Vísir


Vísir - 12.12.1979, Qupperneq 4

Vísir - 12.12.1979, Qupperneq 4
vism Mibvikudagur 12. desember 1979. We§l&nm ÉG GRÆT að wiorgni Bókin sem vekur okk- ur til umhugsunar. Bókin sem segir að hægt sé að kaupa sér heilsuleysi fyrir stórfé. Bókin sem bendir okkur á leiðir í seil- ingarfjarlægð til betra lífs. Bókin sem er talin bezt skrifaða ævisaga alkóhólista á þessari öld. Bókaútgáfan Hildur Skemmuvagi 36 Kópavogi Sími 76700 ? I r ■■ ,» GOLFAHOLD TIL JÓLAGJAFA Mikið úrval golfáhalda og fatnaðar fyrir alla f jölskylduna. GOLFPOKAR • KYLFUR • PÚTTARAR KÚLUR •PEYSUR •SKYRTUR • SKOR HANSKAR, o.m.fl. Veljið rétt — koupið v golf-gjöfino hjá JOHN NOLAN atvinnugolfkennara :ÍIS Wrai inhao OA , 5 Hraunbæ 26 - Sími 31694 .■.VAW.W.V.y.WMNVW.W^AW.WMW.'A.wS Járniðnaðarmaður óskast Argon kolsýru- og gassuðumaður, handfljótur með góða æfingu óskast á Púst- röraverkstæðið, Grensásvegi 5, (Skeifumeg- in). Aðeins algjör reglumaður kemur til greina. Uppl. á verkstæðinu hjá Ragnari Jónssyni. Ekki í síma. Nýjar gerðir aff SÓFASETTUM Cott vorð.góðir groiðslwtkilmálar Trésmiðjan Gjórið ivo vel eg litiS ien Laugavegi 166 Simar 22229 og 22222 t:\il U j',1 I f’i' f i\f r/ I 4 ij , 4 Allir eru þeir rétttrúandi umkringdir einskærum heiðingjum og menning þeirra sú eina sanna, sem vernda verður fyrir áhrifum spillingarinnar frá villimönnunum á vesturlöndum. Jafnvel vllll- menn fornaldar vlrtu frlðhelgl sendlfulltrúa Diplómatiiö, eins og menn kalla þann siö að skiptast á sendiherr- um er rakið allt aftur til upphafs siðmenningar, og jafnvel lengra aftur I timann. 4.000 ára gamlar heimildir og rúmlega það — frá Kina, Ind- landi, Egyptalandi, Persiu og Mesópótamiu — greina frá mót- tökum sendimanna frá öörum rikjum. Sumir fræðimenn rekja upphaf diplómatísins allt aftur til þess, aö frumstæðustu ættkvisiir hófu innbyröis samskipti áður en þekktist að skipta mannkyninu i þjóðir. Jafngömul þessu er svo viður- kenning þess — til þess aö tryggja áframhaldandi samskipti — að þessir sendifulltrúar séu alger- lega friðhelgir og þá bæði persóna þeirra og dvalarstaður. Upp úr þvi viöhorfi hafa siðan þróast ýmis sérréttindi og heföir varö- andi diplómata, eftir þvi sem utanrikisviðskipti þjóða hafa aukist aö umsvifum. 1 tilefni töku bandaríska sendi- ráðsins i Teheran birtist nýlega i bandariska blaðinu „Washington Post” grein eftir George Ball, fyrrum aðstoðarutanrikis- ráðherra, þar sem hann bendir á, að jafnvel Persar til forna, her- skáir eins og þeir voru, hafi virt friðhelgi erlendra sendimanna, þótt þeir hafi sjálfir ekki alltaf veriö látnir njóta þess sama. Hann minnir á, þegar sendi- menn Dariusar Persakonungs komu til Aþenu og Spörtu, en var varpað i ormagryfju og brunn. Ball segir, að sagnaþulurinn Heródótus hafi velt vöngum yfir þvi, hvort þaö hafi ekki einmitt verið i hefndarskyni fyrir þessa meöferð á sendimönnunum sem Persar eyöilögðu Aþenu. 1 bók sinni „The Diplomatic Kidnapping” skifar Carol Baum- an, að friðhelgi sendifulltrúa til forna hafi meir byggst á trúarleg- um viöhorfum en lagagrundvelli. Lög Islams segja til dæmis, að „bannað sé að hefta frelsi nokk- urrar menneskju, nema hún sé bendluð viö glæp,” eftir þvi sem Ismail R. A1 Faruqi, prófessor i múhammeðstrúarfræöum viö Templeháskóla, skrifar i The Wall Street Journal. — Og meira en þaö. „Lög íslams viöurkenna, að erlendir sendimenn i mú- hammeðstrúarriki njóta fullrar friðhelgi og má ekki sækja þá til saka fyrir brot á lögum viðkom- andi lands, einungis visa þeim úr landi.” Mörg eru dæmin i sögunni um, að til forna hafi stjórnvöld rikja ólikra trúarbragða (kaþólskra, mótmælenda, múhammeðstrúar, búddatrúar) séð sig knúin til þess að veita erlendum gestum vernd gegn trúarofstækismönnum heima fyrir eða öörum skril. Upp úr þvi þróaðist heföin um diplómatapassa og lausn undan tollskoðunarskyldum, auk ann- arrar friðhelgi. Lög Rómaveldis litu á sendi- herra sem persónugervinga við- komandi rikis og árás á þá jafn- gilti árás á land þeirra. Nánast styrjaldaástæða. I Indlandi til forna voru dipló- matar friðhelgir og Indland taldi sér skylt að tryggja öryggi þeirra. Og þrátt fyrir meðferð þeirra á sendimönnum Dariusar Persakonungs töldu Grikkir erlenda sendiboöa (frumherjar diplómatisins) friðhelga. Með undirritun Vestfala- samninganna (Frakkland, Svi- þjóð og Rómverska keisaraveld- ið) við lok þrjátiu ára striösins 1648 hófust diplómatasamskipti rikja, sem okkar tima millirikja- samskipti grundvallast á. Grotius, sem stundum er kall- aður „faðir alþjóðalaga”, lagði og hönd á plóginn viö mótun diplómatiskra sérréttinda og friðhelgi. Hann sagði á 16. öld: „A nær hverri siðu mannkynssög- unnar má finna dæmi um frið- helgi sendiherra og öryggi þeirra, öryggi, sem helgast af öllum mannúðarsjónarmiöum og alls staðar, þar sem einhver lög rikja.” A sautjándu öld settu Hollend- ingar lög, sem bönnuðu aö sendi- herrum væri varpað I skulda- fangelsi. A átjándu öld samþykkti breska þingið lög um sérréttindi diplómatsins. bótt rekja megi diplómatiskar heföir langt aftur I aldir, eru fyrstu formlegu samningarnir um helgi sendifulltrúa tiltölulega nýlegir. Fyrstu fjölþjóðasamn- ingar um sendifulltrúa og ræðis- menn voru samþykktir á sjöttu ráðstefnu Amerikurikja og undir- ritaöir i Havana árið 1928. Þar var tekið fram, aö allir sendifull- trúar, hvert sem verksvið þeirra væri, skyldu njóta sömu réttinda og friðhelgi i eigin persónu og sömuleiðis dvalarstaðir þeirra og eignir. Nýjasta samþykktin, og sú, sem gildir viöast, var gerö á Vinarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna 1961, en hún fjallaöi um diplómatísk sambönd og friö- helgi. Sú samþykkt öðlaðist gildi 1964, og voru f jörutiu rikisstjórnir aðil- ar aö henni. (Þar á meðal Banda- rikjastjórn og íransstjórn.) Þaö er núna almennt viður- kennt og viðtekin venja, aö dipló- matar eigi kröfu til þessara hefð- bundnu réttinda um leið og þeir stiga fæti á land gestgjafanna. Þeir halda þeim réttindum allan timann, sem þeir gegna embætt- inu, gildir jafnt þótt styrjöld geisi milli landanna tveggja. Reyndar eru gestgjafarnir skyldugir til þess að ganga enn lengra i aö vernda diplómatana á slíkum ó- friðartimum og þá lika gegn „hverskonar móögunum og árás- um”. Sérstök áhersla er lögð á þá skyldu gestgjafanna að tryggja, aö diplómatarnir komist óhultir frá landi, ef svo ber upp á. Þótt leitaö sé aftur til myrkustu fornalda, finnast ekki margar hliðstæður slikrar villimennsku og Iran undir stjórn Khomeinis hefur gert sig sekt um.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.