Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 6
Laugardacur g. mars 1980 6 ':.y t Höfdabakka brúin ÞórOur Þorbjarnarson, borgarverkfræöingur, sýnir blaðamönnum lfkan af Höföa bakkabrúnni. Fyrir framan Þórö á myndinni er Elliöaárstlflan og lengst til vinstri er Arbæjarsafn. Þess mó geta aö llkaniö miöast viö veginn óöur en hann var færöur 25 metrum noröar. „Ardsemin, verður 35*40% strax á árinu 1982” — segir Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur 1 fyrrinótt var samþykkt meö tíu samhlj<^öa atkvæöum i borgarstjórn Reykjavlkur aö byggö skyldi bril yfir Elliöaárn- ar viö Höföabakka. Alfheiöur Ingadóttir, borgarfulltrúi Alþýöubandalagsins, bar fram breytingartillögu þess efnis aö framkvæmdum skyldi frestaö i eitt ár, en hún var felld. Tillaga um aö hefja framkvæmdir viö brúna nú þegar var síöan samþykkt meö öllum greiddum atvjcæöum, en fulltrúar Alþýöu- bandalagsins sátu hjá. Miklar umræöur hafa veriö aö undanfömu um brúarbyggingu á þessum staö og sitt sýnist hverjum. Flestir hafa veriö á einu máli um nauösyn þess aö gera aöra tengingu yfir Elliöa- ,árnar en Vesturlandsveg, en margir hafa taliö aö hægt væri ’aö finna tengingunni betri staö len Höföabakkann. Vlsir spuröi Þórö Þorbjarnar- son, borgarverkfræöing, hvaö þaö væri sem geröi Höföabakk- ann aö skynsamlegasta valkost- inum. „Þaö var fyrst og fremst um aö ræöa þrjá valkosti I sam- bandi viö þessa tengingu, ofan viö Kermóafossa, Ofanbyggöa- vegur viö Skyggni og loks neöan viö Arbæjarfossa eöa Höföa- bakka. Ef viö lltum fyrst á um- hverfissjónarmiöin þá er ljóst aö vegur yfir Elliöaár viö Ker- móafossa er versti kosturinn þvi þaö er einn fallegasti staö- urinn I öllum dalnum. Ofan- byggöavegur yröi einnig I ó- snortinni náttúru sem er mikiö notuö sem útivistarsvæöi. Aö minu áliti er Höföabakkinn tvi- mælalaust skársti kosturinn frá þessu sjónarmiöi. Hvaö varöar arösemi er eng- inn vafi á þvi aö Höföabakkinn er besti kosturinn. Geröir hafa veriö útreikningar sem byggj- ast á umferöarkönnunum og sýna þeir, aö miöaö viö fimm þúsund bila umferö á sólar- hring áriö 1982 myndi arösemin vera 35-40% af fjárfestingunni á ári. Reiknaö er meö aö umferö- in veröi komin I tiu þúsund blla á sólarhring áriö 1992 og þá borgar fjárfestingin sig einu sinni á ári. Samkvæmt sömu útreikning- um er arösemin af Ofanbyggöa- veg, miöaö viö núverandi um- ferö, 10-20% á ári og ekki er gert ráö fyrir þvl aö hún geti aukist i nema 20-25% á ári. Einnig er þess aö geta, aö Ofanbyggöa- vegur kemur ekki aö jafn mikl- um notum I umferöarlegu tilliti og Höföabakkinn”. Komið til móts við Ár- bæjarsafn — Hvaö viltu segja um þá gagnrýni sem fram hefur komiö á aö veriö sé aö leggja hraö- brautþar sem ibúöarhverfi er á aöra hönd og Arbæjarsafn á hina? „Mér finnst nú tæplega hægt aö kalla umræddan veg hraö- braut þar sem um 300 metrar eru á milli gatnamóta. Þaö hefur lika veriö tekiö tillit til Arbæjarsafns þannig aö veg- urinn var færöur 25 metrum noröar en upphaflega var gert ráö fyrir auk þess sem hann var lækkaöur. Vegurinn er nú meira en hundraö metra frá öllum húsum safnsins nema svoköll- uöum Vopnafjaröarhúsum, sem eru 55-70 metra frá veginum. tbúöahverfin eru 1 um 85 metra fjarlægö og getur þaö varla talist nokkurt tiltöku- mál”. Kostnaðurinn 762 milljónir — Hversu stórt mannvirki veröur þessi brú? „Brúin veröur rúmlega 104 metrar á lengd 1 tveimur höfum. I endanlegri gerö veröur hún rúmlega tuttugu metrar á breidd, eöa öllu heldur 2x10.4 metrar. Einungis annar hlutinn veröur reistur núna og veröur sem sagt rúmlega tlu metrar aö þversniöi”. — Hver er áætlaöur kostnaöur viö verkiö og hvenær veröur þvi lokiö? „Ef byrjaö veröur á verkinu i vor, eins og samþykkt borgar- stjdrnar gefur til kynna, má reikna meö þvi aö brúarsmiö- inni ásamt tilheyrandi vega- sambandi veröi lokiö á árinu 1982. Miöaö viö verölag I nóvember á slöasta ári er áætlaöur kostn- aöur 762 milljónir fyrir veginn og brúna”. Texti: Páll Magnússoi Myndir: Gunnar V. Andrésson GESTSAUGUM r ÆTLAR þú að ta E.INWERW TIL ÞESS AÐ GtRf) SMTTFRA/WIUÐ fyRlR OKkUR? TelKnarl: Krls Jackson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.