Vísir - 15.10.1979, Blaðsíða 2
? '2
VÍSIR
Mánudagur
15. október 1979
Hvernig list þér á
embættismannastjórn i
stað þingstjórnar næstu
mánuði.
Gunnar Erlendsson startsmaöur i
Sigurplasti: Mér líst ágætega á
embættismannastjórn svona til
tilbreytingar.
Edith Schmidt öryrki: Ég er nd
svo litið inn i stjórnmálum að ég
veit ekki hverju ég á að svara. Þó
held ég að ég kysi fremur
þingstjórn.
Sævar Karlsson rafvirki: Ég væri
til í að prófa það — það kemur
varla verr Ut.
Hallfriöur Þorsteinsdóttir
afgreiðslustúlka: Ég held að þaö
sé nokkuð sama hvað gert er —
útkoman værialltaf hin sama. Þó
held ég að ég vildi fremur þing-
stjórn.
Páll Pálsson yfirdýralæknir: Mér
list vel á að fá embættismanna-
kerfið i stjórn — það gengur hvort
sem er ekkert hjá þingflokkun-
um.
Mönnum getur stafað hætta af kfsilryki I Kisiliðjunni við Mývatn, en sums staðar I verksmiðjunni hefur mengunin mælst við 14-15 föld
hættumörk.
Hættuleg mengun í
KísiliDjunni vlð Mývatn
- sums staðar 14-15 tðld hættumörk
Rykmengun i Kisiliðjunni við Mývatn og á
tengdum vinnustöðum er sumstaðar við 14-15 föld
hættumörk af kristallaðri kisilsýru, en hún getur
valdið sjúkdómnum silikosis eða kisilveiki, sem
er alvarlegur og ólæknandi lungnasjúkdómur.
Þetta kom fram á blaða-
mannafundi, sem Heilbrigðis-
eftirlit rikisins og landlæknir
efndu til, þar sem niðurstöður
mælinga á rykmengun I and-
rúmslofti starfsmanna verk-
smiðjunnar voru kynntar. Mæl-
ingar þessar voru gerðar 1978 og
voru þær kostaðar af Kísiliðj-
unni, en starfsmenn Heilbrigö-
iseftirlitsins framkvæmdu þær.
Það er ekki klsilgúrinn sjálf-
ur, sem veldur þessari veiki, en
þegar hann hefur verið glæddur,
en I þvi er vinnsla hans fólgin I
Kisiliðjunni, þá kristallast hann
og sem slikur getur hann orðið
hættulegur heilsu manna. Ein-
kenni sjúkdómsins eru vaxandi
mæði, en áhrifanna veröur
venjulega ekki vart fyrr en
mörgum árum eftir að menn fá
rykið i sig. Þegar þeir svo einu
sinni hafa sýkst af kisilveiki, þá
veldur sá sjúkdómur sivaxandi
örorku, þar sem hann eyðilegg-
ur smátt og smátt lungu manna
og getur á löngum tima leitt til
dauða.
Það kom fram hjá landlækni,
Ólafi Ólafssyni, aö enn hefðu
ekki fundist nein tilfelli þessa
sjúkdóms i Kisiliðjunni, en hins
vegar væri ekki hægt aö segja
með vissu, að engir hefðu sýkst
þvi að áhrifin kæmu venjulega
ekki i ljós fyrr en 10-20 árum
eftir að menn fá rykið I sig. Það
væriætlunin að hafa náið eftirlit
með öllum þeim starfsmönnum,
sem yrðu fyrir þessari mengun,
en þeir væru nú um 300. Enn-
fremur yrði reynt að hafa upp á
þeim, sem áður hefðu unnið við
slik störf.
Hrafn Friðriksson, forstöðu-
maður Heilbrigðiseftirlits rikis-
ins, og Einar Sæmundsson,
starfsmaður þess, sögöu að
mest væri rykmengunin viö
sekkjun á kisilgúrnum og svo
við útskipun hans á Húsavik. A
siðasttalda staðnum ætti þó
að vera fremur einfalt mál aö
minnka mengunina til muna.
Þá sögðu þeir, að vilji væri
fyrir hendi hjá Kisiliöjunni að
setja upp mengunarvarnir og
hefði fjárhagsforstjóri verk-
smiðjunnar lýst þvi yfir að eðli-
legt að það yrði gert.
Loks sagði Hrafn Friðriksson,
að liklega yrði Kisilgúrverk-
smiðjunni gefnir sex mánuðir til
að vinna að úrbótum, en ef ekk-
ert heföi verið gert að þeim tima
liðnum, væri allt eins liklegt að
starfsleyfi verksmiðjunnar yröi
afturkallað.
-HR
Frá loönuveiöum.
VERDA LOÐNUVEIÐAR
STðÐVAÐARí HAUST?
„Nauðsynlegt gæti verið að stöðva loðnuveiðar
i haust eða i siðasta lagi um miðjan desember.
Gæti sú stöðvun verið tilkynnt með stuttum fyrir-
vara, þegar islenski flotinn hefur veitt 350-400
þúsund tonn. Skynsamlegt er talið að geyma 150
þúsund tonn til hrognatöku og e.t.v. eitthvað um-
fram það vegna loðnufrystingar”.
Þetta kom fram á fundi, sem
Kjartan Jóhannsson, sjávarút-
vegsráöherra, hélt með hags-
munaaðilum um loðnuveiöar á
fimmtudaginn.
Fram kom, að nú þegar hafa
Islenskir og norskir loönusjó-
menn veitt 375 þúsund tonn af
loðnu, en fiskifræðingar hafa
fyrr á árinu lagt til að ekki verði
veitt meira en 600 þúsund tonn á
haust-og vetrarvertlö. Lögö var
áhersla á það, að takmarkaðan
loðnuafla yrði að nýta, þegar
hann væri afurðamestur. Þann-
ig yrði loönu til frystingar aflað
m eð þvi að heimila „dæmigerð-
um loönubátum” að landa til-
tölulega litlum förmum til
vinnslu á þeim tima, sem loðnan
hentar til frystingar (siöast I
febrúar). Afla á hrognatökutim-
anum (eftir febrúarlok) verði
svo skipt á milli skipa, sem telj-
ast „dæmigerð loðnuskip”.
Við slika skiptingu verður
tekið tillit til burðargetu skip-
anna og aflabragöa þeirra eftir
stærö undanfarin ár.
Rltgerðlr
um EFTA
Friverslunarsamtök Evrópu,
EFTA, efna til verölaunasam-
keppni til aö minnast 20 ára af-
mælis gildistöku Stokkhólmssam-
þykktarinnar um stófnun
samtakanna 3. mai 1980.
Þátttakendur eiga að leggja
fram frumsamda ritgerð um efni,
sem snertir verkefni EFTA og
árangur samtakanna eða fram-
tiðarverkefni þeirra. Ritgerðirn-
ar ber að senda i ábyrgðarpósti til
EFTA Secretariat, 9-11 Rue de
Varembé, 1211 Geneva 20, fyrir
febrúarlok 1980.
Ritgerðirnar mega vera á
ensku, frönsku, þýsku, finnsku,
Islensku, itölsku, norsku, portú-
gölsku eða sænsku. Ritgerð ber aö
senda nafnlausa, en auðkenna
hana með málshætti eða tals-
hætti, sem einnig veröur á lokuðu
umslagi utan um nafn og heim-
ilisfang keppanda. Verðlauna-
upphæðin nemur 20 þúsund sviss-
neskum frönkum og fyrstu verö-
laun verða ekki lægri en 5000
frankar.
Vilhjálmur
Lúðvlksson
formaður
tðnrekstrar-
sjóðs
Nýlega hefur verið skipuð ný
stjórn Iðnrekstrarsjóðs. Stjórnina
skipa: Vilhjálmur Lúöviksson,
formaöur, Þorvarður Alfreðsson,
Snorri Jónsson, Hjörtur Eiriksson
og Valur Valsson.