Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á HYGGJUFULLIR múslimar segja margir að stöðva verði framrás krist- inna, vestrænna þjóða sem hafi söls- að undir sig nær allan heiminn og vilji steypa hann í sína mynd. Þær særi stolt annarra menningarheima, grafi undan islam og gamalgróinni samheldni fjöl- skyldunnar með nútímalegri ein- staklings- og efnishyggju. Boðskap- urinn fær víða hljómgrunn í islömskum samfélögum þar sem fortíðin og guðstrúin eru nær huga og daglegu lífi flestra en gengur og gerist nú á Vesturlöndum. Í löndum islams fordæma menn yfirleitt hryðjuverk en skilja margir hvað Osama bin Laden á við þegar hann hótar vestrænum þjóðum öllu illu. Þeir deila með honum leitinni að sökudólgi sem valdi niðurlægingu múslima síðustu aldirnar, upplausn og áhrifaleysi þeirra á eigin kjör. Stolt múslima á sér djúpar rætur. Bagdad og Kaíró voru á miðöldum háborgir lista, vísinda og fræða þeirra tíma, kristnir Vestur-Evr- ópumenn voru hálfgerðir barbarar borið saman við arabíska uppfinn- ingamenn og landkönnuði. Er veldi arabísku kalífanna sundraðist lyftu Tyrkir arfinum og yfirburðir stór- velda islams gagnvart Evrópuríkj- unum voru nær óslitnir í þúsund ár. Minningar um gullöldina forðum blandast nú saman við heift vegna meints undirlægjuháttar eigin stjórnenda gagnvart vestrænum þjóðum. Áróðursmeistararnir segja að menn eigi vísa sæluvist á himnum ef þeir gerist liðsmenn Allah og berjist við villutrúarmennina. Ef hægt er að fá unga múslima til að trúa því að þeir verði hetjur en ekki illvirkj- ar með því að fremja hryðjuverk er brautin orðin greiðari. En þeir eru ekki píslarvottar, í kenningum isl- ams er sjálfsvíg talið vera synd og ofbeldi að fyrra bragði er fordæmt. „Berjizt fyrir málstað Allah gegn þeim sem á yður herja. En hefjið eigi árás, því að eigi eru árásar- menn Allah að skapi,“ segir í öðrum þætti Kóransins. Baráttuaðferðirnar sem notaðar voru 11. september eru ekki upp- finning múslima. Allir hafa heyrt um kamikaze-flugmenn Japana í seinni heimsstyrjöld. Miklu nær er að skilgreina þær sem afkvæmi al- ræðiskenninga síðari tíma þar sem einstaklingurinn er ekki talinn hafa sitt eigið virði; öllu skal fórnað fyrir hugmynd. Trúin er yfirvarp þeirra sem heilaþvo útsendarana. Guð allra þjóða Spámaðurinn Múhameð lagði grunn að islam á sjöundu öld. Jesús Kristur er einn af helstu spámönn- unum í huga múslima og kemur víða fyrir í Kóraninum en er dauðlegur maður. Æðstur allra spámanna var Múhameð og Guð, Allah, er einn og óskiptur. Ekki mátti gera myndir af lifandi fólki og Allah er hvorki hvít- ur né svartur, leyft var fjölkvæni í samræmi við gamlar hefðir og karlaveldi. Auðvelt var fyrir hirð- ingja á Arabíuskaganum, blökku- menn Afríku, Indverja og Indónesa að hylla hinn nýja guð, kynþættir og þjóðir lifðu nú oft saman í betri friði. Grundvallarritinu Kóraninum hefur verið lýst svo að hann sé ill- þýðanlegur yfir á vestrænar tungur, hann sé torskilinn og „læstur með sjö innsiglum“. Sé viljinn fyrir hendi er enginn vandi að finna fyrirmæli um harðýðgi og ofbeldi í honum og öðrum helgiritum, þau eru rituð á fornri og myndauðugri arabísku. Túlkunarmöguleikarnir eru sagðir fjölmargir. Islam gefur ekki tilefni til mannskæðra öfga nema menn velji af vandvirkni það sem sem þeim hentar úr ritunum og ákveði forgangsröðina. Kristnir menn og gyðingar geta líka fundið dæmi um hrottaleg ummæli, höfð eftir Guði í gamla testamentinu. Langflestir múslimar eru auðvitað friðsamir og- halda sig fremur við mannúðarboð- skapinn í ritum sínum en grimman bókstaf. En bin Laden og aðrir bók- stafstrúarmenn múslima eru hins vegar ekki jafn einangraðir í andúð sinni á vestrænum þjóðum og þeir eru í trúarefnum. Þeir höfða þar til fleiri en bókstafstrúarmanna. Bandaríski sagnfræðingurinn Bernard Lewis hefur rannsakað mikið sögu Mið-Austurlanda. Hann segir að tvennt sé það sem bók- stafstrúarmenn nútímans berjist að- allega gegn. Annars vegar guðleysi og veraldarhyggja sem kristnum mönnum, gyðingum eða Banda- ríkjamönnum sé kennt um. Hinn ásteytingarsteinninn sé nútímavæð- ing og þar sé um óljósari hluti að ræða. Hugtakið spannar margt en fyrst og fremst þær breytingar sem orðið hafa í löndum islams síðustu öldina og valdi gremju og óvissu. Ekki er um að ræða andstöðu við vestræna tækni og tól, á því sviði sýna menn sveigjanleika og aðlög- unarhæfni. Hryðjuverkamenn eiga sér bak- land í hluta múslimaheimsins, sækja stuðning til þeirra sem ala með sér óánægju og heift. Herstöðvar Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu, vöggu islams, síðustu tíu árin eru mörgum þyrnir í augum en einnig er stuðningur Bandaríkjamanna við Ísraela í átökunum við Palestínu- menn oft notaður til að sýna fram á fyrirlitningu og fordóma vestrænna þjóða gegn múslimum og einnig við- skiptaþvinganir gegn Írak. Banda- ríkin eru sökuð um að vinna í eig- inhagsmunaskyni gegn drauminum um nýtt, sameinað ríki araba, helst allra múslima. Þau feti í fótspor gömlu nýlenduveldanna sem áður kepptu við Tyrki um áhrifasvæði og Ísrael sé vestrænt peð í því tafli. „Hinn stóri Satan“ „Hinn stóri Satan“ er heitið sem ráðamenn í Íran hafa árum saman valið Bandaríkjunum og er lýsandi. Myrkrahöfðinginn er ekki aðeins ill- ur heldur líka lokkandi freistari, hann afvegaleiðir menn og þá einnig múslima. Fólk lætur ameríska drauminn heilla sig í Íran jafnt sem annars staðar í heiminum. En þegar keisarinn Reza Pahlavi, sem var mikill vinur Vesturlanda, ákvað að nútímavæða lands sitt í snatri skeytti hann lítið um fornar hefðir og tilfinningar. Hann uppskar hatur á sjálfum sér og vestrænum háttum og var steypt á áttunda áratugnum. Nú hefur mörgum Írönum snúist hugur á ný, vilja opnara samfélag en ráðamenn halda fast við sinn keip. Afhelgun vestrænna samfélaga síðustu aldirnar og vaxandi aðskiln- aður milli ríkisvalds og trúar hefur ekki orðið samfara svipaðri þróun í heimi islams. Þar eru trú og lög enn samofin í mörgum löndum, einkum í arabalöndum og Íran. Svonefndir múllar eða klerkar er ráða í reynd öllu í Íran, eru ekki síður áhrifa- miklir sem lögspekingar en trúar- leiðtogar. Þeir hafa síðasta orðið þegar kemur að því að úrskurða hvort ný lög standist ákvæði islams, sama er upp á teningnum í öðrum múslimalöndum þar sem bókstafs- trúarmenn ráða ríkjum. Lög islams, sharia, ráða. Innan islamstrúarinnar rúmast tugir afbrigða. Sumir eru róttækir og mjög kreddufastir eins og svo- nefndir wahabítar í Sádi-Arabíu sem komu fram á átjándu öld. Þeir urðu þegar í stað alræmdir fyrir að myrða unnvörpum þá sem ekki vildu sætta sig við túlkun þeirra á kennisetningum spámannsins en tóku fljótt forystuna í þjóðernisbar- áttu araba við trúbræðurna Tyrki. Wahabítar leggja áherslu á fyrir- mæli eins og þau að konur skuli vera skör lægra karlmönnum, kon- ur eiga að hylja sig kufli, þær mega ekki aka bíl og hafa fá réttindi. Kon- ungsfjölskyldan í landinu hefur ávallt stutt wahabíta sem urðu því afar áhrifamiklir er landið varð sjálfstætt snemma á 20. öld. Eitt af því sem margir benda nú á er að Sádar leika oft tveim skjöldum gagnvart vestrænum vinum sínum, eins og lýst var í grein eftir rithöf- undinn Stephen Schwartz í vikurit- inu The Spectator fyrir skömmu. Sádi-Arabar ráða yfir mestu olíu- lindum heims, þeir hafa frá því fyrir seinni heimsstyrjöld átt viðskipti við Breta og Bandaríkjamenn. En jafn- framt hafa konungar landsins og nokkur þúsund ættmenn þeirra ver- ið ötulir styrktarmenn harðlínu- manna sem reka skóla víða um heim og efla þar hina harðneskjulegu sýn stuðningsmanna sinna, wahabíta, á veruleikann og sögu islams. Reynt er að friða ofstækisöflin. Þess má geta að bin Laden er wahabíti. Þess er vandlega gætt að kæfa í fæðingu allar hugmyndir um lýð- ræði og annað vestrænt sem gæti ógnað valdastöðu Sád-ættarinnar. Út á við er gætt islamskrar siða- vendni í Sádi-Arabíu, allt áfengi bannað og sharia-lögum sýnd holl- usta. Enn eru menn handhöggnir fyrir þjófnað, beitt er pyntingum og útlegðardómum gegn stjórnarand- stöðunni, Mekka og Medína, þar sem Múhameð er grafinn, eru lok- aðar vantrúuðum. En liðsmenn valdastéttanna eru sjálfir á ferð og flugi í einkaþotum um heiminn, stunda vestræn spilavíti og kaupa vestræn fyrirtæki og fasteignir. Þegar olían er búin verða þeir með sitt á þurru. „Þá getum við farið aftur að borða döðlur,“ sagði þekktur olíu- málaráðherra Sádi-Arabíu, sheik Yamani, á áttunda áratugnum er hann var spurður um framtíðina. Hann hefur vafalaust átt við al- menning í landinu. Hættuleg fræ í Pakistan Sádi-Arabar hafa ekki aðeins ræktað með ungu fólki frumstæða miðaldahugsun og andúð á vestræn- um lífsháttum í eigin landi, þeir hafa stuðlað að henni í Afganistan, Pakistan og víðar um heiminn. Þeir eru rausnarlegustu stuðningsmenn ofstækismanna í trúarefnum í síð- arnefnda landinu. Fátækt og fá- fræði almennings og örvænting vegna einræðiskenndra stjórnhátta og lénskipulags mynda þar hættu- lega púðurtunnu sem margir óttast að geti einhvern tíma valdið kjarn- orkustríði milli Pakistana og Ind- verja vegna Kasmír. Stjórnmálafræðingurinn banda- ríski, Samuel P. Huntingdon, hefur varað menn við og sagt að vandi vesturlanda sé ekki bókstafstrú. „Hann er islam, önnur menning sem er sannfærð um yfirburði sína og heltekin af valdaleysi sínu,“ segir Huntingdon. Islam sé eina trúin og menningin, önnur en hin kristna og vestræna, sem telji sig hafa gildi fyrir alla jarðarbúa og hljóti því samkeppni að ríkja. Vandi islams sé vesturlönd þar sem fólk sé „sann- fært um almennt gildi menningar sinnar og telur að yfirburðavald sitt, sem að vísu fer dvínandi, leggi því þá skyldu á herðar að breiða þá menningu út um heiminn“. Ef ekki takist að sætta ólíka menningar- heima í heiminum geti blóðug átök orðið niðurstaðan, segir hann. En vesturlandamenn sem dvalist hafa í Íran og arabalöndum segja margir að afstaðan til Bandaríkja- manna og vestrænna lífshátta sé þar oft sambland af ást og hatri. Um leið og menn vilja halda í sitt og varðveita stoltið heillast þeir af mörgu sem vestræn menning býður upp á. Sem dæmi um þverstæð- urnar má nefna Íran, sem oft er nefnt sem dæmi um afturhaldssemi. Þar eru samt haldnar kosningar að vestrænni fyrirmynd, konur fá að kjósa og fjarri því að haldið sé í allt gamalt. Togstreitan er augljós í múslimaheiminum. Menn velja og hafna en vilja ekki vísa öllu vest- rænu á bug. Islam gengur nú í gegnum átök er minna mjög á deilurnar og klofn- inginn sem kristnir menn áttu við að etja þegar Lúter gagnrýndi Rómarkirkjuna á 16. öld og krafðist breytinga. Þá risu harðar deilur milli íhaldssamra og umbótamanna, glundroði ríkti og enn merkja menn afleiðingarnar. Sumir boðuðu bókstafstrú og afturhvarf og kristnir menn þurftu að takast á við nýja og gagnrýna hugsun í vísind- um og áherslur þar sem litið var á réttindi einstaklingsins sem grund- völl nýrra tíma. Heimsmynd landa- fundanna var ný, jörðin ekki lengur flöt. Múslimar, meira en þúsund millj- ónir manna, þurfa nú einnig að fóta sig í gerbreyttum heimi og árang- urinn af þeirri viðleitni getur skipt sköpum fyrir alla. Hefðir og vestrænar hættur AP Fimm sinnum á dag krjúpa sanntrúaðir múslimar til bænar og snúa þá höfði sínu til Mekka. Hér biðja Pakistanar í aðalmoskunni í höfuðstaðnum, Islamabad. Ofstækismenn hafa sums staðar getað safnað liði með- al þjóða múslima til stuðn- ings Sádi-Arabanum Osama bin Laden og skoðunum hans þótt nær allir fordæmi hryðjuverkin 11. september. Kristján Jónsson kynnti sér afstöðu múslima til ásóknar vestrænnar menningar og söguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.