Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1979, Blaðsíða 9
„Þaö er mat þeirra.sem gjörla til þekkja aö Alþýöubandalagsmenn hafi veriöbúnir aö gera þaö upp viö sigaö slita þessu stjórnarsamstarfi innan tveggja vikna frá þvl aö þing kæmi saman — vegna ágreinings um efnahagsmál,” segir Eiöur Guönason. VÍSIR Þriöjudagur 9. október 1979 Það þurfti engum að koma sérstaklega á óvart siðastliðinn föstudag, er þingflokkur Alþýðu- flokksins tók þá ákvörðun að óska eftir þvi við stjórn Alþýðuflokksins, að flokkurinn hætti þátt- töku i núverandi ríkisstjórn. Allar götur frá þvi að samstarf þessara þriggja flokka hófst, hefur verið ljóst, að i því var efnahagsleg brotalöm. Raunar mun þaö regla, aö þvi fleiri flokkar sem standa aö stjórn, þvl skemmri eru lifslik- ur hennar. Þetta á einkum og sér I lagi viö um þær stjórnir, sem Alþýðubandalagiö á aöild aö. Alþýöubandalagiö er eini islenski stjórnmálaflokkurinn, sem aldrei hefur átt aöild aö rikisstjórn, sem enzt hefur heilt kjörtimabil. Þetta er ofur eðlilegt, þegar það er haft I huga, aö Alþýöu- bandalagiö er i eðli sinu stjórnarandstööuflokkur, sem ekki vill né þorir aö stjórna. Það er eitt af markmiöum Alþýöu- bandalagsins aö koma hér á annarskonar þjóöfélagi en viö nú búum 1, og til þess neytir flokkurinn allra ráöa I rikis- stjórnog utan. Þessvegna hefur Alþýöubandalagiö I þvi stjórnarsamstarfi, sem nii er aö ljúka lagst gegn og tekist aö eyöileggja öll skynsamleg úr- ræöii' efnahagsmálum, sem þar hafa komið fram. Þegar svo viö bætist botnlaus og rótgróin heift og pólitisk afbrýöi i garð Alþýðuflokksins vegna kosningasigursins 1978, þá má svo sem segja, aö ekki hafi veriö von á góöu. Samfelldar stjórnar- myndunarviðræður Þingmenn og ráöherrar Alþýöuflokksins hafa hvaö eftir annað komið meö tillögur um úrbætur i efnahagsmálum. Markviss eyöileggingarstarf- semi Alþýðubandalagsins og sú málamiðlun, sem hlýtur að fylgja starfi i þriggja flokka stjórn hefur gert þær tillögur aö litlu. Frá þvi aö rikisstjórnin tók til starfa hafa staðið yfir sam- felldar stjórnarmyndunarviö- ræöur. Ný lota átti nú að fara aö hefjast. Þar heföi allt boriö að sama brunni og áður. 1 stjórninni var ekki samstaða um neina heildarstefnu I efna- hagsmálum. Þrátt fyrir Itrek- aðar tilraunir Alþýöuflokksins til aö móta slika stefnu, þá var ekki hægt aö fylgja henni fram til sigurs I rikisstjórninni vegna þess aö Alþýðubandalagiö skorti vilja til raunhæfra aö- geröa. Istjórninni var ekki samstaða um fjárlög, ekki um lánsfjárá- ætlun og þaö var ekki samstaöa um neitt sem raunverulega skiptir meginmdli.Tilhvers var þá aö halda þessu áfram? Litið gagn að einum stólpa Þingmenn Alþýöuflokksins og fylgismenn hafa sýnt þessari stjórn ærna biðlund. En þar kemur, aö þolinmæöina þrýtur, þegar árangur er enginn, og samstarfsflokkana skortir póli- tiskt hugrekki til aö gera þaö sem gera þarf. Alþýðubandalagsmenn hamra á þvi þessa dagana, aö raunvaxtastefnan, sem sé hugarsmiö Alþýöuflokksins, sé nú aö ganga af þjóðfélaginu dauöu. Alþýöuflokksmenn börö- ust fyrir raunvaxtastefnu. Hún er I eðli sinu rétt. Þvi neitar enginn. Menn eiga aö borga til baka jafnverömæta peninga og þeir fengu aö láni. En ein sér gengur raunvaxtastefnan ekki. HUn var liöur i margháttuöum ráðstöfunum öörum. Þær ráö- stafanir voru eyöilagöar. Þaö er ekkert gagn I giröingu, þegar bara einn stólpinn stendur uppi. Véfrétt og skólastjóra- mál Þaö var fróölegt um helgina aö hlýöa á viötöl fjölmiðla viö oddvita Framsóknar og Alþýöu- bandalags. Forsætisráöherra svaraði spurningum eins og ‘maður imyndar sér að véfréttin I Delfi hafi gert er Grikkir leit- uöu þar svara og þjóöin var engu nær um afstööu Ólafs Jó- hannessonar og Framsóknar- flokksins. Þegar Alþýöubandalagsmenn svo loksins opnuöu munninn til aö segja annaö en aö þeir væru hissa, þá haföi Ragnar Arnalds menntamálaráöherra það eitt til málanna aö leggja, aö Alþýðuflokksmenn heföu gert þetta „án tilefnis”. Það er vist varla hægt aö gera kröfu til þess aö Ragnar Arnalds viti hvaö veriö hefur aö gerast I rikis- stjórninni til þess hefur hann veriö of upptekinn viö aö skipa 1600 kennara og skólastjóra, og segja Grindvikingum hvaö menn þyrftu að hafa til að bera til að geta verið skólastjórar þar I bæ. Ókyrrð i göngudeild- inni Raunar er það á allra vitoröi, sem meö stjórnmálum fylgjast aö Alþýöubandalagiö var aö biia sig undir aö slita stjórnarsam- starfinu Göngudeild og málningarskvettur flokksins voru farnar aö ókyrrast. Búiö var aö setja hátt I fjörutiu manns I aö endurskoöa stjórnarsáttmálann á vegum flokksins og verkalýösarmur Alþýöubandalagsins var veru- lega ósáttur viö afstööu Alþýöu- bandalagsráöheranna sem meö Framsókn sporörenndu land- búnaöarvöruhækkuninni án þess aö blikna né blána. Hvern- ig aö þvi máli öllu var staöiö var fullkomin ástæöa til stjórnar- slita af hálfu Alþýöuflokksins og hjá ýmsum var hún áreiöanlega Eiður Guðnasoti/ al- þingismaður, skrifar í til- efni af áskorun þing- flokks Alþýðuflokksins á stjórn hans um stjórnar- slit/ þingrof og kosningar, og segir meðal annars: „I stjórninni var ekki sam- staða um neina heildar- stefnu í efnahagsmálum. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir Alþýðuf lokksins til að móta slíka stefnu, þá var ekki hægt að fylgja henni fram til sigurs í ríkisstjórninni vegna þess að Alþýðubandalagið skorti vilja til raunhæfra aðgerða." sá dropi, sem fyllti mælinn. En meöan tiöindin geröust hér heima skemmti verölagsmála- ráöherra Alþýöubandalagsins sér viö aö stjórna Efta fundi Uti i löndum. Þaö er mat þeirra sem gjörla þekkja aö Alþýöubandalags- menn hafi veriö búnir aö gera þaö upp við sig, aö slita þessu st jórnarsamstarfi innan tveggja vikna frá þvi aö þing kæmi saman — vegna á- greinings um efnahagsmál. En hvaö nú? Framboðsfrestur of langur Þaö er skoöun okkar Alþýöu- flokksmanna, aö nú eigi aö rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Þjóöin segi sitt um þaö hverjir eigi aö stjórna landinu. Þaö eru leikreglur lýöræðisins og þannig á auövitaö aö fara aö. Þaö er hinsvegar galli á okkar kerfi, aö of langur timi liöur frá þvi þing er rofiö þar til kosningar fara fram. Framboösfrestur er of langur. Þessu þarf aö breyta. Þaö þarf aö vera hægt aö kjósa innan mánaöar frá þvi þing er rofiö. Þaö er gömul h játrú sem ekki á aö ansa, aö ekki sé hægt aö láta fara fram hér kosningar þótt vetur sé. Fyrir sliku eru engin rök meö bættum sam- göngum. Hægast er til öryggis að láta kosningar standa i tvo daga,ef þurfa þykir. Kosningar um mánaöamótin nóvember — desember eru sjálfsagöar. Um þaö þarf ekki aö deila. Lúðvik og Geir i eina sæng? Ragnar Arnalds lýsti þvi yfir af hálfu Alþýöubandalagsins i útvarpi á sunnudag, aö kosningar mundu engu breyta. Alþýöubandalagið vill ekki kosningar aö svo stöddu. Ef til vill eru Alþýöubandalagsmenn enn aö gæla viö hugmyndina, sem upp kom i þeirra röðum i vetur aö fara nú I stjórn meö Sjálfstæöisflokknum. SU hug- mynd hefur átt og á fylgi meðal ákveöina afla i Alþýöubanda- laginu og vitaö er aö sumir Sjálfstæöismenn eruhenni alls ekki fráhverfir. Það skyldi nú aldrei vera aö þeir Lúövik og Geir ættu eftir aö ganga i eina saaig á haustnóttum? Þaö er auðvitað ábyrgðar- hluti, þegar þingflokkurgerir á- lyktun um aö hverfa frá stjórnarþátttöku. Fyrir Alþýöu- flokkinn heföi þaö veriö meiri á- byrgðarhluti aö halda áfram þátttöku i núverandi rikisstjórn i ljósi þess hver þróunin hefur veriö og hverjar horfurnar nú eru. Eiöur Guönason. n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.