Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 11.12.1979, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 11. desember 1979. 16 Geymsluvandræði í frystihúsum: Allt ao Drlggja mánaða urgðir Talsvert meiri birgðir eru nú i frystihúsum en á sama tima i fyrra. Sum húsin hafa komist i vand- ræði jjieð geymslupláss og vaxtabyrði þeirra hef- ur aukist. Flestum frystihúsamönnum ber saman um að skýringin á þessum miklu birgðum sé að söluaukningin á erlendum mörkuðum haldist ekki i hendur við framleiðsluaukningu á freðfiski hér heima. Nokkur söluaukning hefur veriö á freöfiskmarkaöi i Bandarikjunum á þessu ári en margir telja aö siöustu vikurnar hafi oröiö vart samdráttar, og rekja menn þaö til versnandi efnahagsástands í Bandarikjun- um. Þorsteinn Gislason forstjóri Coldwater Seafood I Bandarikj- unum sagöi I samtali viö VIsi I gær aö þeir heföu fundiö fyrir sölutregöu en þaö heföi þó ekki bitnaö á sölum þar sem tekist heföi aö finna nýja kaupendur i staö þeirra sem duttu út úr. Meiri birgðir allt árið „Birgöir hafa veriö meiri I frystihúsunum allt þetta ár”, sagöi Hjalti Einarsson fram- ■ kvæmdastjóri Sölumiðstöövar hraöfrystihúsanna i samtali viö VIsi. Hjalti sagöi að framleiösla SH-frystihúsa heföi aukist um rúmlega 27% á árinu á fyrstu 11 mánuöum ársins. Um siöustu mánaöamót voru birgöir SH frystihúsa um 40% meiri en á sama tima i fyrra. Hjalti sagöi hins vegar aö hér væri um tilviljun aö ræöa þvi þessa dagana væri von á þvi aö tvö skip myndu lesta fisk hér heima þannig að birgöastaðan myndi batna til muna. Um 76% framleiðslunnar voru flutt út á þessu ári en á sama tima i fyrra var búiö aö flytja 78% af framleiðslunni út. Þessi samanburöur er engan veginn nákvæmur þar sem misjafnt er hvernig stendur á meö feröir skipa. Söluaukning hjá Coldwater Seafood var á fyrstu 11 mánuð- um þessa árs um 12% en út- flutningur frá SH jókst um 23% aö magni miðað viö sama tima- bil i fyrra. Gagnvart frystihús- um SH er útflutningur sama og sala. Viðunandi hjá StS Siguröur Markússon hjá SIS taldi aö birgöastaöan hjá Sam- bandsfrystihúsunum væri viö- unandi. Miöaö viö 24. nóvember s.l. væru birgöir 13,5% meiri en á sama tima I fyrra en fram- leiösluaukningin væri 23%. Söluaukning fiskrétta hjá Ice- land Seafood i Bandarikjunum væri um 16% að magni til. Geymsluvandræöi frystihús- anna hafa skapaö mikla erfiö- leika viö afskipanir, sérstaklega hjá Sölumiöstööinni. Skipin hafa þurft aö fara á fleiri hafnir og taka minna magn af freöfiski frá hverju húsi til þess aö létta af sem flestum. Þetta hefur orö- iö til þess aö skipin hafa tafist I ferðum. Siguröur sagöi aö ástandið hjá þeim væri ekki svo slæmt. Aö visu þyrftu þeir aö senda skipin á margar hafnir en þaö væri gert til þess aö þau fengju i sig nægilega mikiö af ákveönum tegundum. Of litlar geymslur Sem dæmi um þessi vandræöi frystihúsa sagöi Jón Páll Hall- dórsson framkvæmdastjóri Noröurtanga á Isafiröi I samtali viö VIsi aö þeir væru löngu orön- ir stopp ef þeir heföu ekki tekiö I notkun nýja frystigeymslu I sumar. Allt væri viö þaö aö fyll- ast hjá þeim og helmingur birgöanna væri 5 punda þorsk- blokkir á Bandarikjamarkað. Jón Ingvarsson fram- kvæmdastjóri Isbjarnarins I Reykjavlk, sagöi aö erfitt væri um geymslupláss hjá þeim. Aö meöaltali heföu þeir legiö meö um 3ja mánaöa framleiöslu. Þó notuöu þeir enn frystigeymslur gamla frystihússins og þeir teldu sig hafa byggt stórt er þeir réöust i framkvæmdir viö nýja frystihúsiö. Hjalti Einarsson og Siguröur Markússon sögöu hins vegar báöir aö frystigeymslur viö frystihúsin væru yfirleitt of litl- ar hvort heldur sem væri til þess að taka á móti framleiösluaukn- ingu eins og I ár eöa mæta sölu- erfiöleikum. Hærri vextir Þessar miklu birgöir eru dýr- ar fyrir frystihúsin. Meö breyttu fyrirkomulagi á afurðalánum jókst vaxtabyröi þeirra hlut- fallslega og hún veröur enn meiri eftir þvl sem lengur er legiö meö birgöirnar. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla Jónssyni hjá Vinnuveit- endasambandi Islands hafa vextir af endurkaupanlegum afuröalánum hjá Seölabankan- um veriö um 35% fyrstu 9 mán- uði ársins en þeir fóru hæst upp I 67% á timabili I sumar. Miklar birgöir eru til vandræöa I frystihúsum,og I frystigeymslum isbjarnarins i Reykjavík er oröiö þröngt fyrir dyrum. Vlsismynd: BG. Breyting á afuröalánunum var I því fólgin aö þau voru gengistryggö miöaö viö dollar meö rúmlega 8% vöxtum. Gengið hefur hins vegar veriö nokkuö stööugt siöustu mánuöi þannig aö vextir nú eru rúmlega 20% en fyrir breytinguna voru þeir rúmlega 18%. Frystihúsamenn segja aö rekstrarstaöan I desember sé slæm vegna þeirra kauphækk- ana sem uröu 1. desember en enginn tekjuauki hafi komið á móti. Verðþróun Menn eru misjafnlega bjart- sýnir á verðhækkanir á freöfisk á Bandarikjamarkaöi. Þó er bú- ist viö Htillegum veröhækkun- um á næsta ári og sumir telja aö fiskverð fylgi veröþróun þar en veröbólga i Bandarlkjunum er rétt rlflega 10%. A fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst innflutningur á freö- fiski til Bandarikjanna um 3%. Ariö 1978 var hlutdeild Islands i þessum innflutningi um 21% en á fyrstu sex mánuðum þessa árs um 26% þannig aö Islendingar hafa haldiö sinum hlut og vel þaö. En almenningur I Bandarikj- unum hefur minna fé milli handa en áöur, og nokkur sam- dráttur hefur oröið I sölu veitingahúsa en þangaö fer langmestur hluti af freöfiski okkar. En útflytjendur eru ekki uggandi yfir þvi aö þessi þróun leiöi til minni fisksölu frá Is- landi til Bandarikjanna en veriö hefur. Auknar birgöir I frysti- húsunum stafi einfaldlega af þvi að söluaukningin hafi ekki verið jafn mikil og framleiöslu- aukningin. —KS „Það er ekkert eins áhugavekjandi og fðlk” - segir ðll Tynes rllsllórl „Fóiks” sem kemur úl I fyrsia sinn á morgun //Þetta verður mjög pólitiskt blað. Það verður að vísu jafn /,andstyggi- legt" við alla f lokka, tek- ur þá alla jafn lítið hátíð- lega, en allra minnst ætl- um við hér á blaðinu að taka okkur sjálfa hátíð- lega"/ sagði óli Tynes, sem til skamms tíma sat i „sandkassanum" hjá okkur hérna á Vísi en hef- ur nú tekið að sér að rit- stýra vikublaðinu „Fólk" sem kemur út í fyrsta sinn á morgun. Sandkorn- in hans hafa stækkað ör- lítið í tilefni af vegsemd- inni og breytt um lögun og eru nú orðin að hrísgrjón- um sem verður dembt yf- ir landsmenn í hverri viku. Vísir heimsótti Ola á skrif- stofuna hans hjá Frjálsu fram- taki, þar sem hann er búinn aö koma sér fyrir bak viö veglegt palesanderskrifborö, og ræddi viö hann um nýja blaðið og rit- stjórann. — Afhverju ,,Fólk”? Nú vegna þess að blaðiö fjallar fyrst og fremst um fólk, en á annan hátt en blöö hafa gert hingað til” segir hinn nýbakaöi ritstjóri og bætir við. „Dagblöö fleyta hápunktana af þvi sem er aö gerast hverju sinni, viö ætl- um aö gera hversdagsleikann skemmtilegan. Okkar greinar veröa léttar og stuttar og viötöl- in sömuleiðis. Blaöiö er I sama broti og Frjáls verslun og Sjávarfréttir og lengstu greinar sem við birtum veröa á einni slikri opnu og þá meö sex til sjö myndum. Viö ætlum aö fylgjast meö samkvæmislifinu, ekki diskótekunum, nema ef siöur væri, heldur alls konar öörum samkvæmum. Þetta á semsagt aö vera stutt og hnitmiöaö um fólk i leik og starfi.” Ekki iíkt neinu blaði sem er á markaðnum — Hverjir lesa svona blaö? „Viö vonum aö þaö veröi sem flestir. Þaö er ekkert eins áhugavekjandi og fólk. Viö munum ekki vera meö fræði- greinar eða annaö slikt, þvi eru gerð prýöileg skil i öörum blöö- um. Hlutverk blaöa er aö mennta,skemmta og fræöa. Viö munum ekki gera mikiö af þvi aö mennta fólk, en viö ætlum aö reyna að skemmta þvi;vera auk þess meö ýmiskonar fróðleik. Hvort þaö er þörf fyrir svona rit? Þetta blaö er ekki likt neinu blaði sem er á markaönum og þaö er þörf fyrir allt sem fólk vill lesa. Auk þess er þaö ódýrt, kostar 600 krónur. — Hvernig kom upp hug- myndin aö þessu blaöi? „Þaö veit ég satt aö segja ekki. Ég veit að hugmyndin fæddist i nóvember hjá Jóhanni Briem, en hann er svo fullur af hugmyndum aö ég veit ekki hvort þessi hefur komiö til hans i svefni eða vöku eöa i tengslum viö hvað. Aöeins aö hann fékk hugmyndina og hratt henni I framkvæmd. „Ég fór hina leiðina" Óli Tynes er búinn að starfa sem blaðamaöur i sextán ár. Hann hóf starfsferilinn á Visi og var þar í tvö ár, síðan var hann á Alþýðublaðinu I tvö ár og Morgunblaðinu i átta ár. Þegar hér var komiö sögu geröi hann hlé á blaðamennsku, fór til tsraelsog plægöi þar akra um sinn, kom heim og fór á togara og loks á Visi aftur. En afhverju valdi hann blaðamennsku á sin- um tima? „Ég veit þaö eiginlega ekki. Kannski vegna þess aö Valtýr heitinn Stefánsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaösins var i spilaklúbbi meö ömmu minni og var oft aö segja viö mig þegar ég var strákur aö ég ætti að koma I vinnu til hans þegar ég yröi fulloröinn. Þó aldrei yröi neitt úr þvi, þá kann vel aö vera -.. • '<*•. v. > Óli Tynes ritstjóri „Fólks”. aö hann hafi smiöaö þarna hug- mynd sem ég geröi siöan aö veruleika löngu seinna”. Óli Tynes hefur ööru fremur vakið athygli fyrir léttan og lipran stil. „Mér fannst nóg af alvarlegu efni i blöðunum. Þar gildir það aö slæmar fréttir eru góöar fréttir, þvi miöur. Það var svo mikið til af spökum mönnum til aö fjalla um alvarleg efni að mér fannsttilgangslitiö aö troöa mér I þann hóp. — Svo ég gerði eins og Framsóknarflokkurinn, — ég fór hina leiðina.” Hvernig kanntu svo við þig á ritstjóraskrifstofu bak viö palesanderskrifborö? Hann hugsar sig um og segir svo meö augun full af „sand- kornum”. „Mér finnst ég loksins kominn á rétta hillu. — Eöa kannski öllu heldur, bak viö rétt skrifborö.” — JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.