Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 8
Þriöjudagur IX. desember 1979. 8 ÚVgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4/ simi 86611. .Ritstjórn: Síðumúia 14. simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuði innanlands. Verð í lausasölu 200. kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f 0SVIFNI FRAMS0KNAR t viötali viö Heigarblaö Visis hélt Steingrímur Hermannsson þvi fram, aö Alþýöbanda- lagiö stefni aö því aö ná hér völdum meö byltingu, ef þaö telji þörf krefja. Samt vill hann fyrir alla muni komast i stjórn meö þessum kommúnisku byltingarsinnum og úti- ioka Sjálfstæöisflokkinn. Sú afstaöa Steingríms Her- mannssonar, hins nýja formanns Framsóknarf lokksins, að útiloka meö öllu stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, færir Fram- sóknarflokkinn marga áratugi aftur í tímann. Gamla Framsóknarslagorðið ,,Allt er betra en íhaldið", sem menn hafa um langan aldur haft i flimtingum sem hvert annað grín, básúnar núverandi formað- ur Framsóknarf lokksins sem sitt æðsta boðorð. Við því er auðvitað lítið að segja, þótt Framsóknarforystan reyni að klambra saman enn einni vinstri stjórninni. Fram- sókn er ríkisafskipta- og mið- stýringarf lokkur eins og sós- íalistaflokkarnir tveir, svo að málefnalega séð er það eðlilegt, að þessir flokkar reyni að ná saman um þessi hugðarefni sín. Gallinn er bara sá, að þeir geta ekki starfað saman vegna óheil- inda þeirra hvers við annan og getuleysis þeirra til þess saman að takast á við vandamálin í þjóðfélaginu. í viðtali við Helgarblað Vísis sl. laugardag hélt Steingríur Her- mannsson því berum orðum fram, að Alþýðubandalagið stefni að því að ná hér völdum með byltingu, ef það telji þörf krefja. Þegar þessi skilningur formanns Framsóknarflokksins er hafður í huga, verða engin önnur orð höfð um afstöðu hans til Sjálfstæðisflokksins en þau, að hún lýsi pólitískri ósvífni á hæsta stigi. Hann vill frekar stjórna landinu með þeim, sem hannveit að bíða aðeins færis að hrifsa til sín völdin með vald- beitingu heldur en borgaralegum lýðræðisflokki, sem meira en þriðjungur þjóðarinnar styður. Þessi afstaða hans er ögrun við alla þjóðholla Islendinga, hvort sem þeir fylgja Sjálfstæðis- flokknum, Framsóknarf lokkn- um eða Alþýðuf lokknum að mál- um. Verst hlýtur hún þó að koma við kjósendur hans eigin flokks, sem fá það framan í sig, að þeir eigi fremur samleið með kommúnískum byltingarsinnum heldur en almennum borgurum þessa lands. Annars væri það ómaksins vert fyrir Steingrím Hermannsson, þegar mesti hrokinn er úr honum eftir ,,kosningasigurinn", að leiða hugann að sögu Fram- sóknarflokksins og kynna sér, hvernig farið hefur fyrir flokkn- um, þegar hann hefur verið uppi með merkilegheitatilburði eins og nú til þess að einangra Sjálf- stæðisflokkinn. Áður en vinstri stjórnin 1956 var mynduð lysti þáverandi formaður Fram- sóknarf lokksins, Hermann Jónasson, yfir þeirri ætlun sinni að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í islenskum stjórnmálum. Honum tókst að vísu að koma saman stjórn vinstri flokkanna, sem sat í rúm tvö ár, en hraktist þá frá uöldum við lítinn orðstír. Eftir það kom Framsóknar- flokkurinn ekki nálægt stjórn landsmála í meira en heilan ára- tug. Dramb og stærilæti Fram- sóknarforystunnar varð til þess, að kjósendur fengu Framsóknar- flokknum það hlutskipti, sem hann hafði ætlað öðrum, þeir settu hann til hliðar. Á meðan kjósendur ekki veita neinum stjórnmálaflokkanna hreinan meirihluta á Alþingi ætl- ast þeir til, að þeir vinni saman, tveir eða f leiri, að stjórn landsins eftir því sem málefnaleg sam- staða næst milli þeirra. Það eru málefnin, sem hljóta að ráða því, hvort f lokkar geti starfað saman eða ekki, en ekki bábiljur úr 40 ára gömlum slagorðum. Vísir hef ur áður látið í Ijós von- ir um, að lýðræðisflokkarnir, tveir eða þrír saman, f reisti þess að leiða þjóðina út úr þeim ó- göngum, sem hún er komin t. Ný vinstri stjórn getur það ekki, slík stjórn getur aðeins magnað vandamálin. Vísir hvetur enn til þess, að þessir þrír f lokkar kanni möguleika sína til samvinnu um lausn vandamálanna og láti mál- efnin ráða, en ekki hroka eða gamla hleypidóma. ferðir. PLO á þegar við vanda aö etja vegna friðargæslustefnu Sam- einuðu þjóðanna og hins kristna þjóðarbrots sem Israelar styrkja. Bandarikjamenn leggja til aö friðargæslusveitir SÞ í Libanon verði styrktar og PLO gert erfitt fyrir með að gera árásir á Isreael þaðan. Habash og hans nótar for- dæma einnig mjög eindregiö fitl Arafats við Hussein Jórdaníu- kóng. Þaö er Hussein sem rak harðlínumenn PLO frá Jórdaniu ;1970 og neyddi þá til aö leita at- hvarfs í Libanon. En Arafat veit sem er að Hussein er helsta ógn- unin við hlutverk har.s sem leiðtogi Palestinuaraba vegna frændsemi hinna fjölmörgu Palestinuaraba i Jórdaniu við bræður sina á Vesturbakkanum. Arafat leggur á þaö mikla á- herslu að koma i veg fyrir að Hussein sláist i för Israela og Egypta- Israelskar heimildir telja að Arafat, sem reynst hefur lipur samningamaður, muni standa af sér öll óveður innan PLO. Bent er á að Habash neyddist til að ganga aftur i PLO-samtökin en þau yfirgaf hann vegna óánægju með diplómatastefnu Arafats. Þá segja arabiskar heimildir frá Beirut að hin mikla sókn Arafats á vettvangi diplómata hafistyrktstöðu hans meðal Palestinumanna. Þá má ekki gleymast að Arafat hefur á bak viö sig sterkustu skæruliða fylkinguna — A1 Fatah með 30 þúsund manna liði — og ræður yfir miklu fjármagni, einum milljarði dollara sem hin ihaldsamari Arabariki einsog Saudi-Arabia leggja honum til árlega. Meðan Arafat heldur um pyngjuna stjórnar hann samtökunum. Arafat sætlr gagnrýni hlnna róttækari innan PLO Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur lengi þrætt einstigi milli vina sinna og óvina og þótt sýna mikla jafnvægislist I þeim efn- um. Þaö er kaldhæönislegt aö stærstu sigrar Arafats, sú virö- ing sem hann nýtur og aukin samúö meö málstað Pale- stinu-Araba i Bandarikjunum, hafa vakið miklar deilur innan PLO. Næstráöandi Arafats, Salah Khalaf, og herstjóri, hans, Khalil A1 Wazir, hafa látiö svo um mælt viö skæruliðaforingja aö „diplómatiskir sigrar mega ekki beina athygli okkar frá meginleið okkar, vopnaðri bar- áttu”. Sumir þeirra sem gagnrýna hvernig Arafat beinir nú orku sinniaðsamböndum við Vestur- lönd hafa haldiö þvi fram að hann „afvopni Palestinuaraba sálfræðilega” og dragi úr her- ópinu á sama máta og Anwar el-Sadat gerði meöþvi aö skrifa undir Camp David-samkomu- lagið. Róttækir Palestinu- arabar, einsog George Habash og Alþýðufylking hans til frels- unar Palestinu, segja aö ef Ara- fat leiki eingöngu diplómat kunni hann aö ýta undir það aö hófsöm öfl á Vesturlöndum Yasser Arafat — gagnrýndur styðji viðræður tsraela og Egypta um sjálfsstjórn á Gaza og Vesturbakkanum. Þaö sem hinir róttæku hafa mestar áhyggjur af er aö tillög- ur Bandarikjamanna um aö gera Suöur-Libanon hlutlaust og fá stjórninni i Beirut stjórn svæöisins á ný gætu svipt PLO „siðustu og einu aöstöðu okkar til vopnaðrar baráttu gegn höfuðfjanda okkar.” Habash telur að Israelar láti aldrei ara- biskt land af hendi ef aðeins verði notaðar diplómatiskar aö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.