Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 11
VISIR Þriðjudagur 9. október 1979
r"
Skipin selfl fitiendingum en eru álram skráð
sem elgn seiienda:
OPINBER RANNSÚKN A
SKRANINGU ÞRIGGJA
GAMALLA FISKISKIPA
Siglingamálastofnunin hefur farið fram á opin-
bera rannsókn á þvi hver sé réttur eigandi
þriggja fiskiskipa sem hér eru skráð. Skipin hafa
verið seld erlendum aðilum án þess að skráningu
þeirra hafi verið breytt og þau enn skráð á fyrri
eigendur.
Skipin sem hér um ræðir eru
Guðmundur Péturs og Sólrún
frá Bolungarvik og Hamravik
frá Keflavik. Erlendir aðilar
tóku þessi skip upp i önnur sem
keypt voru til landsins, en siðan
hafa skipin legið hér við bryggju
án þess aö þau væru afmáð af
skipaskrám hér.
„Ef siglingamálastjóri telur
vafa leika á að skráning skipa
sé réttmæt getur hann látið fara
fram rannsókn og hvað viökem-
ur þessum þremur skipum hafa
héraðsdómarar á viðkomandi
stöðum verið beðnir um að hef ja
rannsókn”, sagði Páll Ragnars-
son aðstoðarsiglingamálastjóri
i samtali við Visi.
Páll sagði að væru skip seld til
útlanda þyrftu seljendur að
skila hreinu veðbókarvottorði,
afsali og leyfi stjórnvalda fyrir
útflutningi. Fyrr gæti Siglinga-
málastofnunin ekki afskráð þau
skip sem seld væru til erlendra
aðila.
Eins og Visir skýröi frá fyrir
skömmu ritaði sjávarútvegs-
ráðuneytið bréf til samgöngu-
ráðuneytisins og krafðist þess
að lögum um að útlendingar
mættu ekki eiga hér fiskiskip
yrði framfylgt. I gildi er sam-
þykkt um að ekki megi kaupa
inn ný fiskiskip nema eldri skip
fari úr landi f staðinn. Þetta
ákvæði hefur almennt veriö
þverbrotið á undanförnum ár-
um þar sem erlendar skipa-
smiðastöðvar hafa tekið gömul
skip upp i ný.en selt gömlu skip-
in jafnharðan hér.
Meðan seljendur skipanna
skila ekki inn til Siglingamála-
stofnunar gögnum um söluna
eru skipin áfram á skrá sem
eign seljenda. Eftir að sölugögn
hafa verið lögð fram eru skipin
hins vegar afmáð af skipaskrá
hér. Þau teljast þar með komin f
hendur útlendinga og óheimilt
að selja þau innanlands nema
að sækja um innflutningsleyfi.
Slik leyfi eru ekki veitt fyrir
skip sem eru eldri en 12 ára.
— SG
Aukin þjónusta við Wartburgeigendur.
Þessa dagana er staddur hjá okkur ráðgjafi frá verksmiðjunni og gefur
Wartburgeigendum ráð til að mæta bensínkreppunni.
Komdu með bílinn þinn og hann mun gefa þér, að kostnaðarlausu, skýrslu um
bílinn.
Wartburg-umboðið
INGVAR HELGASON
v/Rauðagerði - Símar 84510 & 84511
hfebh
NORRÆN
MENNIN GARVIK A
r
I
NORRÆNA HÚSINU 1979:
I kvöld kl. 20:30 Sænski rithöfundurinn
P.C. JERSILD
kynnir og les úr verkum sínum.
I sýningarsölum stendur yfir sýning á listaverkum eftir Carl-Henning
Pedersen. Opið kl. 14 til 19.
I bókasafni og anddyri hússins er sýning á myndskreytingum við ævin-
týri H.C. Andersens.
Verið velkomin
NORRÆNA HÚSIÐ
Æfc
7030
REYKJAVIK
Þrumu-
gnýrinn
Robert
Dennis
þeytir plðtunum
meö eldingarhraða
og kynmr nýjar
videospólur
Ráöist ácán rydi
Ryövörn er fjárfesting. (
Fljót og góð þjónusta.
Pantið tíma.
Ryóvarnarskálinn
Sigtumö — Simi 19400 — Postholf 220