Vísir - 01.10.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 01.10.1979, Blaðsíða 5
VÍSIR Mánþdagur 1. október 1979 Umsjón: Guömundur Pétursson Grlkklr snúa sép að Rússum Konstantin Karamanlis, for- sætisráöherra Grikklands, kemur til Moskvu i dag á leiö sinni til þriggja komrministarikja. Karamanlis, sem er fyrsti griski forsætisráöherrann, er heimsækir Sovétrikin, þykir lik- legur til þess aö ræöa viö Kreml- herrana um vonbrigöi sin meö Bandarikin og vilja til þess aö bæta sambúöinaviö austantjalds- rikin. Grikkir, sem áöur vorufullgild- ir aöilar aö NATO, sögöu sig Ur hernaöarstarfibandalagsins 1974, þegar NATO-rikiö Tyrkland réö- ist inn á Kýpur. Siöan hafa ekki tekist sættir meö Grikkjum og Tyrkjum og logaö glatt i ágrein- ingsmálum þeirra i Miöjaröar- hafi og Eyjahafi. Grikkland, sem hefur veriö ná- inn bandamaöur Bandarijanna, hefur fjarlægst NATO og Banda- rikin æ siöan. 1 siöasta mánuöi undirritaöi rikisrekin skipa- smiöastöö á eyjunni Syros samn- ing viö RUssa um viögeröir á sov- eskum verslunarskipum . Washingtonstjórnin hefur látiö i ljós áhyggjur sinar viö þá gri'sku vegna samningsins. Múgur og margmenni fagnaöi páfa i heimsókn hans i Dublin, og hlýddi á messusöng hans úti undir berum himni. Er ætlaö, aö rúmlega milljón manna hafi veriö viö messugjörö páfa. Páfinn í heimsókn á írlandi Jóhannes Páll páfi lýkur f dag þriggja daga heimsókn sinni til Irska lýöveldisins. Meöan á henni hefur staöiö, hefur hann æ ofan i æ skoraö á deiluaöila i Irlandi að binda endi á blóösUthellingar, hatur og hryöjuverk. Frá trlandi fer páfi i dag til Bandaríkjanna, þar sem hann mun heimsækja nokkrar borgir og aöalskrifstofur Sameinuðu þjóöannna í New York. Hann boöaöi í gærkvöldi, aö hann mundi færa út friðarboö- skap sinn, þegar hann ávarpar allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna á þriöjudag A fundi i gærkvöldi meö róm- versk-kaþólskum biskupum Irlands ljóstaði páfinn því upp, aö ýmsir höföu eindregiö ráölagt honum gegnþví aö fara til Irlands vegna versnandi ástands f deilu kaþólskra og mótmælenda. — „En einmitt þessir erfiöleikar juku á mikilvægi þess, aö ég sé hér og deili þeim meö ykkur”, sagöi páfinn. Dóttir Bhúttós í framhoði Benazir BhUttó, dóttir Ali Bhúttós, fyrrum forsætisráöherra Pakistans, ætlar að bjóöa sig fram i þingkosningunum 17. nóv- ember. Hennar nafn var á lista fram- bjóöenda alþýöuflokks Pakistans, sem lagöur var fram núna um helgina. Benazir ætlar aö bjóöa sig fram I hinu gamla kjördæmi fööur hennar sáluga í Lahore og Sial- kot, en þar eru i mótframboði Tikka Khan, hershöfðingi — fyrr- um yfirmaöur herráösins — og FarUk Leghari, formaður flokks Benazir, ætlar aö bjóöa sig fram i Rawalpindi og Der Ghazi. 54 flokkar hafa sótt um að bjóöa fram i kosningunum. Skemmúarverk í íran Skæruliöar rufu meö sprengingum simasamband við stærstu olfuhreinsunarstöð heims, sem er i Badan i Iran. Um leiö sprengdu þeir einnig i loft simastaura á linunni til Khorra- mshahr, sem er stærsta hafnar- borg Irans Þykja þetta alvarlegustu spjöll, sem unnin hafa verið I hinu oliu- auöuga héraði, Khuzestan, i suð- vesturhluta landsins. Þó voru þar sprengdar I loft upp oliu-og gas- leiöslur i júli I sumar. Shapur Bakhtiar, fyrrum for- sætisráðherra lans, segir I útlegö sinni i Paris, aö búið veröi aö svipta Khomeiny völdum og á- hrifum i íran innan hálfs árs. Þrír lafnir I Rló Hubner, Petrósian og Portisch eru nú allir jafnir og efstir meö fjóra vinninga hver á millisvæöa- mótinu i Rio de Janeiro. Unnu all- ir sinar skákir i sjöttu umferö- inni. Hubner náöi dúndrandi mát- sókn á sinn andstæðing, Shamko- vich. Petrosian vann skiptamun og siöan skákina af Garcia. Port- isch tókst aö þvinga fram vinn- ing I endatafli á móti Vaganian meö þvi aö koma Vaganiar. I leik- þröng. Hubner á óteflda biöskák á móti Kagan frá lsrael, en gat ekki lok- iö henni vegna þess aö Kagan þurfti aö halda hátiölegan einn af helgidögum gyöinga. Verslunin Sautján Verslunin Sautján § NAUST- Tmarkadurinn HÓFST í MOHOUM (stendur aðeins þessa viku) STÓR- kostlegt verwval HLÆGILEGT VERD /J M.a. Buxur — Peysur — Skyrtur — Jakkar eJI. oJl. o.fl. ATHUGID: Haustmarkaðurínn er á Laugavegi 51- 2. haeð. (Þar sem brunaútsalan var). Verslunin Sautján — Verslunin Sautján

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.