Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 39
✝ Sigtryggur Flóv-ent Albertsson
fæddist á Húsavík 27.
febrúar 1913. Hann
lést á Landspítala í
Fossvogi 30. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristjana Sigtryggs-
dóttir og Albert Flóv-
entsson.
Sigtryggur kvænt-
ist Elísabetu Karls-
dóttur 4. apríl 1939.
Elísabet fæddist 1.
júní 1918 á Knúts-
stöðum í Aðaldal,
dóttir hjónanna Sigríðar Krist-
jánsdóttur og Karls Sigurðssonar.
Elísabet lést 2. ágúst 1996.
Sigtryggur og Elísabet bjuggu á
Húsavík til ársins 1966 en þá fluttu
þau til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu í Skipasundi 76. Sigtrygg-
ur dvaldi síðast á Hrafnistu í
Reykjavík.
Sigtryggur og El-
ísabet eignuðust sex
börn. Eitt þeirra,
Kristjana, f. 28. sept-
ember 1940, dó af
slysförum á fjórða
aldursári, en hin eru
öll búsett í Reykja-
vík. Þau eru Sigríð-
ur, f. 10. ágúst 1939,
gift Hreini Björns-
syni, Sigrún, f. 19.
nóvember 1943, gift
Samúel Óskarssyni,
Sigurður, f. 14. júní
1945, kvæntur Sig-
rúnu B. Geirdal,
Karl, f. 14. júlí 1952, kvæntur
Kristjönu Rósmundsdóttur, og
Elsa, f. 16. júní 1959, gift Oddi
Ólafssyni. Barnabörn Sigtryggs
eru 15 og barnabarnabörn 19.
Sigtryggur verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju mánudaginn
8. október og hefst athöfnin klukk-
an 10.30.
Mig langar til þess að minnast
tengdaforeldra minna, þeirra Sig-
tryggs Flóvents sem lést 30. septem-
ber síðastliðinn og Elísabetar sem
lést fyrir fimm árum.
Ég hugsa aftur til ársins 1966 þeg-
ar ég hitti þau í fyrsta skipti. Ég
kveið mjög fyrir þessari heimsókn en
ég hefði ekki þurft þess, því mér var
tekið opnum örmum og var ævinlega
velkomin á heimili þeirra í Skipa-
sundinu eftir það. Ég bjó líka í sama
húsi í mörg ár og frá þeim tíma á ég
margar góðar minningar sem ég vil
þakka fyrir. Það var notalegt að geta
sest niður með þeim á kvöldin og
rætt um það sem var efst á baugi
hverju sinni.
Sigtryggur fylgdist alltaf vel með
fréttum og var hann vel að sér í
mörgum málum og fannst mér alltaf
mjög gaman að spjalla við hann. El-
ísabet vissi aftur á móti allt um mat
og passaði vel upp á að alltaf væri
nóg til af honum fyrir fjölskyldu og
gesti, og fannst mér stundum nóg um
og sagði oft í gríni að ég hefði gifst
inn í matarfjölskyldu. Ég hafði líka
sérstaka ánægju af því að vera
„sáttasemjari“. Þau vita hvað það
þýðir. Einnig áttum við, ég og fjöl-
skyldan, góðar stundir með þeim í
sumarhúsinu þeirra norður í Aðaldal.
Þar fórum við í gönguferðir um
hraunið, tíndum ber, fjallagrös og
fleira. Að lokum vil ég þakka Sig-
tryggi mjög góðar stundir þar í
fyrrasumar.
Ég votta öllum aðstandendum
dýpstu samúð.
Sigrún B. Geirdal.
Ég þekki mann sem heitir Sig-
tryggur, hann er afi minn. Hann er
einn af bestu mönnum sem ég þekki
og ég trúi því ekki að hann sé farinn
úr okkar veröld. En þótt hann sé far-
inn mun hann alltaf búa í hjarta og
huga mínum. Elsku afi minn, takk
fyrir stundirnar sem við áttum sam-
an. Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til þín og ömmu, sérstak-
lega þegar ég og Nína hlupum að
heiman. Þá náði amma í mjólkina,
brauðið eða kökurnar og þú náðir í
spilin og þá var gaman, mikið talað
saman og mikið hlegið. Þú kenndir
mér svo mikið og engu af því hef ég
gleymt. Það var svo gott að sitja hjá
þér í stólnum og strjúka á þér skall-
ann og viti menn, það byrjuðu að
vaxa aftur hár á höfði þér. Ég er svo
glöð yfir því að þú og Oddur Bjarki
fenguð að kynnast. Og ég er svo glöð
að ég gat glatt þig svo mikið með litla
mjólkurbússtjóranum. Einhvern
veginn náðuð þið svo vel saman, þið
voruð svo miklir félagar og þegar þið
hittust ljómaði af ykkur félögunum.
Ég mun sjá til þess að hann eigi
minninguna um ykkur tvö.
Elsku afi minn, takk fyrir að hafa
verið til. Þú munt alltaf lifa í hjarta
og huga mínum.
Þín
Elísabet Kristín.
Elsku besti langafi minn. Það var
svo gaman að koma í heimsókn til þín
á elliheimilið og ferðast með þér í
lyftunni. Þú gafst mér líka alltaf
nammi og ég fékk alltaf að prófa staf-
inn þinn. Þú reyndir alltaf að hjálpa
mér og ég reyndi að hjálpa þér. Takk
fyrir að vera svona góður félagi.
Þinn fyrrverandi mjólkurbússtjóri,
Oddur Bjarki.
SIGTRYGGUR FLÓV-
ENT ALBERTSSON
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og kærleika við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JENSÍNU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Kleppsvegi 118,
sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 30. ágúst.
Útför hennar fór fram föstudaginn 7. septem-
ber í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar
þakkir til starfsfólks Hrafnistu.
Ólafur Haukur Árnason, Bára Jakobsdóttir,
Jóhanna Auður Árnadóttir, Einar Pálmason,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
Vinir koma, vinir fara
skaust upp í hugann er
ég heyrði andlát Sigfús-
ar Þorsteinssonar frá
Sandbrekku á Úthér-
aði. Mig langar að minnast hans fáum
orðum, sem skólabróður og vinar. Ég
þekkti föður Sigfúsar, Þorstein á
Sandbrekku, sem var lengi formaður
Búnaðarsambands Austurlands og
búnaðarþingsfulltrúi, mikill fé-
lagsmálamaður, skarpgreindur og
þéttur fyrir, hávaðalaus baráttumað-
ur margra framfaramála í landbún-
aði. Ingibjörg kona hans var fyrir-
myndar húsfreyja, hagsýn og orðlögð
fyrir dugnað. Sandbrekka er víðfeðm
og grasgefin jörð, búskaparmöguleik-
ar hinir bestu. Það stóð heldur ekki á
tækjunum til jarðabóta, þegar þeirra
tími kom. Miklir landkostir, fyrir-
myndar heimili foreldra og systkina,
lífið blasti við ungu kynslóðinni á
Sandbrekku.
Sigfús fór ungur í alþýðuskólann að
Eiðum og var orðinn búfræðingur frá
Hvanneyri um tvítugt. Við félagar
hittumst þar og sátum saman í fram-
haldsdeildinni haustið 1950. Með
skólabræðrum okkar og hinu frábæra
starfsliði skólans þar sem við áttum
jafnvel eftirminnilegasta æviskeið
okkar. Sigfús var greindur og ágætur
námsmaður en á þessum árum var
ekki annað að hafa við þyngstu náms-
greinarnar en danskar kennslubæk-
ur. Það var til að byrja með mikið
álag, því sú tunga var fæstum töm. Þá
vorum við, framhaldsdeildungar,
upphafsmenn að merku starfi skól-
ans, hrossatamningum með kennara
okkar, Gunnari Bjarnasyni. Sú
kennslugrein er enn við lýði og verður
vonandi um alla framtíð. En nú eru
rétt 50 ár frá útskriftinni og því er við
tókum þar síðast út úr fola.
Þegar við strákarnir hófum fram-
haldsnám á Hvanneyri var svo komið
sögu að Sigfús var trúlofaður fallegri
stúlku frá Hvammstanga, Auðbjörgu
Ámundadóttur, sem sat í festum þann
vetur fyrir norðan. Ég minnist gest-
risni, er við framhaldsdeildungar fór-
um um haustið í námsferð í hrúta-
skoðun með dr. Halldóri Pálssyni í
Húnavatnssýslurnar. Þá byrjaði sá
krókur að bogna, sem gerði Sigfús að
einum fremsta sauðfjárræktarmanni
og dómara. Sigfús dró sig auðvitað að
bóli kærustunnar og tók mig með í
gistingu á heimili Ámunda og konu
hans, Ástu Sigfúsdóttur. Ámundi var
hættur búskap, nema hrossunum
fækkaði lítið, enda átti hann Dalkotið,
góða hrossajörð lítið utar á Vatnsnes-
inu. Var það happ mitt að fá að kynn-
ast þessum harðsækna hrossakarli og
hans skoðunum. Hross Ámunda
þóttu meinhörð í hvívetna, þétt,
sterkleg, viljug, fótahreyfingar víga-
legar.
Eftir kandidatspróf vann Sigfús
hjá Búnaðarfélagi Íslands syðra en
varð héraðsráðunautur á Blönduósi í
11 ár. Á þeim árum átti hann 1.v. stóð-
hestinn Vattar, ættaðan frá Ámunda
tengdaföður sínum. Vattar gaf gang-
lagin hross og dugleg, þótt léttbyggð-
ari hefðu mátt vera. Og alls staðar
varð Sigfús þekktur fyrir hörkudugn-
að og gott vit á viðfangsefninu.
Í samstarfi okkar í hrossaræktinni,
sem hófst á árum hans í Húnavatns-
sýslu, var hann iðulega meðdómandi
á hrossasýningum, sem og fyrir aust-
an. Var glöggur dómari, öðlaðist
reynslu í starfinu, auk þess alinn upp
á hestbaki. Talið er þó að hann hafi
verið þekktastur fyrir snilli sína á
sviði sauðfjárræktar. Var hann og oft
ráðinn af Búnaðarfélagi Íslands til að
vera aðaldómari á hrútasýningum
víða um land.
Fjölskyldan fluttist austur á
SIGFÚS
ÞORSTEINSSON
✝ Sigfús Þorsteins-son fæddist á
Sandbrekku í Hjalta-
staðaþinghá 20. júní
1927. Hann lést á
heimili sínu á Egils-
stöðum 26. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Egilsstaðakirkju
3. október.
Fljótsdalshérað á
æskuslóðir húsbóndans,
sem sinnti ráðunautar-
störfum enn um hríð.
En undir niðri saknaði
hann þess að vera ekki
sinn eigin herra. Söðlaði
því um og fór að búa í
Fossgerði í Eiðaþinghá,
jörð sem þau höfðu fyrr
keypt. Þar átti hann
hesta, sem stóðu fyrir
sínu og vænt fé. En til
þess voru refirnir
skornir að gera eitthvað
sem markaði spor. Og
það tókst svo sannar-
lega. Í Fossgerði byggðu þau upp frá
grunni einstakt alifuglabú mð vönd-
uðu sláturhúsi, sem fékk viðurkenn-
ingu fyrir vöru sína. Það skapaðist
traustur markaður, sem aldrei var
hægt að fullnægja, vinsældir vörunn-
ar voru slíkar. Enginn varð auglýs-
ingakostnaður, varan sá um það. Í
augum manna var þetta stórvirki hjá
hjónunum í Fossgerði, þó þau væru
ekkert sérmenntuð í faginu. Hrein-
læti og vöruvöndun var veganestið.
Velgengnin varð þeim sönn upplyft-
ing og áttu þau það skilið.
Loks kom að því að jörðin var seld
með öllu, þau fluttu í gott hús á Egils-
stöðum, enda óhætt að hægja örlítið á
sér.
En Sigfús var ekki aldeilis búinn að
vera, það töldu a.m.k félagarnir í
Hmf. Freyfaxa ekki, heldur kusu
hann formann sinn, nær sjötugan að
aldri. M.a. var haldið vel heppnað
Fjórðungsmót á Stekkhólma 1999, án
skyldu, eftir að settar voru nýjar regl-
ur um mótahald. Sigfús lét ekki deig-
an síga. Ótal sinnum var ferðast í hér-
uð landsins vegna hrossamála. Það
var venja undirritaðs í þeim ferðum
að sækja ráðunautana heim, einkum
ef þeir voru með hestabakteríu. Fá
notið gestrisni þeirra í heimaranni,
komið seint í náttstað, farið snemma.
Á ég margra ánægjulegra stunda að
minnast við slík tækifæri, hjá vinum
mínum, Auðbjörgu og Fúsa þar sem
mér var alltaf tekið opnum örmum.
Þar féll mér vel, þau ætíð hress og
kát, höfðinglegur viðurgjörningur.
Auðbjörg lést sl. vetur og varð Sigfúsi
harmdauði. Hún var eftirminnileg
kona, svo einstaklega drífandi og
rösk, hafði bein í nefinu en hlý og
kær, vinur vina sinna. Þá var þeim
hjónum mikið áfall er þau misstu úr
fallegum barnahópnum Ingibjörgu
dóttur sína í blóma lífsins. Þau sár
greru aldrei.
Nú er lífshlaupi þessara merku
hjóna lokið. Á liðnum erfiðum tímum
undanfarið hjá Sigfúsi höfðum við
samband gömlu skólabræðurnir til
styrktar hvor öðrum, þegar þyngdust
brár og svo þetta með Elli kerlingu,
sem auðvitað var farin að banka uppá.
Það endaði með því að lífsvon okkar
bærðist furðanlega, bundum fast-
mælum að ríða næsta sumar um fá-
farnar eyðibyggðir Austfjarða, ef
yrðum á svipuðu róli. Og ég frétti á
dögunum að Fúsi hefði pantað viðbót-
arpláss í vetur í hesthúsunum á Egils-
stöðum! Nú er fokið á það skjól.
Við Ester vottum börnum og af-
komendum hinna mætu hjóna samúð
okkar og trúum að kjarkur og dugn-
aður sé þeim í blóð borinn. Blessuð sé
minning hjónanna í Fossgerði.
Þorkell Bjarnason.
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina