Vísir - 16.10.1979, Side 5
VÍSIR
Þriöjudagur 16. október 1979
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Lapparnir
stöðvuðu
Skrllslæti i Mðltu
Stuöningsmenn Dom Mintoffs,
forsætisráöherra Möltu, gengu
berserksgang i Valetta i gær eftir
aö tilræðismaður hóf skothriö á
skrifstofu Mintoffs, án þess aö
neinn sakaöi. Kveiktu þeir i
flokksskrifstofum stjórnarand-
stæöinga og ritstjórnarskrifstof-
um eins dagblaös eyjarinnar.
Ennfremur brutust þeir inn á
heimili leiðtoga þjóöernisflokks-
ins, dr. Edward Fenech Adami,
og lögöu þar hendur á eiginkonu
hans, en Adami var sjálfur aö
heiman. Innbrotsmennirnir létu
greipar sópa um húsiö og stálu
ýmsu fémætu.
Tilræöismaöurinn, sem svo er
kallaöur, kom inn á skrifstofu for-
sætisráöherra og baö einkaritara
hans um viðtal viö ráöherrann.
Honum var sagt, aö þaö fengi
hann, ef hann léti af hendi byssu,
sem hann var meö. Hóf hann þá
skothrlö, án þess aö hæfa ritar-
ann,og snerist gegn öryggisvörö-
um, sem þustu aö. Maöurinn var
særöur skotsári á höfuöiö og flutt-
ur á sjúkrahús.
kvæmdlr
Norsku Lapparnir sjö, sem
efndu til mótmæla viö Stórþingiö I
Osló, hafa nú hætt hungurverk-
falli slnu, eftir Odvar Nordli,
forsætisráðherra, hét þvi aö
fresta framkvæmdum viö raf-
orkuveriö viö Alta I Lapplandi.
Lappar hafa haldiö þvi fram,
aö hreindýraafréttir þeirra
mundu lenda undir uppistööu-
lóninu, ef stífla yröi reist I Alta.
Umhverfisverndarsinnar hafa
gengið I liö meö Löppum og efnt
til mótmælaaögeröa viö Alta, sem
þykir ein af bestu laxveiðiám
meginlandsins.
Nordli forsætisráöherra sagöi á
blaðamannafundi I gær, aö fram-
kvæmdum mundi frestaö I sex
vikur, meöan ræddur vari réttur
Lappa til bóta fyrir missi beiti-
lands.
Hlutu Nóbelslaunln
Sænska vlsindaakademian kunngeröi I gær, hverjir hlotiö heföu
aö þessu sinni Nóbelsverölaunin I eölisfræöi og I efnafræöi.
Eölisfræöiverölaunin skiptast aö þessu sinni milli þriggja manna,
prófessoranna, Sheldon L. Glashow og Steven Weinberg, sem báöir
eru viö Harvardháskóla, en þeir sjást hér á myndinni sem tekin
var, eftir aö þeir fréttu tföindin.
Þriöji maöurinn er Pakistani, Abuds Salam, starfandl eölis-
fræöingur f London, en hann sést á myndinni hér fyrir ofan.
Efnafræöiverölaunin féllu I skaut Herbert C. Brown prófessor viö
Purdeuhásóla I Indiana og Georg Wittig prófessor viö háskólann I
Heidelberg I Þýskalandi.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Hua hvassyrtur (garð Kreml
Utanríkisstefnu Sovétríkjanna
,.og ástandiö 1 Kampútsiu mun
berá á góma á fundi Hua Guo feng
og d’Estaing Frakklandsforseta I
dag.
Hua formaöur, sem kon\ til
HREINSANIR í AFGHANISTAN
Parisar I gær I upphafi þriggja
vikna feröar um V-Evrópu, veitt-
ist aö Sovétstjórninni I sinni
fyrstu ræöu I feröinni, en hana
flutti hann I kvöldveröarboði
Frakklandsforseta.
Sakaöi hann Kremlstjórnina
um aö reyna aö hrifsa til sin
mikilvægar herstöðvar, ná yfir-
ráöum yfir siglingaleiöum og um
aö kynda undir ólgu og ófriöi f Af-
riku og Asiu.
Hann skoraöi á þjóöir heims aö
berjast gegn útþenslustefnu, eins
og Kinverjar kalla ihlutunar-
stefnu Sovétmanna og fordæmdi
hann „sáningu óeiningar, afskipti
af innanrikismálum annarra
landa, hlutdeild I valdaránssam-
særum og notkun á hjáleigum til
þess aö ráöast inn i önnur lönd og
taka þau hernámi”.
Her Afghanistans er sagöur
hafa brotiö á bak aftur tilraun til
valdaráns, og tekiö um tylft for-
ingja uppreisnarmanna til fanga.
Eftir þvl sem útvarpiö I Rawal-
pindi segir komust yfirvöld yfir
skjöl, sem „sönnuöu aö samsær-
ismennirnir nutu stuönings er-
lendra afturhalds-árásarseggja”.
Af fréttum útvarpsins aö dæma
voru hinir handteknu aöallega úr
hægriflokki Afghanistans.
Ekki er nema mánuöur liöinn
síöan Tarakki forseta var bylt i
uppreisn I forsetahöllinni, en viö
tók Hafizullah Amin, róttækur
vinstrimaöur fylgisspakur
Moskvustjórninni. Taliö var, aö
Tarakki heföi veriö skotinn til
bana i valdatökunni.
Fréttin um „samsæriö” aö
þessu sinni vekur meö mönnum
ugg um, aö Amin sé aö hreinsa til
meðal pólitiskra andstæöinga.
Stlórnarkreppa I Tyrkiandl
Stjórn Bulent Ecevit og sósial-
demókrata I Tyrklandi mun i dag
segja af sér eftir mikið fylgishrun
i aukaþingkosningum um helg-
ina, oghefurhúnþá einungis setiö
21 mánuö aö völdum.
Spá margir þvi, aö stjórnar-
kreppa veröi i landinu, þar sem
hver höndin er sögö uppi á móti
annarri i stjórnmálum landsins,
sem ofstæki, ofbeldi og efnahags-
þröng setur meginsvip á.
Hvorki Ecevit né helsti keppi-
nautur hans, Suleyman Demirel,
leiötogi miöflokksins, þykja lik-
legir til þess aö geta myndaö nýja
stjórn án tilstyrks annars tveggja
róttækra hægri flokka. Þeir eru
Þjóöernisbjargræöisflokkur mú-
hammeðstrúarmanna og Þjóö-
ernishreyfingin.
Hugsanlegt þykir, að mynduð
verði utanflokkastjórn, sem sæti
þar til þingkosningar gætu fariö
fram innan nokkurra mánuöa, en
yfirstandandi kjörtimabil ram-
ur ekki út fyrr en 1981.
Oflugur jarðskjálfti
I Kallfornlu
öflugur jaröskjálfti varö I suö-
urhluta Kaliforniu I gær og þkir
vera einn sá versti, sem þar hefur
komiö I fjörutlu ár. Einn maöur
lét lifiö og sjötlu slösuöust.
Skýjakljúfar I Los Angeles
sveifluöust til, eins og tré I
stormi, og rafmagn fór af nokkr-
um borgarhlutum. Sums staöar
braust út eldur, sprungur komu I
malbik I götum, gasleiöslur rofn-
uöu og rúöugler brotnaði i fjölda
glúgga.
Snarpasti kippurinn varöi I
fimm sekúndur, en siöan fylgdu
sex aörir á eftir. Mældist sá fyrsti
6,4 stig á Richterkvaröa. Heföi
getaö hlotist hiö alvarlegasta tjón
af, ef hans heföi gætt aö fullu i
milljónaborginni.
Flestir þeirra, sem uröu fyrir
meiöslum, hlutu þau af hrynjandi
múrsteinum eöa glerbrotum.
Fæstir voru alvarlega meiddir.
Vcmdiö
cíén yöar
Ráöist ácán ryöi
Ryövörn er fjárfesting.
Fljót og góö þjónusta.
Pantiö tíma.
Ryðvarnarskálinn
Sigtum5 — Simi 19400 — Postholf 220 >