Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 5
Oruggur í blandinu! rS! i d e a i bdSTANDARD IDEALMix Idealmix blondunartækið tryggir einstakt oryggi og þægindi. An tillits til vatns|>rystings eða hitastigs a heitu og koldu sér Idealmix um að blanda a eigin spytur nakvaemlega hið umbeðna hitastig. Idealmix þolir mikinn mismuuaþrýsting og sjálKirkur oryggisloki grípur i taumana ef þrýstingur dettur oeðli- lega niður. Auðveld ísetning í grunna veggi. J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagótu 30 - Sími 11280 Úrval af blöndunartækjum. Rísarniri sðmdu jatn tefll sín á míllí I Ríó de Janeiro Rafael Carmona, nýliöi meöai mexfkanskra nauta- bana, sveif I gegnum loftiö meö svo tiginmannlegum glæsibrag, aö áhorfendur i Mexikóborg áttuöu sig i fyrstu ekki á þvi, aö boli haföi náö nautabananum á hornin og varpaö honum upp i loft. Carmona kom ómeiddur niöur meö ekki svo mikiö sem skinn- eöa saumsprettu. Menn höfðu beðiö meö ofvæni þess, þegar „risarnir” á milli- svæðamótinu I Rio de Janeiro tefldu innbyröis, en þegar til kom lauk skákum þeirra meö jafn- teflum. Portisch tefldi viö Petrosian i gær og Vaganian viö Hubner, en eftir 22 leiki, þar sem Petrosian virtist ætla að hefna ósigra landa sinna, Balashovs og Vaganians, bauð hann Portisch jafntefli i flókinni stöðu. Þáði Portsich þaö og er enn efstur með 8 vinninga. Vaganian vann mann i skiptum fyrir þrjú peð i skák sinni gegn Húbner, og fórnaði siöan fjóröa peðinu fyrir sigurstranglega stöðu, en Hubner bjargaöi sér á þráskák. Hubner heldur þvi ööru sæti með 7 1/2 vinning. Vaganian er þriðji með 7 vinninga. Sunye hinn ungi frá Brasliu gerði jafntefli við Kagan frá Israel og hefur 5 1/2 vinning og tvær ótefldar biðskákir. Hann er sá eini af toppmönnunum, sem setið hefur tvivegis yfir. Fjaðrafok vegna helm- sðknar castro tii Sameinuðu hlððanna Yfirvöldum i Bandarikjunum er um og ó vegna framkominna hótana um að myrða Fidel Castro, forseta Kúbu, i fyrir- hugaðri heimsókn hans til Sam- einuðu þjóðanna, þeirrar fyrstu i nitján ár. Hjá Sameinuðu þjóðunum ráð- gera menn öfluga lögregluvernd til þess að tryggja öryggi Castrós, þegar hann kemur á morgun. öryggisverðir frá Kúbu eru sagð- ir þegar komnir til New York. Frést hefur, að dr. Castro hafi veriö úr ýmsum áttum hótað dauða og kann svo að fara, að Waldheim loki aðalskrifstofum Sameinuðu þjóðanna i New York fyrir öllum gestagangi meöan á heimsókn Castros stendur. Verð- ur þá ekki öörum hleypt inn I bygginguna en þeim, sem bera opinber vegabréf. Þúsundir kúbanskra útlaga efndu til mótmælaaðgerða við byggingu S.þ. i siöustu viku, þeg- ar boöað var, að Castró ætlaði að ávarpa allsherjarþingið. Búist er við þvi, að mótmælendurnir fari aftur á kreik, þegar Castró kem- ur. Ekki er vitað, hvar Castró mun dvelja i New York, en gistihús borgarinnar munu ekki sérlega ginkeypt fyrir viðskiptum Kúbu- manna, minnug siðustu heim- sóknar Castrós fyrir 19 árum. Fylgdarsveinar hans brutu allar reglur hótels þeirra þá og þóttu sýna hina verstu umgengni. (Eld- uðu kjúklinga á herbergjunum og útsvinuðu gólfteppin, þegar þeir fleygðu ruslinu um allt.) Kúbuleiðtoginn ávarpaöi alls- herjarþingið 1960 og setti þá met, sem stendur enn óhaggaö. Hann talaði í 4 1/2 klst samfleytt og setti alla dagskrána úr skorðum. Þaö allsherjarþing hefur orðiö mönnum minnisstætt. M.a. var það á þvi þingi, sem Nikita Krú- sjeff fór úr skónum til þess að berja i púltið með honum. HARÐIR BARDAGAR í SAHARA Marokko og skæruliðar Polisario (sem berjast fyrir sjálf- stæði Vestur-Sahara) segjast báðir hafa bakað hinum mikiö tjón um helgina i mestu bardögum þriggja ára ófriðar þeirra. Marokko-stjórn segir i opin- berri tilkynningu i gær, að af 5.000 manna liði Polisario-skæruliða hafi 1.000 falliö i bardögum, sem stóðu alla helgina um bæinn Smara. Polisario hefur tilkynnt i Alsir, að skæruliðar hafi stráfellt um 1.200 hermenn úr liði Marokko, eyðilagt flugvöll Smara og þrjár flugvélar. Ekki var getið um mannfalll skæruliða. Marokko segist hafa misst 121 hermann fallinn eða sáran, áöur en flugher Marokko stökkti skæruliðunum á flótta. Polisario segist hafa náð Smara á sitt vald. Ef statt reynist, er það versta áfall Marokko frá þvi aö ófriðurinn hófst 1976. Aukin umsvif Bandaríkiafloia á Karibahafl Floti bandarlskra herskipa sigldi i morgun inn á Karibahaf til mánaöarlangra flotaæfinga, sem þykja spegla gremju Bandarikja- stjórnar vegna veru sovéskra hermanna á Kúbu. Carter forseti fyrirskipaði sjálfur flotaæfingarnar, þegar til- raunir til þess að fá Sovétmenn til þess að kalla bardagalið sitt heim frá Kúbu, fóru út um þúfur. — Siðar I þessum mánuði er síðan ætlunin að senda 1.800 landgöngu- liða flotans til flotastöðvar Bandarikjamanna að Guantana- mo á Kúbu, en hana hafa þeir á leigu. Kúbumenn og Sovétmenn hafa staðfastlega neitað þvi, að það 3.000 manna lið, sem Bandarlkja- menn segja, að séu bardagasveit- ir, sé þar ekki til annars en þjálfunar Kúbumanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.