Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 37
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
til Reykjavíkur og gætti barna tvö
sumur fyrir Þórð Erlendsson öku-
mann og Ágústu Lárusdóttur á Vita-
stíg 7. Nokkru síðar var hún við
sama starfa í Bræðratungu í Laug-
ardal í Reykjavík. Þar bjuggu þá
fjölskyldur tvær, systkinin Bárðný
og Þorvaldur Óskar Jónsson ásamt
mökum sínum. Þetta var nánast uppi
í sveit og var þarna heyjað. Heima í
Eyjum var Sigurrós víða „í vist“ eins
og það var kallað og fólst í húsverk-
um og barnagæslu, en Sigurrós þoldi
ekki að vinna í fiski eða strita í erf-
iðisvinnu. Sigtún var næsta hús við
Landakot. Þar var hún hjá Guðrúnu
Guðjónsdóttur frænku sinni og
Bjarna Eyjólfssyni. Einnig var hún á
Urðarvegi 42, en þar bjuggu Krist-
inn Ármannsson og Anna Einars-
dóttir, í Vesturhúsum hjá Hansínu
Magnúsdóttur og hjá Gunnari Ólafs-
syni kaupmanni.
Eitt sumar á kreppuárunum var
hún hjá Lúðvík Norðdal Davíðssyni,
héraðslækni á Eyrarbakka, og ein-
hvern tíma á þeim árum var hún líka
í Suður-Vík í Mýrdal, Skarðshlíð
undir Eyjafjöllum og á Ólafsfirði hjá
Hartmanni Pálssyni og Maríu Krist-
jánsdóttur. Á vetrum var Sigurrós
oftast í Eyjum. Hún uppfartaði til að
mynda hjá Tótu, Þórunni Jónsdótt-
ur, á veitingahúsinu í Þingholti. Og
einu sinni var hún ráðskona í Tanga-
sjóbúðinni. Og það var sannarlega líf
í tuskunum á vertíðinni í Vestmanna-
eyjum í þá daga. Á kvöldin var mesta
skemmtun unga fólksins að fara út í
þann vindasama Stórhöfða þar sem
rekið var vinsælt kaffihús. Hefur það
áreiðanlega verið stórfenglegasta
umhverfi sem nokkurt kaffihús á
landinu hefur getað státað af og það
sem mest hefur gustað um. Síðast en
ekki síst var Sigurrós um tíma í vist
á Reynifelli hjá Margréti frænku
sinni. Þær voru á svipuðum aldri og
áttu vel skap saman.
Margrét var dóttir Guðrúnar, föð-
ursystur Sigurrósar, og var gift Guð-
steini Þorbjörnssyni Arnbjörnsson-
ar. Börn þeirra eru Reynir
skólastjóri og þau systkini og eru
þau því náskyld Sigurrósu í báðar
ættir. Heilmikil samskipti voru milli
fjölskyldnanna á þessum góðu og
gömlu dögum. Síðasta vist Sigurrós-
ar áður en hún gekk í hjónaband var
hjá Jónu Kristinsdóttur ljósmóður
sem átti eftir að taka á móti öllum
börnunum hennar.
Haustið 1942 réðst Sigurrós sem
ráðskona til Guðjóns Vigfússonar
sem keypt hafði húsið Strandberg við
Strandveg og efnaðist vel á stríðs-
árunum. Í Strandbergi fæddust elstu
börnin. Árið 1946 reistu þau sér stórt
íbúðarhús á Hásteinsvegi 49, ásamt
Ögmundi, bróður Sigurrósar. Þá var
Landakot selt og fluttist Þóranna til
Ögmundar og fjölskyldu hans. Þegar
Sigurrós stofnaði heimili hætti hún
að vinna úti. Ég ætla að leyfa mér að
vera svo gamaldags að telja það
mikla gæfu fyrir börnin. Mikil um-
skipti urðu þegar fjölskyldan fluttist
til Reykjavíkur. Sigurrós átti allan
sinn stóra frændgarð og vini í Eyjum
og kom þangað á hverju sumri meðan
Þóranna móðir hennar lifði en sjaldn-
ar eftir það. Þegar börnin uxu úr
grasi fór Sigurrós aftur út á vinnu-
markaðinn því hún kunni iðjuleysinu
illa. Síðustu árin undi hún sér best við
að rækta blómagarðinn heima líkt og
Sigurjón bróðir hennar gerði í Vest-
mannaeyjum.
Sigurrós sameinaði í fari sínu fín-
leika og viðkvæmni föður síns og
þrautseigju og jafnaðargeð móður
sinnar. Hún var dul kona og hlédræg
og lét ávallt lítið fyrir sér fara. Þegar
hún var lögð til hinstu hvíldar var
bjart yfir Eyjunum og skyggni til
lands og sjávar eins og best verður
hér á landi.
En þær Vestmannaeyjar sem Sig-
urrós móðir mín þekkti og unni eru
nú horfnar inn í rökkur sögunnar og
birtast aldrei aftur.
Sigurður.
Elsku mamma mín, nú er kveðju-
stundin komin. Hve sárt það er að
sjá á bak sínum besta vini.
Minningarnar leita á hugann:
Mamma að baka kleinur, mamma að
sinna blómunum sínum, mamma að
baka fyrir jólin, mamma að syngja
við heimilisstörfin. Þegar ég var lítil
man ég ekki eftir mömmu öðru vísi
en syngjandi við störf sín. Andrúms-
loftið í eldhúsinu hennar mömmu
fyrir jólin! Það var það besta sem ég
vissi að hreiðra um mig í eldhús-
króknum og fylgjast með jólaundir-
búningnum. Þá var eldhúsið hennar
mömmu öruggasti staður veraldar
og þá gat ekkert illt hent mann. Það
fylltist einhvern veginn allt af indæl-
um friði. Þessi tilfinning hvarf ekki
frá mér þó árin færðust yfir okkur
báðar. Hún mamma hafði ekki mörg
orð um hlutina, en lét verkin tala.
Hins vegar gat hún hlustað og það
voru ófáar yfirlýsingarnar sem hún
fékk að heyra. Það var sama hvað
sagt var, alltaf var eins og hún
mamma hefði heyrt það áður og ekk-
ert kæmi henni á óvart. Í henni
mömmu var ekki til það sem við köll-
um þröngsýni eða fordómar. Hún
mamma mín var ekki menntuð kona
á okkar tíma mælikvarða en hún
hafði einhvern veginn vit á öllum
málum og aldrei vissi ég til þess að
hún hneykslaðist á nokkurri mann-
eskju. Hún tók öllu því sem að hönd-
um bar með æðruleysi.
Elsku mamma mín. Mér og mín-
um sýndir þú aldrei annað en skil-
yrðislausa ást og umhyggju og fyrir
það vil ég þakka þér af öllu hjarta.
Helga.
Elsku amma, á stundum sem
þessum verða orð ósköp fátækleg og
því er erfitt að lýsa þeim söknuði og
þeirri hryggð sem missir þinn skilur
eftir. Hvað sem því líður mun fögur
minning þín vera með okkur það sem
við eigum eftir ólifað.
Ofarlega er í huga okkar þegar við
heimsóttum þig á Seltjarnarnesið,
hversu hlýlega þú tókst á móti okk-
ur. Ævinlega voru nýbakaðar klein-
ur, vínarbrauð eða pönnukökur
dregnar fram og síðan var sest að
borðum í eldhúskróknum þar sem
talað var um heima og geima. Er
okkur sérlega minnisstætt hve hisp-
urslaust og opinskátt var hægt að
tala við þig um allt mögulegt.
Stundum var líka litið í bolla. Ekki
er heldur hægt að minnast þín án
þess að hugsa um garðinn þinn fal-
lega og blómin. Þar eyddir þú ófáum
stundunum og hafðir mikla ánægju
af. Unaðslegt var að sitja með þér í
garðinum, finna angan af blómunum,
upplifa litadýrðina og friðinn. Þang-
að leitar hugurinn oft þessa dagana.
Á Hrafnistu, þar sem þú dvaldir
síðustu ævidagana, var jafnnotalegt
að vera í návist þinni og finna fyrir
þeirri hlýju sem þú ávallt sýndir
okkur. Við minnumst þín með þakk-
læti og kærleika og vonandi hefur þú
fundið hversu vænt okkur þótti um
þig.
Elsku amma á Nesi, en það varstu
ævinlega kölluð, jafnvel eftir að þú
fluttist á Hrafnistu, í huga okkar
getur enginn átt betri ömmu en þig.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri trega-tárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon er góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar,
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem.)
Eva og Sigurrós.
✝ Hulda Tryggva-dóttir fæddist á
Fáskrúðsfirði 27.
febrúar 1927. Hún
varð bráðkvödd að
heimili sínu aðfara-
nótt 26. september.
Foreldrar Huldu
voru hjónin Þórey
Jónsdóttir og Sigurð-
ur Tryggvi Guð-
mundsson sjómaður.
Hún var yngst 11
systkina sem öll eru
látin. Fyrir hjóna-
band eignaðist Hulda
son, Stefán Alexand-
er Haraldsson, f. 9. apríl 1951, d.
30. nóv. sama ár. Hulda giftist 19.
mars 1960 Kjartani Halldórssyni
frá Oddastöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi, bónda á Rauðkollsstöðum,
f. 5.3. 1917. Dóttir þeirra er Þór-
ey, f. 2.4. 1960, bú-
sett í Ólafsvík. Eig-
inmaður hennar er
Jóhann Pétur Guð-
jónsson, f. 28.9.
1959. Synir þeirra
eru Kjartan Már, f.
24.10. 1985, og Jón
Bjarni, f. 26.9. 1987.
Fósturdóttir þeirra
er Erla Dögg Ár-
mannsdóttir, f. 19.7.
1964, búsett í Hítar-
dal. Sambýlismaður
hennar er Finnbogi
Leifsson, f. 31.3.
1955. Börn þeirra
eru Leifur, f. 23.9. 1989, Tinna
Kristín, f. 6.1. 1991, og Hulda Rún,
f. 15.5. 1996.
Útför Huldu fór fram í kyrrþey
að ósk hennar. Jarðsett var í Kol-
beinsstaðakirkjugarði.
Elsku mamma, ekki hvarflaði það
að mér er ég kvaddi þig á þriðjudags-
kvöldið með faðmlögum og kossum að
það yrði í síðasta sinn sem ég fengi að
halla mér að mjúkum vanga þínum.
Það að hafa eignast svona yndislega
móður, svo blíða og góða, er ekki öll-
um gefið. Núna eiga stóru augastein-
arnir þínir um sárt að binda. Þú sást
ekki sólina fyrir þeim, dekraðir við þá
alla tíð, og var ekkert nógu gott. Kom
ég því líka inn hjá þeim frá fyrstu
stundu hversu ríkir þeir væru að eiga
svona góða ömmu. Veit ég líka að Jói
á eftir að sakna þín mikið. Hvað hon-
um þótti gaman að stríða þér, með því
að segja að þetta væri algjör óþarfi,
eða þetta mætti bíða aðeins lengur,
það lægi ekkert á. Vitandi það að þú
vildir láta gera þetta strax. Elsku
mamma mín. Ég veit að við eigum eft-
ir að hittast aftur. Veit ég líka að
mörg tár eiga eftir að renna niður
vanga mína í gegnum árin er mér
verður hugsað til þín. Ég mun sakna
þín sárt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Góði guð, ég bið þig að styrkja
pabba þar sem hann á um sárt að
binda.
Þórey.
Líkt og gljárós sem að vori grær
og garðasól mót sumri hlær.
Hulduljós sem hvarf í gær
hnigin er liljan til jarðar.
Hve tæpur er tíminn, móðir kær,
treginn og sorgin komin nær.
Heyrist er grætur haustsins blær
hnígur þá liljan til jarðar.
Elsku mamma. Hve sárt er að
hugsa til þess að við höfum þig ekki
hjá okkur lengur. Það var aldrei nein
lognmolla í kringum þig, þú varst
hamhleypa til verka, vildir drífa allt af
í hvelli, þér lá hátt rómur og þú virtist
eiga óþrjótandi orkubrunn. Samt
voru þínar bestu stundir að kveikja á
kerti, hafa fallegan blómvönd og
hlusta á þögnina. Þannig fórstu frá
okkur, er haustið skartaði sínu feg-
ursta, lognið var algert, himinninn
heiðskír, þá lést þú í svefni. Það var
sárt að meðtaka það að þú myndir
ekki vakna meir, en ég er þakklát fyr-
ir að þú fékkst svona friðsælt andlát.
Ég er óendanlega þakklát fyrir allt
sem þú hefur veitt mér í gegnum árin,
ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur
kennt mér, en mest er ég þakklát fyr-
ir allt sem þú varst mér. Þú kenndir
mér að dauðinn væri ekki endalok,
hann væri nýtt upphaf og boðaði end-
urfundi við látna ástvini. Þeir voru
margir ástvinir þínir sem þú hlakk-
aðir til að hitta. Þú sagðir líka að sorg-
in ætti að fá sinn tíma, en svo yrði að
sleppa henni og halda áfram.
Það er líka margs að minnast. Ég
minnist þess hvað þú varst mikið jóla-
barn. Þú byrjaðir að kaupa jólagjaf-
irnar í september og þegar aðventan
byrjaði varst þú búin að öllu og beiðst
eftir jólunum eins og lítil stelpa. Ég
minnist líka allra sumarkrakkanna
sem þú hafðir alltaf pláss fyrir. Og
þegar réttirnar komu hélt fólk að það
væri komið að Vegamótum þegar rút-
an stoppaði og helmingurinn af fólk-
inu fór úr rútunni á Rauðkollsstöðum.
Ég minnist þess er þú varst við sím-
ann að afgreiða öll símtöl sveitarinn-
ar. Þegar þið Gugga sátuð við eldhús-
borðið seint á kvöldin og töluðuð
saman í hálfum hljóðum og skellihlóg-
uð svo. Ég minnist þess hvað þú bak-
aðir mikið og kökurnar þínar voru
góðar. Eins þegar við Brynja töldum
sýrópskökurnar ofan í Orra og þú
skammaðir okkur. Ég minnist und-
irbúningsins þegar þið Sigrún tókuð
slátur og mikið var ég fegin að þið
vilduð bara vinna þetta tvær. Ég man
hvað þú varst uppveðruð þegar
Kjartan Már fæddist og þú varðst
amma í fyrsta sinn. Pabbi sagði að þú
skúraðir þröskuldana tvisvar á dag
svo þeir væru örugglega hreinir þeg-
ar hann byrjaði að skríða. Ég man
þegar Hulda Rún fæddist á sauðburði
og þú komst með fulla dunka af kök-
um og kleinum. Ég minnist þess
hvernig þið pabbi reynduð oft að
komast tvö saman í stutt sumarfrí.
Hvað þú hugsaðir vel um bílinn þinn.
Hvernig þú umfelgaðir sjálf niðri í
kjallara. Hvað það var þér mikið áfall
þegar sjóninni hrakaði og þú gast
ekki keyrt lengur.
Ég þakka þér stundirnar sem við
áttum tvær í sumar. Ég veit að minn-
ingarnar munu ylja okkur um ókomin
ár. Ég vil biðja þér guðs blessunar, ég
veit þú hefur átt góða heimkomu. Ég
vil biðja guð að blessa pabba og veita
honum styrk, en þið hafið nú fylgst að
í 45 ár. Þú varst svo ánægð að Sigrún
skyldi fara með ykkur í sumarfrí í
sumar og keyra ykkur til Lindu og
fara um Skagafjörðinn. Þú virtist vita
að þetta var síðasta ferðalag ykkar
pabba saman.
Ég kveð þig mamma mín og þakka
þér fyrir allt. Þar til við sjáumst aftur.
Erla.
Núna ert þú farin, elsku amma, og
við söknum þín sárt.
Ef þú kemur aftur þá bíðum við
þín, elsku amma. En þú kemur
örugglega ekki aftur og okkur sárnar
það mjög, því okkur þótti svo vænt
um þig. Við söknum stundanna sem
við áttum með þér og hefðum viljað
gera meira með þér, en það gekk ekki
upp.
Við gerum eitthvað skemmtilegt
hinum megin.
Bless amma, þínir dóttursynir,
Jón Bjarni og Kjartan Már.
HULDA
TRYGGVADÓTTIR
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina