Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 3
» n " O " • t
3
VÍSIR
Þriöjudagur 9. október 1979
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simí 33560
I Úfö/IH
A
NYJUM BILUM!
SUBARU Hardtop árg.^978
115 hestöffl, sportbíll á heimsmœlikvarða
Verð aðeins um
SUBARU Cowpé árg.|lW8j
92 hestöfl, sparneytinn sportbill
Verð aðeins um
SUBARU UMBOÐID
OTSÖLU”
NYIR BÍLAR
Landsmönnum hafa undanfanö bonst þær
góðu fregnir i auglýsingum, að hægt sé að fá
nýja bila nánast á útsöluverði. Það eru þrjú um-
boð, sem hafa auglýst þannig: Brimborg hf. sem
er með japönsku bilana Daihatsu, Ingvar Helga-
son hf. með Subaru, og Ford umboðið, Sveinn
Egilsson, sem hefur boðið milljón i afslátt af
Cortinum.
„Þetta er árgerö 1979 af Dai-
hatsu Charmant, sem viö erum
að bjóöa”, sagði Jóhann Jó-
hannsson hjá Brimborg. Þetta
eru fimm manna, fjögurra sæta
bflar, sem hafa likað mjög vel.
Ástæðan fyrir að við erum
með hálfgerða útsölu er að Holl-
endingar sátu uppi með mikinn
umframlager.
Þeir voru eðlilega orðnir nokk-
uð órólegir, þar sem 1980 módel-
in fara að koma á markaðinn og
þvi fengum við þessa bila á
mjög hagstæðu verði.
Þeir kosta um 3,9 milljónir og
eftirspurnin hefur verið geysi-
leg. Við erum komnir með, og
að afgreiða fjögur hundruð og
fimmtfu bfla, sem er ekkert
smáræði.
Þetta tilboð stendur eitthvað
áfram, þvi að við höfum sjö
hundruð bila lager aö ganga i.
Það er lika eins gott, þvi að
eftirspurninni linnir ekki.”
Hækkun i Grikklandi
„Við komumst inn i sendingu
af Cortinum, sem áttu að fara til
Grikklands”, sagði Þorbergur
Guðmundsson hjá Sveini Egils-
syni. „Þetta eru bilar af árgerð
1979 og þeir voru framleiddir i
júni eða júli.
Ástæðan fyrir, að við fáum þá
á svona hagstæðu verði, er sú,
að þeir áttu að fara til Grikk-
lands, en þar voru stjórnvöld að
leggja á aukagjald, semhækkar
bfla geysilega.
Þar sem þeir eru með vinstri-
handarstýri þótti Bretum rétt
að reyna aö koma þeim á mark-
að annars staðar i Evrópu,
frekar en taka þá heim aftur.
Þessar Cortinur kosta tæpar 4,9
milljónir, sem er rúmlega
milljón ódýrara en ella. Það
koma tvö Jiundruð og fimmtiu
bflar hingað til lands og við er-
um mjög ánægðir með viðtök-
urnar.
Hraðsala
„Við seldum fjörutiu bila á
fyrstu tveim klukkutimunum”,
sagði Ingvar Helgason, sem
auglýsti að bestu bilakaup árs-
ins væru i Subaru hardtop
sportbilnum og Subaru Coupe.
„Þetta er einfaldlega komið
til vegna þess, að umboðsmenn I
öðrum löndum ætluðu sér of
mikið og vilja nú fyrir alla muni
losa sig úr viðjunum áður en
nýju árgerðirnar koma.
Þetta getur svosem gerst
hérna heima, en ég vona að æöri
máttarvöld sjái til að svo verði
ekki, þvi að það fyrirtæki væri
þar með komið á hausinn.
íslenskir bilainnflytjendur eru
ekki svo stöndugir að þeir geti
staðið af sér slikt áfall.
Nú, en hvað um það, þetta er
árgerö 1978 og kostar kr.
3.350.000 og kr. 3.680.000,
sportútgáfan. Sá siðarnefndi
var mest seldi sportbfll i Banda-
rikjunum árið 1978, enda bæði
fallegur bill og góður.
Þessir bilar eru báðir með
framhjóladrifi og reynast þvi
betur sem aðstæðurnar eru
verri. Þeir eru lika kraftmiklir
og skemmtilegir i keyrslu. Það
er þvi ekki nema von að þeir
gangi vel.”
Þótt þessir umboðsmenn séu
eðlilega ánægðir er ekki svo um
alla. Þeir, sem versla meö not-
aða bila, eru til dæmis ekkert
frá sér af hrifningu.
Það hefur verið dauf sala I
notuðum bifreiðum nú um nokk-
urst skeið og það örvar varla
söluna að allt i einu skuli rjúka
út um 800 nýir bilar á „útsölu-
verði”. Þar ofan á bætist, að
ýmsir þeir sem nú fá sér nýja
bfla, þurfa að losna við sina
gömlu og þeir bætast þvi á dauf-
an markað.
—ÓT
Daihatsu Charmant. Visismynd JA.
Ford Cortina
Subaru Coupé
1 Fíkniefnamál í rannsókn:
GæsluvarOhald
framlengt
Ungur maður, sem setið hefur i gæsluvarðhaldi i
fjórar vikur vegna fikniefnamáls,var úrskurðaður i
15 daga gæsluvarðhald til viðbótar um siðustu helgi.
Annar maður situr einnig inni vegna rannsóknar á
öðru fikniefnamáli sem upp kom fyrir skömmu.
Guðmundur Gigja, lögreglufull-
trúi hjá fikniefnadeildinni varðist
allra frétta af þessum málum, er
Visir ræddi við hann. Guömundur
sagöi að I flestum tilvikum væri
um kannabisefni að ræða þótt þar
kæmi oft fleira til. Sá sem setið
hefur inni i mánuð, er grunaður
um aðild að tveimur umfangs-
miklum málum.sem til rannsókn-
ar eru og voru fleiri I gæsluvarö-
haldi vegna þeirra til að byrja
með.
Þá kom þaö fram i samtalinu
við Guðmund, að fikniefnadeildin
þarf oft að taka til meðferöar
fikniefnamál.sem koma upp úti á
landi og teygir deildin arma sina
viða.
—SG