Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 25 Einu færra um að hugsa Estée Lauder kynnir Equalizer Smart Makeup SPF 10 Nýi Equalizer Smart Makeup farðinn er sem hugur manns. Þú þarft ekki lengur að hugsa um hvort útlitið sé í lagi þótt liðið sé á daginn. Þessi farði nýtir nýjustu tækni til að vinna gegn breyt- ingum á húðinni af völdum umhverfisins. Það er rétt eins og hann hugsi fyrir öllu í þinn stað: Þar sem húð þín er þurr færir hann henni raka. Þar sem hún er feit beitir hann fituhemlunum. Þannig helst farðinn ferskur, einsleitur og full- kominn allan daginn. Fæst aðeins hjá Árvekni um brjóstakrabbamein Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Smáralind, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur. TILBOÐ ÓSKAST Í B.M.W. 520 árgerð 1996 (Evrópu týpa), Pontiac Firebird Formula árgerð 1995 (ekinn 42 þús. mílur) vél 350 ci. V-8 (m/Flowmaster pústi, tölvukubb og K & N síu) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA EFTIR að Namibía fékksjálfstæði árið 1990 hófstuppbygging sjávarútvegs-ins í landinu en fram að því hafði fjölþjóðlegur fiskveiðifloti stundað stórfellda rányrkju á helstu fiskistofnum landsins. „Við leituðum meðal annars til Íslendinga eftir ráð- gjöf og þróunaraðstoð við uppbygg- ingu sjávarútvegs og fiskveiðistjórn- unar og þessi aðstoð hefur reynst okkur mjög dýrmæt,“ segir dr. Abraham Iyambo, sjávarútvegsráð- herra Namibíu, en hann var staddur hér á landi á dögunum í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um ábyrgar fisk- veiðar. Þar veitti hann forstöðu nefnd sem stýrði vinnu við lokayfir- lýsingu ráðstefnunnar og er það gott dæmi um þá viðurkenningu sem Namibía hefur hlotið á alþjóðavett- vangi fyrir ábyrga stefnu í fiskveiði- málum. „Fyrsta lagasetning- in varðandi fiskveiðar var samþykkt árið 1992 en með henni var fisk- veiðistefna landsins mótuð. Við byrjuðum að vinna eftir henni árið 1994 og nýting á auð- lindum hafsins er enn samkvæmt þessari stefnu. Hún er í grund- vallaratriðum þannig að fiskveiðiréttindum er úthlutað til namib- ískra fyrirtækja, til fjögurra, sjö eða tíu ára í senn. Erlendum aðil- um er þó heimilt að eiga eignarhluti í sjávarút- vegsfyrirtækjum lands- ins. Við stjórnum síðan veiðum okkar með kvótakerfi en kvótinn er þó ekki framseljan- legur. Stjórnun með framseljanlegum kvóta hefur gefist vel til dæm- is á Íslandi en við mát- um það þannig að slíkt myndi ekki henta okk- ur. Íslendingar byggðu úthlutun kvótans á veiðireynslu þriggja ára en í Namibíu var ekki mikil hefð fyrir fiskveiðum og því höfðu fyrirtækin ekki reynslu til að byggja á.“ Strangt eftirlit Heildarkvóti hvers árs er að sögn Iyambo byggður á ráðgjöf vísindamanna. Hann segir að strangt eftirlit sé haft með að settum reglum sé fylgt, fyr- irtæki veiði ekki umfram þann kvóta sem því er úthlutað og að reynt sé að halda meðafla í lágmarki. „Við telj- um okkur stjórna veiðunum mjög vel og eftirlitið er öflugt. Eftirlitsmenn fara um borð í skipin í upphafi veiði- ferðar til að ganga úr skugga um að ekki sé fiskur í skipinu áður en það heldur til veiða. Einnig eru gerðar mælingar á möskvastærð veiðarfæra og þar fram eftir götunum. Á meðan skip eru að veiðum fara eftirlitsmenn reglulega um borð, auk þess sem stjórnvöld hafa sérstaka eftirlits- flugvél á sínum snærum. Þegar skip- in koma til hafnar er aflinn veginn nákvæmlega, sérstaklega með tilliti til meðafla. Við beitum sektum á þau skip sem koma með of mikinn með- afla að landi, sem síðan er varið til menntamála, heilbrigðismála og þess háttar. Þannig teljum við okkur koma í veg fyrir ólöglegar veiðar.“ Rányrkja fjölþjóðlegs fiskveiði- flota er ekki lengur vandamál í nam- ibísku fiskveiðilögsögunni, að sögn Iyambo, enda eru 85% þeirra skipa sem stunda innan lögsögunnar nam- ibísk. „Ef namibísk fyrirtæki vilja fá erlend skip til að veiða fyrir sig kvót- ann þarf að greiða fyrir það sér- staklega. Þess vegna er ekki lengur fjölþjóðafloti á veiðum á okkar haf- svæði. Við teljum okkar hafa náð mjög góðum árangri í fiskveiði- stjórnun og standa mjög framarlega í þeim efnum. Alþjóðastofnanir á borð við FAO hafa staðfest það. Við vinnum mjög náið með nágranna- þjóðum okkar hvað varðar rann- sóknir og ég er mjög ánægður með það samstarf. Við höfum nýverið stofnað Suðaustur-Atlantshafsfisk- veiðiráðið sem á að stýra veiðum í út- hafinu og Namibía veitir því for- stöðu.“ Þurfum að bæta sérfræðiþekkingu Iyambo segist mjög sáttur við stefnu Namibíu í stjórnun fiskveiða en bendir á að fiskiðnaðurinn sé sí- breytilegur og því verði menn að vera stöðugt á verði. Margt hafi áhrif á iðnaðinn, bæði breytingar af mannavöldum og ekki síst af völdum náttúrunnar. Haga verði stjórnkerfi fiskveiðanna samkvæmt aðstæðum hverju sinni. „Það er hinsvegar ljóst að við þurfum að bæta sérfræðiþekk- ingu okkar. Við leitumst stöðugt við að þjálfa og mennta vísindamenn okkar betur til að öðlast meiri þekk- ingu á vistkerfi hafsins. Það bætist stöðugt í hóp vísindamanna okkar en betur má ef duga skal og í þessum efnum höfum við notið dyggrar að- stoðar Íslendinga í gegnum Sjávar- útsvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Auk þess viljum við líka mennta fleira fólk á sviði fiskveiðistjórnunar, til dæmis hvað varðar lagalegu hlið veiðistjórnunarinnar sem og hina hagfræðilegu. Eins verðum við sífellt að vera á varðbergi gagnvart ofveiði. Það er hinsvegar ekki aðeins okkar vandamál heldur allra þjóða. Flestir fiskistofnar heimsins eru fullnýttir og það verða allir að taka höndum saman um að vinna á þessu vanda- máli.“ Góðar aðstæður til fiskeldis Iyambo segir að sú staðreynd að nýting á villtum fiskistofnum sé nú víðast hvar í há- marki hafi leitt til þess að Namibíumenn horfi nú mjög til uppbygg- ingar og þróunar fisk- eldis í landinu. „Við teljum aðstæður til fiskeldis mjög hag- stæðar í Namibíu, bæði í sjó og í fersk- vatni. Þó að strand- lengja landsins sé næstum því 5.000 kíló- metrar er hún mjög lít- ið byggð. Þannig eru aðeins tvær hafnar- borgir í landinu. Mengun við ströndina er því mjög lítil og því kjörin til hverskonar fiskeldis. Þá er hitastig vatns mjög mismun- andi í Namibíu. Í syðri hluta landsins er vatn- ið tiltölulega heitt en fremur kalt fyrir norð- an. Þess vegna gætum við alið mjög fjöl- breyttar fiskitegundir í þessu tilliti.“ Samvinna við Íslendinga farin að skila hagnaði Íslendingar hafa komið að sjávar- útvegi í Namibíu með eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Fishco. Rekstur fyrirtækisins er tvíþættur. Annars vegar er krabbavinnsla sem er alfarið í eigu namibískra stjórn- valda en hinsvegar veiðar og vinnsla á lýsingi sem er að 68% í eigu stjórn- valda en afgangurinn í eigu íslenskra aðila. Iyambo segir samstarfið við Íslendinga hafa gengið vel. „Það voru erfiðleikar í rekstri fyrirtækis- ins í upphafi en það hefur nú náð að rétta úr kútnum og er farið að skila hagnaði. Ég er mjög stoltur af þessu fyrirtæki og veit að það skilar báðum aðilum miklu.“ Namibíumenn veiða um 600 þús- und tonn af fiski á ári en aðeins um 2% aflans eru unnin í Namibíu. Stærsti hluti aflans er fluttur á markaði víðsvegar um heiminn. Mest er veitt af lýsingi eða um 200 þúsund tonn á ári en hann skilar jafnframt mesta útflutningsverð- mætinu og er því dýrmætasti stofn- inn. 10% af heildarútflutningsverð- mæti Namibíu koma frá fiskveiðum sem eru annar stærsti atvinnuvegur landsins. Gull- og demantanámur skila mestu útflutningsverðmæti eða um 25%. Fiskiðnaðurinn er síbreytilegur Sjávarútvegs- ráðherra Nam- ibíu segist stolt- ur af árangri í fiskveiðistjórn- un landsins Namibíumenn hafa vak- ið athygli fyrir skelegga fiskveiðistjórnun og eru flestir fiskistofnar þeirra nú að braggast eftir áralanga rányrkju. Dr. Abraham Iyambo, sjávarútvegsráðherra Namibíu, sagði Helga Mar Árnasyni að hann væri stoltur af árangr- inum og að Namibíu- menn myndu halda áfram á sömu braut. Morgunblaðið/Golli Dr. Abraham Iyambo, sjávarútvegsráðherra Namibíu. Dada Satyatmakananda er indverskur jóga munkur sem hefur dvalist hérlendis síðan í sumar- byrjun á vegum Ananda Marga hreyfingarinnar. Hann helgaði ungur lífi sínu kennslu á jóga og hugleiðslu, og hefur komið víða við á viðburðaríkum 38 ára ferli sínum sem kennari. Hann mun halda fyrirlestur um gildi jóga í daglegu lífi. Fyrirlesturinn verður haldinn í veitingasalnum Litlu Brekku, Bankastræti 2 (gegnt Lækjarbrekku) nk. þriðjudag kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Jóga í daglegu lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.