Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 6
Evrópukeppní meistaraliða: Ttíkum í umboðssölu allar gerðir af skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKffíA VÖRUR OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI ;iU’] GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Forest tapaði lá heimaveill Evrópumeistarar Nottingham Forest eiga nú á hættu aö vera slegnir út úr Evröpubikarkeppn- inni i knattspymu, og það eru a- þýsku meistararnir, sem eru hálfnaöir meö þaö verk. Forest lék á heimavelli sinum gegn Dynamo Berlin i gærkvöldi, og þrátt fyrir mikla yfirburöi For- est, voru þaö Þjóöverjarnir, sem skoruöu eina mark leiksins. For- est dugir þvi ekki nema 2:0 sigur i siöari leiknum til aö komast á- fram. Skot eftir skot frá leikmönnum Forest dundu á marki Dynamo i gærkvöldi, en þaö var sama hvernig þau skot voru, annaö- hvort varöi a-þýski markvöröur- inn eöa þá stengur og þverslá björguöu Dynamo. Tæplega 28 þúsund áhorfendur uröu þvi fyrir miklum vonbrigöum, er Riediger skoraöi sigurmark Dynamo á 63. minútu. Þaö gekk betur i Skotlandi hjá Glasgow Celtic, sem fékk Real Madrid i heimsókn. Ekkert mark var skoraö i fyrri hálfleik, en i siöari hálfleik færöu þeir McClus- key og Mick Doyle Celtic sigurinn meö tveimur góöum mörkum. Hamburger sigraöi Hajduk Split á mjög vafasömu marki, svo aö ekki sé meira sagt. Þaö var Reimann sem skoraöi markiö, en varnarmenn Hajduk stoppuöu og biöu eftir aö dæmt yröi vegna þess aö brotiö var á markveröi þeirra. Fjóröi leikurinn í 8-liöa úrslit- um Evrópukeppni meistaraliöa var viöureign Strasborg og Ajax og lauk honum meö markalausu jafntefli. Mlðaverðið upp h|á vaismðnnum Valsmenn eru á fullri ferö þessa dagana aö undirbúa siöari leikinn I Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu gegn spænsku meisturunum Atletico Madrid. Leikurinn á aö fara fram i SkíéU Laugardalshöllinni á sunnudag- inn kl. 19.00 og er nokkuð öruggt aö uppselt veröur á leikinn löngu fyrir þann tima. Mikiö hefur veriö spurt um miöa á leikinn, og hafa Valsmenn nú ákveðiö aö byrja meö forsölu á þeim í kvöld. Veröur hún á tveim stööum — Valsheimilinu og Rakarastofunni Laugavegi 178, Byrjar á báöum stööum kl. 18.30. Veröa miöar seldir þarna í kvöld, annaö kvöldog á laugardaginn, ef þá eitthvaö veröur eftir. Verö miöanna er hærra en venjulega — 5000 krónur f sæti, 4500 krónur i stæöi og 1500 krónur fyrir böm. Vonast Valsmenn aö þeim takist aöeins aö minnka skuldasúpuna vegna þátttöku sinnar i þessari Evrópukeppni meö því aö hækka miöaveröiö á þessum leik, en þeir eru nú meö um 8,5 milljóna króna skulda- bagga vegna leikjanna i henni. — klp Meöal margs þess sem gladdi augaö á sundmóti Armanns f Sundhöll- inni i fyrrakvöld, voru þessar tvfburasystur, sem viö fundum þar á meðal keppenda. Þær heita Lilja og Magnea Vilhjálmsdætur. Ekki vit- um viö hvor er hvaö — en viö vitum, aö þær eru báöar i Ægi og eru meöal efnilegustu sundkvenna okkar. Magnea á t.d. 4. besta tímánn i 100 m skriösundi í ár og Lilja 3. besta timann i baksundi. Þær stunda báöar æfingar af kappi — mæta þrisvar i viku I Sundhöllina klukkan 6 á morgnana og þar fyrir utan mæta þær fimm sinnum I viku á kvöldæf- ingar og siöan er ein inorgunæfing á laugardögum. Arangurinn er lika aö koma I ljós hjá þeim, og sjálfsagt eigum viö eftir aö heyra mikiö um þessar tviburasystur á sundmótum i náinni framtiö... — klp/VIsismynd Friöþjófur. UEFA-keppnln: FJ0QUR ÞfSK LIB IUNDANÚRSLITUM? Flest bendir nú til þess, aö V- Þýskaland muni eiga öll fjögur liöin, sem koma til með aö leika i undanúrslitum UEFA-keppninn- ar Iknattspyrnu, en fyrri leikimir I 8-liöa úrslitunum voru leikir i gærkvöldi. Þar áttu Þjóöverjarn- ir 5 liö, og uröu úrslit leikjanna sem hér segir: St. Etienne (Frakkl).: BorussiaMönchengladb. 1:4 Stuttgart (V-Þýska.): Lokomotiv (Bulgaria) 3:1 Eintr. Frankfurt (V.-Þýskal.): Brno (Tékkósl.) 4:1 Kaiserslautern (V-Þýskal): Bayern Munchen (V.-Þýsk) 1:0 Borussia Mönchengladbach sem er handhafi UEFA-bikars- ins, byrjaöi glæsilega og i hálfleik I útileiknum gegn franska liðinu St.EtiennehöföuþeirNielsen (2), Nickel og Lienen skoraö fjögur mörk fyrir Borussia án svars. Þaö kom þvi fyrir ekki, þótt Michel Platini skoraöi fyrir St. Etienne úr vitaspyrnu i siöari hálfleik, Borussia vann öruggan sigur og er öruggt I úndanúrslitin. Stuttgart ætti aö veröa annaö liöiö frá V-Þýskalandi, sem kemst I úrslitin, en Stuttgart sigr- aöi Lokomotiv frá Búlgariu ör- ugglega 3:1. Þó komust Búlgar- amir yfir I 1:0, en þeir Deiter Muller, og Wolkert (2) skoruöu mörk Stuttgart, sem ætti að duga i undanúrslitin. Þá ætti Eintracht Frankfurt aö vera öruggt i undanúrslit eftir 4:1 sigur gegn Brno frá Tékkóslóva- klu, liöinu, sem sló Keflavik út úr keppninni. Þeir Nachtweih, Lor- ant, Nickel og Karger skoruðu fvrir Frankfurt, en Horny fyrir Brno. Það er nýjast að frétta af mál- inu varöandi bikarleik IS og KR i körfuknattleik sem 1S var dæmd- ur sigur I, I fyrrakvöld, aö a.m.k. tvö kærumál eru komin af staö. KR-ingarnir kæröu i gær, að leikurinn skyldi hafa veriö settur á og 1S dæmdur sigur, og sendu þeir kæru sina til dómstóls Körfu- knattleiksráös Reykjavikur. Þá hefur stjórn Körfuknatt- leikssambands íslands sent inn kæru til dómstóls Körfuknatt- Fjórða v-þýska liöiö, sem kemst i undanúrslitin, veröur Kaiserslautern eöa Bayern Múnchen. Þessi liö leika innbyrö- ist I 8-liða úrslitunum, og i gær- kvöldi sigraöi Kaisersíautern 1:0 meö marki Brummer á heima- velli sinum. — «k. leikssambandsins, og er stjórnin aö áfrýja þeim úrskuröi, sem dómstóll Körfuknattleiksráös Reykjavikur kvaö upp i fyrradag, og varö til þess, aö KR mætti ekki til leiksins. Þannig er langt frá þvi, aö séö veröi fyrir endann á þessu máli, en von manna er, aö dómstólarnir hraöi afgreiöslu málsins eftir þvl sem hægt er, svo aö unnt verði aö ljúka bikarkeppninni. gk — Kærumálin á fullri ferð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.