Vísir - 02.02.1980, Page 2
?: bh tai n HÉ
Jón Sigurösson hefur i gegnum árin spilaö á mörg og margvisleg hljóöferi en uppáhaldiö er samt alltaf gamia góöa harmónikan.
vtsnt
Laugardagur 2. febrúar 1980
Geiri elskan, gráttu ei,
gráttu ei, ég segi nei.
Þú vildir mig ekki, veslings flón,
þvi varð ég að eiga hann vin þinn Jón...
Þessar ljóðlinur kannast væntanlega flestir
við. Þær eru úr laginu „Sagan af Ninu og
Geira” sem hljómsveitin Brimkló söng nýlega
inn á plötu og hefur það undanfarið verið eitt
vinsælasta lagið á Fróni. Lagið er erient en
textann samdi Jón Sigurðsson, gamalreyndur i
þessum bransa. Jón hefur siðastliðin 30 ár
samið texta við f jöldann allan af vinsælum lög-
um, hann hefur og samið ýmis vinsæl lög sjálf-
ur og rekur nú sina hljómsveit sem spilar á
Borginni á sunnudögum.
Nálægt 200 textar
,,Ég hef veriö svona 15 ára
gamall þegar 6g byrjaöi aö
hnoöa saman textum”, sagöi
Jón i spjalli viö Helgarblaöið
nýlega. „Þeir voru oftast við
útlend lög sem ég gleypti i mig
úr útvarpinu og fannst gaman
að reyna að búa til við þau is-
lenskan texta. Bg er fæddur
undir Eyjafjöllum og þetta var
tilvaliö meöan ég var aö smala
kindum eöa reka kýr og hesta.
Fyrstu textarnir eftir migbirt-
ust i Heimilisritinu upp úr 1945.
Svo fluttist ég til Reykjavik-
ur og fór aö spila i hljómsveit-
um, ég var meö Hljómsveit
Bjarna Böövarssonar i ein 5-6
ár og þá vantaði alltaf texta...
Svavar Lárusson söng um það
leyti fyrsta textann eftir mig
inn á hljómplötu, þaö var lagið
„1 Milanó” sem kom út hjá Is-
lenskum tónum. Nú hafa komið
út á plötum nálægt 200 textar
eftir mig held ég, ég man ekki
fjöldann...”
Engar öndvegisbók-
menntir
Þegar skoöuö er skrá yfir
texta þá sem Jón hefur samiö
kemur i ljós aö hann hefur átt
texta viö ótrúlega mörg af vin-
sælustu lögum hérlendis i
fjölda ára. En hvernig lltur
höfundurinn á verk sin?
,,Ja, það er nú það. Þetta eru
nú engar öndvegisbókmenntir.
En ég vildi fyrst og fremst búa
til islenska texta sem fólk gæti
sungiö, þaö hefur miklu meira
gaman af þvi heldur en ef út-
lenskir textar eru viö lögin.
Margt af þessum textum er
samið undir mikilli pressu,
suma þeirra samdi ég á aöeins
klukkutima þó aðrir tækju
kannski margar vikur. Ætli ég
sé ánægöur meö nema einn ti-
unda af þeim.”
Textinn viö „Linu og
Geira”?
„Ég er hundóánægður meö
hann!”
Textinn tilbúinn klukkan
eitt
„Ég man eftir þvl aö einu
sinni ætlaöi KK-sextettinn aö
fara að gefa út plötu sem upp-
haflega átti aö vera tveggja
laga en svo var ákveöiö aö bæta
tveimur viö á slöustu stundu.
Þrjú lög voru tilbúin en
fjóröa lagiö, sem þeir vildu
endilega hafa meö, var enn meö
enskum texta. Þeir voru þá aö
spila I Þórskaffi og Kristján
hljómsveitarstjóri hringir i
mig klukkan átta um kvöld og
biður mig aö búa til texta. Þá
átti aö taka plötuna upp strax
næsta morgun.
Nú, ég tók bíl niöur I Þórs-
kaffi og sótti nótur aö laginu og
var svo kominn aftur klukkan
eitt um nóttina — meö textann
— segir Jón Sigurðsson, tónlistarmaður,
textahöfundur og lagasmiður en næstum
200 textar eftir hann hafa komið út
á hljómplötum
tilbúinn! Þá þurftu þeir aö æfa
lagiö yfir nóttina.
Þetta var reyndar einn af
minum bestu textum. Hann var
viö lagiö „Næturfuglinn” sem
Ragnar Bjarnason söng.”
Komst aftur í sviðsljósin
með „Lummuplötunni"
A árunum 1950-65 var gefinn
út mikill fjöidi af textum Jóns á
plötum enda var þá mikiö
blómaskeið i innlendri plötuút-
gáfu og 2ja laga plöturnar réöu
rikjum. Uppúr 1965 dróst þessi
útgáfa mjög saman og þá fór
mjög að hægjast um hjá Jóni i
textagerðinni.
„Ég var steinhættur þessu,
geröi ekkert I mörg ár. En svo
gaf Gunnar Þórðarson út
„Lummuplötuna” sina með
gömlum lögum og þar átti ég
sjö af tólf textum. Þá fóru
strákarnir aö athuga hvort ég
væri lifandi eða dauöur og siö-
an hef ég haft alltof mikiö aö
gera, ég er sennilega búinn aö
gera milli 20 og 30 texta á s vona
einu ári.”
Þú ert ekki oröipn leiöur á
þessu?
„Neinei, þaö er nú ekki. En
þaö þurfa yngri menn að taka
viö...”
Fær meiri tima nú en áð-
ur
„Ég fæ reyndar miklu meiri
tima nú en áöur, þegar oft lá
mikiö á textunum. Nú koma
þeir til min strákarnir meö
lagiö á spólu og ég fæ aö hafa
þaö hjá mér vikum saman,
þetta er miklu meiri um-
hugsunartimi. Samvinnan við
þá er mjög skemmtileg og þeir
láta mig bara vita ef þeir eru
óánægöir meö eitthvaö, og þá
breyti ég þvi. Ég hef aldrei ver-
iö viökvæmur gagnvart þvi
sem ég hef framleitt, þaö má
alltaf gera betur...”
Þú notar oröið framleitt?
„Já, ætli þaö sé ekki rétt-
ast.”
A móti áróðurstextum
Er einhver sérstakur boö-
skapur, eöa lifsskoðun, sem þú
hefur viljað koma á framfæri i
textum þinum?
„Nei, þetta hefur nú bara
veriö ^bundið viö að skemmta
fólki. Ég er afskaplega mikiö á
móti öllum áróðurstextum.