Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 35
Kerfið starfar samkvæmt ákvæð- um Rómarsamningsins um efnahags- og myntmál. Aðalúrræði þess er að Evrópska seðlabankakerfinu og seðlabönkum viðkomandi ríkja er fal- ið að grípa inn í með tilteknum ráð- stöfunum til þess að halda hlutfallinu innan þeirra vikmarka sem ákveðin eru í ERM2. Evrópski seðlabankinn hefur eftirlit með starfsemi ERM2 og er aðalstjórnstöð samræmingarað- gerða í peninga- og myntmálum auk þess sem hann stjórnar því kerfi íhlutunar og fjármögnunar sem beitt er. Kostnaður og ábati sjálfræðis í peningamálum Eftir lengsta skeið hagvaxtar og stöðugleika í efnahagsmálum á Ís- landi í 50 ár hefur íslenska krónan skyndilega rýrnað um þriðjung á einu ári og vextir á fjármálamarkaði eru helmingi hærri en í umheiminum. Ný- lega var horfið frá aðalatriðum geng- isstefnu en þess í stað tekið upp verð- lagsmarkmið. Þetta þýðir að áhersla er lögð á stöðugleika inn á við í hag- kerfinu fremur en út á við. Þótt þessi breyting hafi verið til umræðu um hríð og sé talin gerð til samræmis við stefnu nokkurra annarra þjóða vekur tímasetning hennar þó óneitanlega upp grunsemdir um að stjórnendur peningamála hafi ekki treyst sér til þess að verja gengi íslensku krónunn- ar lengur innan vikmarka hennar. Samtímis hefur verðbólga síðustu mánaða verið langt umfram markmið um 2,5% verðbólgu á ári og hún hefur jafnframt verið meiri en yfirlýst þol- mörk leyfa, en þau eru 1,5%. Vextir voru lækkaðir lítið eitt sem var hæpin ráðstöfun við stefnuskiptin þótt vextir hafi verið og séu enn óheyrilega háir á Íslandi. Afleiðingar gengislækkunar krón- unnar og mikils vaxtamunar á fyrir- tæki og heimilin, að teknu tilliti til bæði neikvæðra og jákvæðra áhrifa, má skilgreina sem kostnaðinn af því að reka sjálfstæða peningamála- eða gengisstefnu. Vísa má til þess að Dan- ir notuðu vaxtamun dönsku krónunn- ar og þýska marksins á sínum tíma sem mælikvarða á árangur í stjórn peningamála og þar með óbeint kostnaðinn af því að standa utan Myntbandalags Evrópu. Fyrir Ís- lendinga er tilvalið að nota vaxtamun á krónu og evru í þessu skyni. Óhætt er að fullyrða að trúverðug- leiki ákveðins myntkerfis sé háður þeim stöðugleika í efnahagsmálum sem ríkir á myntsvæðinu. Mynt- bandalag margra þjóða er að öðru jöfnu til þess fallið að hafa slík áhrif. Það á sérstaklega við þegar undir- stöður slíks bandalags styðjast við skýrar réttarreglur og jafnframt að nauðsynleg úrræði eru fyrir hendi til að fylgja fram markmiðum viðkom- andi myntbandalags. Aukaaðild að slíku bandalagi getur að okkar mati haft svipuð jákvæð áhrif sem þó hljóta alltaf að vera háð þeim skilyrð- um sem sett eru. Ein aðferð til þess að meta hvort hagkvæmt sé fyrir tiltekið land að ráða sínum eigin peningamálum og vera utan Myntbandalagsins í upp- hafi en eiga kost á inngöngu síðar er sú að meta virði valréttar sem býður upp á þennan möguleika. Virði þátt- tökulandanna í Myntbandalaginu eru þau hagvaxtaráhrif sem samruninn og sameiginleg mynt hafa. Því meiri sem þessi áhrif eru þeim mun hærra verð er á valréttinum. Ábati af myntbandalagi er talinn því meiri sem samofnara efnahagslíf þjóðanna er. Þetta er oft mælt með hlutfalli utanríkisviðskipta viðkom- andi lands við myntsvæðið. Þeim mun meiri er jafnframt kostnaðurinn við að standa utan þess. Um 2⁄3 vöruvið- skipta Íslendinga eru við EES-svæð- ið. Er þá ótalið eitt mikilvægasta skil- yrðið fyrir því að myntsvæði sé kjörstaða en það er sveigjanleiki launa og hreyfanleiki fólks á vinnu- markaði. Það hagræði sem talið er vera af því að stunda sjálfstæða hagstjórn er einna helst það að geta brugðist við miklum sveifum í þjóðartekjum, eink- um óvæntum áföllum sem önnur lönd verða ekki fyrir samtímis, sbr. afla- brest eða jarðskjálfta. Reyndar má halda því fram að það geti verið hagkvæmt þegar til lengd- ar lætur fyrir land að stofna til sam- starfs við aðrar þjóðir eða mynda myntsvæði ásamt þeim, enda þótt það eigi annaðhvort lítil viðskipti við þau eða verði fyrir sértækum áföllum. Fyrir þessu eru tvíþætt rök. Annars vegar aukast viðskipti milli landa inn- byrðis í efnahagsbandalagi. Hins veg- ar er unnt að dreifa áhættu af sértæk- um sveiflum betur á einu stóru myntsvæði heldur en litlu. Síðast en ekki síst læra menn að bregðast öðru vísi við áföllum en áður. Ef ekki er lengur unnt að fella gengi krónunnar verður að lækka kaupmátt með ein- um eða öðrum hætti í staðinn. Einnig hefur verið bent á að í sum- um tilvikum er kjörið að binda hendur sínar í hagstjórn, þ.e. þegar svigrúm- ið til eigin ákvarðana er misnotað og þær valda minni hagvexti og velferð en ella. Með sjálfstæðri hagstjórn má breyta tímaferli afleiðinga framboðs- skella og eftirspurnarsveiflna með því að dreifa tekjuáhrifum á lengri tíma en ella. Gengisfelling fjölgar hins veg- ar ekki fiskum í sjónum og breytir því ekki raunstærðum. Kvótakerfið styð- ur einnig þessa niðurstöðu. Þegar til lengdar lætur ræðst hagvöxtur af heildarframleiðni þjóðfélagsins og viðskiptakjörum. Því má ekki gleyma að ákvörðun um samstarf við aðrar þjóðir í við- skiptum eða gengismálum snýst ekki einvörðungu um peninga heldur einn- ig um stjórnmál og völd. Úrræði til þess að styrkja trúverð- ugleika í hagstjórn á Íslandi Veldur hver á heldur. Frumskilyrði trúverðugleika í efnahagsmálum á Ís- landi er því „góð“ hagstjórn. En hvað er það? Samleitniskilyrði Maastricht- samningsings, sbr. það sem áður er sagt, eru nánast fyrsta tilraunin sem gerð er til þess að skilgreina „góða“ hagstjórn á alþjóðavettvangi. Þau eru einmitt skilyrði fyrir þátttöku í Mynt- bandalaginu. Ísland á þess ekki kost að ganga í Myntbandalagið. Rómarsamningur- inn kemur í veg fyrir að lönd utan ESB geti orðið aðilar að því. Þeir kostir sem þá standa eftir helst í gengismálum eru þessir. 1. Aukaaðild að Myntbandalagi Evr- ópu, þ.e. tvíhliða binding eða samn- ingur í gengismálum í átt að aðild að ERM2. 2. Einhliða ákvörðun um bindingu við annan gjaldmiðil, svo sem evru eða Bandaríkjadal. 3. Upptaka evru sem lögeyris á Ís- landi. 4. Afturhvarf til fyrri gengisstefnu þar sem gengið er fast gagnvart til- tekinni gengiskörfu sem má breyt- ast innan tiltekinna vikmarka. 5. Gengi krónunnar sé nánast látið fljóta eins og nú er. Við teljum að rétt sé að láta reyna á hvort ekki sé unnt að semja um auka- aðild að Myntbandalaginu með eða án breytinga á EES-samningnum. Meta þarf hvað útfærsla skilar mestum trú- verðugleika, sbr. síðar. Við lítum svo á að 2. kostur sé ekki fýsilegur. Trú- verðugleiki ávinnst ekki með orðum einum saman heldur verða víðtækar skuldbindingar að fylgja í kjölfarið. Kostur 3 jafngildir því að láta krón- una fyrir róða og afsala sér stjórn peningamála einhliða án þess að hafa áhrif á ákvarðanir um þau eða fá stuðning frá öðrum. Hins vegar gæti það verið hluti af samningi um auka- aðild að Myntbandalaginu að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Kostur 4 var látinn fyrir róða af því að hann gafst ekki nægilega vel enda erfiður sem lausn á jafnlitlum og við- kvæmum gengismarkaði og þeim ís- lenska. Kostur 5 með fljótandi gengi ásamt verðbólgumarkmiði er nánast hin nýja stefna ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Hann er óræður en lofar ekki góðu í gengismálum. Hvernig aukaaðild og af hverju? Eðlilegt er að spurt sé um hvað eigi að semja við aukaaðild að Mynt- bandalaginu til þess að auka trúverð- ugleikann og hvaða hag Íslendingar hafa af því. Og hvaða ávinning gætu ESB eða Seðlabanki Evrópu haft af slíkum samningum? Eins og áður sagði tekur EES- samningurinn ekki til peninga- eða gengismála. Samkvæmt 46. grein samningsins er á hinn bóginn gert ráð fyrir upplýsingagjöf í efnahagsmálum án frekari skuldbindinga. Engu að síður verður að telja að greinin opni fyrir samvinnu í efnahagsmálum að tilteknu marki. Því er raunhæft jafn- vel að óbreyttum EES-samningi að ná tiltekinni nálgun á reglum banda- lagsins um efnahagssamband, m.a. í formi óbindandi viðmiðunar- eða leið- beiningarreglna. Að sjálfsögðu er unnt að ná enn frekari árangri með því að breyta EES-samningnum varðandi efnahagsmál eða með því að gera tvíhliða samning við bandalagið. Lagaumhverfi Myntbandalagsins felur hins vegar í sér víðtækar skuld- bindingar eins og fram er komið. Aukaaðild að því er vel hugsanleg. Eðlilegt er að gera ráð fyrir því að slíkir samningar yrðu gerðir í formi tvíhliða samninga milli bandalagsins annars vegar og Íslands hins vegar. Þetta er tæknilega unnt jafnvel án þess að Rómarsamningnum verði breytt. Samningar sem bandalagið hefur gert á öðrum sviðum sýna að unnt er að ná fullnægjandi árangri með tvíhliða samningum sem þessum. Þetta verður þó engan veginn fyr- irhafnarlaust. Yfirlýsingar ráða- manna ESB benda til þess að þeir vilji síður að þjóðir geti stytt sér leið inn í Myntbandalagið. Þessar yfirlýs- ingar geta þó ekki átt við gagnvart þeim EFTA-ríkjum sem eru aðilar að EES því að þær eru aðilar að innri markaði bandalagsins. Röskun í gengismálum eins EES-ríkis hefur því bein neikvæð áhrif á þennan markað. Varla er vafi á því að stofn- anir bandalagsins eiga að leitast við að koma í veg fyrir slíkt. Í tvíhliða samningum gæti banda- lagið m.a. veitt aðgang að varasjóðum og gripið inn í til styrktar krónunni gegn því að Íslendingar gengjust undir ákveðin skilyrði í hagstjórn, sbr. Maastricht-ákvæðin. Gagn þessa fyrir ESB-þjóðir væri, sem áður er sagt, að hamlað væri gegn boðaföllum utan þeirra sem ella bærust til þeirra með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahag þeirra. Þess má geta að gert er ráð fyrir því að Myntbandalagið geti haft sam- starf við aðrar þjóðir í gengismálum til þess að treysta gengi helstu gjald- miðla heims. Þetta er óformlegt enn þá en m.a. rætt á fundum leiðtoga helstu iðnríkja heims. Og fyrst Evr- ópusambandið þarf samtarf við aðra til þess að tryggja stöðugleika í geng- ismálum hví skyldu ekki Íslendingar gera það með veikburða og einmana mynt sína? Sumir munu í þessu sambandi vísa til slæmrar reynslu af gengissam- starfi ESB-þjóða á áttunda áratugn- um og upphafi þess níunda sem rann út í sandinn og telja það borna von að vera með hálfvelgju á borð við auka- aðild að Myntbandalagi Evrópu. Á móti er rétt að benda á að ástæða þess að myntsamstarf ESB-landa leystist upp á þessum tíma var annars vegar hrun Berlínarmúrsins og hins vegar erfið fæðing Myntbandalags- ins. Hagstjórn í Þýskalandi við að standa straum af kostnaði við samein- ingu þýsku ríkjanna fólst í því að taka lán í stórum stíl með stórhækkun markaðsvaxta í kjölfarið. Höfnun Dana á Maastrichtsamkomulaginu setti strik í reikninginn og sumar þjóðir ofmátu efnahagsstyrk sinn, aðrar ætluðu að þreyja þorrann og góuna með stöðugt gengi þar til Myntbandalagið hefði verið sett á laggirnar. Þetta hvort tveggja eru einstæðir aðburðir sem vart gerast nema með mjög löngu millibili í hag- sögunni. En þetta sýnir jafnframt að millilausn eins og aukaaðild er ekki eins trúverðug og full aðild að Mynt- bandalaginu. En aukaaðild eykur trú- verðugleika hagstjórnar á Íslandi langt umfram það sem nú er ef rétt er á málum haldið. Leiðir hinna Norðurlanda- þjóðanna í gengismálum Það er fróðlegt að líta á val hinna Norðurlandanna í þessu sambandi. Danir eru utan Myntbandalagsins en með sérsamninga gegnum ERM2 og þeim hefur tekist að halda gengi krónu sinnar stöðugri (fyrst gagnvart þýsku marki og síðar gagnvart evru) og vaxtamunur er nú tiltölulega lítill. Vikmörkin eru 2,25% en ekki 15% eins og almennt gildir í ERM2. Svíar hafa valið sömu leið og við enda hefur sænska krónan fallið um þriðjung gagnvart Bandaríkjadal. Norðmenn ganga fyrir eigin styrkleika enda frekar búist við að norska krónan hækki fremur en lækki í skjóli olíu- auðs. Finnar héldu ótrauðir inn í Myntbandalagið og því hefur geng- isáhættu og gengismun gagnvart evru verið útrýmt. EFTA-löndin standa utan Mynt- bandalagsins, þ.e. Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, en þau eru jafnframt öll í EES nema Sviss. Það er athyglisvert, jafnvel þver- stæðukennt, að EES-löndin uppfylla Maastrichtskilyrðin í flestu tilliti bet- ur en þau lönd gerðu sem mynduðu Myntbandalagið á sínum tíma. Sömu- leiðis felst mótsögn í því að halda því fram að ESB-löndin þurfi að reka sameiginlega peningamálastefnu til þess að njóta ávinnings af ESB til fulls en að EES-löndin geti hagað seglum eftir vindi í hagstjórn sér að skaðlausu. Ein mynt eftir um 100 daga Hinn 1. janúar 2002 verða gefnir út peningar – seðlar og mynt innan Evr- ópusambandsins. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem útgáfa myntar fer fram án þess að þjóðríki standi þar að baki. Þess vegna er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig til tekst; hvort evran muni keppa við Bandaríkjadal sem viðmiðun í við- skiptum og eignavörslu, hvaða áhrif sameiginleg mynt muni hafa á afstöðu almennings í þeim löndum sem eru hikandi við inngöngu í Myntbanda- lagið og hvort þetta stjaki við þeim sem utan þess standa. Þegar heyrast raddir hér á landi þess efnis að fyrirtæki fái að færa reikninga sína í evrum og mörg þeirra eiga annaðhvort viðskipti í evrum eða hafa tekið lán í evrum. Ekki er ólík- legt að íslenskir ferðamenn sem munu fara að nota evrur muni spyrja sig af hverju sé verið að burðast með íslensku krónuna. Einnig er hugsan- legt að ekki einungis atvinnufjárfest- ar, eins og bankar og lífeyrissjóðir, heldur einnig allur almenningur fari að varðveita fé sitt í evrum eftir megni. Þetta gæti neytt stjórnvöld til þess að innleiða evru bæði í bókhaldi og viðskiptum. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og því rétt að huga að þessu einnig við samningagerð um hugsanlega aukaaðild að Myntbanda- laginu. Niðurstaða EES-samningurinn gerir ráð fyrir samráði um hagstjórn enda þótt það sé ekki skilgreint nánar. Þar sem Ís- lendingar eru ekki í Evrópusamband- inu þurfa þeir að leita sérstakra leiða til þess að geta notið hagræðis af sam- starfi við peningastofnanir þess. Þrautin er að ná fram slíkum samn- ingum. Við teljum að Íslendingar eigi að freista þess að semja um aukaaðild að Myntbandalagi Evrópu eða gera samning um gengissamstarf við Evr- ópubandalagið. Ísland yrði sennilega að uppfylla samleitniskilyrði Maast- richt-sáttmálans gegn því að fá geng- isvörn í staðinn. Jafnframt gæti upp- taka evru á Íslandi orðið liður í samningsgerðinni. Þetta yrði til þess að auka stefnufestu og stöðugleika hagstjórnar á Íslandi: Trúverðugleiki efnahagsstefnu eykst, krónan styrk- ist, vextir lækka, verðlag helst stöð- ugra, sveiflur þessara hagstærða hjaðna, óvissa í rekstri fyrirtækja minnkar og það dregur úr rekstrar- og viðskiptakostnaði þeirra. (Grein þessi birtist hér nokkuð stytt. Hana má finna í heild sinni á heimasíðu viðskipta- og hagfræðideildar og á heimasíðu lagadeildar.) Guðmundur er prófessor, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Stefán Már er prófessor, lagadeild Háskóla Íslands. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.