Vísir


Vísir - 04.03.1980, Qupperneq 16

Vísir - 04.03.1980, Qupperneq 16
„Veiðiferð” frumsýnd á laugardag: ÆVINTYRALEGUR DAG- UR A ÞINGVðLLUM „Kvikmyndin var tekin upp i júlimánuöi á Þingvöllum. Hiin gerist öll á einum degi og einmitt þennan dag eins og endranær leggja margir leiö sina þangaö”, sagöi Andrés Indriöason f spjalli viö VIsi um kvikmyndina Veiöiferðin, sem frumsýnd veröur á laugardaginn I Austurbæjarbíó og Borgarbfó á Akureyri. Framleiöendur myndarinnar eru þeir Andrés og Gfsli Gestsson. Andrés skrifaöi handritiö og leikstýröi, en Gísli kvikmyndaöi. Jón Kjartansson annaöist hljóöupptöku, en Valgeröur Ingimarsdóttir var skrifta. Jafnt fyrir börn og full- orðna. Veiöiferöin er kvikmynd jafnt fyrir börn og fullorðr.a. Það er orðiö nokkuð langt siðan börn hafa fengið að sjá islenska kvik- mynd viö sitt hæfi i kvikmynda- húsi. Óskar Gíslason gerði nokkrar barnamyndir upp úr 1950, t.d. Siöasti bærinn i daln- um, og Reykjavikurævintýri Bakkabræðra. Þær voru teknar á 16 millimetra filmu, en Veiði- ferðin er gerð fyrir breiðtjald. Hún var tekin upp á sömu tækin og kvikmynd Agústs Guö- mundssonar Land og synir. Þeir Andrés og Gisli náðu rétt að ljúka sinu starfi, áður en tækin voru send norður i land og Agúst tók viö þeim. í Veiðiferðinni leika atvinnu- leikarar, áhugafólk og krakkar hlið viö hlið. Með stór hlutverk fara þrir krakkar, þau Guð- mundur Klemenzson, Yrsa Björt Löve, og Kristin Björg- vinsdóttir. Þá má nefna Sigriði Þorvaldsdóttur og Sigurö Karls- son sem leika hjónin Július og Guggu. Með þeim er veiðifélagi þeirra sem leikinn er af Sigurði Skúlasyni. Þá eru á Þingvöllum þennan sólrika sumardag eldri hjón sem leikin eru af Guðrúnu Þ. Stephensen og Klemens Jónssyni Þá koma einnig tveir vafa- samir náungar við sögu. Þá leika þeir Pétur Einarsson og Arni Ibsen. Einnig eru laganna verðir með i spilinu. I myndinni koma upp mörg Guörún Þ. Stephensen og Klemenz Jónsson f hlutverkum sínum í myndinni. Guömundur Klemenzson, Yrsa Björt Löve, og Kristfn Björgvinsdóttir fara meö stór hlutverk I kvik- myndinni Veiöiferö. óvænt atvik, en hún er gaman söm og við söguna koma t.d. tveir Eyjapeyjar sem leiknir eru af þeim Halla og Ladda. Ungt ástfangið fólk er einnig á feröinni á Þingvöllum þennan dag, og þar eru í hlutverkum þau Auður Elisabet Guðmunds- dóttir og Einar Einarsson. Milli 40 og 50 manns koma fram í myndinni, en í veiga- miklum hlutverkum eru 17 manns. Neistinn sem tendraði bálið Andrés Indriðason hefur unn- ið mikið af efni fyrir börn. Eftir hann liggur verðlaunasaga, Lyklabörn. Leikrit eftir hann hafa verið sýnd í sjónvarpi og flutt I útvarp og sett á svið I Þjóðleikhúsinu. Andrés hefur starfaö hjá sjónvarpinu frá þvi það tók til starfa og hefur stjórnað upptöku fjölda þátta og leikrita. ,,Það er mjög skemmtilegt að vinna efni fyrir börn, hvert með sinum hætti. Það er ánægjulegt hve mikil gróska er nú i kvik- myndagerðinni, en það er Kvik- myndasjóði að þakka. Það var neistinn sem tendraði bálið og var mikil hvatning fyrir okkur”, sagði Andrés. Tónlistina við Veiðiferð hefur Magnús Kjartanson gert. Plata með lögunum úr kvikmyndinni kemur út á næstunni, en á henni eru tvö lög. Pálmi Gunnarsson syngur annað þeirra, en stúlkur úr Skólakór Garðaiiæjar hitt. Undirleik annast Magnús Kjartansson og félagar úr hljómsveitinni Mezzoforte. Aætlaður kostnaður við Veiði- ferð nemur um 40 milljónum króna. Sýningartimi myndarinnar er um einn og hálfur timi. Hún verður eins og áður sagði sýnd i Austurbæjarbió og Borgarbió á Akureyri. Siðan verður kvikmyndin sýnd viðsvegar um landið. Miðaverð hefur verið ákveðiö 1800 krónur. -KP. kvikmyndir Nýja bió — Butch og Sundance (Yngri árin) Leikstjóri: Richard Lester. Framleiöendur: Gabriel Katzka og Steven Bach Handrit eftir Allan Burns,byggt á persónum sköpuöum af VVilli- am Goldman. Myndatökumaöur: Laszlo Kovacs Tónlist: Patrick Williams Aöalhlutverk: William Katt, Tom Berenger William Katt og Tom Berenger I hlutverkum sinum. LELEG EFTIRLIKING Richard Lester er sannkall- aöur ævintýraleikstjóri, aö fara út i sllka mynd sem þessa þegar búiö er aö gera frábæra mynd um þessar hetjur, meö Robert Redford og Paul Newman I aöalhlutverkum, er ævintýra- mennska. Það kemur llka í ljós þegar upp er staðiö aö verkefnið er framleiöendum,leikstjóra og leikurum ofviöa.Útkoman verð- ur léleg eftirllking af hinni upp- runalegu mynd um Butch Cassidy og Sundance Kid. Það má segja að þessa mynd vanti allt það sem svona mynd þarf að hafa. Sum atriði hennar eru svo teygö aö halda mætti að verið væri aö fylla aðeins upp I til að myndin næöi réttum sýn- ingartlma. Aðalleikarar myndarinnar er auösjáanlega valdir eftir útliti þeirra Roberts Redfords og Paul Newman, en ekki leikhæfi- leikum, og óhætt aö segja aö vel hafi tekist til með William Katt, þvl aö hann er lygilega llkur Robert Redford I útliti. Eins og áöur sagði er Richard Lester leikstjóri og er þetta örugglega það versta sem frá honum hefur komið. Þegar maður hefur fyrri myndina um þessa útlaga vestursins til viðmiöunar, sem maöur kemst ekki hjá að gera, er þessi mynd þvi mislukkuö og hefði aldrei átt að vera gerð. Mól. Áhrif kvik- mynda og sjónvarps - fyrirlestur Ole Breltensteln í Norræna húslnu Kvikmyndafræðingurinn Ole Breitenstein heldur fyrirlestur um áhrifamátt kvikmynda og sjónvarps i Norræna húsinu i kvöld klukkan 20.30iHann er hér i boði Myndlistarkennarafélags íslands og Norræna húsins. Fyrirlesturinn nefnir hann „Film, TV og modtagerne”. Breitenstein fjallar um þátt kvikmynda og mynda I útbreiðslu menningar og einnig hvernig þær geta oröið til aö stuðla að skoöanakúgun og flatneskju. Þá fjallar hann um hver áhrifa- valdur myndefni er I söluauglýs- ingum. Ole Breitenstein er danskur, en fluttist til Svíþjóöar 1955. Þar lauk hann fil. kand. prófi 1971 og vinnur nú við Stokkhólmsháskóla. Þar kennir hann fjölmiðlunar- fræði, kvikmyndasögu og grein- ingu. Hann hefur einnig kennt við sænska kvikmyndaskólann og starfað við sjónvarpið. Blaðamaöurinn Eva Wikander og Breitenstein hafa gert athuganir á þeim áhrifum, sem kvikmyndir hafa á börn og unglinga. A slðasta ári birtu þau niðurstööur þessarar könnunar I bók sem nefnist „Kila pá bio- Köp en livsstil”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.