Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Þriðjudagur 9. október 1979
Ritsljórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson,
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
utgefandi: Reykjaprent h/f vinsson.
Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Hörður Einarsson Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Siguróur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Sióumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Ritstjórn: Siöumúla 14, sími 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu-
200. kr. eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
HVER DREGUR SINN LÆRD0M
Menn virðast samtnála um,að niðurstöður skoðanakönnunar Visis, sem birt var i gær,
gefi ákveðna visbendingu um stöðu flokkanna þessa stundina, og er svo að heyra, að
forystumenn þeirra hyggist draga af þeim nokkurn lærdóm.
Skyndikönnun sú, sem Vísir
gerði um helgina á fylgi stjórn-
málaf lokkanna og birt var í blað-
inu í gær, hefur vakið feikna at-
hygli, eins og við var að búast.
Þeir stjórnmálamenn, sem
Vísir hefur rætt við um niður-
stöðurnar, hafa flestir verið
þeirrar skoðunar, að verulegt
mark bæri að taka á því sem
könnunin leiddi í Ijós, og munu
menn bregðast við þessari stöðu
hver á sinn hátt í sínum herbúð-
um.
Stjórnarf lokkarnir, sem nú sjá,
að fylgi þeirra hefur minnkað
verulega, „taka nú á honum
stóra sínum" eins og einn stjórn-
málamannanna orðaði það, og
munu brátt hefja undirbúning
kosningaslags, sem búast má við
að verði í hápunkti í lok ársins.
Hjá Sjálfstæðisflokknum, sem
samkvæmt könnuninni hefði
fengið hreinan meirihluta á Al-
þingi, ef kosið hefði verið um
helgina, eru menn eflaust
smeykir við svona jákvæðar
niðurstöður og tel ja þær geta leitt
til þess að flokksmenn verði of
sigurvissir og leggi ekki þá vinnu
í kosningaundirbúninginn, sem
þörf sé á.
Ánægjulegt er til þess að vita,
að jafnvel hinir afturhaldssöm-
ustu meðal þingmanna, sem
fussuðu og sveiuðu þegar fyrstu
skoðanakannanir blaðanna voru
birtar, taka nú slíkum könnunum
með jafnaðargeði og vega og
meta niðurstöðurnar hlutlægt.
Ástæðan er ef laust sú, að síðustu
alþingiskosningar leiddu í Ijós, að
litlu munaði á úrslitum þeirra og
könnunum, sem gerðar voru
skömmu fyrir kosningarnar.
Þótt ekki sé ástæða til að taka
niðurstöðunum nú eins og raun-
verulegum kosningaúrslitum,
gefa þær verulega vísbendingu
um hver staða f lokkanna er eftir
ákvörðun Alþýðuf lokksmanna
um að slíta stjórnarsamstarf inu.
Þar getur þó skakkað nokkrum
prósentum til eða f rá, og er talið,
að til dæmis hjá Sjálfstæðis-
flokknum geti frávikið verið um
8% til hækkunar eða lækkunar og
4-5% hjá hinum flokkunum.
Það styrkir hins vegar mjög
niðurstöðu könnunarinnar, að úr-
takið, sem hún byggist á, reynd-
ist sem næst gefa rétta mynd af
kjósendum í landinu. Má meðal
annars marka það af því, að
62,7% þeirra, sem spurðir voru,
kváðust hafa kosið einhver af nú-
verandi stjórnarflokkum í síð-
ustu alþingiskosningum, en sam-
kvæmt niðurstöðum kosninganna
sjálfra greiddu 61,8% kjósenda
þessum flokkum þá atkvæði sitt.
Aftur á móti má telja víst, að
úrslit kosninga, sem fram færu
öðru hvoru megin við áramótin,
yrðu önnur en niðurstöður skoð-
anakönnunarinnar nú. Þá yrðu
flokksvélarnar búnar að mala
alllengi og stjórnmálamennirnir
búnir að tala illa hverjir um aðra
í framboðsræðum og umræðum í
f jölmiðlum og hafa um leið áhrif
á skoðanir ýmissa kjósenda til
breytingar frá því, sem hugur
þeirra sýnir nú, er þeir eru óvænt
spurðir álits á því, hvaða flokk
þeir myndu styðja við núverandi
aðstæður í stjórnmálunum.
Eldmunnurinn i Mexlkóflóa
Fjórir mánuðir eru
liðnir frá þvi, að spreng-
ingin varð í olíuborholu
Mexikana á Mexíkóflóa,
sem leiddi tit þess, sem
kallað hefur verið versta
olíumengun sögunnar. Og
enn hafa björgunarsér-
fræðingar olíuiðnaðarins
hvorki megnað að
slökkva eldinn né stöðva
rennslið. Hafa þó spreytt
sig á því hinir færustu
sérfræðingar eins og
Norðmanna, eða hinn
heimsfrægi Rauði Adair.
Eins og komið er málum þarna
i flóanum, binda menn helstu
vonir sinar við tvær viðbótarhol-
ur, sem gerðar hafa verið hjá
Ixtoc 1 um 84 km undan Mexikó-
strönd.
Brennlr olíu
og penlngum
Ixtoc-nafniö hefur reynst spá-
dómslega valiö réttnefni. Það
þýðir „Eldmunnur”.
Borholan brennur meiru en rétt
oliunni og gasinu, sem streymir
upp úr henni. Hún brennir lika
peningum Mexikóstjórnar, þvi að
tilraunir til þess að stööva rennsl-
iö úr holunni, kosta rfkisfyrirtæk-
iö Pemex 400 þúsund dollara á
dag, en þá er að visu meöreiknuö
olian, sem fer til spillis.
Það er taliö, að meir en tvö
milljón oliuföt hafi runnið upp úr
holunni og i sjóinn og mengað
nágrennið, svo að til stórskaða
* .
Þessi mynd var tekin i sumar úti á Mexfkóflóa viö Ixtoc 1, og sést vei, hvar kraumar í sjónum, þar sem
eldurinn leikur lausum haia i oliunni.
getur orðiö, enda eru byrjaðar ýf-
ingar milli Mexikóstjórnar og
Bandarikjastjórnar, sem ekki vill
una bótalaust þeim spjöllum, er
oliumengunin hefur valdið á
ströndum Texas.
Missætti vegna
mengunartlónsins
Jese Lopez Portillo, forseti
Mexikó, hefur snubbótt visað á
bug öllum kröfum Bandarikja-
manna um aö Mexikó deili með
þeim kostnaðinum af hreinsunar-
aðgeröum á fjörum i Texas, en
hann er áætlaður orðinn ekki
minna en þrjár milljónir dollara.
Auk þess hefur svo einn banda-
riskur kafari drukknað I slysi,
sem varð við þessar aðgerðir. —
Og ómælt er það tjón sem hlotist
hefur af oliugrútnum á sjávarlifi
á þessum slóðum.
Þessi hrikalegi oliuleki hófst 3.
júni i sumar, þegar sprenging
varð i Ixtoc 1, vegna þess að
glóandi heitur borinn lenti i polli I
jarðlögunum, þar sem fyrir var
blanda af gasi og oliu. Það er
óhapp, sem borunarsérfræöingar
verða að reikna með, að geti allt-
af hent. Siðan hafa eldtungurnar
aldrei slokknað, og daglega renna
um 30 þúsund föt af hráoliu i
sjóinn. I viðleitni til þess að stifla
holuna var hellt i hana miklu
magni af stálkúlum og
steinteypu, og tókst þá að draga
úr rennslinu. Fyrst fór það niöur i
20 þúsund föt af oliu á dag, og
siðan niður i 10 þúsund.
Ýmls ráð reynd
Starfsmenn Pemex segja að
stálkúlurnar hafi reynst það eina,
sem einhver áhrif hafi haft. Af
fleka, sem liggur við festar um 1
km frá borholunni, hefur um 100
þúsund stálkúlum (um 5 cm i
þvermál) verið dælt niöur i hol-
una. Kafarar með neðansjávar-
myndatökutæki komust að raun
um það að kúlurnar, sem festar
eru á seglpjötlur, hrúguðust upp i
sprungum og lokuðu þeim, að
minnsta kosti um stundarsakir.
Óheppnin hefur hinsvegar elt
þessar björgunaraðgerðir, og
pipan, sem notuð var til þess að
dæla stálkúlunum niður i holuna,
brast. Verkfræðingar Pemex
fengu einnig þá hugmynd að
veiða upp oliuna af sjónum i sér-
staka gildru, sem útbúin var. Hún
átti aö ná eins og 90% af oliunni,
sem upp rann úr holunni.
Sjóblandaðri oliunni átti að beina
inn á þrihyrningslaga pall, og þar
átti að brenna gasið til þess að
aöskilja það frá oliunni. Fellibyl-
urinn Henry, sem gekk yfir á
þessum slóðum 22. september,
spillti þessari aðferð og braut
áhöldin, sem skilað var aftur til
Houtston i Texas. Þar stendur
yfir viðgerð á þeim, sem taka
mun sinn tima.
Ný|ar tiolur geröar
Aðalvonirnar eru þvi bundnar
viö tvær viðbótarholur, Ixtoc la
og Ixtoc lb, sem boraöar hafa
verið um 1 km frá sjálfum „Eld-
munninum”. Þær holur eru um
hálfan km frá sjálfri aðalholunni,
en eiga að sameinast i henni á
3.672 metra dýpi. Eiga þær að
létta á þrýstingnum i aðalholunni
og gera hana viðráðanlegri. Þessi
áætlun er þó ærið vandasöm og
timafrek. Stórhætta þykir einnig
á þvi, að farið verði á mis við
aðalholuna.