Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 4
Þri&judagur 9. október 1979 4 MARTIN WALSER les úr eigin verkum miövikudaginn, 10. október, kl. 20.30 í stofu 201, Árnagarði. Þýska bókasafnið. salury^ Frumsýnir: BÍÓ - BÍÓ Víðf ræg og mjög sérstæð ný kvikmynd Tvær— gerólíkar— myndir, með millispili. Leikstjóri: STANLEY DONEN Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11. ÁSKRIFEHDURl Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar, þá vinsamlegast hringið í síma 86611: virka daga til kl. 19.30 laugardaga til kl. 14.00 og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess að blaðiö berist. Afgreiðslo VÍSIS Simi 66611 TOLF MILLJONIR FLÖTTAMANNA Það eru eiginlega engin tök á að vita með vissu.hve margir flótta- menn eru i heiminum i dag. Einkanlega ekki, þegar menn geta ekki verið á einu máli um hverjir skuli kallast flóttamenn. Sumir hafa til dæmis viljað kalla bátafólkið frá Vietnam ilt- flytjendur. Eða er þaö fólk, sem flýr eöa flytur frá Angóla til Zaire, vegna þess aö stjórnin heimafyrir hefur brugðist, raun- verulegt flóttafólk? Fólk, sem flytur frá landa- mærahéruöum Mozambique og leitar sér bústaöa lengra inni I landinu vegna striðshættu við Ródesiu.... getur það kallast flóttafólk? Er fólk sem flæmist af heimilum sinum i Suður-Libanon og flytur norður I land vegna átaka Palestlnuaraba og krist- inna, flóttafólk? A meöan menn greinir á um þetta er eölilegt.aö opinberar töl- ur um fjölda flóttafólks séu breytilegar. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fer eftir skilgreiningu Genfarsáttmálans frá 1951, sem kallar þann flóttamann, sem ekki er lengur lift i heimalandi sinu og neyðist til þess að flytja yfir landamæri þess. Tölur flóttamannahjálparinnar eru byggðar á upplýsingum landa, sem fara að Genfarsátt- málanum og hafa veitt viðtöku fimm hundruð flóttamönnum eöa meir. Þær tölur sýna, aö 4.563.600 flóttamönnum er dreift um fimm- tiu og sjö lönd, sem skotiö hafa yf- ir þá skjólshúsi. — En þaðeru miklu fleiri flóttamenn til. Bæta má við 1.750.000 Palestinuaröbum, sem eru undir verndarvæng hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna. Tina má til 200.000 flóttamenn frá Kýpur. Vit- að er um að minnsta kosti hálfa milljón flóttamanna I Eþiópiu, 700.000 i Libanon, 450.000 I Laos, svo að ekki sé minnst á Viet- namana, flóttafólk frá Kampút- siu, Burma o.fl. Óstaöfestar tölur frá Asiu leggja sig upp með fjórar milljón- ir. Svipaðar tölur eru frá Afriku, og afgangurinn af heiminum get- ur talið saman hartnær fjórar milljónir þar til viöbótar. Þetta gera næstum tólf milljónir manna, allt fyrstu kynslóðar flóttafólk. Að minnsta kosti hel- mingur þessa fólks er börn undir sextán ára aldri. Sumstaöar er flóttafólkið. nær eingöngu konur og börn. I febrúar siðasta komu til Súdan frá Eþiópiu (og þá lika Eritreu) um 8.000 flóttamenn. Af þeim voru aðeins 700 fullvaxnir karlmenn, sem raunar voru allir sárir eftir bardaga. Fðlksflðttinn mestur í Afríku Flóttamannavandinn i Suðaust- ur-Asiu er ekki sá versti, sem plagaö hefur mannkynið. Sá um- fangsmesti og lengsti hefur átt sér stað — meira og minna án þess að umheimurinn hafi gefið þvi gaum — i Afrlku,allt frá byrj- un sjöunda áratugsins. 1 Afriku leiða sjúkdómar og hungursneyö fleiri flóttamenn til dauöa en nokkurstaðar ann- arstaöar i heiminum. En-sorgar- sagan i Afriku vill gleymast vegna þess, að áhuginn fyrir ör- lögum flóttafólks er oft undir fréttaþorstanum kominn vegna meiriháttar millirikja- og alþjóö- legra átaka. Það er þvi mikið lán, aö i Afriku finna menn eitt, sem minna fer fyrir I Suðaustur-Asiu. Afriku- þjóðirnar standa betur saman og taka flóttafólki frá nágrannalönd- um opnari örmum en gengur og gerist i Asiu. Lönd eins og Thailand, Malasia og Indónesia hafa til dæmis sent flóttafólkið frá Vietnam og Kampútsiu frá sér aftur. Stund- um hafa þau skellt dyrum á þetta fólk og hrakið þaö aftur út i haf á sömu manndrápsfleytunum og fluttu það frá heimalandinu. 1 nokkrum tilvikum hafa þessi riki hrakið flóttafólkið með skothriö afturyfir landamærin i sama vit- ið og það varað reyna að flýja. Afrikulöndin hafa til dæmis ekki heldur beðiö önnur lönd eins og i Evrópu eða Bandarikjunum að taka við flóttafólkinu af þeim. Þaö er áætlað, að i Afriku séu um fjórar milljónir flóttamanna. Sumstaðar liggur straumurinn i báðar áttir. Það flýr fólk frá Ang- óla til Zaire, en þaö flýr lika fólk frá Zaire til Angóla. En á þessum slóðum eru engin landfræðileg náttúruleg landamæri. Ýmis lönd I Afriku hafa átt viö flóttamannavandamál að glima árum saman. Eins og Súdan, Eri- trea/Eþiópia, Uganda, Tansania, Zaire, Burundi, Ruanda og ná- grannaríki Ródesiu. Annarstaðar i álfunni er flóttamannavandinn nýr af nálinni. Uganda hefur upp- lifaönýja flóttamannabylgju, eft- ir að sú fyrsta, sem Idi Amin hratt af stað, fjaraði út. Miðbaugs-Ginea á við flótta- mannavanda að striða, sem á engan sinn llka. Hann kom upp, eftir að siðasti einræðisherra var velt úr stóli, en fyrr höföu menn ekki fréttir af honum. Sama skeði I Miðafríkulýðveldinu. Þarna er ekki aðeins um að ræöa fólk, sem flúiö hefur til ná- grannarikjanna, heldur og fólk, sem leitaö hefur skjóls i skógún- um eða i öörum óbyggöum. Yfir þetta fólk eru engar tölur til, og stjórnir þessara landa hafa ekki haft neinn áhuga á að auglýsa fyrir umheiminum þennan vanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.