Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 24
wism Þriðjudagur 9. október 1979 síminnerðóóll Þurfum að reyna alla möguleika áður en grlpið er lll kosnlnga - seglr Stelngrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokkslns „Ég tel ástandiö i efnahags- málunum vera þannig, að þaO versta, sem hægt er að gera landsmönnum, sé aö láta fara fram nýjar kosningar núna. Viö þurfum aö reyna alla möguleika áöur en gripiö er til nýrra kosninga. Til dæmis aö einhverjir flokkar gætu komiö sér saman um aö halda i stjórnartaumana og stjórna, þó aö ekki væri nema fram d vor. Mér dettur i hug Sjálfstæöis- flokkur og Alþýöuflokkur”. Þetta kemur fram i viötali viö Steingrim Hermannsson, for- mann Framsóknarflokksins, en viötaliöbirtist i opnu Visis I dag. Þar eru einnig viötöl viö hina flokksformennina og fjóra þing- mennaö auki, en þeireruspurö- ir álits á skoöanakönnuninni um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birtist i Visi i gær. —ATA Hjálmari veitt lausn „Hjálmar Árnason ítrek- aði uppsögn sína í gær og það má segja, að honum hafi verið veitf lausaþó að ekki sé búið að ganga formlega frá því", sagði Sigurður Helgasorudeildar- stjóri í menntamálaráðu- neytinu,við Vísi í morgun, um skólastjóramálið í Grindavík. Skólanefndarfundur veröur I Grindavfk i kvöld þar sem rætt veröur hvernig stjórn skólans veröur háttaö i vetur. Menntamálaráöherra hefur sagt varöandi mál fyrrverandi skólastjóra i Grindavik, aö þaö hafi veriö tilkynnt meö bréfi 3ja ágúst s.l. að hann myndi koma aftur til skólans. Þetta bréf var hins vegar ekki bókaö i skóla- nefnd fyrr en i byrjun þessa mánaðar. „Þaö barst okkur ekki fyrr en tæpum mánuöi eftir aö þaö var skrifaö”, sagöi Vilborg Guöjóns- dóttir. formaöur skólanefndar I Grindavik i samtali viö Visi. „Þetta á sér allt sinar eölilegu skýringar. Okkur var tilkynnt efni bréfsins munnlega 27. ágúst og ég tel aö þaö heföi ekki breytt gangi mála.þó aö þaö heföi veriö bókaö fyrr”. — KS Steingrfmur Hermannsson veðurspá dagslns Kl. 6 i morgun var vaxandi 975 mb. lægö 900 km suður af landinu, á hreyfingu norður, en vaxandi 1036 mb. hæö yfir NA Grænlandi. Noröanlands veröur kalt. Veðurhorfur næsta sóiar- hring: Suðvesturland og mið: A 3-5 og bjart i fyrstu, en A 6-7 og rigning upp úr hádegi. Faxafiói, Brciðafjörður og miö: NA 4-6 og sums staöar NA 7 siödegis. Skýjaö meö köflum. Vestfirðir og mið: NA 5-7, smáél á miðum, en sumstaöar skúrir noröantil á Vestfjörö- um. Noröuriand, Noröaustur- iand og mið: NA eöa A 3-4 og siöar 4-5, þurrt aö mestu. Austfiröir og mið: NA 4-5 og siöar 5-6. Smá-skúrir. Suðausturiand: NA 3-4 og viöa bjart I fyrstu, en síðan A 5-6 og rigning sfödegis. Suðausturmið: A eöa NA 6- 7, rigning á djúpmiöum og siöar viö landiö. veðrið hér og par Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri alskýjaö 3, Bergen súld á siöustu klukkustund 22, Helsinki þokumóöa 5, Kaup- mannahöfn þoka 8, Osló þoka 4, Reykjavik léttskýjaö 4, Stokkhólmur þokumóða 7, Færeyjar 9 Veðrið kl. 18 i gær. Beriin mistur 15,Chicago al- skýjaö 19, Feneyjar léttskýj-' að 15, Frankfurt skýjaö 18, Nuuk léttskýjaö 6, London rigning 17, Luxemburg skýjaö 16, Las Palmas alskýjaö 24, Mallorca léttskýjaö 18, Róm léttskýjaö 19, Malaga mistur 21, Vin skýjaö 9. Frá talningu atkvæða á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins i gærkvöldi, þar sem flokksstjórnin samþykkti tillögu þingflokksins um stjórnarslit. A myndinni sjást taliö frá vinstri ráöherrarnir Bene- dikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson, Sveinn Hálfdánarson, Borgarnesi, og Reynir Guðsteinsson, Grindavlk. Sjá frétt á forslöu. Mynd Guðlaugur T. Karlsson. Samkeppni um Færeyjaflug Tvær umsóknir hafa borist samgönguráðu- neytinu um flug- rekstrarleyfi til Fær- eyja. önnur umsóknin er frá Iscargo en hin frá Flugfélagi Norðurlands og Flugfélagi Austur- lands sameiginlega. Ekkert þessara félaga á flugvél, sem er hentug til Færeyjaflugs en kveöast ætla aö kaupa slika ef i ljós komi aö grundvöllur sé traustur fyrir fluginu. Flugfélögin tvö fyrir noröan og austan hyggjast nota vélar af geröinni Piper Chieftain, sem eru tveggja hreyfla og taka niu far- þega. í úthafsflugi þyrfti hinsveg- ar aö hafa tvo flugmenn og auk þess björgunarbát þannig aö vél- in gæti aldrei fariö meö fullan farþegafjiada. Iscargo hyggst nota Twin Otter Ifyrstu. Þaö eru 19 farþega vélar. — OT Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfiröir, 4. Noröur- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suövesturland. Skuldirnar nema hundruðum milljðna: Sunna reynlr aö ná nauðasamnlngum Ferðaskrifstofan Sunna hefur fengið uppkveð- inn úrskurð um. greiðslustöðvun og verður reynt að ná nauðasamningum við lánardrottna svo komist verði hjá gjaldþroti Sunnu. Skuldic ferða- skrifstofunnar nema nokkur hundruð milljónum, en stór hluti þeirra er tryggður með veðum i eign- um hluthafa. stöðugjalda og hefur þeim veriö mótmælt. Siðan er sagt að auk þess séu skuldir viö Flugleiöir, Úrval og Otsýn sem tryggðar séu með veðum i eignum hlut- hafa Sunnu. Ekki er nefnt hvað þessar skuldir nema háum upp- hæðum, en fullvist má telja aö Samkvæmt þvi sem fram kemur i úrskuröi skiptaréttar um greiöslustöövun nema erlendar skuldir Sunnu tæpum 100 milljónum. Innlendar skuld- ir eru 27 milljónir auk 45 milljóna kröfu Gjaldheimtunn- ar sem er að mestu vegna aö- þær séu verulegar. Greiðslustöðvunin skapar Sunnu þriggja mánaöa frest til að freista þess að ná samning- um við kröfuhafa. Hafni þeir nauðasamningum er fyrirsjá- anlegt að búiö verður tekiö til gjaldþrotaskipta. Mótmæla frétt Útsýnar Sunna hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem mótmælt er fullyrðingum Ingólfs Guö- brandssonar um heimflutning farþega Sunnu. „Ferðaskrifstofan Otsýn flutti enga farþega Sunnu, hvorki heim eöa annaö, nema áður hefði veriö gengið aö fullu frá greiðslum og/eða trygging- um fyrir greiöslum, sem Útsýn tók gildar. Er þvi óskiljanleg sú yfirlýsing af hálfu Útsýnar að ferðaskrifstofan hafi flutt far- þega Sunnu á sinn kostnaö, nema Ingólfur Guöbrandsson sé að gefa i sky.n aö hann ætli að gefa Sunnu einhverja farþega- flutninga”, segir i yfirlýsingu Sunnu. Jafnframt er samgöngu- ráöuneytinu og tlrvali þakkaö fyrir lipurö og aöstoö viö flutning farþega Sunnu I síöustu feröinni. —SG LOKÍ segir Hvaö sem annars má um Ólaf Jóhannesson segja, þá er eitt tryggt. — Hann talar ekki af sér!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.