Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Við eftirgrennslan kom í ljós að fyrri gerð styttunnar var ennþá til og í eigu Polly James, fyrrver- andi sambýliskonu Nínu. Polly hafði styttuna úti í garði við hús sitt í Laguna Beach í Kaliforníu. Polly starfaði sem handritshöf- undur í Hollywood og skrifaði m.a. handrit að kvikmynd sem John Wayne lék í og nokkra sjón- varpsþætti með Roy Rogers. Nína hafði einnig afskipti af drauma- verksmiðjunni í Hollywood því hún gerði brjóstmyndir af mörg- um af þekktustu kvikmyndaleik- urum vestan hafs, þar á meðal Gretu Garbo og Hedy Lamarr. Nína arfleiddi Polly að mörgum listaverkum eftir sig og hefur hún lýst sig reiðubúna að gefa þau hingað til lands gegn því að stuðl- að verði að kynningu á list Nínu. EIGENDUR Smáralindar hafa keypt styttuna Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson og flutt hana hingað til lands. Styttan verður afhjúpuð nk. miðvikudag við opn- un Smáralindar. Fá íslensk listaverk eiga sér sérstæðari sögu en Hafmeyjan. Nína gerði tvær styttur með þessu nafni og borgarstjórn Reykjavíkur keypti síðari gerð styttunnar og lét koma henni fyr- ir í Reykjavíkurtjörn árið 1959. Hún var svo sprengd í loft upp á ísilagðri Tjörninni á nýársnótt 1960. Morgunblaðið/Ásdís Þór Sigmundsson steinsmiður fékk það verkefni að smíða stöpul undir Hafmeyjuna. Styttan verður afhjúpuð á miðvikudag. Hafmeyja Nínu Sæmundsson flutt til landsins Styttan var sprengd í loft upp á Tjörninni árið 1960  Hafmeyjan/10 BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á ferð um Bandaríkin með 100 manna fylgdarliði, hljómsveit og kór, að kynna plötu sína Vesp- ertine. Á föstu- dagskvöld voru seinni tónleikar Bjarkar í Radio City Music Hall í New York, en síðan er förinni heitið til Tor- onto í Kanada. Að sögn Scotts Rogers, framkvæmdastjóra tón- leikaferðarinnar, er nokkurt tap á ferðinni eins og ráð hafði verið fyr- ir gert. Scott Rogers er framkvæmda- stjóri tónleikaferðar Bjarkar og hefur unnið með henni í mörg ár, meðal annars að öðrum tónleika- ferðum hennar. Hann segir að 108 manns séu í sjálfum hópnum sem fer á milli staða en um 30 séu síðan ráðnir í hverri borg fyrir sig. Rog- ers segir að þrátt fyrir þennan fjölda hafi allt gengið að óskum og betur en hann hefði þorað að vona. Rogers segist ekki geta nefnt neinar tölur um kostnað vegna ferðarinnar, en það sé ljóst að tap verði á tónleikaferðinni eins og reyndar hafi verið gert ráð fyrir þegar hún var skipulögð. Tap samkvæmt áætlun „Við skipulögðum ferðina fyrir ári og þá var gert ráð fyrir tapi af henni, sem nú er komið á daginn. Ferill Bjarkar er ekki eitthvað sem gengur yfir á hálfu ári og byggist á að græða eins mikið og hægt er á sem skemmstum tíma. Við horfum til lengri tíma þegar við skipu- leggjum tónleikaferð eins og þessa. Ég á von á að tónleikarnir á Ís- landi, sem verða þeir síðustu í ferð- inni, heppnist sérstaklega vel. Þar hjálpar líka mikið til að Björk verð- ur á heimavelli og þetta verða síð- ustu tónleikar í langri ferð svo allir flytjendur verða í besta skapi.“ Hundrað manna fylgdarlið  Söngdrottningin Björk / B1 Tónleikaferð Bjarkar Morgunblaðið/Björg HÆGT er að koma 135 þúsund fer- metra sjúkrahúsbyggingum, ætluð- um framtíðarbyggingum Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH), fyrir á hverri lóðinni sem er, við Hringbraut, í Fossvogi eða á Vífils- stöðum. Sænskir ráðgjafar ís- lenskra heilbrigðisyfirvalda telja að aðalsjúkrahús borgar eigi að vera í nánum tengslum við borgarlífið og leggja til að byggð verði kaffihús og verslanir í tengslum við spítalann. Efasemdir hafa verið uppi um að lóð Landspítala við Hringbraut rúmaði meginstarfsemi spítalans í framtíðinni. Sænskir arkitektar, sem könnuðu mögulega nýtingu lóðarinnar, telja hins vegar hægan vanda að koma starfseminni þar fyrir, eftir að Hringbrautin hefur verið færð suður fyrir Tanngarð. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu fyrir viku mæla danskir ráðgjafar með uppbyggingu í Foss- vogi, þar sem minnst röskun verði á sjúkrahússtarfseminni meðan á framkvæmdum stendur. Þekkingarþorp og hátæknisvæði Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir ekki deilt um að hagkvæmast væri að hafa alla meginstarfsemi LSH á einum stað. Nýr spítali, sem byggður yrði frá grunni, yrði ef- laust hagkvæmasta rekstrareining- in þegar fram liðu stundir en stofn- kostnaður yrði þá að sjálfsögðu mestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að við ákvörðun um framtíðaruppbyggingu LSH sé mikilvægt að líta til áætlana Há- skóla Íslands um þekkingarþorp á háskólasvæðinu. Við uppbyggingu LSH fjarri Háskólanum myndi glatast tækifæri til að byggja upp öfluga starfsemi við þau akkeri sem Háskólinn og Landspítalinn væru. Bæjarstjórn Garðabæjar vill að kannaður verði sá kostur að byggja hátæknisjúkrahús á landi Vífils- staða. Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri segir rekstur sjúkrahúss þar hafa sterkar rætur í samfélag- inu. Áætlanir bæjarins um hátækni- svæði í Urriðaholti hljóti að renna stoðum undir byggingu sjúkrahúss á landinu, eða að svæðið verði nýtt með öðrum skynsamlegum hætti. Lóðir LSH rúma fram- tíðarstarfsemi spítalans  Nægt rými/22 FREKAR rólegt var í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík var margt fólk í bænum, mest á milli klukkan 1 og 3, en lítið var um óspektir. Þó voru níu drukknir unglingar færðir í unglingaathvarf en þeir voru of ungir til að vera úti svo seint. Unglingaathvarfið er sam- starfsverkefni forvarnadeildar lög- reglunnar, Íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur og Félagsþjónust- unnar. Nokkur erill var hjá Kópavogs- lögreglunni aðfaranótt laugardags, einkum vegna ölvunar, en ekki komu alvarleg mál upp, að sögn Kópavogslögreglu. Á föstudagskvöld var ökumaður handtekinn í Árbæ, grunaður um ölvun við akstur. Tilkynnt hafði verið um undarlegt aksturslag ökumanns á Reykjanes- braut á níunda tímanum. Var hann handtekinn og vistaður í fanga- geymslu en hundur, sem með hon- um var, var fluttur á hundahótel. Mikil ölvun var í miðbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.