Vísir - 23.01.1980, Qupperneq 16
vtsnt
Miðvikudagur 23. janúar 1980
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttir
Atriði úr leikritinu Kirsiblóm á Norðurfjalli, sem Haukur J. Gunnarsson setti upp
AUSTRÆN GAMANSEMI
Hin óvenjulega leiksýning
Þjóðleikhússins, Kirsiblóm á
Norðurfjalli, hefur fengið mjög
góðar undirtektir áhorfenda sem
og allra gagnrýnenda. Er þaö
vonum framar þar eð hér er um
hefðbundna japanska leiklist aö
ræða en sýnir þó að gamansemin
er alls staðar söm við sig og ís-
lendingar njóta hennar jafnt þó
hún sé færö i austrænan búning.
Leikstjóri sýningarinnar er
Haukur J. Gunnarsson og er hann
einn af fáum vesturlandabúum
sem hlotið hafa leikhúsmenntun
sina 1 Japan. Meö hlutverk fara
Sigurður Sigurjónsson, Anna
Kristin Arngrlmsdóttir, Jón
Gunnarsson, Þórhallur Sigurðs-
son og Árni Ibsen. Alla tónlist
sýningarinnar samdi Egill Ólafs-
son eftir strangri japanskri fyrir-
mynd og er hún flutt af honum
sjálfum.
Næsta sýning á Kirsiblómum á
Norðurfjalli er I kvöld.
Myrkir músikdagar:
Konurnar elnráðar
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Sara Lidman
fékk aðeins prjú
atkvæði af tíul
Frá Jóni Einari Guð-
jónssyni i Osló:
Eftir þrjár atkvæðagreiðslur i
úthlutunarnefnd til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðsins
fékk sænska skáldkonan Sara
Lidman flest atkvæði fyrir bók
sina „Börn heimsíns”. Hún fékk
9 atkvæði af 30 mögulegum.
Næst Lidman kom danska
skáldkonan Dorite Wijlundsen
sem fékk sjö atkvæði fyrir bók-
ina Hvis det virklig var film. I
þriðja sæti var Odd Eidem með
bók sina Diter og jeg.
Nú er það svo að atkvæða-
greiðsla nefndarinnar á að vera
leyndarmál. Norski prófessor-
inn Leif Mæhle, sem er for-
maður nefndarinnar, sagði aö
allt sem við kæmi atkvæöa-
greiðslunni hefði ekkert að gera
i fjölmiðla. Það mikilvægasta
væri hver hlyti verðlaunin.
Hvort sem prófessornum lik-
ar betur eöa verr, þá hafa upp-
lýsingar um atkvæöagreiðsluna
lekið út.
Eftir þessum upplýsingum þá
fer atkvæðagreiðslan fram I
fjórum umferðum. Verk sem
fær flest atkvæði i fyrstu þrem
atkvæðagreiðslunum fær öll at-
kvæði nefndarmanna I siöustu
umferð og þar með verðlaunin.
Við skulum nú lita á hvernig
þetta kerfi virkar i atkvæða-
greiðslunni I ár.
I fyrstu atkvæðagreiöslunni
fékk bók Söru Lidman þrjú at-
kvæði. Landi hennar Sonnevi
fékk tvö atkvæði og Willundsen
fékk tvö.
1 annarri umferð fékk bók
Lidman áfram þrjú atkvæði frá
þeim sömu og greiddu henni at-
kvæði I fyrstu umferð. Eidem
fékk þrjú Sonnevi tvö og Ólafur
Haukur Simonarson eitt.
I þriðju umferð fékk skáld-
saga Lidman enn á ný þrjú at-
kvæði, Willundsen fékk þrjú,
Eidem tvö og Ólafur Haukur
Simonarson eitt.
Þar með fékk Lidman niu at-
kvæði samtals og vann at-
kvæðagreiðsluna, þó svo að að-
eins þrlr af tiu nefndarmönnum
gæfu henni atkvæði sitt. —KP
Sara Lidman verðlaunahafi
Norðurlandaráðs.
Myrkir músikdagar
Kammersveit Reykjavíkur i Bústaðakirkju
Stjórnandi Páll P. Pálsson
Efnisskrá:
Karólina Eiriksdóttir: Brot (1979)
Vagn Holmboe: Zeit op. 94 (1974)
Einsöngvari Ruth L. Magnússon
Miklos Maros: Konsert fyrir sembal og kammer-
sveit
Einleikari Helga Ingólfsdóttir
Páll P. Pálsson: Lantao (1979-80)
Jón Nordal: Concerto lirico (1975)
A þessum tónleikum voru ekki
færri en þrjú tónverk frumflutt
eitt var flutt I fyrsta sinn hér-
lendis, en aðeins eitt var áður
kunnugt, þ.e. konsert Jóns Nor-
dal. Það verður naumast látið i
ljós endanlegt álit á svo miklu
„nýmeti” eftir aðeins eina heyrn.
En bæði Islensku verkin, sem
þarna heyröust I fyrsta sinn eru
forvitnileg til nánari kynna. Verk
Karólinu er litrikt, ferskt og
áheyrilegt og verk Páls, sem
samið er fyrir óbó, hörpu og
sláttarhljóðfæri afarfingert i ljóð
rænum blæbrigðum sinum. Verk-
ið eftir Vagn Holmboe er samið
við heldur tyrfinn þýskan texta,
sem ýmist er sunginn eða sagður
fram. Flutningur Ruth L.
Magnússon var afrek að sinu
leyti, en sennilega er verkiö
Ingi Hrafn Hauksson hefur opnað myndlistarsýningu I Studio S við
Skóiastræti S. Þar sýnir hann 28 myndir, sem allar eru málaðar á
siðasta ári.
Ingi Hrafn hefur tekið þátt i samsýningum hér heima og erlendis og
einnig haldið sjö einkasýningar.
Sýningin er opin frá klukkan 16 til 22 daglega fram til 3. febrúar.
Karólina Eirfksdóttir samdi verk sitt sérstaklega fyrir Kammersveit Reykjavfkur.
skemmtilegra fyrir söngvarann
en áheyrandann. Verk sænska
tónskáldsins Miklos Maros, sem
samið er fyrir Kammersveitina
og var frumflutt þarna, virtist
skorta fyllsta jafnvægi milli
hljómsveitar og einleikshljóö-
færis. Einleikshlutverkið, sem
var prýðilega leikiö af Helgu
Ingólfsdóttur á nýjan sembal
Tónlistarskólans, hið glæsileg-
asta hljóðfæri, naut sin þvi naum-
ast sem skyldi. Þetta mun verða
að skrifa á reikning tónskáldsins
fremur en flytjendanna. Verk
Jóns Nordal var vafalitið veiga-
mesta viðfangsefnið á þessum
tónleikum.
Þarna komu fram 23 hljóðfæra-
leikarar Kammersveitarinnar,
flestir i stórum eða smáum ein-
leikshlutverkum og var frammi-
tónlist
Jón
Þórarins-
son, tón-
skáld,
skrifar
staöa þeirra öll með hinum mestu
ágætum. óneitanlega vekur það
athygli þegar litið er yfir þennan
nafnalista hvaöa ályktanir sem af
þvi kann að mega draga að i hópi
fimmtán strengjaleikara sem
þarna komu fram er aðeins einn
islenskur karlmaður, hitt eru
konur eða útlendingar, sumt út-
lendar konur. Er hljóðfæraleikur
á Islandi á þessum jafnréttistim-
um að verða kvennastarf ein-
göngu og „farandverkamanna”?
Konur eru ekki lakari strengja-
leikarar en karlar, svo aö
áhyggjuefni þarf þetta ekki að
vera, en umhugsunarefni er það
engu að siöur. Hvað veldur?
Hljómsveitarstjórinn frægi, Sir
Thomas Beecham, vildi aldrei
hafa konur I þeim hljómsveitum,
sem hann stjórnaði. Hann hefði
átt erfitt uppdráttar á íslandi um
þessar mundir. Röksemdafærsla
hans var þessi: „Ef stúlkurnar
eru fallegar, trufla þær piltana i
hljómsveitinni ef þær eru þaö
ekki, trufla þær mig!”. En sjálf-
sagt er þetta ekki lengur vanda-
mál, þegar konurnar eru orönar
einráðar. Jón Þórarinsson