Vísir - 15.10.1979, Side 3

Vísir - 15.10.1979, Side 3
VISIR Mánudagur 15. október 1979 r Laugardalssvæðið: ! MÚTMÆLI GEGN : ÞÉTTINGU ! BYGGÐARINNAR Hópur áhugafólks um verndun Laugardalsins ■ og opnu svæðanna við Suðurlandsbraut ætlar nú ■ að hefja undirskriftasöfnun gegn þvi, að þessi I svæði verði tekin undir íbúðabyggð. Vill hópurinn mótmæla „öll- um áformum um skeröingu á útivistarsvæðum og fráteknum opnum svæðum í Laugardal og milli Gnoðavogs og Miklubraut- ar með þvi að búta þau niður i einkalóðir”, eins og segir i til- kynningu, sem hann hefur sent frá sér. Þar er það talin mikil skammsýni að ganga á þessi svæði, sem tekin hafa veriö frá til sameiginlegra nota fyrir borgarbúa til útivistar og iþróttaiðkana og talið að nóg svigrúm sé fyrir byggingalóöir, þótt ekkl sé gengiö á þessi svæði. Meðal forgöngumanna undir- skriftasöfnunarinnareru Herdis Tryggvadóttir og Arni Bergur Eiriksson. — HR Eitt af svæöunum fimm, þar sem rætt er um að þétta byggðina, er I Laugardalnum vestan Glæsibæjar. Nú á aö fara af stað mótmælaherferö gegn byggð á þessum stað og við Suðurlandsbraut. — Visismynd BG Bfldudalur séður úr lofti: Þeir eru fáir, sem hafa fengið aö njóta þess- arar sjónar upp á siðkastið, þvi að flugferöir hafa verið með eindæmum stopular. Bfiddæiingar óhress- ir með Arnarflug - Flugsamgöngur við Bildudal hafa veriö f megnasta ólagi siðan Arnarflug tók við áætluninni og finnst fólki hér á Bildudal það skjóta skökku við, að flugfélagi, sem engar hefur fhigvélarnar, sé veitt einkaleyfi á flugleið sem þessari. Ekkert hefur verið flogið hingað frá Reykjavik i meira en viku, en þriðjudaginn 2. október var siðast ferð hingað. A sama tima hefur flugfélagið Ernir á Isafirði flogið hingað daglega, en að visu frá Isafirði. Þá hafa Flug- leiðir verið með sinar reglu- bundnu ferðir á Patreksfjörð. Þótt þetta komi sér illa, hvað farþegaflutninga snertir, þá er ástandiðhálfu verra, hvað snertir flugfragt. Blöðin hafa ekki borist hingað I meira en viku og fyrir- tæki og bátar hafa orðið fyrir margvislegum óþægindum vegna skorts á vörum og varahlutum. Raunar hafa flugsamgöngur við Bildudal ekki veriö I lagi siðan Flugfélagiö hætti aö fljúga hingað og þykir mönnum hér þetta að vonum bagalegt. HF Bíldudal / —HR Menntaskólinn á Egllsslððum vfgður Menntaskólinn á Egilsstöðum var vigður i gær, sunnudag og hófst athöfnin kl. 14 i Egilsstaöa- kirkju. Þvi næst var gengið til skólans, þar sem flutt voru ávörþ og gestum boðið að skoða skólann og þiggja kaffiveitingar. Skólastarf er þó þegar hafiö I Menntaskólanum og eru nem- endur þar 99, þar af flestir frá Austurlandi. Skólinn starfar eftir samræmdu eininga- og áfanga- kerfi fjölbrautaskólanna og er stefnt að Utskrift fyrstu stúdenta vorið 1981 a viöskipta-, maia-, uppeldis- og náttúrufræði- brautum. Auk þess stunda nem- endur nám i skólanum, sem stefna aö öðru en stúdentsprófi. Má þar nefna bóklega kjarna iðn- náms, leiðbeinendanám i iþróttum o.fl. Þá er mötuneyti rekið I skólanum, bæði fyrir heimavistarnemendur og einnig þá, sem búa úti i bæ. Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum er Vilhjálmur Einarsson. —HR Hý stjórn I Nðttúru- læknlngafélaglnu Á landsþingi Náttúrulækninga- félags Islands, sem haldið var nýlega, var m.a. kosin ný stjórn fyrir félagið. Stjórnina skipa: Jóhannes Gíslason, fœ-seti, Einar Aöal- steinsson, varaforseti, Höröur Friðþjófsson, ritari, Oddgeir Ottesen, gjaldkeri og Svana H. Stefánsdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Þorvaldur Bjarnason, Unnur Dís Skaptadóttir, Hilmar Norðfjörð. USA „SWEATSHIRTS" (háskólabolir) Ósvikin amerísk aœðavara á góðu verði Litir: Dökkblátt - rautt Stœrðir: 12 - 14 - 16 - hvítt • grátt - beige S - M - L - XL Verö kr: 5.500.- Sendum í póstkröfu samdœgurs Laugavegi 3 Laugavegi 89 Sími 12861 Sími 10353

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.