Vísir


Vísir - 01.10.1979, Qupperneq 8

Vísir - 01.10.1979, Qupperneq 8
VÍSIR Mánudagur 1. október 1979 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DavfA Guömundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltróar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: GuðmUndur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar "r-9usti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Nvtum umhugsunarfrestinn skynsamlega Næstu vikur verbur aö nota vel til þess aö kanna möguleika á ollukaupum annars staöar en frá Sovétrikjunum, áöur en tekin veröur afstaöa til olfutilboös Sovétmanna sem miö- ast viö dagprfsa Rotterdammarkaöarins. Niðurstöður olíuviðskipta- nefndar Jóhannesar NordalS/ sem birtar voru fyrir helgina undirstrika hve illa við erum settir varðandi olíuviðskipti okk- ar við Sovétríkin. Samanburður sá, sem þar er gerður sýnír, að við greiðum 70% hærra olíuverð en gildir á mörkuðum í Vestur- Evrópu, eftir að Sovétmenn á- kváðu að miða verðlagninguna við dagprísa á Rotterdammark- aðinum. ( samræmi við tillögur olíuvið- skiptanefndar leitaði viðræðu- nefnd íslendinga eftir breyting- um á þessari viðmiðun í samn- ingaviðræðunum við Sovétmenn l Moskvu í lok síðustu viku, en á slíkt var ekki hlustað. Rússar vilja áfram taka mið af dagprís- unum i Rotterdam og eru ófáan- legirtil að breyta frá þeirri reglu og að því er virðist hafa þeir heldur ekki verið tilbúnir til þess að setja ef ri og neðri mörk slíkra verðsveif Ina, sem væri þó sann- gjarnt, né heldur að hafa opin- bert hráolíuverð sem verðmið- viðun. Erfitter að meta það, hvort fé- lagi Svavar, olíumálaráðherra okkar, hefði getað haft góð áhrif á olíukóngana í Sovét, ef hann hefði fengist með til Moskvu. Sendinefnd með ráðherra í far- arbroddi hefði ekki getað náð minni árangri en sú nefnd, sem nú er á heimleið frá Moskvu. En það var ómögulegt að fá Svavar með til þess að ræða við vini sína í Moskvu og óviðeigandi hefði verið að flytja hann þangað út í böndum eins og dómsmálaráð- herrann benti á. Olíuviðskiptanefndin virðist samkvæmt skýrslunni heldur svartsýn á að við getum nú náð hagstæðum viðskiptasamningum um olíukaup frá Vestur-Evrópu- löndum, einkum vegna þess, að sambönd íslensku olíufélaganna á Vestur-Evrópumarkaðinum hafi rofnað eftir að við snerum okkur nær alfarið að Sovétríkj- unum til olíukaupa. I leiðbeiningum olíuviðskipta- nefndarinnar fyrir samninga- nefndina, sem var í Moskvu á dögunum er bent á, að leita skuli eftir kaupum á hráolíu í Sovét- ríkjunum, ef Sovétmenn reynist tregir til þess að breyta Rotter- damviðmiðuninni varðandi olíu- kaupin almennt. Sú leið var reynd í Moskvu en án árangurs, og sagði félagi Svavar á blaða- mannafundi á föstudaginn, að Sovétmenn hefðu alfarið hafnað hráolíusölu, þar sem slík olía væri ekki til og þeir hefðu orðið að skera niður hráolíusölu til Finna og Norðmanna. Þetta mun þó ekki allskostar rétt, því að aðilar í Vestur- Evrópu hafa fengið Sovétmenn til þess að breyta gömlum við- skiptasamningum yfir í hráolíu- viðskipti og mun getið um slíkt dæmi í þeim hluta af skýrslu olíuviðskiptanefndar, sem félagi Svavar hefur ekki enn leyft birt- ingu á. Þau tilboð, sem Sovétmenn gerðu íslensku samningavið- ræðunefndinni í Moskvu standa í f jórar til sex vikur, og má einskis láta ófreistað til þess að nota þann tíma til þess að kanna til hlítar möguleika okkar á að fá olíu á hagstæðara verði annars staðar. Sömuleiðis þarf að ganga úr skugga um, hvort mikil brögð hafði verið að því að Sovétmenn hafi boðið öðrum þjóðum hag- stæðari samninga en okkur og möguleika á hráolíukaupum. Þá þarf að ganga úr skugga um það, hvort mat olíuviðskipta- nefndarinnar á möguleikum til_ hráolíukaupa frá breska Norður- sjávarsvæðinu sé rétt. Allt þetta þarf að liggja fyrir áður en af- staða er tekin til tilboðs Sovét- manna um kaup á olíu á okur- verði. SV0 LENO SEM FYRIRHNNAST EINSTÆÐAR MÆÐIIR SEM EIGA BAGT ER ÁSTÆDA TIL AG SÝNA ÞÆR A SVKII Þaö er ekki til siös aö svara leikdómum, þeir sem þaö gera eiga á hættu aö fá ylir sig alla þá grimmúögu lélaga, Svarthöföa, Landfara og Staka steina, ekki sist ef I Ijós kemur aö verkiö komi blekbera á einhvern hátt viö. En mig langar of mikib til aö gera athugasemdir viö leik- dóm Bryndisar Schram um Kvartett I VIsi 26. sept. til aö ég geti meö nokkru móti haldiö aft- ur af mér. Bryndis hrósar leikurum maklega fyrir ágætan leik og ný andlit og Guörúnu Ásmundsdóttur leikstjóra fyrir dirfsku og þor, einnig maklega. En hún er ekki nógu hress meö höfundinn, Pam Gems, einkum vegna þess aö hún er, aö Bryndisar mati, aö skrifa um efni sem er „þegar oröiö úrelt” Og hvaöa efni skyldi þaö vera sem búiö er aö afgreiöa svona i eitt skipti fyrir öll? Kannski spilling borgarastéttarinnar sem hefur veriö skrifaö um á hverju ári i Evrópu og Ameriku siöan Balzac tók upp þráöinn? Sálarþjáning karla vegna firringar i starfi og vaxandi drykkjusýki sem hefur veriö skrifaö um á hverju ári síöan Tom Kristensen lauk sinni eftir- minnilegu bók, Hærværk? Sálarangist karlmanna viö aö yfirgefa móöur jörö og flytjast á mölina sem viö eigum bækur um i metravis bara hér á ls- landi? Nei, leikritiö er ekki um neitt af þessu, enda væri þaö þá kannski ekki úrelt. Þaö er um fjórar konur sem eru hver af sinni sort en búa af tilviljun i sama húsi. Viö sjáum inn til þeirra I nokkurn tlma, fylgjumst meö þvi hvernig þær ráöa eöa ráöa ekki fram úr þvi stóra og smáa sem á dagana drifur, fjárhagsvanda, sálar- vanda, sálarháska, sem starfar af þvi aö þær lifa f þver- stæöukenndum heimi sem segir eitt en reynist meina annaö. Ein manneskjan á sviöinu er fráskilin og veröur fyrir þvi aö maöurinn stingur af meö börnin sem henni hafa veriö dæmd viö skilnaöinn. Ekki held ég aö margar konur myndu taka þessu meö þegjandi þögninni eöa viröulegri ró. Þaö væri satt aö segja greinilegt merki um geöveiki. Þessa konu kallar Bryndis „grátkonu kvennaárs- bókmenntanna, fráskilda tveggja barna móöur sem hefur misst fótanna I krákustigum hjónabandsins og brestur í grát af minnsta tilefni.” Þaö var sem sagt skrifaö um hennar próblem á kvennaárinu og viö getum látiö þaö duga. Hér er nóg aö gert. En segi mér þá téö Bryndis: er búiö aö leysa vanda allra þeirra kvenna sem lenda illa út úr skilnaöi meö því aö skrifa um þær part af Sauma- stofu? Eru þær komnar á græna grein? Betur aö satt væri. Nær lagi mun þó vera aö fólki eins og gagnrýnanda finnist vandi sem bundinn er heimili, börnum, ástamálum og kvenna- baráttu bara litiö merkilegur. Allt á heimavelli, eintómur útsaumur og nóg aö ræöa svo- leiöis i ánu verki, hæsta lagi tveim. En þetta eru alröng viöhorf og þaö vona ég aö allir rithöfundar og aörar konur sem vilja leggja orö i belg hafi I huga. Þær eiga aö halda áfram aö skrifa um reynslu slna, sjónarmiö, llf hver meö annarri og meö körlum, útsaum, barneignir, minni- máttarennd, ótta, þjáningu. „Hann sagöist vera leiöur á mér og þessum eilifa sársauka,” segir Fish um þann sem hefur kastaö henni frá sér. Viö erum ekki alltaf hressar, þaö er lóöiö, og viö viljum hafa leyfi til aö finna til, gráta, úthella tilfinn- ingum okkar. Viö viljum ekki láta gelda okkur tilfinningalega eins og fariö hefur veriö meö allt of margan karlmanninn. Og þess vegna er þaö beinlinis þjáningafullt þegar Bryndisi Schram finnst „fremur þreyt- andi” að horfa á sannar og holl- i „Viö höfum öll rétt til aö sýna okkar innri mann, þótt sá réttur hafi alltof lengi veriö fótum troöinn og sé þaö enn I öllu opin- beru llfi’’ segir Silja Aöalsteins- dóttir i athugasemd viö leikdóm um leikritiö Kvartett, en Silja þýddi leikritiö. IMIHBHHMIH ar tilfinningar. HUn veröur aö minnast þess aö Dúsa gerir ekki svona úti á götu, hún er hjá sinu fólki á sviöinu, þar hefur hUn leyfi til aö sýna sinn innri mann. Viö höfum öll rétt til aö sýna okkar innri mann þótt sá réttur hafi alltof lengi veriö fótum troöinn og sé þaö enn i öllu opin- beru lifi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.