Vísir - 02.02.1980, Side 19

Vísir - 02.02.1980, Side 19
Laugardagur 2. febrúar 1980 19 Visir á hljómleikum með Dr. Hook: AUt á útopnu hjá Dr. Hook. „Segðu aðdáendum okkar á íslandi að við vilj- um koma til íslands tii að heiisa þeim öllum. Við erum nefnilega hvorki hræddir við is né snjó — við erum ekki einu sinni hræddir við eldgos”, sagði Ray Sawyer, aðalsprautan i hljómsveitinni Dr. Hook, við ljósmyndara Visis, er þeir hittust aðafioknum hljómieikum i borginni Providence i Rhode Island nýlega. Þetta var það eina sem tókst að hafa upp úr Ray Sawyer, en ijósmyndara Visis voru skammt- aðar tvær minútur með Ray og Dennis Locorriere, hinum aðalsöngvara hljómsveitar- innar, eftir hljómleikana. Timinn fór allur i það að kapparnir reyndu að bera fram nafn ijós- myndarans frá islandi. 99 Vid viljum koma til íslands” sagdi Krókur læknir Krókur læknir er undarlegt nafn á hljómsveit, en þegar Ray Sawyer birtist á sviðinu virðist annað nafn ekki koma til greina. Hann er ótrúlega ólikur öðrum poppstjörnum, eineygöur og hrukkóttur og venjulega kall- aður Dr. Hook, þó svo nafnið eigi viö alla hljómsveitina. Maður með hans útlit virðist lika eiga betur heima i stefni sjóræningja-skips en á sviði. En tónlistin er ágæt og söngur Króks læknis er hrjúfur en góður. A fyrrnefnum hljómleikum i Providence kom Krókur fyrstur inn á sviðiö og ávarpaði áhorf endur, en siöan stukku þeir Dennis Locorriere, Billy Francis, Rik Elswit, John Walters, Jance Garfat og Bob „WÚlard” Henke inn á sviðiö, gripu hljóðfæri sin og hófu að leika formálalaust. Flest lögin voru nýleg, en inn á milli mátti heyra gamlar lummur eins og „Sylvia's mother”. Þegar eitt lag var eftir á dag- skránni, yfirgaf ljósmyndari Visis áhorfendasvæðið, staðráö- inn i aö ná tali af hljómsveitar- mönnum. Hann fékk leyfi til þess en varð að biða þar til þeir komu út úr búningsherberginu. Er Krókur og félagar hans komu út, þustu æstir aödáendur að og heimtuðu eiginhandar- áritanir. Og eftir að hafa rætt við ljósmyndarann meö fyrr- nefndum árangri, þutu þeir upp 1 bilana sina — tóku reyndar nokkra kven-aðdáendur meö sér — og voru horfnir. Dennis Locorriere hleypir einnidömu inn ibllinnsinn. Þrjár aör- Aö loknum túnleikunum. Ahorfendur fagna og Dennis smeilir ar, sem greinilega hugsa gott til gióðarinnar, koma hiaupandi en mynd af þeim. verða of seinar. Ray og Dennis. Ray Sawyer og Dennis Locorriere reyna að bera fram nafn ljús myndarans frá tslandi. Þúrir Guðmundsson stendur á milii þeirra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.