Vísir - 23.01.1980, Síða 2

Vísir - 23.01.1980, Síða 2
Eiga frjálsar fóstur- eyðingar rétt á sér? Gullveig Sæmundsdóttir, kenn- ari: Undir vissum kringum- stæBum eiga þær rétt á sér, en eðlilegra finnst mér að koma i veg fyrir óti'mabæra getnaði. Katrin Þorgrimsdóttir, hiís- móðir: Nei, það finnst mér ekki. Atli Hafliðason, verkamaður: Það fer eftir aöstæðum, en ég er ekki hlynntur frjálsum fóstur- eyðingum. Óskar Eyjólfsson, nemi: Já, að sjálfsögðu. Það er einkamál hvers aðila. Gene Smith radlótækni- fræðingur: Nei, það tel ég alls ekki. Slikt.mundi jafngilda mann- drápi. 4 * r' 4 janúar 1980 Þórður Björnsson, rikissaksóknari, situr undir ræðum verjenda, en hann fær tóm til andsvara, er ailir verjendur hafa talað. (Vfsim. GVA) „Verður ekkl flæmdur á framburði slfks vitnis” „Ákæruvaldið segist byggja ákæruna á játningu hinna ákærðu. Sú játning liggur ekki fyrir af hálfu skjólstæðings míns. Játn- ing um að hann hafi verið staddur að Hamarsbraut 11 umrædda nótt liggur ekki fyrir í skjölum máls- ins", sagði Hilmar Ingi- mundarson hrl. verjandi Tryggva Rúnars Leifsson- ar í varnarræðu sinni fyrir Hæstarétti í gær. Varnarræða Hilmars byggðist upp á því að „sýna fram á og sanna" að Tryggvi Rúnar var ekki að Hamarsbraut 11 nóttina sem Guðmundi Einarssyni á að hafa verið ráðinn þar bani, í öðru lagi að engin átök hafi orðið milli Tryggva og Guðmundar og i þriðja lagi að rann- sóknaraðilar sem sáu um málið í upphafi hafi verið leiðandi í yfirheyrslum sinum. framburöi sliks vitnis. Hvers vegna fór ekki fram sakbending i upphafi rannsóknarinnar? Þaö lýsir kannski best hvernig staðið var að rannsókninni i upphafi”, sagði Hilmar Ingimundarson. „Sprautaður niður" Hilmar sagði að þegar Tryggvi var fyrst yfirheyrður um málið við handtökuna hefði hann sagt að hann vissi ekkert um hvarf þessa manns. Hann var úrskurðaður i allt aö 90 daga gæsluvarðhald og samkvæmt bókum fangelsisins i Siðumúla var komið þangað með hann 23. desember 1975 „vegna Guð- mundarmálsins” eins og segir i dagbók fangelsisins. Þann 27. desember átti að yfirheyra Tryggva en sam- kvæmt fangelsisbókinni var hann „ekki talinn hæfur til þess” og vék strax frá. Kallaö var i lækni sem kom tvisvar og var Tryggvi „sprautaður niður” eins og segir i tittnefndri bók. Siðan var Tryggvi yfir- heyrður i byrjun janúar i sam- tals 15 skipti og tóku þær yfir- heyrslur samtals 18 klukkutima. Hilmar sagöi árangurinn af þessum yfirheyrslum væri skýrsla dagsett 9. janúar sem væri eins og hálf siða. Þar segist Tryggvi muna að hann var einhvern timann stadd- ur i einhverju húsi með Sævari og Kristjáni um það leyti sem þetta hafi átt að eiga sér stað. Eitthvert ósamkomulag hafi komið upp milli Kristjáns og ókunns manns. Sævar hafi blandað sér i málið og siðan hrópað á hjálp. Tryggvi segist hafa fengið högg frá ókunna manninum og heldur að hann hafi þá slegið manninn og hann fallið. Sævar hafi sparkað i höfuð hins fallna. Tveimur dögum siðan hafi Tryggvi veriö látinn staðfesta þessa skýrslu hjá rannsóknar- dómara málsins. Siðan hafi ekki verið rætt við Tryggva fyrr en 30. april 1976 og þá segist hann ekki muna hvar umrætt atvik hafi áttsér stað eða i hvaða húsi. Fyrir ákæru i málinu hafi annað ekki legið fyrir frá Tryggva Rúnari um málið og hann dró fyrri játningu til baka. „ÞARNA VAR UM AB RÆSA SLYS" Erla þekkti ekki þriðja manninn Hilmar sagði að skýrsla Erlu Bolladóttur frá 20. desember 1975 væri aðalgrundvöllur máls- ins. Þá sagði Erla að hún hefði séð Sævar og Kristján Viöar að Hamarsbraut 11 umrædda nótt en þriðja manninn hafi hún ekki þekkt. Erla vann eið að þessum framburði frammi fyrir rann- sóknardómara málsins. Næst kemur Erla fyrir vegna þessa máls 20. febrúar 1977 og segir I upphafi að fyrri fram- burður sinn hafi verið réttur og hún hafi engu við hann að bæta. Aðspurö segist hún ekki hafa þekkt þriöja manninn þarna um nóttina, en hún hafi séð Tryggva síðar og taldi aö um sama mann væri aö ræöa. Hilmar sagði að það hefði jafnframt komið fram hjá Erlu 20. febrúar, að Tryggvi heföi komiö á Hamarsbrautina fyrir aðfaranótt 27. janúar 1974, . en samt hafi hún ekki þekkt hann aftur umrædda nótt. Erla og Tryggvi hafi siöan verið samprófuð 23. mars 1977. Þá hafiErla sagst hafa gefiö lýs- ingu á þriðja manninum við fyrstu yfirheyrsluna og dregiö upp mynd af honum I tæknideild rannsólcnarlögreglunnar. Þessi lýsing finnnist ekki bókuö og myndin finnist ekki heldur. „Er sá möguleiki fyrir hendi að lýsing Erlu á þriöja mannin- um eigi ekki viö skjólstæðing minn? Þetta er aöalvitnið gegn Tryggva en minna verður á að Erla er lika ákærð fyrir rangar sakargiftir. Skjólstæðingur _ minn verður ekki sakfelldur með Ekki kæmi heldur til að sakfella Albert fyrir ósæmilega meðferð á liki þvi hann heföi aldrei snert neitt lik þótt hann hefði verið beðinn að aka Sævari og Kristjáni með sekk út i hraun. Ekki hefði Albert komið inn I húsið að Hamarsbraut aftur eftir átökin og þvi væri ekki hægt að ákæra hann samkvæmt 112. grein um aö raska ummerkjum brots. Þá taldi Orn Clausen það ekki hafa nein áhrif að Albert gaf sig ekki fram eftir atburðinn og sagði hvað hafði skeð. 1 islensk- um hegningarlögum sé ekki að finna skyldu til að upplýsa og skýra frá þvi þótt einhver kom- ist á snoðir um eitthvað athæfi. Hins vegar heföi Albert lagt sig fram um það eftir handtök- una að reyna aö upplýsa málið ’ eftir bestu getu. —SG Tilviljun Albert Klahn var sóttur aust- ur á Seyðisfjörö I leiguflugvél að- faranótt Þorláksmessu 1975 og sat siðan tæpa þrjá mánuði i gæsluvarðhaldi. Hann er i ákæru sakaður um hlutdeild i mann- drápi samkvæmt 211. grein hegingarlaga. örn Clausen taldi útilokað að beita þessari grein i málinu. Það virtist augljóst að hér heföi ráöið tilviljun. Aldrei hefði verið neinn ásetningur að deyða þarna mann. Þarna hafi greinilega „Mennirnir hafa játaö”, sagöi örn Clausen hrl. I ræöu sinni. - sagðl Örn Clausen hrl.. verjandl Aiberts Klahn um Guðmundarmállð „Mér finnst ekki hægt aö krefjast sýknunar á þeim forsendum aö þarna hafi ekkert komið fyrir. Gera verður ráö fyrir þeim möguleika að saksóknara hafi tekist að sanna að þarna hafi eitthvað skeð", sagði örn Clausen hrl. verjandi Alberts Klahn Skaftasonar í ræðu sinni fyrir Hæstarétti i gær. Þaö kvaö við nokkuð annan tón I ræðu Arnar en þeirra meöverj- anda hans sem áöur höfðu talaö, enda mál skjólstæðings hans frábrugðið og öllu viðaminna en hinna. „Mennirnir hafa játað bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og það verður erfitt aö sannfæra Hæstarétt um að þetta allt saman sé tóm vitleysa” sagði örn ennfremur. oröið slys, aö Hamarsbraut 11. „Ég álit það vera skilyrði þeg- ar meta á refsingu hvort ásetningur hafi skapast eöa ekki ef sakfella á samkvæmt 211. grein. Ef það er ekki hundrað prósent öruggt að um ásetning sé að ræða er útilokað annaö en beita gáleysisákvæðinu” sagði örn Clausen. Kraföist hann sýknu fyrir hönd skjólstæðings sins af ákæru samkvæmt 211. grein. Þá sagði örn að ekki væri unnt að sakfella Albert fyrir að koma Guðmundi ekki til hjálpar I átök- unum enda ljóst að hann heföi ekki haft neitt svigrúm til þess.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.