Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SONUR minn tilheyrir hópisem á við fötlun að stríðaog það virðast ekki vera tilnein úrræði fyrir hann.Fulltrúar stjórnvalda hafa
sagt það við mig berum orðum. Ég
hef spurt hvar þessa einstaklinga sé
að finna og svarið er; á götunni. Geð-
læknir hefur hins vegar gefið þá yf-
irlýsingu að sonur minn megi alls
ekki vera á götunni. Þann tíma sem
hann var á götunni neytti hann allra
þeirra eiturlyfja sem hann komst yf-
ir og staða hans var þannig í lokin að
hann var nær dauða en lífi.“
Þetta segir Elsabet Sigurðardótt-
ir sem í mörg ár hefur barist fyrir
því að finna úrræði fyrir tvo syni sína
sem hafa átt við mikla erfiðleika að
stríða.
Langvarandi erfiðleikar
Elsabet eignaðist þrjú börn með
fyrri manni sínum. Hún missti eitt
barnanna, en synir hennar tveir hafa
báðir átt við margvíslega erfiðleika
að stríða í mörg ár. Eldri sonur
hennar er nú kominn í íbúð og er í
samfélagsþjónustu. Staða hans er
því betri í dag en yngri bróður hans
og segist Elsabet vonast eftir að
hann sé að komast út úr sínum
vanda.
Yngri sonur Elsabetar hefur verið
úrskurðaður 75% öryrki. Í örorku-
mati læknis segir: „Um er að ræða
18 ára pilt með sögu um töluverða
námsörðugleika í skóla, félagslega
erfiðleika, vímuefnanotkun frá 12
ára aldri og þunglyndisköst samfara
neyslu. Flosnaði hann snemma upp
úr skóla og festist hvergi í starfi, hef-
ur verið tvisvar í meðferð á Vogi og
þar hafa komið fram hjá honum geð-
rofseinkenni. Þá hefur sálfræðilegt
mat sýnt skertan greindarþroska og
persónuleikatruflun. Fötlun þessa
pilts er sýnilega margþætt og hann
er ekki fær um að sjá sér farborða á
almennum vinnumarkaði ennþá.“
Elsabet segir ljóst að sonur henn-
ar eigi við fötlun að stríða sem hafi
snemma komið fram. Geðrofsrask-
anir hjá honum stafi af því að heila-
boð starfi ekki eðlilega. Hann hafi
átt við námserfiðleika að stríða sem
skólinn hafi afgreitt sem lesblindu.
Hún segir að sálfræðingur sem
fjallaði um mál drengsins hafi sagt
við sig að skólinn hafi að nokkru leyti
brugðist honum. Það hefði þurft að
skoða erfiðleika hans miklu betur en
gert var.
„Þegar drengirnir mínir voru
tveggja og þriggja ára gekk ég í
gegn um mjög erfiðan skilnað sem
hefur sett mark sitt á líf þeirra. Fað-
ir þeirra beitti börnunum fyrir sig
sem auðvitað hefur haft slæm áhrif á
líf þeirra.“
Elsabet segir að á sínum tíma hafi
faðir þeirra tekið yngri drenginn úr
skóla með valdi og flutt hann í annan
skóla án samráðs við sig. Hann hafi
einnig farið með hann úr landi án
samráðs við sig.
Elsabet segir að það þjónaði hins
vegar engum tilgangi að reyna að
finna einhvern sökudólg vegna
þeirrar stöðu sem synir hennar séu í
í dag. Aðalatriðið í hennar huga er að
finna einhverja lausn.
Þó yngri sonur Elsabetar sé að-
eins 19 ára gamall á hann sér langa
afbrotasögu. Hann hefur verið
dæmdur fyrir innbrot, líkamsárásir
og fyrir tæplega tveimur árum stakk
hann mann og var í framhaldi af því
dæmdur fyrir tilraun til manndráps.
Í dómnum var tekið tillit til þess
mats geðlæknis að hann gengi ekki
heill til skógar.
Drengurinn lauk afplánun um
miðjan september og hefur síðan
dvalist á heimili móður sinnar. Hún
segir að sumir hafi ráðlagt sér að
taka hann ekki inn á heimilið, en hún
segist ekki sjá að það sé nein lausn
að loka hurðinni á hann.
„Ég hef reynt það, en hann hefur
þá mætt hér fyrir utan og brotið allt
og bramlað. Hann hefur brotið hurð-
ir og póstkassa. Ég hef líka tekið
herbergi á leigu fyrir hann út í bæ,
en það gekk alls ekki upp. Hann var
þá í afbrotum af ýmsu tagi og lög-
regla þurfti að hafa af honum af-
skipti.“
Elsabet segist hafa reynt að út-
vega honum vinnu en það hafi ekki
gengið upp. Drengurinn ætti mjög
erfitt með að þola áreitni og því hafi
hann ítrekað horfið úr vinnu. Hún
segist hafa velt fyrir sér að svipta
hann sjálfræði en segist ekki sjá að í
því felist nein lausn. Hann þurfi á
heimili og stöðugri gæslu að halda.
Sú lausn sé ekkert nærri þó hann
verði sviptur sjálfræði.
Fær enga úrlausn hjá kerfinu
Elsabet hefur ítrekað rætt við
fulltrúa stjórnvalda um þann vanda
sem sonur hennar á í. Hún segist yf-
irleitt mæta skilningi en enginn hafi
hins vegar getað bent henni á neina
varanlega lausn. Hann sé búinn að
vera á fjölmörgum meðferðarstofn-
unum, en hver vísi á annan þegar
komi að því að finna varanlega lausn.
Elsabet hefur rætt við fulltrúa
heilbrigðisráðherra, félagsmálaráð-
herra og Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra í Reykjavík sem á að finna
varanleg úrræði fyrir þennan hóp. Á
fyrri stigum óskaði hún eftir aðstoð
frá Félagsmálaskrifstofu Kópavogs,
Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar,
Unglingadeildinni í Skógarhlíð,
sýslumannsembættunum í Kópavogi
og Reykjavík og lögreglu í þessum
umdæmum. Hún segist líta svo á að
þessir aðilar hafi brugðist sér og
ekki gegnt skyldu sinni.
Hún segir að fyrir ári hafi Svæð-
isskrifstofan lagt til að haldnir yrðu
fundir til að finna varanlega lausn
fyrir drenginn. Engin niðurstaða
hafi komið út úr þessum fundahöld-
um, en núna nýlega hafi skrifstofan
aftur lagt til að málið yrði skoðað frá
grunni. Hún segist vera orðin von-
dauf um að þessi fundahöld skili ein-
hverju.
Elsabet segir að sonur sinn sé
veikur og þurfi tafarlaust á hjálp að
halda. Hann sé ekkert minna veikur
en t.d. fótbrotinn maður. Hún segir
að engum detti í hug að setja fótbrot-
inn mann á biðlista, en fólk sem eigi
við þessa tilteknu fötlun að stríða sé
hins vegar sett á biðlista og fái engin
svör þegar spurt sé um úrræði. Elsa-
bet segir að geðlæknar hafi sagt við
Verið að brjóta
á rétti barna minna
Móðirin hefur lengi beðið eftir hjálp. Myndin er úr myndasafni og er sviðsett.
Elsabet Sigurðardóttir á tvo syni sem í mörg ár
hafa átt við margvísleg félagsleg vandamál að
stríða. Yngri sonur hennar á við geðraskanir að
stríða og hefur margoft komið við sögu lögreglu,
m.a. vegna ofbeldisverka. Hann býr nú á heimili
móður sinnar sem segist verða að fá hjálp fyrir
hann. Hún segir að þær stofnanir sem hún hafi leit-
að til hafi brotið á rétti sínum og yngri barna sinna.
BJÖRN Sigurbjörnsson,
framkvæmdastjóri Svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík, segir að Svæðis-
skrifstofan geti ekki sinnt þörf-
um allra fatlaðra sem bíða eftir
húsnæði. Hann segir að þessa
dagana sé unnið að því að finna
framtíðarlausn fyrir son Elsa-
betar Sigurðardóttur, en hún sé
ekki fundin ennþá.
„Einstaklingar sem flokkast
undir það að vera geðfatlaðir
flokkast undir skilgreiningu laga
um málefni fatlaðra frá árinu
1992. Svæðisskrifstofur um
málefni fatlaðra eiga að sinna
geðfötluðum og við erum að
gera það með ýmsum hætti. Við
vorum með samning við Geð-
hjálp um stuðningsþjónustu, en
Félagsþjónusta Reykjavík-
urborgar hefur yfirtekið þann
samning. Við rekum tvö sambýli
þar sem geðfatlaðir dvelja. Ann-
að er á Hringbraut og hitt er á
Sléttuvegi.
Vandamálið er það að við er-
um með langan biðlista fólks,
bæði geðfatlaðra og annarra
fatlaðra, eftir búsetu. Við höfum
einfaldlega ekki fjármagn til að
kaupa og reka hús eins og
þyrfti,“ sagði Björn.
Björn sagði að hann hefði
óskað eftir fundi með Fé-
lagsþjónustu Reykjavíkurborgar
um mál sonar Elsabetar. Mark-
miðið væri að reyna að finna
einhverja framtíðarlausn fyrir
hann. Sú lausn væri hins vegar
ekki fundin.
Björn sagði að í Reykjavík
væru yfir 100 fatlaðir á biðlista
eftir einhvers konar þjónustu.
Staða þeirra væri misjöfn og
þjónustuþörfin mismikil. Hann
sagði að svigrúm Svæð-
isskrifstofunnar til að bregðast
við neyðartilvikum væri lítið.
„Við erum að vísu með skamm-
tímavistir og þar höfum við ver-
ið að reyna að búa til neyð-
arrými, en það er hins vegar
alltaf einhver í neyðarrýminu.“
Björn sagði að neyðarvist fæli
ekki í sér lausn á vanda sonar
Elsabetar því að hann þyrfti á
varanlegri lausn að halda og að
því væri unnið.
„Það þarf að búa til eitthvert
sérhæft úrræði fyrir þennan
hóp sem fleiri aðilar þyrftu að
koma að. Til að það geti gerst
þarf peninga. Það þarf peninga
til að kaupa húsnæðið og pen-
inga til að reka það. Fjárhagur
Svæðisskrifstofu Reykjavíkur
heimilar okkur ekki að fara út í
slíkt og fjárlagafrumvarpið gefur
ekki tilefni til að ætla að maður
sjái stóra hluti gerast á næsta
ári,“ sagði Björn.
Birkir Jónsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra,
sagði að Elsabet hefði leitað til
félagsmálaráðuneytisins fyrir
u.þ.b. einu ári og þá hefði sonur
hennar verið skjólstæðingur Fé-
lagsþjónustu Reykjavíkurborgar.
Borginni hefði á þeim tíma borið
skylda til að veita honum við-
unandi þjónustu. Birkir sagði að
Elsabet hefði nýlega aftur leitað
til ráðuneytisins og í framhaldi
af því hefði hann haft samband
við Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra í Reykjavík. Hann sagð-
ist vita til þess að málið væri þar
til skoðunar í samstarfi við Fé-
lagsþjónustu borgarinnar.
„Það liggur hins vegar ekki al-
veg fyrir hvaða þjónustu hann
þarf á að halda. Það er núna til
skoðunar. Það þarf að skoða
hvort hann getur búið sjálfstætt
með heimaþjónustu og liðveislu
frá viðkomandi sveitarfélagi eða
hvort hann er það langt leiddur
að hann þarf að fá vist á sam-
býli,“ sagði Birkir og kvaðst telja
að mál drengsins væri í eðlileg-
um farvegi.
Birkir sagði að félagsmála-
ráðuneytið gerði sér að sjálf-
sögðu grein fyrir því að margir
fatlaðir væru á biðlista eftir hús-
næði. „Við höfum undirritað
samning við Öryrkjabandalagið
um fimm ára uppbyggingu á
sambýlum til að mæta húsnæð-
isþörf fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu. Það er mikill kraftur
í þeirri uppbyggingu,“ sagði
Birkir.
Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra,
sagði að heilbrigðisráðherra
hefði lýst því yfir að hann vildi
beita sér sérstaklega í mál-
efnum geðsjúkra og geðfatl-
aðra. Margir aðilar sinntu mál-
efnum þessa stóra hóps og
ráðherra hefði uppi áform um
að skoða hvaða aðilar veittu
geðsjúkum og geðfötluðum
þjónustu og undir hvaða for-
merkjum. Geðfatlaðir þyrftu
hins vegar ekki bara á aðstoð
heilbrigðiskerfisins að halda
heldur einnig félagslegri aðstoð.
Ráðherra gerði sér grein fyrir að
sú hætta væri fyrir hendi að fólk
sem ætti við fjölþættan vanda
að stríða gæti lent í þeirri stöðu
að það væri ekki augljóst hvort
vandi þess tilheyrði heilbrigð-
iskerfinu eða félagsþjónustunni.
Elsa sagði að af samtölum
sínum við Elsabetu væri ljóst að
sonur hennar hefði að nokkru
leyti lent inn á milli í kerfinu.
Heilbrigðisráðherra hefði áhuga
á að koma í veg fyrir að slíkt
gerðist með skýrari verkaskipt-
ingu og markvissari úrræðum.
Margir fatlaðir á biðlista eftir húsnæði