Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 12
Þriöjudagur 9. október 1979 12 Þriðjudagur 9. október 1979 13 „Niðurstöður kðnnunar- innar um fylgi okkar eru míög nærri lagi” - segir flrni Gunnarsson „Þaö lltur út fyrir samkvæmt skoöanakönnuninni,aö meö þessu ósamkomulagi, sem rlkt hefur innan blessaörar rikisstjórnar- innar, færum viö sjálfstæöis- mönnum meirihlutasigur á silfur- fati”, sagöi Arni Gunnarsson, einn þingmanna Aiþýöuflokksins. „Þaö er náttúrulega, eins og stendur i Visi, vafamál, hvort skoöanakönnunin er verulega marktæk. Ég hef þó trú á aö þetta sé nokkuö nærri lagi. ' En ég tel ekki. að siálfstæöis- menn fái hreinan meirihluta á þing, ég held að mikiö af fylgi Framsóknarflokksins hafi farið yfir á Sjálfstæöisflokkinn I könnuninni. Þaö á örugglega eftir aö breytast aftur fyrir kosningar. Ég tel hins vegar, aö niöur- stööur könnunarinnar um fylgi Alþýðuflokksins og Alþýöubanda- lagsins séu nokkuö nærri lagi”. Arni Gunnarsson var erlendis, þegar þingflokkurinn samþykkti tillöguna um,aö Alþýöuflokkurinn drægi ráöherra sína út úr rikis- stjórninni og hætti stuöningi viö hana. Hann var þvi spuröur, hvort hann væri ánægöur meö þessa samþykkt. „Ég er alveg sammála þing- flokknum. Hin misheppnaöa barátta ríkisstjórnarinnar viö veröbólguna er ein sér næg ástæöa til aö slita stjórnarsam- starfinu”, sagöi Árni Gunnars- son. —ATA. Arni Gunnarsson Lúövlk Jósepsson Það sem kemur fram i könnuninni er langl frá bvf að vera réff” - segir Lúðvik Jósepsson „Jú, þaö á vlst aö heita svo, aö ég hafi gefiö mér tlma til aö llta á skoöanakönnunina. Ég tek hana svona álika alvarlega og allar hinar”, sagöi Lúövik Jósepsson, alþingismaöur og formaöur Alþýöubandalagsins. ,,Eg tel þessar skoöanakann- anir vera afar ómerkilegar og segja litiö. Þetta á sérstaklega viö um skyndikannanir, sem gerðar eru undir sérstökum kringumstæðum. Það má sjá, aö sveiflurnar eru óeðlilega miklar. Einn daginn segja þessar kannanir, aö Fram- sókn sé aö vinna á.en annan dag- inn er hún að hrynja. Og þegar Framsókn var aö vinna hvaö mest á, þá var ólafur Jóhannes- son að tapa i sinu kjördæmi. Ég verða að segja, aö mér finnst þessar kannanir afskaplega óná- kvæmar”. — Þú telur þá ekki aö marka megi neina stefnubreytingu hjá kjósendum? „Nei, ekki þar fyrir; ég hef minar skoðanir á þvi eins og aðrir, hvaö geti gerst á milli flokka, hverjir geti tapað og hverjir geti unnið. En ég tel, að það sem kemur fram i þessari skoöanakönnun sé langt frá þvi aö vera rétt”, sagöi Lúövik Jóseps- son. — ATA „Erum ðkveðnir í að knýja fram kosningar sem fyrst” - segir Friðrik Sophusson „Þaö er alveg Ijóst aö viö erum ákveönir I þvl aö knýja fram kosningar sem fyrst og teljum, aö þaö sé ekki eftir neinu aö blöa meö þaö. Þessi könnun ýtir undir bjartsýni okkar”, sagöi Friörik Sophusson, alþingismaöur, þegar Vlsir leitaöi álits hans á skoöana- könnun blaösins, sem birtist I gær. „Þaö er ekki nóg aö sigra i könnunum, viö þurfum aö sigra I kosningum og það ætlum viö okkur aö gera. Ég tel það ekki marktækt aö ætla aö Sjálfstæöis- flokkurinn fái 58,5 prósenta fylgi, eins og fram kemur hjá ykkur, þegar þeir, sem vildu ekki svara, voru dregnir frá. Hins vegar eru 47 prósent nær raunveru- leikanum, þegar tekiö er tillit til allra, sem spuröir voru”, sagöi Friörik. „Það er greinilegt, aö þjóöin er tilbúin til aö gefa einum flokki tækifæri til aö spreyta sig og kalla einn flokk til ábyrgöar I stjórn þessa þjóöfélags. Við unnum i fyrravetur og i sumar aö stefnu okkar I efnahagsmálum og getum meö stuttum fyrirvara lagt fram tillögur okkar”, sagöi Friörik. —KP. Friörik Sophusson „Þetta sannar, að slaða stjðrnarinnar er veik" - seglr ingvar Gislason „Ég var einmitt aö lita á skoöanakönnunina. Ég verö aö viöurkenna, aö ég er ekki ánægö- ur meö niöurstööuna, siöur en svo”, sagöi Ingvar Gislason, þingmaöur Framsóknar- flokksins. ,,Ég hef ekki metið ennþá að- feröina, sem Visir beitti. Þiö viðurkennið sjálfir, að aðferðin sé ekki gallalaus. En þetta kann að vera visbending og sannar, aö staöa stjórnarinnar er veik, enda er skoöanakönnunin gerö á tima, þegar allt hangir i lausu lofti. Ekki þar fyrir, ég hef allt eins gert ráö fyrir kosningum. Ég reiknaði þó með þvi, að gerö yröi tilraun til þess aö halda samstarf- inu áfram i vetur. Ég held. að finna megi rök fyrir þvi, að þaö sé ábyrgðarlaust að slita stjórnar- samstarfinu á þessu augnabliki. Ekki er búiö aö samþykkja fjár- lög og svo gæti fariö aö landiö yröi fjárlagalaust I marga mánuöi. Ég vil taka þaö fram, aö ég var aldrei hvatamaöur aö þessu stjórnarsamstarfi. Ég var á móti þvi, að Framsóknarflokkurinn starfaði með þessum flokkum eftir kosningaúrslitin i fyrra”, sagöi Ingvar Gislason. —ATA. VKJBRÖ MÁLA SKOÐANA Öi bil jfist I Visi I ^“"/tilfærslu á ðust ékki ætla að Skoðanakönnunin um gær, hefur vakið mikla athygli, milli flokkanna, en 24%/þeirra kjósa sama flokk og þeijr kusu i siðii Samkvæmt könnuninni tapai* Alþýðuflokkunnn fimm/þingsætum, Framsóknarflokkurin/t sex þingsætum, Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fimmtán þingsætím^og Alþýðubandalagið tapar fjórum sætum. Visir leitaði álits formanna allra flokkanna, og að aiiki eins þing- úr hverjum flokki, á þessari skoðanakönnun. / ***.— * --- manns „Forvltnilegasl að vita hvaö beir óráðnu ætla að gera” - segir BenediKt Gröndai „Jú, ég er búinn aö lesa um skoðanakönnuna. Mér leikur einna mest forvitni á að vita, hvað þeir gera, þessi tæplega hundrað, sem neituðu að svara eða vissu ekki hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa”, sagði Benedikt Gröndal, utanrikisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. „Reynslan af fyrri skoðana- könnunum fyrir þing- kosningarnar i fyrra kennir okkur, að þær eru ekki fjarri sanni. Ég sé ekki ástæöu til aö af- neita niðurstööunni. Þó á ég ekki von á aö fylgistapiö verði eins mikið og könnunin sýnir. Þaö er spurningin um þennan stóra hóp, sem ekki hefur gert upp hug sinn. Það er enginn vafi, aö mikið af okkar fylgi, t.d. i fyrra, var lausafylgi. Viö ætlum aö bæta við okkur fylgi og viö munum berjast af hörku fyrir þvi”, sagöi Benedikt Gröndal. —ATA. OtoíSSÞi Benedikt Gröndal Gils Guðmundsson „Ég býst við að kðnnunin gefi einhveriar vísbendingar” - segir Glls Guðmundsson „Fyrri skoöanakannanir um fylgi flokkanna hafa sýnt nokkuö straumana I pólitlkinni. Ég býst við aö könnunin gefi einhverjar vlsbendingar”, sagði Gils Guðmundsson, þingmaður Alþýðubandalagsins. „Ég er aö visu ekki búinn að sjá könnunina, en ég hef heyrt af henni. Ég get þvi litið sagt um málið á þessu stigi, en hvað snertir fylgi mins flokks, er þetta kannski eitthvaö i áttina við þaö sem áður hefur komið fram. Þaö kemur ekki mjög flatt upp á mig. En þaö ber aö hafa þaö i huga, aö skoðanakönnunin er gerð svo til sama dag og stóratburöir eru aö gerast i stjórnmálunum, þaö hefur ef til vill komið fólki eitt- hvað úr jafnvægi. Ég tæki meira mark á skoöana- könnun, sem gerð væri eftir mánuð, jafnvel hálfan mánuö”, sagði Gils Guðmundsson. —ATA. Geir Hallgrlmsson „Fðlkið orðið breytt á stiórnleysi” - seglr Gelr Hallgrímsson „Ég tek niöurstöðu þessarar skoðunarkönnunar, þótt ánægju- leg sé, með fyrirvara. Gildi sllkra skoðunarkönnunar er ávallt tak- markað og það eru auövitað kosningarnar sjálfar, sem skipta máli”, sagði Geir Hailgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar leitað var til hans vegna niðurstöðu skoðunnarkönnunar VIsis. Geir sagði, aö slfkar skoöana- kannanir sem þessi mættu ekki skapa of mikla bjartsýni I rööum sjálfstæðismanna, en hún bæri þess vitni, aö straumurinn lægi nú til Sjálfstæöisflokksins. Það væri i samræmi við þaö, sem flokksmenn heföu oröiö varir við i starfi og undirtektum fólksins. „Fólkiö er oröiö þreytt á stjórn- leysi og sundurlyndi núverandi stjórnarflokka og sifelldri ástundum þeirra aö kenna hver öörum um þaö, sem illa hefur farið. Þaö er eölileg og rökrétt ályktun landsmanna aö efla einn flokk til ábyrgöar”, sagöi Geir Hallgrimsson. —KP. - seglr Slelngrímur Hermannsson „Þaö er ljóst, aö viö þurfum að taka á honum stóra okkar og það ætlum við okkur svo sannarlega að gera”, sagði Steingrimur Hermannsson, dómsmálaráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins. „Skoðanakönnunin er annars byggð á mjög takmörkuöum fjölda og gerð á þannig tima, aö viðbrögð fólksins eru i mörgum tilfellum litt hugsuö. Annars var okkur ljóst, eins og fleirum, aö þetta stjórnarsam- starf gat ekki haldiö áfram óbreytt. Það verður aö marka mun harðari stefnu I fjármálum. Við Framsóknarmenn höfum lagt fram tillögur i þá átt I rikisstjórn, og það var ekki fullkannaö hvort hægt væri aö ná samkomulagi um þær. Ég tel, að hér hafi veriö um fljótræöi aö ræöa hjá krötunum og ég er sammála Magnúsi H. Magnússyni, að nauðsynlegt heföi veriö að fullkanna, hvort ekki hefði veriö hægt að komast aö samkomulagi innan stjórnar- innar. Astandið i efnahagsmálum þjóöarinnar er þannig, að ekkert er verra fyrir þjóöina núna en aö fara út i kosningar. Þaö er ekki búiö aö samþykkja nein fjárlög og það gæti dregist i marga mánuöi aö mynda nýja stjórn eftir kosningar, sem I fyrsta lagi gætu fariö fram um miöjan desember. Þaö ætti aö reyna, hvort ein- hverjir flokkar geti ekki komiö sér saman um stjórnarmyndun og stjórnaö, þó ekki væri nema fram á vor. Mér dettur I hug Steingrlmur Hermannsson Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýöu- flokkurinn”, sagði Steingrimur Hermannsson. —ATA. Við burfum að taka á honum stðra okkar” LICEKTIA YEGGSAMST>EDURl Verð fró kr. 051.000.- 1 HUSGAGNA SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870 M UíJ l | lJ rj 11 ‘i í\ »*! í 1 hn •i I ' Œ ! Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.