 10 milljón króna kröfu Steypu-
stöðvarinnar, þegar forráðamenn fyrirtækisins komu og
báðu um úrskurð um greiðslustöðvun" sagði Hlöðver
Kiartansson/ fulltrúi bæjarfógeta i Hafnarfirði/ i sam-
tali við Vísi.
Beiðnin um úrskurðinn var
undirritúð af þeim Sigurvini
Snæbjörnssyni og Sigurði
Kristinssýni, sem munu vera
aðaieigendur byggingafyrir-
tækisins.
Hlöðver sagöi að sér væri ekki
kunnugt um hve Sigurmót
skulduðu mikið, en með þessari
þriggja mánaða greiðslustöðvun
gæfist kostur að kanna st§5una.
Tilkynna þyrfti öilum sem ættu
kröfur á hendur fyrirtækinu, um
þennan úrskurð eri það væri fyrst
og fremst sá lögmaðut, sem til
þess var ráðinn, sem sæi um
framkvæmd á könnun á stöðu
búsins.
„t lögum sem tóku gildi um
siðustu áramót er ákvæði um
greiðslustöðvun. Skilyrði til að fá
úrskurö um greiðslustöðvun er,
að viðkomandi skuldari hafi ráðið
sér lögmann eða endurskóðanda
til að koma nýrri skipan 4 fjár-
máiin”, sagði Hlöðver er hann
var spuröur um iögin um
greiðslustöðvun.
„t lögunum segir að skuldara
sé óheimilt og óskylt að greiða
skuldir meðan stöðvunin varir.
Þá má hann ekki stofna til skuld-
bindinga og óheimilt er að taka bú
hans til gjaldþrotaskipta. 1
greinagerö með lögtsnum sé til-
gangurinn meðal annars sá að
bæta úr þvi sem áður var, að bú,
sem stóðu höllum íæti, komu ekki
eða illa til skiptanna og var
kannski þegar orðið eignalaust,
þegar skipti hófust. Greiðsiu-
síöðvun getur veriö undanfari
gjaldþrota, en getur lika gc-rt
skuldara kleift að ná nauðar-
samningum”, sagði Hlöðver.