Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 33 upp langdrægum gereyðingarvopnum. Út- breiðsla frelsis og lýðræðis er bezta leiðin til að tryggja frið á alþjóðavettvangi og hún má ekki verða útundan í þeirri baráttu, sem er framundan. Það megum við sízt láta eftir öfgamönnunum, sem barizt er gegn. Viðvaranir Amnesty En það er ekki einung- is á alþjóðavettvangi, sem hætta er á að bar- áttan gegn hryðju- verkamönnunum snúist upp í andhverfu sína og bitni á frelsi og mannréttindum. Í áðurnefndri skýrslu Amnesty International, sem gefin var út í fyrradag, láta samtökin í ljós áhyggjur af því að víða um heim, líka í vestrænum ríkjum, muni ein- staklingsfrelsi og mannréttindi líða fyrir viðleitni stjórnvalda til að tryggja sem bezt öryggi þegn- anna fyrir hryðjuverkaárásum. „Ríkisstjórnir bera ábyrgð á að tryggja öryggi borgara sinna, en þær aðgerðir sem gripið er til mega ekki grafa undan grundvallarmannréttindum,“ segir í skýrslu Amnesty. „Svo virðist sem sumar þær til- lögur, sem nú eru til umræðu eða verið að hrinda í framkvæmd, megi nota til að takmarka grundvall- armannréttindi eða kveða niður andstöðu innan- lands. Sumar skilgreiningar á „hryðjuverkastarf- semi“, sem nú eru til umræðu, eru svo víðar að þær mætti nota til að varpa sök á hvern þann, sem ekki aðhyllist valdhafana, og gera saknæmt að nýta með friðsamlegum hætti lögmætt tjáningar- og félagafrelsi. Þær gætu sömuleiðis stofnað vernd einkalífsins í hættu og ógnað réttindum minnihlutahópa og hælisleitenda.“ Í skýrslunni gerir Amnesty að umfjöllunarefni frumvarp Johns Ashcrofts, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem nú er til umfjöllunar á Bandaríkjaþingi, um lagabreytingar sem auð- velda eiga baráttuna gegn hryðjuverkamönnum. Einkum gagnrýna samtökin ákvæði um að út- víkka verulega heimildir yfirvalda til að úrskurða innflytjendur í varðhald og reka þá úr landi vegna gruns um tengsl við hryðjuverkasamtök, án þess að kynna þeim sönnunargögn gegn þeim eða veita þeim rétt til að andmæla varðhaldinu. Þessi ákvæði frumvarpsins hafa reyndar mætt and- stöðu í báðum flokkum á Bandaríkjaþingi og svo virðist sem þau verði þrengd verulega í meðförum þingsins. Þá gagnrýnir Amnesty að frumvarpið skilgreini „hryðjuverkastarfsemi“ mjög vítt og geri að brottrekstrarsök að vera t.d. meðlimur í tilteknum félagsskap, sem kunni að vera hliðholl- ur hryðjuverkamönnum. Amnesty átelur líka Evrópusambandið fyrir að velta fyrir sér tillögum, sem muni líklega ganga gegn borgaralegum réttindum og draga úr vörn- um gegn mannréttindabrotum. Vitnað er til fund- ar dóms- og innanríkismálaráðherra ESB- ríkjanna 20. september sl., þar sem samþykkt var að einfalda ferli framsals grunaðra hryðjuverka- manna milli ríkja ESB, m.a. með útgáfu hand- tökuskipana, sem gildi í öllum ESB-ríkjum jafnt. Hugsanlegt er að þessar ákvarðanir muni snerta Ísland vegna Schengen-samstarfsins. Samtökin óttast að þær hafi í för með sér minna eftirlit dóm- stóla með framsalsferlinu. Þá hefur Amnesty áhyggjur af umræðum innan ESB um víðtækari skilgreiningar á hryðjuverkastarfsemi, sem myndi gera aðild að félagsskap sem „styður hryðjuverkahóp“ glæpsamlega og af hugmyndum um að torvelda hælisleitendum að komast inn fyr- ir landamæri ESB. Í skýrslu samtakanna er vitn- að til orða Mary Robinson, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem sagðist í síðustu viku hafa áhyggjur af því að þrengt yrði að borgaraleg- um réttindum í ESB og að „evrópska virkið“ yrði erfiðara inngöngu fyrir flóttamenn og hælisleit- endur. Stjórnvöld í vestrænum ríkjum hljóta að velta því vandlega fyrir sér hvar mörkin liggi á milli þess að tryggja öryggi borgaranna og að takmarka ein- staklingsfrelsi, vernd einkalífs og grundvallar- mannréttindi. A.m.k. hljóta menn að taka mark á gagnrýni og ábendingum virtra samtaka á borð við Amnesty International. Það er nauðsynlegt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir misnotkun hryðju- verkamanna á því frelsi, sem ríkir á Vesturlöndum, en það má ekki nota baráttuna gegn hryðjuverka- mönnum sem skálkaskjól til þess að takmarka það frelsi, sem við búum við. Innflytjendur, Netið og tján- ingarfrelsið Ein hættan, sem Am- nesty bendir óbeint á, er að þau öfl, sem eru andvíg innflytjendum, noti hryðjuverkaárás- irnar sem afsökun til að knýja á um að dregið verði mjög úr veitingu landvistarleyfa og pólitísks hælis. Slík stefna er afar varasöm og líkleg til að skapa fleiri vandamál en hún leysir. Langmestur meirihluti þess fólks, sem sækist eftir nýju heimili á Vesturlöndum, hefur auðvitað ekkert til saka unnið og vill fyrst og fremst búa sér og fjölskyldu sinni betri fram- tíð. Aukin fjölbreytni hefur aðallega haft jákvæð áhrif á vestræn samfélög. Hins vegar getur verið full þörf á að efla eftirlit á landamærum og kanna betur bakgrunn innflytjenda en gert hefur verið. Bent hefur verið á að sumir þeirra, sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um 11. september, hafi komið löglega inn í landið en verið með löngu útrunna vegabréfsáritun. Yf- irvöld hafi hins vegar ekkert gert í að hafa uppi á þeim. Þá hafi embættismenn, sem veiti vega- bréfsáritanir, ekki nægilegan aðgang að skrám yfir grunaða glæpa- og hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu, sem áður var nefnt og senn hlýtur samþykki Bandaríkjaþings, verður yfir- völdum heimilað að nota rafrænan eftirlitsbúnað til að fylgjast með tölvusamskiptum og að hlera alla síma sem meintir hryðjuverkamenn nota. Sumir telja hins vegar ekki nóg að gert og vestra hafa farið fram miklar umræður um þátt Netsins í hryðjuverkunum og hvort ástæða sé til að gera yf- irvöldum auðveldara fyrir að fylgjast með öllum netsamskiptum, m.a. með því að takmarka notkun svokallaðrar dulkóðunar, sem gerir utanaðkom- andi aðilum torvelt eða ókleift að komast að inni- haldi samskipta á Netinu. Það mun óumdeilt að hryðjuverkamennirnir notuðu Netið til að skipu- leggja ódæðisverk sín en ekki liggur fyrir hvort þeir notuðust við dulkóðun. Hins vegar er ómögu- legt að segja hvort bann við dulkóðun hefði nokk- uð að segja í baráttunni við hryðjuverkamenn. Ýmsir netsérfræðingar hafa bent á að hryðju- verkamennirnir séu líklegri til að senda sín á milli leyniorð, dulmál eða myndir, sem þeir einir skilji, en að reiða sig á dulkóðun. Fyrir utan það að bann við dulkóðun myndi lík- ast til ganga af netviðskiptum dauðum má ekki horfa framhjá því að Netið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í harðstjórnar- og alræðisríkjum og auð- veldað stjórnarandstæðingum og andófsmönnum að skipuleggja sig. Kúgunarstjórnir, hvort sem þær eru í Kína, Norður-Kóreu eða Afganistan, hafa óttazt Netið og undantekningarlítið sett strangar hömlur við notkun þess. Andspyrnu- hreyfingin, sem barðist gegn stjórn Slobodans Milosevic í Júgóslavíu, notaði Netið með góðum árangri og studdist m.a. við dulkóðun skilaboða. Það er því í bezta falli tvíeggjað vopn í þágu frelsis og lýðræðis að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með samskiptum á Netinu. Samstaða bandarísku þjóðarinnar eftir árásina 11. september hefur verið aðdáunarverð. Hins vegar hafa menn orðið varir við nokkur afmörkuð dæmi þess að hún hafi gengið út í öfgar og ekki má gleymast að það er mjög dýrmætt að fá að vera ósammála meirihlutanum. Nokkrir dálka- höfundar á smærri dagblöðum hafa verið reknir úr starfi fyrir að viðra óvinsælar skoðanir, eftir að lesendur helltu sér yfir ritstjórana. Það atvik, sem hefur fengið mesta athygli, er hins vegar þegar talsmaður Hvíta hússins, Ari Fleischer, skamm- aði Bill Maher, stjórnanda þáttarins „Politically Incorrect“, fyrir að velta því m.a. fyrir sér hvort rétt væri að hryðjuverkamennirnir væru „gung- ur“ eins og Bush forseti hefur ítrekað látið hafa eftir sér. „Það þarf að minna alla Bandaríkjamenn á að þeir þurfa að gæta að því hvað þeir segja, gæta að því hvað þeir gera, og að þetta er ekki rétti tíminn til að koma með svona athugasemdir,“ sagði Fleischer á blaðamannafundi. Í opinberri útskrift Hvíta hússins af blaðamannafundinum vantaði orðin „gæta að því hvað þeir segja“, sem eigi að síður voru á segulböndum blaðamanna, og gerði það illt verra. Ein þeirra sjónvarpsstöðva, sem sýndu þátt Mahers, tók hann af dagskrá. Nafnið á þætti Mahers gefur til kynna að honum er ætlað að halda fram óvinsælum skoðunum og leiðarahöfundar ýmissa helztu blaða í Bandaríkj- unum hafa komið honum til varnar – þau viðbrögð sýna raunar vel að varðstaðan um tjáningarfrelsið er öflug vestra. „Það er ekki merki um styrk að bregðast hart við andstæðum skoðunum, jafnvel ekki á stríðstímum,“ sagði Washington Post. „Það er fremur styrkur Bandaríkjanna að hvetja til þess að gagnstæð sjónarmið séu sett fram og að umbera ósmekkleg ummæli, einkum og sér í lagi þegar pólitísk umræða skiptir máli.“ Vestræn ríki – Ísland þar með talið – þurfa að yfirvega mjög vandlega hver viðbrögð þeirra við hryðjuverkaárásunum verða heima fyrir. Ef nið- urstaðan verður sú, að einstaklingsfrelsi, mann- réttindum, persónuvernd eða umburðarlyndi samfélagsins sé fórnað að einhverju leyti til að auka öryggi, er hætta á að hryðjuverkamennirnir glotti við tönn í grenjum sínum og telji sig hafa haft sitt fram. Rökin fyrir því að takmarka frelsið til að tryggja öryggi þurfa að minnsta kosti að vera afar sterk. Morgunblaðið/RAX Haustlitir „Baráttan verður ekki árangursrík í raun, a.m.k. ekki til lengri tíma litið, ef við föllum í þá gryfju að fórna frelsinu fyrir örygg- ið og gleymum að gæta að vernd lýð- ræðis og mannrétt- inda þegar við öfl- um bandamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum.“ Laugardagur 6. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.