Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 23
vestri og austri frá Bústaðavegi og úr norðri frá Háaleitisbraut. Greið leið að Vífilsstöðum Líklegt má telja að umferð fram- tíðarinnar gengi greiðast við Land- spítala – háskólasjúkrahús á Vífils- stöðum. Þar eru öll tækifæri til að byggja þær af- og aðreinar sem hug- urinn girnist og spítalinn myndi liggja milli tveggja stofnbrauta, ann- ars vegar Reykjanesbrautar og hins vegar væntanlegs Ofanbyggðaveg- ar, þótt lega hans sé ekki endanlega ákveðin. Þeir sem aðhyllast Vífilsstaði benda á að mestur þungi uppbygg- ingar á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum árum verið í norður/ suður og sú þróun haldi áfram um ókomin ár. Lega spítala við Hring- braut sé leyfar frá þeim tíma þegar borgin skiptist í megindráttum í vesturbæ og austurbæ og nágranna- bæjarfélög voru smá. Stór lóð í Fossvogi White Arkitekter gerðu teikning- ar að hugsanlegum byggingum við Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi, miðað við sömu forsendur og þeir studdust við á Hringbraut, þ.e. að í Fossvogi verði slysadeild, röntgendeild, gjörgæsla, skurðdeild- ir og þær legudeildir sem þessari starfsemi þyrftu að fylgja. Núver- andi sjúkrahús, gamli Borgarspítal- inn, yrði þá nýttur fyrir göngudeild- ir. Uppbygging í Fossvogi hefði í för með sér mun meiri framkvæmdir en uppbygging við Hringbraut, en óneitanlega þann kost að þar er nægt olnbogarými. LSH á ekki að- eins þá lóð sem núverandi sjúkrahús og bílastæði eru á, heldur stóra lóð út að Kringlumýrarbraut, þar á með- al það svæði þar sem viðarmiðlun Skógræktar ríkisins er nú, auk svæðis fyrir sunnan og austan sjúkrahúsið. Alls er lóðin í Fossvogi umn 20 hektarar og stærri en núver- andi lóð ofan Hringbrautar og frá- tekin lóð sunnan brautarinnar sam- anlagt. Sænsku arkitektarnir telja upp- byggingu í Fossvogi, líkt og við Hringbraut, samrýmast þeirri stefnu að sjúkrahús skuli vera í miðju borgar, enda kalli aukin göngu- og dagdeildarþjónusta á stöðugan straum fólks til spítalans. Enn meira rými á Vífilsstöðum Sænsku arkitektarnir gerðu ekki sérstakar teikningar að hugsanleg- um sjúkrahúsbyggingum á landi Víf- ilsstaða, heldur létu nægja að varpa á lóðina grunnmyndum af hugsan- legum byggingum í Fossvogi, sem og grunnmyndum sjúkrahússins í Trollhättan í Svíþjóð og Rikshospit- alet í Ósló. Þar sést m.a. að mjög rúmt væri um nýja sjúkrahúsið í Ósló á lóðinni. Það er 136 þúsund fer- metrar að stærð, að meðtöldu 3.500 fermetra sjúkrahóteli og 30 þúsund fermetra húsnæði Óslóarháskóla. Þess má geta að norska sjúkrahúsið kostaði 5,7 milljarða norskra króna fullbúið, eða tæpa 63 milljarða ís- lenskra króna, að því er fram kemur á heimasíðu sjúkrahússins. Að einu leyti ætti að vera hægt að spara í uppbyggingu á Vífilsstöðum, miðað við Hringbraut, því vart þarf þar stór bílastæðahús, nægt er land- rýmið fyrir bílastæði. Hver fermetri kostar 350 þúsund krónur Ekki liggja fyrir tölur um kostnað vegna framtíðaruppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Í vor var talan 15–20 milljarðar á lofti í fjölmiðlum, en fróðir menn segja kostnaðinn verða miklu meiri. Hver fermetri í fullbúnum spítala kosti um 350 þúsund krónur. Ekki þarf að líta lengra en til reynslu Norðmanna af uppbyggingu Rikshospitalet til að sjá að 15–20 milljarðar hljóta að vera töluverð vanáætlun, þótt Norðmenn hafi farið fram úr sínum áætlunum, en þar kostaði fermetrinn um 460 þúsund krónur þegar allt var talið. Hins vegar gætu 15–20 milljarðar verið nær lagi fyrir fyrsta áfanga uppbyggingarinnar. Þrátt fyrir að byggt yrði í áföngum eru menn á einu máli um að byggja þurfi upp í klösum, til dæmis röntgendeild, slysadeild og skurðstofur samtímis, svo hver eining nýtist sem skyldi. Sums staðar erlendis, til dæmis í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 23 næði, enda sinnum við öllum börnum á landinu sem þurfa að dvelja á sér- hæfðri barnadeild.“ Framkvæmdir við nýja barnaspítalann eru nú tals- vert á eftir áætlun, en Magnús segir að hann verði að vera tilbúinn í októ- ber á næsta ári, eins og upphaflega var áætlað. „Um leið og hann verður tekinn í notkun opnast möguleikar fyrir okkur til að nýta núverandi hús- næði barnadeildar fyrir aðra starf- semi. Tafir á afhendingu barnaspít- alans myndu setja áætlanir okkar um sameiningu ýmissa sérgreina í uppnám. Allir starfsmenn og sjúk- lingar taka á sig tímabundið óhag- ræði, en úr því á að greiðast síðari hluta næsta árs. Ég er mjög ánægð- ur með hvað fólk tekur þessu vel.“ Nýr spítali hagkvæmastur Magnús segir að nýr spítali, sem byggður yrði frá grunni, yrði eflaust hagkvæmasta rekstrareiningin þeg- ar fram liðu stundir en að sjálfsögðu væri stofnkostnaður þá mestur. Víf- ilsstaðir hafa verið nefndir í því sam- hengi, aðrir telja að byggja eigi upp annaðhvort í Fossvogi eða við Hring- braut. Nýta mætti hús, sem Land- spítali – háskólasjúkrahús á víða um borgina, áfram með ýmsum hætti. Hættan væri hins vegar sú að á með- an á kostnaðarsamri uppbyggingu stæði væri ekki pólitískur vilji fyrir því að leggja fé í að viðhalda gömlu húsunum, svo reksturinn gæti orðið þungur í vöfum á meðan beðið yrði MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að auk þess sem unnið sé að langtímaskipulagi spítalans til næstu 25–50 ára þurfi að vinna áfram að sameiningu sérgreina. Danskir ráð- gjafar hafi nú metið langtímaþörf spítalans, ekki bara fyrir húsnæði heldur einnig hvaða breytingar verði að gera á rekstrinum í takt við þróun í læknavísindum. „Við verðum hins vegar að halda áfram sameiningu sérgreina og reyna að ná fram sem mestri hagræðingu í rekstrinum í framhaldi af sameiningu ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur,“ segir hann. „Við höfum þegar lagt fram skipulagsáætlun út næsta ár um sameiningu sérgreina. Þrátt fyrir að sameiningin verði ekki í öllum til- fellum algjör verður þunginn í hverri grein á einum stað. Þeir læknar sem eru á vakt hverju sinni verða að færa sig á milli staða þar til við komum allri starfsemi hverrar greinar fyrir undir sama þaki.“ Magnús segir að góð samstaða hafi náðst um samein- ingu sérgreina, til dæmis standi sviðsstjórar Landspítala allir að baki henni og stjórnarnefnd spítalans hafi samþykkt áætlun framkvæmda- stjórnar um fyrirkomulagið út næsta ár. „Við verðum að búa við þetta næstu árin, þar til farið verður að byggja. Það er enginn vafi að það er ótvíræður kostur að sameina sér- greinar en við munum þurfa að bíða nokkur ár eftir nýjum spítala.“ Magnús segir að kostnaður við sam- einingu sérgreina hafi þegar verið allnokkur. „Spítalanum var gert að spara 500 milljónir króna í rekstr- inum í ár en það er ljóst að það mark- mið næst ekki. Einn vandinn er sá að stjórnvöld hafa verið treg til að við- urkenna að sameining sjúkrahús- anna í Reykjavík kostar nokkuð og hagræðingin skilar sér ekki strax. Ekki er deilt um að það er miklu hagkvæmara að hafa starfsemina alla á einum stað, það þarf t.d. ekki að manna vaktir lækna og hjúkr- unarfólks á tveimur sjúkrahúsum. Það leikur heldur enginn vafi á að sérhæfing tryggir besta þjónustu við sjúklingana.“ Byggt til framtíðar Í áfangaskýrslu danska ráðgjaf- arfyrirtækisins Ementor kemur fram að barnaspítalanum sé ætlað of stórt rými í nýja húsinu sem tekið verður í notkun í október á næsta ári. Magnús segir að þetta sé ekki rétt nema ef miðað er við ástandið í öðr- um húsum Landspítala nú. ,,Barna- spítalinn er byggður til framtíðar og allur aðbúnaður þar verður í sam- ræmi við það sem gerist á nútíma- sjúkrastofnunum. Svipaður staðall er í öllum nýjum sjúkrahúsum sem nú eru reist á Norðurlöndum. Barna- spítalinn þarf að sjálfsögðu gott hús- eftir nýjum spítala. „Ódýrasti kost- urinn gæti verið að byggja við og endurbyggja við Hringbraut en danska ráðgjafarstofan Ementor mælir hins vegar með uppbyggingu í Fossvogi þar sem minnst röskun yrði á spítalastarfseminni ef það yrði gert.“ Hugmyndir um byggingu nýrrar slysadeildar hafa verið lagðar til hliðar í bili, eða þar til ákvörðun hefur verið tekin um hvar framtíð- aruppbyggingin verður. „Menn eru á einu máli um að sameina verður alla bráðamóttöku á einum stað, hvar sem það verður gert.“ Skilgreina þarf starfsemina betur Magnús segir að þegar hugað sé að framtíðaruppbyggingu Landspít- ala – háskólasjúkrahúss þurfi ekki aðeins að ákveða hvar og hvernig eigi að byggja, heldur þurfi að skil- greina starfsemina betur. Hann nefnir sem dæmi að spítalinn hafi verið bundinn í báða skó vegna samninga um ferliverk en ferliverk er sérfræðimeðferð sem veitt er á sjúkrahúsum, svo sem aðgerðir, við- töl, skoðanir og rannsóknir, sem fara fram án þess að sjúklingur sé lagður inn. Læknar eru í sumum tilvikum bæði launamenn hjá sjúkrahúsinu og verktakar hjá Tryggingastofnun. „Nú má vel vera að ýmis ferliverk eigi heima utan sjúkrahússins en við verðum að skilgreina þetta betur til að vita betur en nú er hvaða hlut- verkum spítalinn á að gegna. Það er óþolandi fyrir stjórnendur spítalans að mikilvægir þættir í þjónustu og rekstri ráðist að stærstum hluta af kjarasamningum á hverjum tíma.“ Nú er unnið að undirbúningi frum- varps í heilbrigðisráðuneytinu sem gerir ráð fyrir að ein samninganefnd fari framvegis með samningsumboð ríkisins í samningum við lækna, und- ir forystu heilbrigðisráðuneytisins, hvort sem þeir starfa á sjúkrahúsum eða einkareknum læknastofum. Háskólasjúkrahús veiti alhliða þjónustu Þau sjónarmið hafa heyrst meðal háskólamanna að spítalinn eigi ekki að sleppa hendinni af ýmsum smærri verkum, heldur verði að veita alhliða þjónustu því annars geti hann ekki sinnt þeirri skyldu sinni að mennta heilbrigðisstéttir. Magnús segist alls ekki vilja gera lítið úr þessu sjón- armiði, enda sé ótækt að háskóla- sjúkrahús geti aðeins boðið upp á fræðslu í allra flóknustu lækn- isverkum. Þá bendir hann á að sum starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss eigi ekki endilega heima undir þeim hatti. „Starfsemin í Gunnarsholti og Arnarholti, sem eru vistheimili og endurhæfing fyrir áfengissjúklinga og geðsjúklinga, er til dæmis nær því að vera félagsmálaþjónusta en sjúkrahúsrekstur. Sama máli gegni um Kópavogshælið, en reksturinn þar hefur nú verið færður undir fé- lagsmálaráðuneytið, enda fer það ráðuneyti með málefni fatlaðra.“ Magnús segir ágætt að Landspítali – háskólasjúkrahús sé nærri Háskóla Íslands, en það sé þó ekkert skilyrði. „Það skiptir ekki sköpum hvort meg- instarfsemi spítalans verður í fram- tíðinni við Hringbraut, í Fossvogi eða á Vífilsstöðum. Nemendur í heil- brigðisfræðum ljúka bóklegu námi sínu við Háskólann að mestu áður en þeir hefja störf við spítalann, en inn- an spítalans eru fyrirlestrasalir þar sem kennsla fer fram. Hugmyndir um uppbyggingu spítalans gera ráð fyrir að jafnframt henni verði byggð upp betri kennsluaðstaða innan hans.“ Þarf pólitíska samstöðu Magnús segir að nefndin, sem nú starfar undir forsæti Ingibjargar Pálmadóttur og er ætlað að skila til- lögum um staðsetningu og framtíð- aruppbyggingu spítalans, sé á engan hátt bundin af hugmyndum dönsku ráðgjafanna eða sænsku arkitekt- anna sem jafnframt leggja til ráð. „Við þurfum að ná pólitískri sam- stöðu um framhaldið og gera svo áætlun um í hvaða þrepum verður ráðist í uppbygginguna. Þar er að mörgu að hyggja, til dæmis skiptir miklu hvernig samgöngur verða við væntanlegar meginbyggingar spít- alans. Það hafa stjórnendur spítalans ásamt ráðgefandi arkitektum verið að skoða undanfarið, í samvinnu við borgaryfirvöld. Þegar allar þessar upplýsingar liggja fyrir mun nefndin taka afstöðu til þeirra og skila heil- brigðisráðherra tillögu sinni.“ Hagkvæmast að hafa starfsemina á einum stað Morgunblaðið/Golli Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss 2 0 0 1 - 2 0 2 4 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins Kynningar- fundur og sýning Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verður til sýnis og kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 9. október frá kl. 16:00–21:00. • Skipulagssérfræðingar kynna svæðisskipulagstillöguna og sitja fyrir svörum kl. 16:30–17:30. • Forsvarsmenn skipulagsmála sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu svara fyrirspurnum kl. 18:00-19:00. • Skipulagstillagan verður áfram til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 10. október og fimmtudaginn 11. október. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér framtíðarsýn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á uppbyggingu og þróun byggðar næsta aldarfjórðunginn. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. A T H Y G L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.