Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRESKA sveitin Travis hélt tónleika á dögunum í hinni hrjáðu stórborg New York. Uppselt var á tónleikana sem fram fóru í Radio City Music Hall og voru áhorfendur um 6000. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að meðlimir ákváðu að gera tónleikana að styrkt- artónleikum. Allt fé sem kæmi í kassann að tónleikum loknum skyldi fara til slökkviliðsmanna og annarra þeirra sem létust við skyldustörf er hryðjuverk- in áttu sér stað. Áður en sveitin flutti lag sitt „Happy“ tilkynnti söngvarinn Fran Healy þessa ákvörðun og var fagnað gríðarlega af áhorfendum fyrir vik- ið. Healy var sjáanlega hrærður yfir viðtökunum og stappaði stálinu í áhorfendur. „Þakka ykkur hjartanlega fyrir. Næsta lag er tileinkað öllum þeim sem búa í New York,“ sagði Healy áður en talið var í. Travis styður New York-búa Hljómsveitin Travis reyndist aufúsu- gestur í New York á dögunum. Góð tilfinning HASARHETJAN Jackie Chan bjargaði lífi eins áhættuleikarans sem vann með honum við myndina Rush Hour 2, en áhættu- leikarinn Chung Cheng-kai sagði opinberlega á fimmtudaginn að hann ætti Chan líf sitt að launa, eftir áhættuatriði í bát á upp- tökustað í Hong Kong. Hann útskýrir að Chan hafi verið að sparka sér og öðrum áhættuleikara út úr bátnum á ferð, og þá hafi hann fest undir bátnum. Og einmitt þegar Chung Cheng-kai hélt að hann gæti ekki haldið and- anum niðri í sér lengur kom Chan og dró hann undan bátnum með annarri hendi. „Mér finnst einsog Guð hafi komið og dregið mig upp úr vatninu. Sekúndu seinna hefði ég verið dá- inn.“ Næsta mynd Chans verður önnur hasargrín- mynd, og einnig samfram- leiðsla Bandaríkjanna og Hong Kong. Hún mun ger- ast í London á þriðja áratugnum og segir frá kínverskum innflytjanda, lögreglumanni sem deyr við skyldu- störf. En hann gengur aftur og þá gæddur yfirnáttúrulegum krafti. Hljómar vel! Bjargvætturinn Chan Hetja í raun og veru. FORVITNILEGAR sviptingarhafa verið í rokkinu und-anfarna mánuði; fyrir ári eðasvo var vælukennt, tilfinn- ingaþrungið rokk í hávegum haft en skyndilega komu nýir straumar; meiri harka og meira stuð ... eða svo gæti það sýnst ef menn hafa allan sinn fróðleik úr bresku popppress- unni. Vitanlega eru allir að gera allt, eins og alltaf, þótt óneitanlega virð- ist gróskan og gerjunin vera meiri en oft áður. Gaman er að fylgjast með því hvernig straumarnir berast fram og aftur yfir Atlantshafið, eins og sjá má til að mynda á bresku sveitinni Starsailor, sem er undir sterkum áhrifum af Jeff Buckley, og bandarísku sveitina Kingsbury Manx sem leikur breska nýbylgju og gerir það vel. Ekki er langt síðan bresk popp- blöð spáðu því að Starsailor ætti eft- ir að verða helsta hljómsveit Bret- lands, ef ekki heims. Svo sem ekkert nýtt að menn séu yfirlýsingaglaðir á þeim bæ og kemur í sjálfu sér ekki á óvart þótt svo stór orð séu látin falla þegar sveitin var rétt búin að senda frá sér fyrstu smáskífuna. Síðan eru nokkrir mánuðir og margar hljóm- sveitir kallaðar sem eiga eftir að breyta gangi sögunnar þeg- ar Starsailor sendir loks frá sér fyrstu breiðskífuna, Love is Here, á morgun. Sú er reyndar for- vitnileg, bresk léttnýbylgja af bestu sort með skemmtilegum uppákomum í útsetn- ingum og óvenju veigamiklum textum. Vonandi dagar Star- sailor ekki uppi sem hver annar papp- írstígur því víst á hún meira skilið. Ættuð frá Wigan Starsailor er ættuð frá Wigan, miðja vegu milli Liverpool og Manchester, borgar sem hefur haft gríðarleg áhrif á breskt tónlistarlíf undanfarin misseri, en þess má geta að The Verve er einmitt frá Wigan líka. Walsh stofnaði hljómsveitina og ræður ferðinni en þótt mönnum finnist hún hafa náð vinsældum í hendingskasti má ekki gleyma því að þeir félagar höfðu starfað saman í á fimmta ár áður en þeir komust í náðina í Lundúnum. Nafnið Starsailor er fengið frá samnefndri breiðskífu Tims Buck- leys, en Walsh hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Jeff Buckley, syni Tims. Hann segir gjarnan frá því er hann heyrði í Jeff Buckley í fyrsta sinn og áttaði sig á því að hann var að hlusta á vit- lausa tónlist; Buckley var málið og síðan Neil Young, Van Morrison og fleiri álíka listamenn. Walsh var orðinn lið- tækur á píanó tólf ára gamall og tveimur árum síðar var hann farinn að semja lög. Starsail- or varð síðan til þegar hann hóf tónlistar- nám í Wigan en þá kynntist hann bassa- leikaranum James Stelfox og trommuleik- aranum Ben Byrne. Sveitin starfaði síðan sem tríó næstu árin og það var ekki fyrr en komið var fram á síð- asta ár að fjórði maðurinn slóst í hópinn, hljómborðsleikarinn Barry Westhead, sem vann fram að því sem orgelleikari í líkbrennslu. Þegar hér var komið sögu fluttust Starsail- or-félagar til Lundúna og byrjuðu tónleikahald þar. Ekki leið á löngu að útgáfur voru farnar að slást um sveitina og fyrsta breiðskífan kemur svo út á morgun eins og getið er. Leiðtogi Starsailor, James Walsh, hefur reyndar lýst því yfir að vel- gengni sveitarinnar undanfarið sé fullmikil þótt þeir félagar treysti sér til að standa undir öllum vænt- ingum. Bandarísk-bresk nýbylgja Eins og getið er í upphafi leikur bandaríska sveitin Kingsbury Manx dæmigerða breska nýbylgju þrátt fyrir uppruna sinn, minnir meðal annars á Pink Floyd áður en Barrett missti vitið, en þeir Kingsbury Manx-menn hennar eru allir frá Norður-Karólínu. Liðsmenn þeirrar sveitar eru fjór- ir líkt og hjá Starsailor, Kenneth Stephenson og Bill Taylor, sem báð- ir syngja og leika á gítara, Scott Myers, sem leikur á bassa og hljóm- borð, og Ryan Richardson, sem leik- ur á trommur og raddar, en þegar sveitin er á ferðinni sér Clark Blom- quist um bassaleik. Að sögn stóð aldrei til að Kings- bury Manx gerði hljómplötu en þeir félagar höfðu leikið saman í fimm ár sér til skemmtunar. Það hver fyrsta skífan bar brátt að og að segja óvart skýrir að nokkru sérkennilegt nafn sveitarinnar því þegar kom að því að gefa fyrstu plötuna út þurftu þeir að finna nafn í snatri. Síðan hefur sveit- inni gengið flest í haginn og meðal annars hitað upp fyrir Calexico og Stephen Malkmus Þótt lítil vinna hafi verið lögð í kynna fyrstu plötu sveitarinnar, náði hún eyrum manna víða um heim og var meðal annars talin með 50 bestu plötum ársins 2000 í NME og með tíu bestu „týndu“ plötum árins í tímaritinu Magnet. Í framhaldi af því hafði síðan þýska fyrirtækið City Slang, sem hefur meðal annars gefið út Lambchop, samband við sveitina og gerði við hana útgáfusamning og gefur út nýju skífuna. Skífan nýja heitir sérkennilegu nafni, The Kingsbury Manx Let You Down, sem snara má sem Kingsbury Manx bregðast, en þeir félagar skýra nafnið með því að búið var að nota Let it Bleed. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Nýbylgja að austan og vestan Áhrif í rokki berast fram og aftur yfir Atlantshafið. Árni Matthíasson veltir fyrir sér Starsailor og Kingsbury Manx.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.