Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 17
IÞriðjudagur 11. desember 1979. SMHSfMÍjÍ TVEGGJA KYNSL6BA Gunnel Beckman: Vorið þegar mest gekk á. Þýðandi: Jóhanna Sveinsdóttir. Iðunn, 1979. Frá Iðunni kom I haust út bók- in Vorið þegar mest gekk á. Höfundur hennar er Gunnel Beckman, sænskur rithöfundur. Eftir hana kom út á siðasta ári bókin Þrjár vikur framyfir á islensku. Auk ritstarfa er Gunnel Beckman virk i sveitar- stjórnarmálum i heimabyggð sinni Solna, sem er útborg Stokkhólms. Vorið þegar mest gekk á er sjálfstæð saga, enda þótt hún sé i beinu framhaldi af fyrri bók- inni. Hún fjallar um 18 ára gamla stúlku, Maju að nafni. Foreldrar hennar eru i þann veginn að s kilja og Maja býr hjá föður sinum. En hún finnur fyrir einmanakennd heima hjá sér þegar móðir hennar og systir eru farnar. Þá fer hún fram á það að amma hennar, sem er hjartveikog dvelur á eíliheimili fáiaðflytja inn til þeirra feðgin- anna. Sagan lýsir viðskiptum henn- ar og vinar hennar og fram koma mismunandi viðhorf þeirra til samskipta kynjanna. Bókin lýsir tilfinningum stúlku á mjög viðkvæmu lifsskeiði. Mörg athyglisverð málefni eru tekin til meðferðar f þessari bók. Þar vil ég fyrst nefna fall- egalýsingu á samskiptum Maju og ömmu hennar. Maja verður til að gera tilveru ömmu sinnar skemmtilegri. Gamla konan velur á milli þess að dvelja í ró og næði á elliheimili þar sem henni leiðist og þess að búa hjá syni slnum og sonardóttur, þar sem oftast er heldur meira líf i tuskunum. Það eykur likurnar á að hún deyi fyrr en ella. Hún tekur seinni kostinn, þar sem hún vill lifa llfinu lifandi. Það styrkir samband hennar við son sinn og sonardóttur. Flutningur ömmu Maju leiðir huga lesandans að þvl, á hvern hátt aldraðir eru einangraðir i nútimasamfélagi. Það virðist bókmenntir Sigurður Helgason skrifar um barnabækur alltof fáum detta I hug að þeir vilji reyna að lifa innihaldsrlku og sjálfstæðu lifi eins og annað fólk. Maja megnar að veita ömmu sinni gleði og þær kunna báðar vel að meta samveruna. Skemmtilegur er sá kafli I bók- inni, sem lýsir vinnubrögðum Maju og félaga hennar við hóp- vinnuna og á hvern hátt þau hagnýta sér reynslu og þekk- ingu gömlu konunnar og veita henni um leiö þá tilfinningu að hún hafi eitthvert gildi, en sé ekki eins og dauður hlutur sem beðið sé eftir að hverfi. Inn I söguna blandast skiln aður foreldra Maju. Einhvern veginn virðist hún skynja það hvernig móðir hennar f jarlægist hana og það lif sem fjölskyldan hafði lifað. Maju finnst hún vera að missa tökin á æsku sinni og llf hennar er að verða óráðið og öryggislaust. Ég held aö mér sé óhætt að segja að ekki sé um auðugan garð að gresja að þvi er varðar bækur fyrir unglinga, sem komnir eru af barnsaldri. Fyrri bók Gunnel Beckman sem út kom á slðasta ári vakti athygli fyrirþað að hún þótti vera í takt við nútlmann. Þessibók er gædd sömu kostum. Hún lýsir vel hugsunum ungs fólks og þeim vandamálum sem það þarf að gllma við I daglegu llfi. Hún verður til þess að vekja lesend- ur til umhugsunar og er það vel. Þyðing Jóhönnu Sveinsdóttur er á eðlilegu og lipru máli. Hún staðfærir ýmislegt að islenskum aðstæðum og er það vel. Sigurður Helgason. Fjaliavirkíð endurútgefið Suðri hefur endurútgefið Fjalla- virkið eftir Desmond Bagley. Þýðandi er Torfi Ölafsson. Flugmaður I aukaferð yfir himingnæfandi Andesfjöllin neyðir fhigstjórann til að nauð- lenda I 16 þúsund feta hæð. Þeir farþeganna sem komastaf leggja af stað i háskalega för niður fjall- ið en rekast á vopnaðan óvina- flokk sem leitast við að klófesta aldraðan stjórnmálamann, frænku hans undur-fagra og að- stoðarmann hans. Fyrsta öddu-bókin efúr Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefáns- son, kom út árið 1946 og heitir ein- faldiega Adda, og siðan þá hefur veriðstöðugeftirspurn eftir þess- ari bók. Hefur hún verið endur- prentuð mörgum sinnum og nú kemur hún út I 6. útgáfu. Sömu sögumásegjaum þærbækursem fylgdu I kjölfarið allar hafa notið feiknamikilla vinsælda, svo að einsdæmi má telja með i'slenskar barnabækur. Þetta eru einhverj- ar hollustu og heilbrigðustu bæk- ur sem foreldrar geta valið börn- um sinum. Jenna og Hreiðar hafa lært þá list til fullnustu að ná athygli yngstu lesendanna og skilja tilfinningalif barnanna af næmni. öddubækurnar eru sjö talsins og fást nú allar i nýrri útgáfu. Þær eru: Adda, Adda og litli bróðir, Adda lærir að synda, Adda kemur heim, Adda I kaupavinnu, Adda i menntaskóla, Adda trúlof- ast. trtgefandi öddu-bókanna er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. ELVIS! ELVIS! Mleira af Elvls Hagprent hefur gefið út barna- bókina Elvis! Elvis! eftir Maria Gripe. Þýðandi er Torfey Steins- dóttir. Þetta er framhald af bókinni Elvis Karlsson. A bókarkápu segirm.a. svo um söguna: „Allan fyrsta daginn var Elvis I skólanum. Og allan annan daginn. Og allan þriöja.... En svo fór hann ekki oftar. Siðan rann það upp fyrir honum að hann hefði alls ekki sjálfur byrjað I skólanum heldur mamma. Hannlét baradraga sig með og vissi ekki hvað hann gerði”. ðdduöækurnar f nýrri útuáfu Nauðungaruppboð Eftir kröfu innheimtumanns rlkissjóös I Keflavlk, Jóns G. Briem hdl., Arna Guðjónssonar hrl., Garöars Garöarsson- ar hdl., Einars Viöar hrl., Hákons H. Kristjónssonar hdl., Hafsteins Sigurössonar hrl., Skarphéöins Þórissonar hdl., Ágústar Fjeldsted hrl. og Baldvins Jónssonar hrl., veröur uppboösréttur Keflavlkur settur á skrifstofu embættisins aö Vatnsnesvegi 33, Keflavik föstudaginn 14. des. nk. kl. 16.00. Þvl næst verður rétti framhaldiö I TOLLVÖRU- GEYMSLUNNI t KEFLAVÍK, þar sem tekiö veröur fyrir aö selja á nauöungaruppboöi bifreiöarnar: P-1886, Ö-3469, Ö-5482, Ö-1425, 0-5211, Ö-5277, Ö-3945, ö- 1951, Ö-303, Ö-5199, R-43137, Ö-646, Ö-4536, Ö-4872, Ö-3595 Ö-449, Ö-2095, Ö-749, Ö-3698, Ö-391, Ö-1556, X-1249, ö-181l’ Ö-1423, Ö-2014, Ö-4771, Ö-830, Ö-459, Ö-1226, Ö-432, Ö-3469 Ö-3970, Ö-4001, Ö-1750, Ö-157, 0-4115, Ö-2008, Ö-5009, ö- 1308. Ennfremur: Therma tonic örbylgjuofn. Lips hræri- vél, sófasett, hljómflutningstæki, 2 stóla, Philips litsjón- varp, isskápa, Candy þvottavél og vökvapressu og rafsuöuvél af Loke-gerð og handlyftara. Þá veröa seldir eftirtaldir ótollafgreiddir munir. Privileg frystikista, Privileg kæliskápur, Bosch frystikista og Sharp hljómflutningstæki. Þessir munir eru nýir og veröa TIL SYNIS FRA KL. 13-14 UPPBODSDAGINN t TOLL- VÖRUGEYMSLUNNI t KEFLAVtK. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara. Greiösla fari fram viö hamarshögg. Uppboöshaldarinn f Keflavfk. VEFARINNHF. ÁRMÚLI 21 - SÍMI 84700 Bókhald og eignaimisýsla Bókhaldsþjónusta og reikningsskil fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Tölvuvinnsla eða spjaldfærsla. utvarpsklukka Verð frá kr 43 500 BORGARTUN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 SJONVARPSBUÐIN RpC snyrtivörur Frönsk snyrtivörulína í fjölbreyttu úrvali, framleidd fyrir viðkvæma húð og þá sem hættir við ofnæmi. Gerð úr sérstaklega hreinsuðum hráefnum af bestu fáanlegri gráðu og inniheldur engin ilmefni þar sem þau geta verið varhugaverð fyrir viðkvæma húð. Framleidd við sömu skilyrði og eftir sömu kröfum og lyf og undir stjórn lyfjafræðinga. Á umbúðum er getið innihaldsefna auk framleiðsludags. Varan hefur þegar fengió gott orð hér og þykir afburóa góð. Hagstætt verð. Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.: Ckristian Dior Clwtbl cl Hm feffx. MAX FACTOR REVLOn * sans soucis jnflwpuwíl phyris LÍTIÐ INN OG LlTIÐ A LAUGAVEGS APOTEK snyrtivönideiki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.