Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 12.12.1979, Blaðsíða 9
VISIR Miövikudagur 12. desember 1979. ^ Elsta rafslöðln á landinu 75 ára: Fyrsta „stórvlrKjunin vlð Hafnarfiarðarlæk! Nú i dag, 12. desember,eru 75 ár liðin frá þvi er fyrsta rafstöðin tók til starfa á íslandi. Var það árið 1904 að Jóhannes Reykdal lét reisa í Hafnar- firði 9 kilówatta vatnsaflsstöð við lækinn þar i bæ og fengu þá 16 hús raf- magn frá henni. Jóhannes Reykdal haföi dval- ist um hriö úti I Noregi og kynnst þar þeim vatnsaflsraf- stöövum sem Norömenn höföu reist. Þegar hann kom heim aft- ur til Islands áriö 1903 hóf hann rekstur trésmiöju i Hafnarfiröi sem siöar var nefnd Dvergur og notaði hann orku sem hann fékk úr læknum til að knýja vélar verksmiöjunnar. Ariö eftir keypti hann svo rafal frá Noregi | Jónas Guölaugsson rafveitustjóri I Hafnarfirði viö fyrsta rafalinn, _ en hann framleiddi aöeins 9 kilówött. Visismynd GVA. og lét setja niður viö Hafnar- fjarðarlæk. Þá hóf hann að reisa rafveitukerfi og fékk þar til liðs viö sig Halldór Guðmundsson raffræðing sem nýkominn var frá námi i Þýskalandi. 12. desember var siöan verkinu lokið og þann sama dag voru kveikt ljós i þessum húsum. Slökkt á heimaljósum til að lýsa upp kirkjuna Ekki lét Jóhannes Reykdal staöar numiö viö þennan eina rafal heldur keypti hann 37 kW rafal tveimur árum siöar og lét reisa rafstöö hjá svokölluðum Höröuvöllum. Fyrstu árin voru þetta einu rafstöövar landsins, en áöur en áratugur leiö var far- iö aö reisa rafstöövar viöar. Við þetta fóru Hafnfiröingar aö nýta sér hinn nýja ljósgjafa og láta leiða inn rafmagn hjá sér. Var svo komið árið 1913 þegar Frikirkjan i Hafnarfiröi tók til starfa aö ekki var hægt aö fá ljós kveikt I kirkjunni, nema aö safnaöarmeölimirnir sem voru 100 talsins slökktu á sinum heimaljósum og þar viö sat I lengri tima. Jóhannes rak siðan Höröu- vallastööina sem almennings- stöö til ársins 1909, en þá keypti Hafnarfjaröarbær stööina og starfrækir til ársins 1926. Þá kaupir Jóhannes aftur stööina og rekur hana siöan sem einka- stöð fyrir sig. Ariö 1922 tekur svokölluö Nath- an & Olsen stöö til starfa i Hafnarfiröi og er hún rekin til ársins 1938. Hin seinni árin framleiðir hún 155 kW. Rafveita Hafnarfjarð- ar tekur við Þegar Sogsvirkjunin tók til starfa áriö 1938 veröur um leiö breyting á rafveitumálum þeirra Hafnfiröinga. Rafveita Jóhannes Reykdal, sá er reisti fyrstu rafstööina. Hér i Hafnarfjaröarlæknum var fyrsta stiflan reist áriö 1904. Hafnarfjaröar er stofnuð og hún kaupir sitt rafmagn frá Sogs- virkjuninni. Það er fyrst þá aö rafvæðing verður aö ráöi i Hafnarfiröi sem á öörum stööum á landinu. Aöur haföi raforkan aö stórum hluta fariö i þaö að lýsa hibýli manna en nú jókst rafnotkun á öörum sviöum. Hefur raforkumálum mikið fleygt fram i Hafnarfiröi sem annars staöar á landinu eftir þetta, eins og gefur aö skilja. Selur 40 milljónir kWst. á ári. Rafveita Hafnarfjaröar er nú ólikt stærri en hin fyrsta raf- veita Jóhannesar Reykdals var. Að sögn Jónasar Guölaugssonar rafveitustjóra selur hún nú ár- lega um 40 milljónir kW-stunda að verömæti um 800 milljónir króna og nær orkuveitusvæði hennar yfir Hafnarfjörö, Bessa- staöahrepp og Garðabæ aö Hraunsholtslæk. Rafveitan hefur jafnóðum sinnt stækkunum á kerfinu eftir þvi sem bærinn hefur stækkaö. Ariö 1964 var byggö ný aöveitu- stöð, gerö fyrir 5 megavolt — amper og var þar meö séö fyrir að nægt rafmagn gæti borist til rafveitusvæöisins um langt skeiö. Um leiö var svo tekiö i notkun álagsstýringarkerfi, hiö fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þess má geta i þessu yfirliti yfir sögu rafveitumála i Hafnarfiröi aö allmiklar boran- ir fóru fram I Krýsuvik á árun- um eftir 1945. Voru uppi hug- myndir um þaö aö setja þar upp 5500 kW gufuaflsvirkjun meö svipuðu sniöi og nú er viö Kröflu, en leyfi fékkst ekki hjá stjórnvöldum til þeirra fram- kvæmda. Þess má loks geta aö starfs- menn Rafveitu Hafnarfjaröar eru nú 33 og er Jónas Guölaugs- son raiveitustjóri eins og áöur segir. — HR Úlldelld lær klallara Tönabæiar: „Okkur vantar ein- hvern stað til að hittast á, sem kostar minna inn á en tvö þúsund kall," sögðu skólafélagar úr Álftamýrarskóla, sem undanfarið hafa unnið að endurbótum á kjallara Tónabæjar ásamt Úti- deild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar. Þetta húsnæði hefur ekkert veriö notaö lengi, en nú hefur Æskulýösráð fengið Útideild eystri sal kjallarans til afnota og er ætlunin að nota hann undir hópstarf og til að bjóöa inn unglingum um helgar til að rabba saman og kynnast. Fyrst um sinn mun hópurinn úr Alftamýrarskóla skipuleggja starfiö. Krakkarnir eru öll á aldrinum 15-16 ára og voru þau flest i fyrsta hópnum, sem úti- deild starfaði með 1977. Núna telur hópurinn 15-20 manns. Þau sögöust gjarnan vilja halda hópinn sem mest, en vegna fjöldans væri útilokað að hittasti heimahúsi. Þá er um að ræða Bústaöi og Fellahelli, sem þeim finnst of langt i burtu, eða kúluspilastaðina, en ekki finnst öllum gaman þar, auk þess sem peningarnir vilja fljúga heldur ört. A diskóteki Tónabæjar sögðu þau að aðeins væri boöiö upp á diskómúsik og hávaöinn væri slikur, aö ekki væri hægt að tala saman. 1 kjallara Tónabæjar ætla þau að hafa fræðslukvöld, dansleiki og opiö hús. En fyrsta verkefnið er jólaball fyrir litla krakka i hverfinu I tilefni barnaárs. „Aðalatriðiö er að hafa staö þar sem viö getum hitst og talaö saman, viö þurfum engar finar byggingar,” sögðu þau. Útideild mun lika nota hús- næðið um helgar. Regina Páls- dóttir, einn starfsmanna deildarinnar sagöi aö hingað til heföi hvergi veriö hægt aö fara inn með krakka á nóttunni, þar sem hægt væri að ræða viö þau. En starf útideildar er fyrst og fremst i þvi fólgiö að ná sam- Unglingarnir hafa unniö aö endurbótum húsnæöisins i sjálfboöavinnu. Þeir hafa málaö, skúraö, skrúbb- aö og pússaö og árangurinn lætur ekki á sér standa. bandi við unglinga og starfa með þeim fyrirbyggjandi starf . _SJ Allar innréttingar hafa veriö unnar upp úr gömlum eigum Æsku- lýösráös, svo kostnaöur viö verkið er i lágmarki. Visismyndir: BG „AðaiatriðiD að geta liist og talað saman” segia krakkar úr Háaleitlshverll sem nú fá félagsaðstöðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.